Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐ VIKUD AGUR 27. NÓVEMBER1985. Úrslit i prófkjörinu í Reykjavík: Davíd með 91% atkvæða í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík vegna borgarstjómar- kosninganna varð Davíð Oddsson borgarstjóri yfirburðasigurvegari. Af 5282 atkvæðum, sem greidd voru í prófkjörinu, fékk hann 4.783 eða um 91%- Þar af fékk hann 4.538 atkvæði í 1. sæti. Davíð fékk rúm- lega 1.400 atkvæðum meira en næsti maður. í DV í gær var birt staða í taln- ingu atkvæða þegar 3.000 atkvæði höfðu verið talin. Endanleg niður- staða breytti ekki röð 15 efstu manna. Úrslitin urðu þessi: 1. Davíð Oddsson 4.538, alls 4.783. 2. Magnús L. Sveinsson 1.339, alls 3.346. 3. Katrín Fjeldsted 1.698, alls 3.352. 4. Páll Gíslason 1.696, alls 3.143. 5. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 1.600, alls 2.743. 6. Hilmar Guðlaugsson 1.720, alls 2.629. 7. Ámi Sigfússon 1.889, alls 2.685. 8. Júlíus Hafstein 2.070, alls 2.612. 9. Jóna Gróa Sigurðardóttir 2.047, alls 2.430. 10. Sigurjón Fjeldsted 2.075, alls 2.298. 11. Hulda Valtýsdóttir 2.037, alls 2.136. 12. Helga Jóhannsdóttir alls 1.805. 13. Anna K. Jónsdóttir alls 1.774. 14. Guðmundur Hallvarðsson alls 1.705. 15. Þórunn Gestsdóttir 1.422. Til skýringar er að fyrri tölur hjá þeim sem em í 1.-12. sæti tákna samanlögð atkvæði frá og með 1. sæti og í það sæti sem viðkomandi hefur náð. Þannig fékk til dæmis Hilmar Guðlaugsson fleiri atkvæði í 1.-6. sæti en Ami Sigfússon þótt Árni fengi fleiri atkvæði í allt. Trúlegt er að einhverjar breyt- ingar verði gerðar á framboði í þessi efstu 15 sæti framboðslistans fyrir borgarstjómarkosningarnar næsta vor. Það er heimilt og hefur verið gert í sambærilegum tilvik- um. Katrín Fjeldsted kom þannig inn á framboðslistann síðast án þess að taka þátt í prófkjöri. Hún náði nú 3. sæti. HERB Hér sést jeppinn sem valt í Kollafirði. DV-mynd: S ÞAKIÐ BROTNAÐI Mikil hálka var á vegum um Suð- vesturland aðfaranótt mánudagsins. Banaslys varð á Reykjanesbraut og þá valt jeppi á Vesturlandsvegi við Kjalames. Jeppinn, sem var á leið til Reykjavíkur, lenti á hálkubletti í Kollafirði þar sem hann var á leið upp brekku. Ökumaðurinn missti vald á bifreið- inni sem fór út af veginum. Jeppinn fór eina veltu og hafnaði síðan aftur á hjólunum. I veltunni rakst jeppinn á saltkistu. Þakið fór af eins og það lagði sig. Það var úr plasti og möl- brotnaði. Þrír farþegar voru með ökumanninum í bílnum. Engin al- varleg meiðsli áttu sér stað og þótti það undrum sæta því að jeppinn var illa farinn eins og sést hér á mynd- inni á síðunni. -SOS Bílvelta í Hvalf irði Bílvelta varð í Hvalfirði í fyrrakvöld Akranesi. Hann var ekki talinn al- kl. 19. Bíllinn kastaðist út af veginum varlega meiddur og ekki heldur far- rétt vestan við Botnsskála. Bílstjór- þegar bílsins. inn var fluttur á Sjúkrahúsið á -SOS Ráðist gegn ríðuveiki —tilraunir með vamir gegn hatrammri riðuveiki á Dalvík og í Svarfaðardal Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: „Þessar tilraunir gegn riðuveiki em hálfnaðar. Um árangurinn er ekki gott að segja. Ég er ekki mjög trúaður á hann. Ég held að það þurfi meira til: niðurskurð á stóm svæði, miklu stærra en Dalvík og Svarfað- ardal.