Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 30
D V. MIÐ VIKUD AGUR 27. NÖVEMBER1985. * 30 Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Skilningstréð Mál og menning hefur sent frá sér bókina Skilningstréð eftir Sigurð A. Magnússon. Skilningstréð er Qórða bindið í uppvaxtarsögu Jakobs Jóhannessonar, hin fyrri eru Undir kalstjörnu, Möskvar morgun- dagsins og Jakobsgliman. Sögusvið hinnar nýju bókar er Reykjavík, um og eftir lok seinni heimsstyrjaldar. Hér segir frá menntaskólaárum Jakobs, samskipt- um hans við fjölskylduna í Herskóla- '%kampi, sem ekki reynast sársauka- laus, og starfi hans í KFUM og kynnum af merkum mönnum í sam- bandi við það. En Jakob er staddur á vegamótum: á hann sækja efasemd- ir um trúna, menntaskólalífið býður upp á margar freistingar og hann er ekki jafnviss og áður hvaða vettvang hann eigi að kjósa sínu lífi. Höfundur bregður jafnframt upp mynd af lífinu í Reykjavík á þessum árum en segja má að höfuðborgin sé í vissum skiln- ingi stödd á svipuðum krossgötum. Skilningstréð er 275 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu gerði Hilmar Þ. Helgason. Lítli Lási FJðR í FBÍMfNÚTUM eftir Serapc og Goscinny Fjör í frímínútum Nýjasta Lásabókin Litli peyinn og prakkarinn Nikulás (eða Litli Lási) er helsti góðkunningi franskra bama. Ný bók um hann er komin út og kallast Fjör í frímínút- um. Fjölvi sendir nýju.Lásabókina á markaðinn svo menn hafi nú eitt- hvað skemmtilegt að lesa yfir jólin. Ingunn Thorarensen íslenskaði bók- ina. Höfundur Lásabókanna er hinn góðkunni René Goscinny, sem líka samdi teiknisögurnar Ástrík og Lukku-Láka. Lásasögumar eru hins vegar venjulegar textasögur, smelln- ar skólasögur, fullar af gríni og galsa. Ekki verða þær heldur lakari íyrir það að Goscinny fékk vin sinn, Sempé, frægasta núlifandi skop- myndateiknara Frakka, til að mynd- skreyta þær og þykir Sempé fara á kostum í teikningum sínum. Lási litli hefur síðustu ár orðið eftirlætissögupersóna franskra -j^barna og þar sem bækurnar em að komast í röð sígildra bamabóka, er | nú farið að þýða þær á flest tungu- mál. Sögumar af Lása þykja svo smellnar að farið er að nota þær við frönskukennslu í flestum löndum, þar á meðal hafa þær mikið verið notaðar í menntaskólum hér á landi. Bókin Fjör í frímínútum er 140 bls. Og skiptist niður í 16 þætti sem allir eru myndskreyttir af Sempé. SKRÍTNAR SKEPNUR SKOPSÖGUR EFTIR EPHRAIM KIS- HON Hörpuútgáfan á Akranesi sendir nú frá sér nýja bók eftir spéfuglinn og húmoristann Epheim Kishon í þýðingu Ingibjargar Bergþórsdóttur. Þessi bók Kishons er eins og aðrar bækur hans kjamyrt og leiftrandi af kímni. í henni em bráðsmellnar skopsögur um fjölskylduna og „at- vik“ sem flestir þekkja. Á síðasta ári kom út hjá Hörpuút- gáfunni bókin Hvunndagsspaug eftir sama höfund. Kishon er höfund- ur sem kitlar hláturtaugarnar og gerir óspart grín að sjálfum sér. Yfir 50 bækur hans hafa verið þýddar á 28 tungumál og seldar í 30 milljónum eintaka. Bókin Skrítnar skepnur er 159 bls. Prentverk Akraness hf. annaðist prentun og bókband. Ephraim Kishon Skrítnar skepnur EXOCET- FLUGSKEYTIN Ot er komin hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi bókin Exocet-flugskeyt- in eftir Jack Higgins, höfund bókar- innar öminn er sestur og fleiri metsölubóka. Á bókarkápu segir m.a.: . . . Úr lofti virtist kletturinn ókleifur, en við nánari athugun sást erfið leið frá fjömnni. Hann tók hansdprengju úr vasanum, kippti út pinnanum með tönnunum og fleygði sprengjunni niður brekkuna. . . Það varð ær- andi sprenging, síðan nístandi kvala- vein. . . Það var skelfing í svip her- mannanna. . . Kúla hitti Leclerc í gagnaugað og splundraði