Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 12
12 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn: ÞVERHOLT111, SlMI 27022. Auglýsingar: SIÐUMÚLA33, SÍMI 27022 Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar og skrifstofa: ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF. ÞVERHOLT111 Prentun: ÁRVAKUR H F. - Áskriftarverð á mánuði 400 kr. Verð I lausasölu virka daga 40 kr. - Helgarblað 45 kr. Tölvan og tungan Ekki er langt síðan fólk fékk almennt rangt stíluð bréf frá bönkum og opinberum stofnunum vegna frumstæðr- ar tölvutækni. Dæmi um það var, að brodda vantaði yfir stafi, svo að stundum komu út hjákátleg nöfn, sem voru hrein móðgun við fólkið, er bréfin átti að fá. Nú er öldin önnur. Flest tölvufyrirtækin, sem öflugust eru á íslenzka markaðinum, eru með alla íslenzku staf- ina rétt skapaða og meira að segja á réttum stöðum á ritvélarborðinu. Því reynist flestum auðvelt að flytja sig frá hefðbundnum ritvélum yfir til tölva. Þá hafa tölvuborðin ekki hinar sömu vélrænu tak- markanir og ritvélarnar. Þau veita meira rúm fyrir íslenzka sérvizku og hefðir. Til dæmis er auðveldara að fá réttar, íslenzkar gæsalappir en áður var. Eitt tölvukerfið, það sem hefur verið tekið í notkun hér á DV, getur skipt orðum milli lína með 95% ná- kvæmni samkvæmt íslenzkum reglum. Sá árangursríki hugbúnaður er unninn af Norsk Data í samvinnu við handritalesara Morgunblaðsins og DV. Fólk, sem hættir að nota ritvél og fer að nota tölvu, getur skilað frá sér betri íslenzku og á þægilegri hátt. Tölvan gefur nefnilega kost á margvíslegum breytingum í miðju kafi, án þess að hreinskrifa þurfi á eftir. Þannig má færa til heilu málsliðina, breyta orðaröð og leiðrétta á annan hátt svo rækilega, að handritið hefði orðið ólæsilegt með gamla laginu. Tölvan heldur handritinu ætíð hreinu og freistar á þann hátt til ná- kvæmari notkunar íslenzku. Búast má við, að í framtíðinni geti tölvutæknin veitt íslenzkri tungu enn betri þjónustu. í Bandaríkjunum er til hugbúnaður fyrir samheiti í ensku máli, enda hefur samheitaorðabók verið til á ensku í meira en öld í sífelldum endurútgáfum. Þar er hægt að láta tölvur veita leiðbeiningar um notkun orða, til dæmis vara við ofnotkun einstakra þeirra. Þar getur fólk sótt sér í tölvuna aukna fjöl- breytni í orðavali og næmari skilning á blæbrigðum samheita. Slík samheitaorðabók fyrir íslenzka tungu er nú í fyrsta skipti að koma út. Sú bók verður tungunni vafa- lítið til mikils stuðnings. Efni þeirrar bókar mætti svo koma fyrir í hugbúnaði tölva á einhvern hliðstæðan hátt við það, sem gert hefur verið í Bandaríkjunum. Þar vestra er til margvíslegur annar hugbúnaður til verndar enskri tungu í tölvukerfum. Tölvur gera tillög- ur um breytingar á stafsetningu í samræmi við stafsetn- ingarorðabók, sem þær hafa verið mataðar á. Þá er til hugbúnaður, sem varar við klisjum og stofnanamáli. Tölvukerfi eru að verða svo öflug, að fylla má hluta minnis þeirra með margvíslegum orðabókum samheita, stafsetningar, stofnanamáls, slangurs og annarra slíkra bóka, til eftirbreytni eða viðvörunar, eftir því sem við á hverju sinni. Með því að hleypa texta gegnum slíkan hugbúnað mundi fólk geta náð sér í eins konar kennara, sem leið- beindi um notkun rétts máls, eins og það er talið vera hverju sinni. Tungunni hlýtur að vera styrkur að slíku. Þannig má búast við, að tölvur framtíðarinnar mis- þyrmi ekki íslenzku, eins og hinar gömlu gerðu, og lagi sig ekki aðeins að tungunni, svo sem hinar nýju gera, heldur verði henni beinlínis til framdráttar. Jónas Kristjánsson D V. