Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Side 19
D V. MIÐVIKUD AGUR 27. NOVEMBER1985. íþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttii Hannes Már Sigurðsson, Bolung- arvík - þrjú drengjamet. DV-mynd S. Metaregn Það var heldur betur metaregn á unglingameistaramótinu i sundi um helgina. Auk fslands- mets Bryndisar Ólafsdóttur, Þór, Þorlákshöfn, í 100 m skriðsundi, 59,12 sek., voru sett mörg ungl- ingamet. Hannes Már Sigurðs- son, Bolungarvík, setti þrjú drengjamet. Synti 100 m flugsund á 1:04,86 mín, 400 m skriðsund á 4:28,22 mín. og 50 m skriðsund á 26,78 sek. Ingibjörg Amardóttir, Ægi, setti tvö telpnamet. Synti 800 m skriðsund á 9:34,0 min. og 100 m flugsund á 1:08,82 mín. Arnþór Ragnarsson, Hafnar- firði, setti piltamet í 100 m bringu- sundi, 1:09,24 mín. Náði mjög athyglisverðum árangri í 200 m bringusundi, 2:31,64 mín, og 100 m skriðsundi, 57,22 sek., og sigraði auðvitað i báðum greinunum.- Tómas Þráinsson, Ægi, varð meistari í fimm greinum. Fjórum einstaklingsgreinum, 1500 m skriðsundi á 17:10,80 mín., 200 m baksundi 2:27,10 mín., 100 m bak- sundi á 1:07,48 mín. og 400 m fjór- sundi 5:07,42 mín. hsim Gladbach mætir Real Madrid íDiisseldorf — ogþað erstærsti viðburdurinn ÍUEFA keppninni íkvöld Leik Borussia Mönchengladbach og Real Madrid ber hœst af þeim átta leikjum sem fram fara í Evrópukeppni félagsliða í kvöld er fyrri leikir þriðju umferðar verða háðir. Real er núverandi meistari í kcppninni en þeir munu mæta öflugri mótspyrnu frá liði Gladbach. Sjötíu þúsund áhorf- endur munu troðfylla leikvang Fortuna Dússeldorf en þar fer leikurinn fram vegna þess að leik- vangur Gladhach rúmar ekki nema helming vallarins í Dússel- dorf. Portúgalska liðið Sporting Lissa- bon kann að verða fyrsta liðið til að vinna Atletico Bilbao á heimavelli þess í vetur. Vitor Damas mun leika í marki Sporting eftir nokkurt hlé og það ætti að verða nokkur styrkur fyrir liðið. Hið fornfræga ítalska fé- lag AC Mílanó mætir Belgíska félag- inu Waregem í Belgíu. Hin Evrópumótin tvö, Evrópu-' keppni meistara og bikarliða eru i hléiframyfiráramót. - fros Fyrsti sigur Liverpool á Man Utd á Anf ield í 6 ár — sigraði 2:1 og sigurmarkið var skorað úr vafasamri vítaspyrnu. Síðan sleppt víti á United. Arsenal sigraði í Southampton, — jafntef li á Brúnni Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttamanni DV á Englandi. -Þetta var frábær leikur tveggja bestu liða Englands. Man. Utd. var betra liðið i fyrri hálfleik og náði forustu með marki Paul McGrath á 7. mín. Liverpool betra liðið i síðari hálfleik. Jöfnunar- mark Jan Mölby breytti öllu. Sigurmark Liverpool skoraði Daninn tveimur mín. siðar úr mjög vafasamri vítaspymu. Síðar i leiknum sleppti dómarinn hins vegar víti á United. Erfiður leikur fyrir dómarann, sagði Jimmy Armfield eftir að Liverpool hafði sigrað Man. Utd, 2-1, í 4. umferð deildabikarsins á Anfield í gær- kvöldi.Hann var meðal frétta- manna BBC þar en þetta er í fyrsta skipti í 6 ár sem United tapar á Anfield. Man.Utd, án sex leikmanna úr hópi leikmanna úr aðalliðinu, byrjaði mun betur. Jesper Olsen hefði átt að skora áður en McGrath skoraði eftir snjalla sendingu Whiteside, lék með knöttinn um 30 metra og á Allan Hansen áður en hann sendi knöttinn í markið með hörkuskoti. Eftir því sem leið á hálfleikinn kom Liverpool meira inn í myndina, Bailey varði vel frá Johnston og þó einkum Whelan. 