beininu þegar hún kom út fyrir ofan hægra eyrað. . . Bókin örninn er sestur gerði Jack Higgins á svipstundu að met- söluhöfundi. Hún varð stórsölubók hér á íslandi sem annars staðar í heiminum og þúsundir manna sáu samnefnda kvikmynd hér á landi. Á síðasta ári var bókin Exocet-flug- skeytin sem nú kemur út á íslensku oftsinnis í efstu sætum á listum yfir metsölubækur. Exocet-flugskeytin er 195 bls. Gissur Ó. Erlingsson þýddi. Bókin er prentuð í Prentstofu Guðmundar Benediktssonar, bundin í Bókfelli hf. Káputeikningin er eftir Kristján Jóhannsson. Sóla, Sóla Út er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Sóla, Sóla eftir Guðlaug Arason. Þetta er fimmta skáldsaga Guðlaugs, en meðal fyrri bóka hans má nefna verkin Pelastikk og Eld- húsmellur. Sögumaður þessarar bókar er Hjálmar Hjálmarsson rithöfundur. Lesandinn kynnist honum í upphafi í leit að yrkisefhum - og kannski líka sjálfum sér. Tveir atburðir verða til að gerbreyta lífi hans. Á elliheimili hittir hinn fyrir tilviljun Sólu, ís- lenska alþýðukonu sem rekur ættir sínar til galdrafólks á 17. öld. Um svipað leyti verður ljóst að kona Hjálmars á von á barni. Hjálmar ákveður að skrifa ættarsögu Sólu og um leið fer hann að segja bami sínu ófæddu frá sínu eigin lífi. Hér eru því á ferð tvær sögur, úr fortíð og nútíð, sem undir lok bókarinnar tengjast saman á óvæntan hátt. Sóla, Sóla er 218 bls. að stærð og gefin út samtímis innbundin og sem Ugla, þ.e. ódýr pappírskilja. Sigurð- ur Ármannsson gerði kápu en bókin er prentuð í Danmörku. Grace Rosher , Að, handan Bok um iíftð eftir dauðaxut AÐ HANDAN BÓK UM LÍFIÐ EFTIR DAUÐANN Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér bókina Að handan eftir Grace Rosher. „Bók þessi er helguð þeim, sem harma látinn vin. Sjóndeildarhring- ur mannsins á jörð takmarkast af dauðanum. En handan hans er eilíft líf. Og ástin er sterkari en hel.“ Það em 17 ár síðan séra Sveinn Víkingur þýddi þessa bók á íslensku. Hún kom út árið 1968 og vakti mikla athygli og umræðu. Margir hafa sagt að þessi bók hafi veitt þeim meiri huggun en orð fái lýst og borið fram óskir um endurútgáfu hennar. Er hér með orðið við þeim óskum. í eftirmála bókarinnar segir þýð- andi m.a.: „Því verður ekki neitað að sá heildarboðskapur, sem bókin flytur um það líf, sem í vændum er handan við dauðann er harla fagur og bjartur. Og ég er á því, að hverjum manni sé það hollt og hugbætandi að vermast við sólskin hans.“ Að handan er 152 bls., offsetprent- uð og bundin í Prentverki Akraness hf. Ihuómur HAMINGJUNNAR Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir ensku skáld- konuna Nettu Muskett í þýðingu Snjólaugar Bragadóttur. Áður hefur Hörpuútgáfan gefið út fjórar bækur eftir þennan höfund. Ámm saman hafði Anne starfað sem kennslukona við héraðsskóla. Svarta skólataflan og töflukrítin var það sem líf hennar snerist um. Óvænt hittir hún hefðarkonuna Gillian sem er svo lík henni að ógemingur er að þekkja þær í sundur. Gillian ákveður að notfæra sér þessar óvenjulegu aðstæður og fær Anne til þess að vera staðgengil sinn á óðalssetrinu Wynchombe. Við það verða straum- hvörf í lífi kennslukonunnar. Ösku- buskan er orðin glæsibúin hefðar- kona í hópi fjölda aðdáenda. Vand- inn er mikill að sneiða hjá óvæntum uppákomum í þessu nýja hlutverki. Það tekst furðuvel þar til fyrrverandi eiginmaður Gillian birtist óvænt. Við það tekur atburðarásin nýja stefnu. Ástamálin grípa alls staðar inn í. Fjárkúgun og dularfullt manns- lát leiða til lögreglurannsóknar. . . Þetta er hrífandi og spennandi ástar- saga sem veldur ekki vonbrigðum. Hljómur hamingjunnar er 171 bls„ prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. RÉTTUR