Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 17
D V. MIÐ VIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985. 17 SÝKTAR SKEPNUR, SKEMMT KJÖT Kjötkaupandi skrifar: Þær eru válegar fréttimar, sem birtar eru okkur neytendum, um kýlapest, smitvírus, riðu og sjúk- dóma sem herja á íslenskan búfénað. Nú nýlega kom um það frétt í NT að í Suðursveit í A-Skaftafellssýslu væri allt fé meira eða minna smitað af kýlapest eða smitvírus. Kinda- skrokkar falla úr 1. niður í 4. flokk. Þessi vírus hefur verið viðloðandi sauðfé síðastliðin átta ár en aldrei borið meira á honum en nú - að sögn dýralæknis. Sýkingin lýsir sér þann- ig að eitlar á afturlærum og bóg bólgna og það grefur í þeim. Bólu- setning hefur verið reynd en með litlum árangri. Og hvað? Erum við að borða kjöt af þessum skepnum? Samkvæmt fréttinni er kjötið „að segja má alger- lega ósmitað eftir að búið er að skera meinið af‘. En hver getur fullyrt það? Auðvitað er þetta mál, rétt eins og riðuveikin margfræga, slík stórfrétt að hún ætti að vera á forsíðum allra blaða, ásamt ráðleggingum dýra- læknis um hvað sé til bragðs að taka. En aðeins NT gerir þetta að frétt. Þar var einnig upplýst að á Siglufirði hefði frystiklefi í sláturhúsi fjáreig- enda verið innsiglaður eftir að þar hafði verið komið fyrir kjöti af fé sem slátrað var í haust í trássi við bann landbúnaðarráðuneytis! Vekja þess- ar fréttir íslendingum engan skrekk? Hafa þeir ekki áhuga á að vita hvort þeir eru sífellt að kaupa kjöt af sýktum fénaði? Við vitum fullvel að kaup á lamba- kjöti hafa minnkað til muna því það er verðlagt hærra en efni fólks leyfa.- En þar sem kjötið er, skv. NT, af sýktum skepnum þá kaupir það að Bréfritari spyr hvort á markaðnum sé kjöt af sýktum skepnum. sjálfsögðu enginn maður. Og hvað með allan innmatinn af riðuveika fénu: hjörtu, lifur, nýru og sviða- hausa. I Helgarpóstinum er sagt að í stað nautakjöts sé okkur aðallega selt kýrkjöt. Er íslenskur almenning- ur ekki gjörsamlega úti á þekju þegar rætt er um matvæli? Skyldi vera eitthvert samband milli tregðu varn- arliðsins að kaupa íslenskar land- búnaðarafurðir 'og þeirra staðreynda sem hér er rætt um? Aðalatriðið fyrir okkur neytendur er að vita hvort á markaðnum sé kjöt af sýktu fé, kjöt sem kýli og gröftur hefur verið skorið frá. Blaðamaður hringdi í Pál Pálsson yfirdýralækni og hafði eftir honum að viðkomandi héraðsdýralæknir fylgdist náið með þessum sýktu skepnum. Páll kvað enga ástæðu til að hafa áhyggjur því öllu kjöti á landinu væri skipt eftir ákveðnum reglum í 3 flokka. Kjöt í fyrsta flokki má éta hrátt, 2. flokk þarf að sjóða eða steikja en 3. flokki er hent og það á við um kjöt af sýktum skepn- um. Lesendur Lesendur Lesendur Gerist áskrifendur! Áskriftarsíminn á Akureyri er 25013 ATHUGIÐ! Tekið er á móti smáauglýsingum í sima 25013 og á afgreiðslunni, Skipagötu 13. Afgreiðsla okkar Skipagötu 13 er opin virka daga kl. 13—19 og laugardaga kl. 11 — 13. Blaðamaður Frjálst.óháO dagblaö á Akureyri, Jón G. Hauksson, hefur aðsetur á sama stað. Vinnusími hans er 26613, heimasími 26385. VIÐ FÆRUM YKKUR Frjalst.óhaö dagblaö DAGLEGA Frjalst.ohaö dagblaö Afgreiðsla — auglýsingar — ritstjórn, Skipagötu 13 — Akureyri. Sími 25013. ^JRARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBC® Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-85014: Aflstrengir og ber koparvír. Opnunardagur: Þriðjudagur 14. janúar 1986 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 27. nóvember 1985 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 25. nóvember 1985, Rafmagnsveitur ríkisins. Bíla- og hraðbátakaupendur Hér er tækifæri til hagstæðra kaupa. Munum selja í dag og næstu daga nokkra bíla og báta. Komiðæða hringið og gerið góð kaup. §g|j|Ppægj«» Malibu station árg. '79, V8 vél, sjálfsk., aflstýri og afl-. bremsur, nýsprautaður utan og innan og allur nýyfir-| farinn, sérstaklega fallegur og góður bíll. AMC árg. '79, 6 cyl., beinskiptur, 4ra dyra, vökvastýri og aflbremsur, bíll í góðu ástandi. má Buick Riviera árg. '77, 8 cyl., sjálfsk., vökvastýri og afl- bremsur, veltistýri, rafm. í sætum og rúðum, bíll í algjörum sérflokki. 1 : WmM - ~ 1 ■ »-• • . ■ Nýr SV 21 fets með 136 hp BMW dísilvél með stærri gerðinni af stýrishúsi sem er innréttað mjög haganlega og klætt með plussi. 2stk. talstöðvar, hljómflutningstæki af bestu tegund, dýptarmælir koden loran, eldavél og vaskur, miðstöð með termóstati og svona mætti lengi telja. Þetta er mjög vandaður og fallegur fjölskyldubátur. Camaro árgerð 1981 með 6 cyl. V-vél, sjálfskiptur, aflstýri og aflbremsur, nýsprautaður, svartur og rauður með strípum, mjög fallegur bíll í sérflokki. Einnig höfum við til sölu góða Mótunar- og Flugfiskbáta. BÍLASMIíXJAN W / KYNDXU Stórhölða 18 II. \ Upplýsingar í síma 685040 og 35051 á daginn og 671256 á kvöldin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.