Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985. 5 .. ■ ' ' . .... „Áfram Hafskip — ekki Eimskip” í umræðunni undanfarið um fjár- hagsörðugleika Hafskip hefur lítið verið rætt um óvissuna sem ríkir meðal starfsmanna fyrirtækisins. — segja starfsmenn Hafskips Um 300 manns eiga á hættu að missa atvinnu sína ef rekstur skipafélagsins hættir. DV heim- sótti vinnustað þessa fólks. í við- tölum við nokkra starfsmenn kom fram að heitasta óskin er að rekstr- inum verði haldið áfram. Þeir ótt- ast það eins og heitan eldinn að Eimskip yfirtaki reksturinn, Eim- skip hafi ekki áhuga á starfsmönn- unum heldur aðeins áhuga á að komastyfir viðskiptavini Hafskips. -APH. „Höfum ekki fengið að vita nóg,“ segir Guðmundur í flutn- ingadeild. „Missum líklega atvinnu okkar” — segir Guðmundur Atlason í flutningadeild „Menn héma eru spenntir að sjá hvað verður úr þessu öllu saman. Eins og málin standa núna þykir mér sennilegast að við munum missa atvinnuna. Við viljum helst að skipafélagið haldi áfram rekstr- inum, hugsanlega í samstarfi við SÍS, en okkur líst ekkert á að Eimskip yfirtaki reksturinn því þá munu allir missa atvinnuna,“ sagði Guðmundur Atlason, starfsmaður í flutningadeild, við DV. Hann var spurður um það hvort starfsmenn hefðu fengið nægilegar upplýsingar. „Við höfum ekki fengið að vita nógu mikið. Ef við vissum hver staðan er og hvað stendur til að gera er ekkert því til fyrirstöðu að taka þátt í hlutaf]ársöfnun,“ sagði Guðmundur. APH. Valur Páll Þórðarson og Ragn- heiður Ágústsdóttir, deildar- stjórar hjá Hafskip. „Hefur ekkert veríð spáð f hvað verður um starfsmennina” „Það er urgur ímönnum" — segir Sigurður Rúnar Magnússon, trúnaðarmaður hjá Haf skip „OKKUR LÍST EKKIÁ EIMSKIP” — segja símastúlkurnar „Hafskip og Islenska skipafélag- ið, góðan daginn,“ segja símastúlk- urnar þegar hringt er í skipafélagið í Hafnarhúsinu. „Við emm ennþá að vinna hjá Hafskipi og höfum ekki fengið til- kynningu um annað. Við vitum reyndar að það er búið að ákveða að senda starfsfólki Hafskips upp- sagnarbréf," segja símastúlkurnar, þær Sigurborg Sigurjónsdóttir og Guðlaug Bergmann, við DV. Þær hafa báðar starfað hjá Haf- skip í 6 ár og eru sammála um að þar sé gott að starfa. „ Það væri mjög leitt ef félagið gæti ekki starf- að áfram. Við vonum bara það besta en okkur líst ekki á að Eim- skip yfirtaki reksturinn,“ segja þær. - APH „Okkur líst ekki vel á ástandið. Menn hér óttast það að missa at- vinnuna. Það er nokkur urgur i mönnum hérna um hvernig hefur verið að þessu staðið. Hér eru alls konar kjaftasögur í gangi,“ segja verkamennirnir þeir Sverrir Dav- íðsson og Helgi Bjarnason. Helgi segir að þeir vilji fá að vita meira um hvað er að gerast. Hann er þegar byrjaður að leita sér að nýrri vinnu. Þeir félagar eru sam- mála um að uppsagnir séu á leið- inni. - APH Andinn er góður hérna þrátt fyrir þetta ástand segja símastúlkurnar hj á Hafskip og íslenska skipafélaginu. - DV-myndir GVA „MEGUM ENGAN TÍMA MISSA” — segir formaður starfsmannafélagsins „Það er fullt af baráttuþreki eftir meðal starfsfólksins að reyna að gera allt til þess að rekstrinum verði haldið áfram. Það er ljóst að við megum engan tíma missa. Reyndar höfum við enga einfalda lausn á þessu máli. Menn hér eru hliðhollir sínu gamla félagi. Það hafa verið teknar nokkrar dýfur með félaginu áður en nú er óneit- anlega meiri óvissa rikjandi en nokkru sinni fyrr,“ sagði Valur Páll Þórðarson, formaður starfs- mannafélagsins, við DV. Hann sagði að það væru ýmsar spurningar sem brynnu ó vörum starfsfólksins þessa stundina. Til ’dæmis hvað yrði um það hlutafé sem það hefði lagt í fyrirtækið í vor. Líklega væri það á bilinu 4 til 7 milljónir króna. „Menn hér eru óónægðir yfir því að fúndurinn, sem við héldum, snerist upp í pólitískar deilur og gagnrýni á stjóm fyrirtækisins. Við boðuðum ekki til fundarins til þess að ræða málin á þeim grund- velli. Við vildum fyrst og fremst vekja athygli á stöðu starfsmanna fyrirtækisins. Ég held samt að það hafi komist til skila. Og við teljum að nú þurfi snör handtök til bjarga því að við verðum ekki atvinnu- laus,“sagðiValurPáll. - APH. „I umræðunni undanfarið hefur bara verið talað um það hvort bankinn tapi eða ekki. Það hefur alveg gleymst að spá í hvert tapið verður hjá þeim 300 mönnum sem eiga á hættu að missa atvinnu sína. Ástandið er ekki glæsilegt á at- vinnumarkaðinum, sérstaklega ekki ef maður þarf að leita að vinnu á sama tíma og hinir 300,“ segir Sigurður Rúnar Magnússon, trún- aðarmaður hjá Hafskip, við DV. „Við höfum ekki vitað meira um þetta en staðið hefúr í fjölmiðlum. Spurningin, sem snýr að okkur, er hvort við höldum okkar lífsviður- væri. Þess vegna viljum fá að vita meira um framvindu mála. Við Dagsbrúnarmenn óttumst það að verða gleyptir af Eimskip. Þeir hafa ekki áhuga á okkur heldur viðskiptavinum Hafskips. Eina ósk okkar er að íslenska skipafélaginu takist að krafla sig út úr þessu og að félagið verði áfram rekið eins og Hafskip. Hér er gott að starfa, launin eru betri en annars staðar og fyrirtækið er hæfilega stórt," sagði Sigurður Rúnar. . APH Páll Sigurðsson, Guðmundur Guðvarðarson, Sigurður Rúnar Magnússon, Örn Bjarnason og Sverrir Davíðsson. „Við stöndum á bak við félag okkar og eigum ekki aðra ósk heitari en að rekstrinum verði haldið áfram.“ Sverrir og Helgi óttast það að missa atvinnuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.