Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1985, Qupperneq 40
DV. LAUGARDAGUR 23. NOVEMBER1985. 40 >. > Nauðungaruppboð sem auglýst var I 86., 96. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Bræöra- borgarstlg 8, þingl. eign örnólfs Árnasonar, fer fram eftir kröfu Gjald- haimtunnar I Reykjavik og Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriöjudaginn 26. nóvember 1985 kl. 11.15. Borgarfógetaembættiö í Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I Hjaltabakka 12, tal. eign Aöalbjargar Kjartansdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri þriöjudaginn 26. nóvember 1985 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Bræðraborgarstlg 9, tal. eign Péturs Magnúsar Sigurössonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavlk á eigninni sjálfri þriöjudaginn 26. nóvember 1985 kl. 11.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 86., 95. og100. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Ira- bakka 20, þingl. eign Guömundar Guöjónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri þriöjudag'mn 26. nóvember 1985 kl. 15.45. Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 86., 95. og 100. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I Jörfabakka 26, þingl. eign Emils Þórs Guðjónssonar, ferfram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri þriðjudaginn 26. nóvember 1985 kl. 15.15. Borgarfógetaembættiö I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I öldugranda 5, þingl. eign Sigurjóns Jóhannssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri þriöjudaginn 26. nóvember 1985 kl. 10.30. Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 42., 51. og 57. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I Þórufelli 16, þingl. eign Áslaugar Magnúsdóttur, fer fram eftir kröfu Þorfinns Egilssonar hdl. og Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri þriöjudaginn 26. nóvember 1985 kl. 16.00. Borgarfógetaembættiö I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I Jörfabakka 28, þingl. eign Hildar Ottesen, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar I Reykjavik á eigninni sjálfri þriðjudaginn 26. nóvember 1985 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annaö og síöasta á hluta I Vesturgötu 23, þingl. eign Sólrúnar Katrlnar Helgadóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri þriöjudaginn 26. nóvember 1985 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið I Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta I Asparfelli 8, þingl. eign Þóris E. Steingrímssonar, fer fram eftir kröfu Veödeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriöjudaginn 26. nóvember 1985 kl. 14.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var I 71., 75. og 81. tbl. Lögbirtingablaös 1985 á hluta I Asparfelli 4, þingl. eign Ernu V. Jónsdóttur, fer fram eftir kröfu Veð- deildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriöjudaginn 26. nóvember 1985 kl. 13.45. Borgarfógetaembættiö I Reykjavlk. Skemmtilegir náungar í sjónvarpinu. SJ0NVARPER EKKISKÚU Eins og alþjóð veit hefur sjón- varpið hleypt af stokkunum fræðsluþáttum um íslenskt mál undir lipurri stjórn málfarsráðu- nautarins, Árna Böðvarssonar. Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem sjónvarpið stendur fyrir slíkri kennslu; skemmst er að minnast ágætra þátta um orðtök fyrir nokkrum árum. Hljóðfræðiþættirnir, sem núna eru sýndir, eru vonandi aðeins upphaf þess að sjónvarpið sinni kennslu í meðferð málsins. Það er víst ekki annað en maklegt. Er ekki sjónvarpið talið bera einna mesta ábyrgð á meintum enskum áhrifum? En það getur síðan verið álitamál hvað eigi að kenna og hvernig. Af hverju hljóðfræði? Mér dettur til dæmis í hug að spyrja fyrst af hverju byrjað hafi verið á því að fræða hlustendur um hljóðfræði á þann hátt sem gert er í sjónvarpinu. Ekki fyrir það að mér finnist hljóðfræði minniháttar fræðigrein eða að hún eigi lítið erindi til almennings heldur fyrir það að önnur atriði málsins eiga að mínu mati brýnna erindi á þennan vett- vang. Að auki finnst mér þættirnir vera of fræðilegir til að koma að verulegu gagni. Mér dettur til dæmis í hug að vel mætti gera myndarlega þætti um máltöku og máluppeldi barna en það er atriði sem snertir þá íslend- inga beint sem eru að ala upp börn og þeir eru víst geysimargir. Almenn fræðsla um sögu íslensk- unnar og um sérstöðu hennar ætti sömuleiðis erindi í sjónvarp. Mér finnst að þegar valið er efni verði að hafa tvennt í huga: Að efnið snerti hagi sem flestra, sé með öðrum orðum praktískt, enda lifum við á slíkum tímum, og að efnið sé ekki of fræðilegt þannig að það fari fyrir ofan garð og neðan. Yfirskriftin á að vera að efla virðingu manna fyrir móðurmálinu og sjálfum sér um leið og að menn gerist sínir eigin málfarsráðunaut- ar. Leiðinlegt eða skemmtilegt Ég bað nemendur mína að setjast fyrir framan sjónvarp nokkur mánudagskvöld og fylgjast með fræðsluþáttunum um hljóðfræði. Þeir áttu síðan að gefa mér skýrslu um hvað þeim sýndist um þættina. r Islensk tunga Eiríkur Brynjólf sson Niðurstaðan var í stuttu máli þessi: Þeir eru leiðinlegir! Niðurstaðan var óvenjusam- hljóða. Auðvitað getur maður einfald- lega undið upp á sig og sagt: Sjálf getið þið verið leiðinleg! En ég held að það sé meiri ástæða til að leggja eyrun við þessum röddum því ef ekki er horft á þætt- ina af því þeir séu leiðinlegir þá er betra að hætta að gera fræðslu- þætti um íslenskt mál til sýningar í sjónvarpi. Aðeins góðir og skemmtilegir þættir koma að gagni. Leiðinlegir þættir fæla frá! Skóli-sjónvarp Sjónvarp er ekki skóli. Þetta hélt ég að væri hverjum manni ljóst. Af því leiðir að aðferðir skólans duga alls ekki í sjónvarpi. Þótt það reynist ágætlega að kenna hljóð- fræði í kennslustofu með venjuleg- um aðferðum og töflu og talfærum er alls ekki þar með sagt að það henti í sjónvarpi. 1 venjulegri kennslustofu breytir kennari framsetningu kennslunnar eftir því hvemig viðbrögð orð hans fá meðal nemenda. Hann hagar að vissu leyti seglum eftir vindi og kennslan tekst þá fyrst þegar nemendur og kennari koma sér saman um að fara að læra. Þetta er ekki hægt í sjónvarpi. Kennarinn á skjánum fær engin viðbrögð og veit þess vegna ekkert hvernig hefur tekist. Nemendur gætu þess vegna setið og ullað á hann allan tímann og hann heldur áfram jafnbrosandi og áður. Án gamans: Sjónvarp er sjónvarp og skóli er skóli. Þetta verða menn að skilja. Og líka það að nemendur eru í skólum af því þeir verða að vera þar en sjónvarpsáhorfendur horfa á sjónvarp ef þeim finnst eitthvað skemmtilegt á dagskrá. Annars gera þeir eitthvað annað. Þess vegna verður að beita allt öðrum aðferðum í sjónvarpi og nýta þá kosti sem það hefur um- fram aðra miðla. Það er til dæmis engin ástæða til þess að málfræð- ingurinn sé alltaf á skerminum. Þjóðinni er sennilega alveg sama hvemig málfræðingar líta út en hún vill fá mola af þeirri þekkingu sem þeir búa yfir. Skemmtilega fræðsluþætti, takk fyrir Ég geri þá kröfu til fræðsluþátta um íslenskt mál í sjónvarpi að þeir séu skemmtilegir. Þeir verða ekki skemmtilegir nema málfræðingar og þáttagerð- armenn sjónvarpsins starfi saman um að finna bestu leiðimar. Mál- fræðingurinn leggur til efnið. Það er hans sérgrein. Þáttagerðarmað- urinn leggur til tæknina. Það er hans sérgrein. Og ef sjónvarpið tímir ekki að eyða fé í vandaða þætti þá er miklu farsælla fyrir framtíð tungunnar að láta það einfaldlega vera.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.