0-1 í hálfleik og litlu munaði að United skoraði strax í byrjun s.h. Strachan lék inn í vítateig hjá Li- verpool,Grobbi hljóp út úr markinu. Strachan spyrnti knettinum á opið markið. Ekki nógu fast þó því Law- renson tókst að skalla frá á mark- línu. En síðan kom að Liverpool, Mölby náði knettinum af Whiteside á miðju vallarsins, lék með hann óáreittur 40 m og skoraði með þrumufleyg án þess Bailey hefði nokkra möguleika á að verja.Klaufalegt hjá fiórum varnarmönnum Utd, sem voru fyrir innan Danann, en skot hans var stórkostlegt.Tveimur mín.síðar var dæmt víti á United þegar Moran handlék knöttinn við vítateiginn. Dómarinn dæmdi víti eftir að hafa ráðfært sig við línuvörð. -Mjög vafa- samur dómur,sagði Alan Green,BBC. Moran var fyrir utan vítateiginn þegar hann kom við knöttinn. Mölby skoraði úr vítinu en síðar í leiknum braut Blackmore á Johnston innan vítateigs. Vítaspyma, sagði Armfield en dómarinn dæmdi aukaspyrnu utan teigs. 2-1 og eftir það réð Li- verpool að mestu gangi leiksins. Fór þá rólega í sakirnar lokakaflann. United fékk tækifæri til að jafna þegar Brazil komst frír að markinu. Spymti framhjá. I næstu umferð á Liverpool heimaleik við Ipswich. Þrír aðrir leikir vom í deildabik- amum í gærkvöldi. Arsenal sigraði Southampton, 3-1, á útivelli.Eftir daufan f.h. skoraði ungi strákurinn Mark Hayes fyrsta mark leiksins á 55. mín. fyrir Arsenal. David Armstr- ong jafnaði úr vítaspyrnu en tvö glæsimörk Charlie Nicholas og Stewart Robson færðu Arsenal sigur. Rétt í lokin var Williams hjá Arsenal rekinn af velli. Hann lék áður með Southampton.í næstu umferð leikur Arsenal á útivelli annað hvort við Aston Villa eða WBA.Ipswich vann auðveldan sigur á heimavelli, 6- l,gegn 4. deildar liði Swindon.Terry Butcher og Cole skomðu tvö mörk hvor. Brennan og Wilson hin tvö. Hörkuleikur var á Stamford Bridge, jafntefli, 2-2, milli Chelsea og Everton.Kerry Dixon náði forustu fyrir Chelsea eftir 55 sek. Shéedy jafnaði rúmri mín.síðar úr auka- spymu af 30 m færi.Á 12. mín. náði Everton fomstu með þrumufleyg Bracewell af 20 metra færi.Speedie jafnaði fyrir Chelsea á 43. mín. en rétt áður hafði Sheedy verið rekinn af velli. Reifst við dómarann. Leik- menn Everton vom því 10 allan síð- ari hálfleikinn og héldu jöfnu. Leik- urinn var þá daufur. Þá má geta þess að Man.Utd keypti í gær bakvörðinn Colin Gibson frá Villa fyrir 25o þúsund sterlingspund. Hann á þó eftir að fara í læknisskoð- un.