“ Þetta sagði Halldór Jónsson, bóndi á Jarðbrú í Svarfaðardal, í gær. Riðuveikin hefur herjað hatramm- lega á sauðfé í dalnum í bráðum tuttugu ár. Nú standa yfir tilraunir til að útrýma henni. Bændur á Dal- vík og í Svarfaðardal taka þátt í þeim. Báðar tilraunimar spanna yfir Qögur ár. Þær hófust í fyrrahaust. Önnur gengur út á að gefa mönnum kost á að kaupa lömb frá ósýktum svæðum. Þegar hafa verið keypt 300-400 lömb úr Þistilfirði og Árnes- hreppi á Ströndum. Hin tilraunin snýst um að reyna sæðingar með sæði frá sæðingastöð- inni á Akureyri. Þrír bæir í Svarfað- ardal eru aðilar að þeirri tilraun. Hugsunin er sú að reyna að búa til nýjan stofii með sæðingunum. Halldór Jónsson, bóndi á Jarðbrú, sagði að riðuveiki hefði herjað mjög hatrammlega í Svarfaðardal. Sauðfé á 2/3 hlutum bæjanna væri með veik- ina. „Ég skar allt mitt sauðfé niður í fyrra en það dugði ekki til. Ég veit um annan bónda sem gerði slíkt hið sama og það heppnaðist hjá honum.- Það er því mjög erfitt að eiga við þessa veiki,“sagði Halldór Jónsson. Páll Pétursson um jafnrétti milli landshluta: „Stofnanir ráða ofmiklu” Frá Jóni G.Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: Það eru allir þingmenn sammála í veigamiklum þáttum. Og tveir þingmenn, annar þeirra Páll Pét- ursson, sögðu að stofnanaveldið í Reykjavík réði allt of miklu og Alþingi allt of litlu,“ sagði Magnús Kristinsson, starfsmaður Samtaka um jafnrétti milli landshluta. Samtökin héldu fund á Hvamm- stanga sl. laugardag. Allir þingmenn Norðurlands- kjördæmis vestra sóttu fundinn. „Tilgangur fundarins var að fá fram skoðanir þingmanna á tillög- um samtakanna um breytta stjóm- arhætti," sagði Magnús. „Þetta eru tillögur um breytta stjórnarskrá sem við afhendum þingmönnum í vor. Við leggjum til að sett verði á laggirnar stjórn- lagaþing til að breyta stjórnar- skránni. Jafnframt að engir þing- menn verði kjörgengir á þetta þing vegna starfs síns.“ Magnús sagði að eitt helsta markmið samtakanna væri að framkvæmdavald yrði fært heim í héruðin. „Hugmyndir okkar eru þær að hémðin í hverjum fjórðungi myndi með sér sterka heild, eins konar fylki, og að hvert fylki verði með verulega stjómun eigin mála og fái efnahagslegt sjálfstæði." í dag mælir Dagfari______________í dag mælir Dagfari____________f dag mælir Dagfari Þingmaður heimsins skammar Pál á Höllustöðum Ólafur Ragnar Grímsson hef- ur gefið sér tíma frá því að stjórna samtökum þingmanna um alheimsstjórn til þess að setjast niður á litla Alþingi og miðla þeim þar af visku sinni. Og jafnframt er hann að kenna þeim hvernig eigi að fara að. Það var náttúrlega ekki nema eðlilegt að Páll Pétursson fengi slæma einkunn. Hann hefur ekki haldið fundi í iðnaðarnefnd Alþingis mánuðum og árum saman, ef marka má orð Ólafs, og tekur alls ekki nein mál fyrir. Ólafur kennir þetta leti í Páli. Það er vitanlega rangt. Allir vita að Ólafur Ragnar er af- spyrnuduglegur maður og fellur aldrei verk úr hendi. Raunar er hann einn af hæfileikaríkustu mönnum landsins, að sögn Úlf- ars Þormóðssonar, og hefur aldrei fengið nóga