Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Síða 11
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985! 11 Tippað á tólf—Tippað á tólf — Tippað á tólf—Tippað á tólf—Tippað á tólf—Tippað á tólf 36 raða kerfi: 5 fastir leikir — 7 þrítryggðir — tryggir 10 rétta leiki 1. seðill: 2. seSIII: 3. seSIII: 4. seSIII: 5. seSIII 11111111 1111xxxx XXXXXXXX 22222222 2222 111xxx22 21x2111x xx2221x2 111xxx22 21x2 1x21x21x 221x1x21 x21x21x2 1x21x21x 2x21 111xxx22 221x2221 11xxxx21 xxx22211 11x2 111xxx22 221xxxx2 221111x2 222111 xx xx21 1x2x2121 xx121x2x 2121x2x1 1x2x2121 x12x 1x221xx2 11111x22 1xx21xxx 1x221xx2 1222 Margir þrítryggðir Enn eitt R kerfið hefur rekið á fjörur okkar í Tippað á tólf: R 7-0- 36. R stendur fyrir „reduced" eða minnkað kerfi. Kerfið er 36 raðir og eru sjö leikir þrítryggðir. Kerfið gefur alltaf 10 rétta minnst ef allir föstu leikirnir eru réttir. Kerfið skrifast á fjóra og hálfan hvítan seðil sem er átta raða. Svo er alltaf hægt að stækka kerfið. Ef notaðir eru 36 raða seðlar þá verður kerfið R 9-2-1296. Þá er einungis einn leikur með einu merki eða fastur, tveir með tveimur leikjum en hinir níu þrítryggðir. Svo eru það örlög- in sem raða því upp hvort 10, 11 eða 12 réttir koma upp ef fasti leik- urinn og þeir tvítryggðu eru réttir. ENN SKORA SKAGAMENN Eins og fyrr hefur verið skýrt frá í þættinum Tippað á tólf ákváðu íþróttafélögin að reyna að selja yfir eina milljón raða um síðustu helgi. Það tókst og betur þó því 1.470.824 raðir voru seldar. Mesta sala þar á undan var 893.824 raðir þannig að munurinn er 577.580 raðir. Seldar voru rúmlega 6 raðir á mann en aukning var um það bil 60 af hundraði yfir allt landið. Aukning á ýmsum stöðum var yfir 100%. Á laugardaginn var svo mikið að gera við getraunaseðlasölu á bensín- stöðvum að ekki var tími til að afgreiða bensín. Tvær raðir komu fram með 12 rétta og hlaut hvor röð 965.225 krón- ur. Annar aðilinn var Skagamaður þannig að Skagamenn eru enn að skora langt fram eftir vetri. Hinn aðilinn var kona, Anna Axelsdóttir. 65 raðir komu fram með 11 rétta og hlaut hver röð 12.728 krónur. Knattspyrnudeild Fylkis seldi flestar raðir að þessu sinni eða 129.916. Knattspyrnudeild KR sendi 114.204 raðir og Knattspyrnudeild -Frarn 111.736 raðir. Ensk jafntefli Þó nokkrir íslendingar tippa í ensku getraununum Littlewoods, Zetters og Vernons. Ég mun reyna að birta í þættinum Tippað á tólf markajafntefli, svo og markalaus jafntefli síðustu helgar. Að þessu sinni eru markajafntefli nr.: 4, 9, 16, 26, 31, 45 og 48. Markalaus jafn- teflinr.: 11,12, og 47. Þessi mynd var tekin í nýja pósthúsinu á Seltjarnarnesi. Fremst situr Alda Viggósdóttir, póst- og símstöðvarstjóri. Aðrir á myndinni eru: Snorri Sveinn Friðriksson listamaður, Guðmundur Björnsson, Bragi Kristjánsson, Kristján Helgason, Jóhann Hjálmarsson, Bald- ur Teitsson og Þorgeir K. Þorgeirsson, starfsmenn Pósts og síma. DV-myndPK. Ný póst- og símstöð á Seltjarnarnesi —var opnuð að Eiðistorgi 15 Ný póst- og símstöð hefur verið opnuð á Seltjarnarnesi. Stöðin er til húsa að Eiðistorgi 15, í húsnæði sem er samtals 289 fermetrar á tveimur hæðum. Sjálfvirk símstöð tók til starfa áður í húsinu og er símstöðin með 1024 númerum. Alda Viggósdóttir er póst- og símstöðvarstjóri. Afgreiðsla póst- hússins verður opin frá kl. 9 til 17 virka daga. Þess má geta að bréf- hirðing og síðar póstafgreiðsla á Seltjamamesi var til húsa í Mýrar- húsaskóla, eða frá árinu 1929. Nýja pósthúsið er mjög vistlegt. Listamaðurinn Snorri Sveinn Frið- riksson gerði tvær lágmyndir úr kopar sem prýða húsið. Skuggahjörð á hælum Manchester United Nú eru búnar 18 umferðir af 42 í ensku knattspyrnunni og forysta Manchester United orðin tvö stig eftir að hafa verið tiu stig mestallt