Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 13
DV. MIÐ VIKUD AGUR 27. NÓVEMBER1985.
13
HNÉSKEUAPÓUTÍK
Ef slegið er lauslega á sinina
neðan við hnéskelina á okkur kipp-
ist fóturinn fram. Þetta er ósjálf-
rátt viðbragð og á ekkert skylt
við hugsun eða greind. Sama gerist
ef sandkom fer í auga. Þá deplar
maður auganu án umhugsUnar.
Þessi viðbrögð taugakerfisins eru
arfur frá forfeðrum okkar. Þau
hafa þróast í árþúsundir og em
okkur til vamar og velgengni. Um
slík meðfædd viðbrögð líkamans
er ekkert nema gott að segja.
En ósjálfráðu viðbrögðin em
víðar. Ef minnst er á atvinnurek-
endur eða lögmál markaðar er ætíð
eins og slegið sé undir hnéskelina
hjá Alþýðubandalaginu. Þeir kipp-
ast við og fordæmingin og fordóm-
arnir streyma fram. Því miður eiga
viðbrögðin ekkert skylt við hugsun
eða greind.
Sama gerist hjá Sjálfstæðisflokki
ef menn hafa uppi efasemdir um
stóriðjustefnu eða NATO. Þá er
eins og þeir fái sandkom í augað
og viðbrögðin verða alltaf þau
sömu, án hugsunar.
Það er hægt að hafa þó nokkra
skemmtun af því að fylgjast á
þennan hátt með viðbrögðum í
stjórnmálum. En í raun er þetta
ekki skemmtiefni. Á tímum breyt-
inga er nauðsynlegt að pólitísk
stefnumótun verði ekki með
ósjálfráðum spörkum og hugsunar-
lausum upplestri úr erfðaskrám
forfeðranna. - Nú ríður á að menn
hugsi.
Þögn
Ósjálfráðu viðbrögðin eru á ýmsa
lund. Auk þess að fordæma at-
vinnurekendur og markaðslögmál
bregst Alþýðubandalagið ætíð
umhugsunarlaust til varnar ef
vakið er máls á úreltri verkalýðs-
hreyfingu. Sama gerist ef einhver
vogar sér að víkja aðfinnslum að
GUÐMUNDUR
EINARSSON,
ALÞiNGISMAÐUR í
BANDALAGI JAFNAÐARMANNA
kennarastéttinni, eða uppi eru
hugmyndir um einhverjar breyt-
ingar á almannatryggingakerfinu.
Þetta er síðan kallað „að standa
vörð um velferðarríkið".
Sjálfstæðisflokkurinn er engu
betri. Lítum á viðbrögð Morgun-
blaðsins í júní sl. þegar Helgarpóst-
urinn birti réttar upplýsingar um
ástand Hafskips. Morgunblaðið
brást til varnar eins og ætíð þegar
hagsmunir stórfyrirtækjanna eiga
í hlut. Með stórfréttum og stríðs-
fyrirsögnum sparslaði Mogginn í
sprungumar í kringum fyrirtækið
og fimm mánuðir liðu þar til sann-
leikurinn kom aftur í ljós.
Afstaða flokksins til NATO er
sama markinu brennd. Aldrei hefur
hann efast andártak um réttmæti
„En á íslandi hefur Sjálfstæðisflokkurinn aldrei liðið annað en ómengaðan lofsöng, halelúja, amen.
Ósjálfráðu viðbrögðin hafa drepið allt sem heitir íslensk utanríkisstefna.“
alls sem NATO segir eða gerir.
Aldrei sagði hann við Luns: „Já,
en bíddu nú hægur.“
I öllum NATÓ-löndum hafa í
áraraðir farið fram líflegar umræð-
ur um störf og stefnu bandalagsins.
Menn efast um réttmæti ákvarðana
um framleiðslu vopna, staðsetn-
ingu þeirra o.fl. Þessi umræða
hefur fengið að fara fram án þess
að vera túlkuð sem svik við banda-
lagið. Menn hafa þar einungis
notað lýðræðislegan rétt sinn til
skoðanaskipta.