viðurkenn- ingu. Að vissu leyti svipar Ólafi þannig til Salieris. En menn verða að viðurkenna að Páll Pétursson er ekki síður duglegur. Hann hefur t.d. rekið ágætis bú norður í Húnavatns- sýslum og hann hefur verið formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins. Um þann starfa dreymdi Ólaf Ragnar á sinni tíð en síðan hafa mörg vötn og margar Blöndur runnið til sjávar og Ólafur stjórnar nú þingflokki heimsins. Það er stærri hópur en þingflokkur framsóknarmanna. En því verður vitanlega ekki á móti mælt að Páll hefur verið slakur í formennsku iðnaðar- nefndar. En það er augljós skýr- ing til á því. Steingrímur Hermannsson hefur undanfarið verið að skamma Pál fyrir ferðalög og þar er mikið til í því að Páll hafi verið fjarverandi. Um það geta fjölmargir farþegar með flugvélum Flugleiða vitnað og þá ekki síður þeir sem bíða með Páli á flugstöðvunum. Páll hef- ur hins vegar ekki látið þetta koma niður á búskapnum því að hann rekur enn sitt góða bú og hann á áfram sömu hestana og hleypir þeim um vellina. Og utanlandsferðirnar hafa ekki komið niður á formennsku Páls í þingflokki Framsóknarflokks- ins. Er þá ekki um annað að ræða en formennskuna í iðnað- amefndinni. Þau störf hefur Páll greinilega vanrækt. En Páli er nokkur vorkunn. Hann er bóndi og veit e.t.v. ekki um nauðsyn þess að halda marga fundi í iðnaðarnefnd. Hins vegar veit hann að þeir sem eru í aðaliðnaðarnefnd landsins, þeir Guðmundur Þór- arinsson og Jóhannes Nordal, að ekki sé nú talað um Inga R. Helgason, sem fór til Ástralíu að kaupa sér þarlend Hagtíð- indi, fara mikið í ferðalög. Og hann veit að Steingrímur, sem hefur mikinn áhuga á iðnaðar- málum og var eitt sinn fram- kvæmdastjóri Rannsóknaráðs rikisins, fór mikið í ferðalög og fer enn. Má raunar segja að Steingrímur sé mesti túramað- ur landsins í þessum skilningi. Svo Páll telur það skyldu sína sem formaður iðnaðarnefndar að fara í ferðalög. Af sparserni bóndans hefur hann slegið sin- um ferðalögum saman við ferðalög sín í þágu Norður- landaráðs og rýrir það vissulega ferðirnar nokkuð en þó fer hann. , Þessar ferðir valda svo þvi að Páll verður að halda færri fundi í nefndinni en ella. Nú vill að vísu svo til að sumir þeir sem eru með honum i nefndinni eru stundum með honum á ferða- lögunum og er þá hugsanlegt að Páll haldi aukafundi á flug- stöðvunum þegar honum leiðist sérstaklega mikið. En slíkir fundir koma vitanlega ekki í staðinn fyrir reglulega fundi niðri í gamla þinghúsinu. Þeir sækja að Páli úr sinni áttinni hvor, þeir Steingrímur og Ólafur Ragnar, og verður Páll að bijótast um hart til þess að verða ekki undir í atgangin- um. Annar skammar hann fyrir ferðalög en hinn fyrir iðnaðar- nefnd. Páll getur litið að gert. Sjálfur telur hann að hann ræki best störf sín i iðnaðarnefnd með ferðalögum, a.m.k. sé það betra en halda of marga fundi. Þeir sem best þekkja til vita að þó er Páli við fátt verr en fara í mikil ferðalög til útlanda. Þar á hann nefnilega helst von á að hitta Ólaf Ragnar þegar sá síðarnefndi fer land úr landi til þess að rækja störf sín sem fyrsti þingmaður heimsins. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.