í stað hans keypti Villa Steve Hunt frá WBA. -hsím Siggi Donna til Selfoss Sigurður Halldórsson, fyrrum lands- liðsmaður í knattspymu, hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildar liðs Selfoss. Sigurður, sem var einn af lykilmönn- um Skagaliðsins fyrir tveimur ámm, tekur við starfi Magnúsar Jónatans- sonar. Hann hefur verið ráðinn þjálf- ari Víkings. Sigurður þjálfaði og lék með Völs- ungi á Húsavík í 2. deildar keppninni í fyrra. Hann mun einnig leika með Selfossi. -SOS Sigurður Besti árangur Islendings í gotfi Sig. Pétursson lék á 66 höffium á Spáni! Sigurður Pétursson, íslands- meistarinn í golfi, náði frábærum árangri þegar keppni PGA-skól- ans hófst i gær í Lamanga rétt við Alecante á Spáni. Sigurður lék holurnar 18 á 66 höggum sem er eflaust besti árangur sem ís- lenskur golfmaður hefur náð í keppni erlendis. Ragnar Ólafsson keppir einnig í Lamanga og lék í gær á 72 höggum. Ágætur árang- ur það líka. Þeir Sigurður og Ragnar hafa áhuga á að gerast atvinnumenn í golfi í keppni á mótum í Evrópu. Til þess að svo megi verða þurfa þeir að komast í gegnum mjög erííða keppni hjá PGA-skólanum. I gær hófu 356 þátttakendur keppni og þeir sem verða í 124 efstu sætunum halda áfram í kep’pni skólans. 232 falla sem sagt út. Sigurður og Ragnar standa vel að vígi eftir fyrsta keppnisdaginn. Þegar Sigurður lauk keppni í gær höfðu 15o þátttakenda lokið keppni. Enginn hafði náð betri árangri en Sigurður. Tveir aðrir hins vegar leik- ið á 66 höggum eins og hann. Það sýnir að margir góðir golfmenn eru í þessari keppni. Eins og áður segir komast 124 þeir bestu áfram í aðra keppni skólans sem verður á sama stað 1.- 6. desemb- er. Þar verður bætt við 84 keppend- um sem höfðu unnið sér rétt áður á þetta mót. Þar verður hörkukeppni um atvinnumannasætin 5o sem þeir bestu öðlast. Fyrst leika allir kepp- endurnir 72 holur. Þeir sem verða í loo efstu sætunum halda áfram og leika 36 holur til viðbótar. 5o þeir bestu fá síðan rétt á mót atvinnu- mannanna. Keppnin í Lamanga heldur áfram í dag. hsím Móðir og þjálfari — og dæturnar snjöllu Hrafnhildur Guðmundsdótt- ir, sem um langt árabil var snjallasta sundkona íslands, gat verið stolt af dætrum sín- um á unglingameistaramót- inu i sundi um helgina. Hin 16 ára Bryndís Ólafsdóttir setti íslandsmet í 100 m skriðsundi og sigraði í fleiri greinum. Hugrún Ólafsdóttir, sem er 14 ára, var snjöll á mótinu og hefur náð mjög athyglisverð- um árangri siðustu vikurnar. Á eflaust eftir að verða jafn- snjöll og Bryndís og bróðir þeirra, Magnús, sem þegar er orðinn íslandsmethafi. Hann er 18 ára. -hsím, DV-myndS. DV. MIÐ VIKUD AGUR 27. NÓVEMBER1985. íÍj íþróttir Sþróttir íþróttir íþróttir Stórmeistarinn Morten Frost treystir aðeins Carlton útbúnaðinum. Alltfyrir badmintonið. Útsölustaflur íþróttabúðin, Borgartúni 20, sími 20011. Heildsfllublrgflir: Austurbakki hf.r sími 91-28411. - fjör á fyrsta innhússmótinu ífrjálsum íþróttum ingjans Bemhard Holloway frá Stjömuklúbbnum í Los Angeles. Hann hefur dvalist hér frá því í | sumar og æft með íslendingum. Árið 1984 átti hann 12. besta afrekið í heiminum í 400 m grindahlaupi 49.10 sek. Bemhard hljóp hér í sumar á 50,8 sek. Hann hefur hlaupið 400 m á 45,1 sek. í boðhlaupi. Bernhard sigraði í 50 m grinda- hlaupi á 7,1 sek. og einnig í 50 m hlaupi á 5,9 sek. Annar varð íslands- meistarinn Jóhann Jóhannsson, ÍR. á 6,2 sek. Hanna Best, 5,8 sek. Ungir bráðefnilegir hástökkvarar í ÍR stukku hátt. Einar Kristjánsson, 