haustið. Liverpool fylgir fast á hæla United eins og skuggi og Chelsea, West Ham og Sheffield Wednesday eru nálæg ef eitthvað bregður út af. Tottenham hefur brugðist aðdáend- um sínum það sem af er haustinu en mun bregða við hart á Villa Park og sigra Aston Villa. Sheffield Wed- nesday er á hraðsiglingu upp töfluna og sigrar lánlaust Ipswichliðið á útivelli. Manchester City hefur unn- ið tvo undanfama leiki en mun ekki ráða við harðsnúið lið Luton og tapar því á gervigrasinu. Manchester United mun ekki eiga í erfiðleikum með Watford og sigrar auðveldlega. Newcastle er erfitt heim að sækja upp undir landamæri Skotlands og sigrar Leicester. QPR er heimalið og sigrar Coventry á gervigrasinu. Þar hafa mörg fræg lið fallið fyrr. Cov- entry á enga möguleika þó svo að það hafi sigrað Luton nýlega á gervi- grasinu þar. Tvö lið, sem erfitt er að spá um, mætast í Southampton á Dell - vellinum fræga þar sem Einar Ólason hefur komið. Markajafntefli er líklegast. Portsmouth er enn efst í annarri deild þó að þeir hafi tapað fullmörgum leikjum að undanförnu. Alan Ball, framkvæmdastjóri liðsins, er ekki ánægður með það og vill ekkert annað en sigur á Bradford. Fulham sigrar Oldham á heimavelli og Blackburn sigrar Grimsby óvænt í fiskibænum Grimsby sjálfum. Nor- wich hefur ekki tapað mörgum leikj- um undanfarið og unnið mörg stór- lið. Engin breyting verður þar á í Leeds þar sem heimaliðið verður undir hælnum á Norwich. Stoke féll úr 1. deildinni í fyrra ásamt Sunder- land og mætast liðin nú í annarri deild. Stoke hefur verið að vinna leiki undanfarið og nær öllum stig- unum að þessu sinni. Umsjón: Eiríkur Jónsson c: Q fO > ci Dagur _Q _Q_ < > <0 'O 'n cu > +—■ O r- 2 _Q :> Aston Villa^-Tottenham 2 X X 2 1 1 1 Ipswich-Sheff. Wed. 2 2 2 X X X X Luton-Manch. City 1 1 1 1 1 1 1 Manch. Utd.-Watford 1 1 1 1 1 1 1 Newcastle-Leicester 1 X 1 1 1 1 X Q.P.R.-Coventry 1 1 1 1 1 X 1 Southampton-Everton X X 1 X X 2 2 Bradford-Portsmouth 2 2 X 2 2 2 2 Fulham-Oldham 1 1 1 1 1 1 1 Brimsby-Blackburn 2 X 1 1 X X 1 Leeds-Noiwich 2 1 X 2 1 1 1 Stoke-Sunderland 1 X 1 X X X X Kenny Dalglish kampakátur sem leikmaður og framkvæmdastjóri Liverpool, enda gengur honum og liðinu vel um þessar mundir. Ferðamálaf ulltrúi og beint f lug Kef lavík-Akureyri — á meðal helsta á stefnuskrá Ferðamálasamtaka Norðurlands Frá Jóni G. Haukssyni, frétta- manni DV á Akureyri: „Við ætlum að reyna að ráða sérstakan ferðamálafulltrúa á Norðurlandi. Það, ásamt endurút- gáfu bæklingsins Northern Ice- land, verður helsta verkefni sam- takanna,“ sagði Kolbeinn Sigur- björnsson, formaður Ferðamála- samtaka Norðurlands, í samtali við DV. Samtökin héldu aðalfund sinn nýlega í Hótel Varðborg á Akur- eyri. Fyrri stjórn var að mestu endurkjörin. Formaður er sem fyrr Kolbeinn Sigurbjörnsson. Samtök- in eru eins árs. Að sögn Kolbeins er tilgangur Ferðamálasamtaka Norðurlands að samhæfa krafta þeirra sem starfa að ferðamálum á Norður- landi til öflugra sameiginlegra verkefna sem allir njóti góðs af. „Bæklingurinn Northern Iceland er gott dæmi um slíkt verkefni. Við teljum að vel hafi tekist með hann. Hann hefur farið víða og vakið athygli. Þetta er einn af fáum bæklingum sem til dæmis sölu- skrifstofur Flugleiða hafa beðið um meira af.“ „Auk bæklingsins og ferðamála- fulltrúans munum við halda ferða- málaráðstefnu á árinu. Einnig munum við leggja kröftuglega til við Flugleiðir að verða með beint flug frá Keflavík til Akureyrar. Þetta yrði þá þannig að vélin sem fer klukkan sex frá Reykjavík til Akureyrar kæmi fyrst við í Kefla- vík, tæki þar farþega sem væru að koma að utan og flygi með þá beint til Akureyrar. Þetta flug hefur mikið að segja að okkar mati,“ sagði Kolbeinn Sigurbjörnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.