DAGSINS GÓMSÆTUR GÆÐAMATUR Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja íslenska matreiðslubók með þessu nafni, eftir Margréti Þor- valdsdóttur. Matamppskriftimar í þessari bók em byggðar á samnefndum þáttum höfundar í Morgunblaðinu. Fjölda- margir hafa borið fram óskir um að uppskriftimar verði gefnar út í bók og er hér með orðið við þeim óskum. Höfundur hefur dvalið víða erlend- is og kynnst þar matargerð og matar- venjum ýmissa þjóða. Sumar upp- skriftirnar em frumsamdar, aðrar af erlendum stofni en aðlagaðar ís- lenskum aðstæðum og innlendu hráefni. Áhersla er lögð á að upp- skriftirnar séu auðveldar fyrir alla til matargerðar. Gætt er hófs í hrá- efniskostnaði. Þá hefur verið lögð áhersla á að réttimir falli að smekk bama. í formála segir m.a.: „Ein ástæðan fyrir gerð þessara þátta var að benda á aðgengilega og einfalda möguleika til fjölbreytni í matargerð. Viðbrögð- in vom mjög örvandi og þörfin fyrir uppskriftir þessar virðist meiri en ég átti von á. , . Það getur verið gott að dekra örlítið við bragðlaukana. Réttur dagsins er 112 bls. í stóm broti. Bókin er prýdd litmyndum sem Magnús Hjörleifsson ljósmyndari tók. Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist setningu, litprentun og bókband. BARÁTTA ÁSTARINNAR NÝ BÓK EFTIR ERLING POULSEN Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja bók eftir danska rithöfundinn Erling Poulsen. Bókin heitir Barátta ástarinnar og er 10. bókin í bókaflokknum Rauðu ástar- sögurnar. Bettína, eiginkona Árna Brams læknis, var þekkt og í miklu áliti vegna starfa sinna að líknarmálum. Flesta daga árið um kring var hún önnum kafin við góðgerðarsafnanir og nefndastörf. Hins vegar vanrækti hún eiginmann sinn og litla dóttur þeirra. Þrátt fyrir öryggi í hjónabandinu- gat hún ekki slitið sambandi við fyrrverandi unnusjte sinn, Lennart Sommer, fjöllistamann með vafa- sama fortíð og fangelsisvist. Hann var fyrsta ástin hennar. Það vakti að vonum undrun og vonbrigði þegar hún neitaði að hjálpa varnarlausri 10 ára telpu sem Ámi kom með heim eina nóttina. Hún sýndi baminu fullkomið hatur. Barátta ástarinnar er 183 bls. Skúli Jensson þýddi. Prentverk Akraness hf. annaðist prentun og bókband. ERIING POULSEN BARÁTTA ÁSTARINNAR GÖNGIN SKÁLDSAGA EFTIR EINN FREMSTA RITHÖFUND ARGENTÍNU - ERNESTO SABATO Út er komin hjá Forlaginu skáld- sagan Göngin eftir einn fremsta rithöfund Argentínu á þessari öld, Ernesto Sabato. Hann var einn virtasti kjarneðlisfræðingur heims er hann sneri baki við vísindunum og hóf að rita skáldsögur. Göngin er eitt af sígildum verkum suður-amer- ískra bókmennta og á síðasta ári hlaut Emesto Sabato virtustu bók- menntaverðlaun spænskumælandi þjóða fyrir list sína - Cervantes- verðlaunin. Guðbergur Bergsson þýðir söguna úr spænsku og ritar ítarlegan eftirmála um höfundinn og verk hans. Listmálari nokkur myrðir ástkonu sína. Á yfirborðinu spennandi og óhugnanleg morðsaga en undir niðri hin eilífa saga um örvæntingu þess sem ferðast einn um sín eigin dimmu göng. Göngin er 120 bls. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. KONURHVAÐNÚ? Konur hvað nú? er yfirlitsrit um stöðu íslenskra kvenna í nútímanum. Hér er að finna víðtæka úttekt á því hvort, og þá hvemig, konum hefur miðað áleiðis til jafnréttis og jafnrar stöðu í þjóðfélaginu á síðustu tíu árum. Sérfróðar konur skrifa hver sinn kaflann um lagalega stöðu kvenna, menntun, atvinnu- og launamál, fé- lagslega stöðu, konur í forystustörf- um og heilbrigði kvenna og heilsu- far. Þá er rakin saga kvenna og kvennahreyfinga á tímabilinu og ítarlega fjallað um listsköpun kvenna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.