En á íslandi hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn aldrei liðið annað en
ómengaðan lofsöng, halelúja, am-
en.
Ósjálfráðu viðbrögðin hafa drep-
ið allt sem heitir íslensk utanríkis-
stefna.
Rjúfum þögnina
Nú eru miklar breytingar hafnar
og ennþá meiri í vændum. Það er
nauðsynlegt að mæta málunum án
fordóma.
Hvernig breytist verkalýðshreyf-
ingin þegar hætt verður að spyrja
hver eigi fjármagnið en farið
verður að spyrja hver eigi hugvit-
ið?
Er ekki kominn tími til að mæla
árangur hjá fleirum en nemendum
einum í skólakerfinu? Hvernig
væri að reyna að meta kennarana
og borga þeim sem best standa sig?
Myndum við e.t.v. ná meiri ár-
angri í útrýmingu misréttis og fá-
tæktar ef við reyndum að beina
fjármunum velferðarkerfisins sér-
staklega til þeirra sem þurfa á
stuðningi að halda, í stað þess að
láta alla njóta?
Svona spurningar berja vafalaust
undir hnéskelina hjá einhverjum
flokknum, en við skulum spyrja
þeirra samt.
Guðmundur Einarsson
Er pottþéttur gróði af
rekstri útvarpsstööva?
Þá er það vitað sem ekki var
áður vitað. Arðsemi af rekstri út-
varpsstöðva í einkaeign er 22 pró-
sent. Hagnaður af slíkum útvarps-
stöðvum er 9 prósent. Og það sem
meira er, þetta liggur fyrir áður en
nokkur útvarpsstöð í einkaeign
hefur séð dagsins ljós.
Ofangreindar tölur er að finna í
auglýsingu fslenska útvarpsfélags-
ins hf. um sölu hlutabréfa. Og þær
hljóta að vera réttar því ábyrgir
aðilar standa á bak við þær. Fjár-
festingafélag íslands selur hluta-
bréfin og Endurskoðunarmiðstöðin
hefur reiknað út arðsemina. Þetta
eru pottþéttir aðilar sem vita allt
um tölur.
Eða hvað?
En hvaðan koma tölurnar?
Hvernig í ósköpunum er hægt að
fullyrða að rekstur útvarpsstöðvar
í einkaeign skili 9% hagnaði? Og
það áður en nokkur slík hefur verið
stofnuð?
Endurskoðunarmiðstöðin hf.
komst að þessari niðurstöðu fyrir
hönd fslenska útvarpsfélagsins.
Það hefur væntanlega verið létt
verk og löðurmannlegt því þótt
tölur ljúgi ekki þá er hægt að ljúga
með tölum.
Fullyrðingamar í hlutabréfaút-
boði íslenska útvarpsfélagsins eru
vægast sagt hæpnar. Það er ekki
fótur fyrir þeim. Hvernig vita að-
standendur félagsins til dæmis
hvað stöðin kemur til með að
greiða fyrir höfundarrétt tónlistar?
Það er ekkert búið að semja við
STEF um slíkar greiðslur.
Og hvernig getur íslenska út-
varpsfélagið gert áætlun um tekjur
sem eiga að skila 9% hagnaðinum
án þess að hafa hugmynd um það
hverjir verði keppinautar stöðvar-
innar? Segjum að önnur útvarps-
stöð í einkaeign standi sig miklu
betur en stöð íslenska útvarpsfé-
lagsins og fái alla hlustendurna.
Þá fækkar auglýsendum hjá fs-
lenska útvarpsfélaginu. Þá lækka
tekjurnar. Hvað verður þá um 9%
hagnaðinn og 22% arðsemina?
Tómar blekkingar
Vel gæti svo farið að útvarpsstöð
fslenska útvarpsfélagsins skili 50%
hagnaði eða að hún færi á hausinn.