16 ára, sigraði og stökk 1,91 m og felldi íslandsmet 1,96 m í sveina- flokki naumlega. Átti best áður inni l, 65 m. Tugþrautarkappinn Þor- steinn Þórsson, ÍR, stökk einnig 1,91 m. Átti áður 1,86 m. Utanhúss, 2,00 m. Jóhann Ómarsson, ÍR, 18 ára, stökk í fyrstu keppni 1,78 m og er einnig líklegur til afreka. Vestur- Hún- vetningurinn Örn Gunnarsson stökk 12,92 m í þrístökki. Þórður Þórðar- son ÍR, sigraði í langstökki, 6,34 m, annar í hástökki án atrennu, 1,51 m, og hljóp 50 m á 6,3 sek. Persónuleg met. Tugþrautarmaðurinn Gísli Sig- urðsson, ÍR, sigraði í hástökki án atrennu, 1,51 m. Kvennagreinar í kvennakeppninni vakti mesta athygli telpnamet Fanneyjar Sigurð- ardóttur, Ármanni, í langstökki, 5,53 m. Fanney er 13 ára. 6 stúlkur úr ÍR eru á leið yfir 5,00 m markið sem er árangur á landsmælikvarða. í hástökki sigraði Guðlaug Svans- dóttir, ÍR, 1,60 m. Linda Siguijóns- dóttir, ÍR, 12 ára, stökk 1,48 m og nálgast íslandsmet Helenu Jóns- dóttur, UMF Aftureldingu, 1,52 m, frá 1984. Stelpnamet. Linda keppti í fyrsta sinn. f 50 m hlaupi sigraði íslandsmet- | hafinn Geirlaug Geirlaugsdóttir, Ármanni, á 6,6 sek. íslandsmetið er 6,3 sek. Ingunn Einarsdóttir, ÍR, og Geirlaug eiga það saman. 5 stúlkur hlupu undir 6,9 sek. Aðalheiður Hjálmarsdóttir, Ármanni, sigraði í 50 m grindahlaupi á 8,2 sek. Mótið fór vel fram og fiölmargir fylgdust með keppninni. Úrslit: Miðvikudagur 27. nóvember Hástökk 1. Einar Kristjánsson fR, 1,91 m. 2. Þorsteinn Þórsson ÍR, 1,91 m. 3. Jóhann Ómarsson fR, 1,78 m. Þrístökk 1. Öm Gunnarsson USVH, 12,92 2. Jóhann Ómarsson ÍR, 12,28 Konur: Hástökk 1. Guðlaug Svansdóttir fR, 1,60 2. Linda Sigurjónsdóttir ÍR, 1,48 28. nóvember 50 m grindahlaup 1. Bemh. Holloway USA, 7,1 sek. 2. Gunnl. Grettisson ÍR, 7,5 sek. 50 m hlaup 1. Bemh. Holloway USA, 5,9 sek. 2. Jóhann Jóhannsson ÍR, 6,2 sek. Langstökk 1. Þórður Þórðarson ÍR, 6,34 m. 2. Öm Gunnarsson USVH, 6,17 m. 3. Jónas Þorvaldsson ÍR, 5,86 m. Hástökk án atrennu 1. Gísli Sigurðsson ÍR, 1,51 m. 2. Þórður Þórðarson ÍR, 1,51 m. Konur: 50 m hlaup 1. Geirlaug Geirlaugsd., Á. 6,6 2. Jóna Björk Grétarsd., Á, 6,6 3. Eva Sif Heimisd., ÍR, 6,8 50 m telpur 13-14 ára 1. Fanney Sigurðard., Á, 6,8 2. Guðrún Valdemarsd., ÍR, 7,2 50 m stelpur 11-12 ára 1. Linda Sigurjónsd., ÍR, 8,1 2. Nanna Guðbergsd., ÍR, 8,3 50 m grindahlaup 1. Aðalheiður Hjálmarsd., Á, 8,2 sek. 2. Geirlaug Geirlaugsd., Á, 8,3 sek. Martina Navratilova er loðin um lófana. Keppti í fyrsta sinn og var við íslandsmet Fyrsta innanhússmót vetrarins fór fram í Baldurshaga síðastlið- inn miðvikudag og fimmtudag. Um 50 keppendur frá fiórum fé- lögum kepptu á mótinu. Um 30 frá ÍR. Margir unglingar, sem liklegir eru til afreka í framtíðinni, eru nú að koma fram á sjónarsviðið. Mikla athygli vakti þátttaka svert- Martina loð- in um lófana — tenniskonan fræga hefur unnið 50 milljónir kr. íverðlaun á keppnistímabilinu Bandaríska tenniskonan Mart- ina Navratilova þarf ekki að hafa áhyggjur af peningaleysi í framtíðinni og reyndar varla þann tíma sem hún á eftir ólif- aðan. Þessi heimsfræga tennis- kona hefur nefnilega þénað