Það veit hins vegar enginn fyrir-
fram. Og stöðin er ekki einu sinni
búin að fá leyfi. Hvemig getur
ábyrgt fyrirtæki eins og Fjárfest-
ingafélagið selt hlutabréf fyrir 10
milljónir í fyrirtæki sem hefur ekki
einu sinni starfsleyfi?
Og hver er ábyrgur ef arðsemisút-
reikningar Endurskoðunarmið-
stöðvarinnar standast ekki? Ef það
verður enginn hagnaður, heldur
tap, hver ber þá ábyrgð á því að
hafa fengið eigendur fjárins til að
leggja það í hlutabréf útvarpsfé-
lagsins í stað þess að kaupa til
dæmis skuldabréf með tryggri
ávöxtun?
Lygavefur
í kynningu á íslenska útvarps-
félaginu er því haldið fram að það
sé almenningshlutafélag með yfir
300 hluthafa. Það láist hins vegar
að geta þess að 10 til 15 þessara
’hluthafa eiga meira en 90% í fyrir-
tækinu. Hvað er verið að fela?
Ekki er nema sjálfsagt að fyrir-
tæki selji hlutabréf á almennum
markaði. En það verður að gerast
án blekkinga. Auðvitað er fyrir-
hugaður útvarpsrekstur ekkert
annað en áhættufyrirtæki. Full-
yrðingar um öruggan hagnað eru
tóm lygi. Furðulegt er að Endur-
skoðunarmiðstöðin hf. skuli leggja
lag sitt við slíkt athæfi.
Gífurleg fjárþörf íslenska út-
varpsfélagsins vekur einnig athygli
í þessu sambandi. Hlutafé er nú
þegar 5 milljónir. Hlutafjárútboð
af þessu tagi bendir til þess að
núverandi stærstu hluthafar ætli
enga persónulega áhættu að taka.
Hvers vegna ekki ef arðsemin er
svona pottþétt? Hvers vegna vilja
þeir ekki sitja einir að gróðanum?
Maðkur í mysunni
Sá sem þetta ritar var einn af
frumkvöðlum að stofnun íslenska
útvarpsfélagsins hf. Þá var ætlunin
að stofna alvöru-almenningshluta-
félag. Þó var ljóst að þeir sex menn
sem stóðu að stofnun félagsins
ætluðu sér að skipa stjóm þess.
Þeir hugðust saman kaupa 24% af
hlutafénu og gefa kost á sér saman
í stjórnarkjör.
En það var maðkur í mysunni.
Einum sexmenninganna þótti
staða sín ekki nógu trygg. Hann
eyðilagði því hugmyndina um út-
varpsstöð með þátttöku almenn-
ings og skrifaði sig, ættingja sína
og vini fyrir nær helmingi hluta-
fjár. Og þannig varð íslenska út-
varpsfélagið hf. til. Þeir sexmenn-
inganna, sem þóttu svik í tafli,
hættu við þátttökuna. Nú er maðk-
Kjallarinn
Ólafur Hauksson
ritstjóri og útgefandi
hjá Sam-útgáfunni
urinn stjórnarformaður útvarps-
félagsins.
Hins vegar ber svo við um þessar
mundir að maðkurinn óskar eftir
peningum almennings til að létta
undir með sér. Furðulegt - hann
átti kost á þátttöku almennings
strax í upphafi.
Vegna þess að höfundur þessarar
greinar þekkir til aðstæðna telur
hann fulla ástæðu til að benda á
hvað býr að baki og hvaða gallar
eru fólgnir í gylliboðum íslenska
útvarpsfélagsins hf.
Græðgi þess manns, sem nú gegn-
ir stöðu stjórnarformanns Islenska
útvarpsfélagsins hf., eyðilagði
heiðarlega tilraun til að stofna
útvarpsfélag með almennri þátt-
töku. Hvers vegna ætti að treysta
þessum manni frekar nú?
Ólafur Hauksson
A „Vegna þess að höfundur þekkir til
^ aðstæðna telur hann fulla ástæðu til
að benda á hvað býr að baki og hvaða
gallar eru fólgnir í gylliboðum Islenska
útvarpsfélagsins hf.“