litl- ar 50 milljónir íslenskra króna á yfirstandandi keppnistímabili. Navratilova hefur því skipað sér á bekk með tekjuhæstu íþrótta- mönnum heims. Navratilova varð heimsfræg þegar það varð kunnugt að hún hafði meiri áhuga á veika kyn- inu en hinu sterka. Hún hefur látið illt umtal og mikla gagn- rýni sem vind um eyrun þjóta og arkar óstöðvandi áfram á sigurbraut. Það sem af er yfirstandandi keppnistímabili hefur Navra- tilova unnið sér inn um 1,2 millj- ónir dollara. Landa hennar, Chris Evert Lloyd, getur einnig státað af þungri buddu. Hún er í öðru sætinu með 920 þúsund dollara eða um 38 milljónir króna. Það ætti því ekki að væsa um hana í framtíðinni. Bandarískar tenniskonur virðast vera í nokkrum sér- flokki í heiminum sem stendur. Af þeim tuttugu sem eru á list- anum yfir þær tekjuhæstu eru átta frá Bandaríkjunum eða tæpur helmingur. - SK. 50 m telpur 13-14 ára 1. Helga Árnad., KR, 2. Fanney Sigurðard., Á, Langstökk 1. Jóhanna Gunnarsd., ÍR, 2. Eva Sif Heimisd., ÍR, 3. Guðbjörg Svansd., ÍR, Langstökk Telpur 13-14 ára 1. Fanney Sigurðard., Á, 2. Guðrún Ásgeirsd., tR, 8,1 8,1 4,86 m. 4,80 m. 4,75 m. 5,53 4.72 Ól.Ui.r.st. Þróttur og IS enn taplaus Þróttur og IS eru enn taplaus á íslandsmótinu í blaki karla. Önnur lið hafa tapað tveimur leikjum eða fleiri. 1 fyrri hluta mótsins berjast liðin átta um fiögur sæti í úrslitakeppni sem verður í marsmánuði. Telja verður Þrótt og ÍS nokkuð örugg áfram en um hin sætin tvö er grimmt barist. Um síðustu helgi voru fiórir leikir. Þróttur, Reykjavík, sigraði KA, 3-0, HSK sigraði Þrótt, Neskaupstað, 3-2, Víkingur sigraði Fram, 3-1, og HK sigraði KA, 3-1. I blaki kvenna sigraði Þróttur KA, 3-0, og Breiða- blik sigraði KA, einnig 3-0. Staðan í blaki karla er þessi: Þróttur, Rvk. ÍS Víkingur Fram Sveit HSK bætti metið um tæplega tvær og hálfa sek. — Í4x50 metra skriðsundi þar sem Bryndís Ólafsdóttir setti einnig íslandsmet Sveit HSK setti í fyrrakvöld ís- landsmet í 4x5o metra skriðsundi kvenna er sveitin synti á 1.54:10 og bætti þar með íslandsmet Vestra frá því um helgina um tæplega tvær og hálfa sekúndu. Bryndís Ólafsdóttir synti fyrsta sprettinn fyrir sveitina og setti íslandsmet, synti á 27,5 sek. og bætti met Helgu Sigurðardóttur um 1/10 úr sekúndu. Hannes Már Sigurðsson setti drengjamet i 200 metra skrið- sundi á innanfélagsmóti Bolung- arvikur er haldið var í sundhöll Reykjavíkur. Hann synti á 2.07:20 en gamla metið var 2.07:30. Þá setti sveit Bolungarvíkur pilta- met í 4x50 metra skriðsundi á tímanum 1.48:10. - fros HSK 3 1 2 5-8 2 HK 3 1 2 4-7 2 KA 6 1 5 7-17 2 Þróttur, Nes. 3 0 3 4-9 0 Staðan í blaki kvenna er þessi: ÍS 3 3 0 9-2 6 Víkingur 4 3 1 11-5 6 Þróttur 3 2 1 7-3 4 Breiðablik 4 1 3 4-9 2 KA 4 0 4 0-12 0 -KMU. Veist þú svarið ? Svörin við þessum spurningum og 5.994 til viðbótar fáið þið í spurningaleiknum Trivial Pursuit Fæst í bóka- og leikfangaverslunum um land allt. „Trivial Pursuit" er skrásett vörumerki. Dreifing á íslandi: Eskifellhf.,s. 36228. Leikur frá Horn Abbot. Gefinn út meö leyfi Horn Abbot Intl. Ldt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.