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985. STOPP HIMGADOG EKKILENGRA „Við viljum ekki búa í þjóð- félagi sem tryggir þeim ríku ofboðslega ávöxtun auðs en kemur venjulegu fólki, sem vinnur hörðum höndum, á vonarvol.“ (Sambandsstjórn ASÍ 14. nóv. 1985). FRÁ BÆJARDYRUM venjulegr- ar fjölskyldu séð skiptir það sköp- um um afkomu og lífsskilyrði að fjölskyldan geti ti-yggt sér þak yfir höfuðið, til eignar eða leigu, lyrir viðráðanlegan hluta af fjöl- skyldutekjum. I grannlöndum okkar, þar sem jafnaðarmenn hafa löngum farið með völd, telst það félagslegt markmið í forgangsröð, að hlut- fall húsnæðiskostnaðar af launum fari ekki yfir fimmtung til fjórðung fjölskyldutekna (20-25%). Stefna í húsnæðisfjármálum er beinlínis við þetta miðuð. Leið- imar, sem fara má að þessu marki, eru margvíslegar, t.d. bygging ódýrra leiguíbúða í fjölbýli á veg- um sveitarfélaga eða byggingar- JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSiNS Vinstra megin við miðju • „Neyðarástandið, sem nú ríkir, er rökrétt niðurstaða stjórnarstefnu tveggja ríkisstjórna 5 sl. ár.“ samvinnufélaga, niðurgreiðslur vaxta, beinir húsaleigustyrkir o.s.firv. En þótt leiðimar séu marg- ar er hitt aðalatriði að um mark- miðið sjálft er ekki deilt. Ekki lengur. Lánakerfi í lamasessi Ef við berum ástand húsnæðis- mála hér á landi saman við það sem tíðkast með siðmenntuðum grann- þjóðum er fljótsagt að þar er engu saman að jafna. Húsnæðislánakerfi - sem ásamt skatta- og trygginga- kerfi er virkasta félagslegt öryggis- kerfi með öðrum þjóðum - er hér ein rjúkandi rúst. Það er bókstaf- lega ekkert í lagi: - Byggingarkostnaður er stjam- fræðilega hár. - Lánafyrirgreiðsla er ónóg; hún er of lágt hlutfall byggingar- kostnaðar, til of skamms tíma, á of háum vöxtum og ráðgjöf og þjónusta banka og annarra þjón- ustuaðila (t.d. fasteignasala) yfirleitt ábyrgðarlaus og jafhvel beinlínis varasöm. - Greiðslubyrði lána gleypir iðu- lega meira en öll dagvinnulaun launþegafjölskyldna, þótt fyrir- vinnur séu tvær. - Áætlunargerð um raunverulega íbúðaþörf (fjölda íbúða, stærð og þjónustustörf) em lítt grund- aðar tilgátur, enda hringlað með niðurstöður ár frá ári. - Lóðaúthlutunarpólitík Reykjavíkurborgar tekur ekkert tillit til fjölskyldusamsetningar og íbúðaþarfar. - Þeim mun meiri sem þörfin er fyrir litlar íbúðir í fjölbýli og með þjónustu fyrir unga og aldna og einstæða foreldra, þeim mun meira er byggt af „félagsheimil- um“ yflr hina nýríku. - Stór hluti útlána Húsnæðislána- stofnunar (á niðurgreiddum lánskjörum) fer til þeirra sem eru að byggja í 3.- 5. skipti villur á bilinu 200-500 fermetrar. - Frá 1979-1983 er áætlað að 15 miUjörðum króna hafi verið varið til að stækka húsnæði á mann (sem er þó mun stærra en í Sviss, hjá ríkustu þjóð heims). - Vegna vaxtafrádráttar og niður- greiðslna þýðir þessi húsnæðis- málapólitík tekjutilfærslur frá fátækum til efnaðra. - Þrátt fyrir gerbreytt viðhorf eftir verðtryggingu og raunvexti hefur ekkert verið gert til að skipuleggja félagslegt leigu- íbúðakerfi fyrir hina ungu, sem eru að koma undir sig fótunum. Á rangt heimilisfang Það er ekki vitglóra í þessu hús- næðislánakerfi. Sannast hér hið fomkveðna að þeim mun verr gef- ast góðra manna ráð sem þau koma fleiri saman. Ástandið hefur farið jafnt og þétt versnandi sl. 5 ár. Nú er svo komið að lýsa verður yfir hreinu neyðarástandi hjá fjöl- mennum þjóðfélagshópum. Hverjir hafa farið með yfirstjórn húsnæðis- mála sl. 5 ár? □ Alþýðubandalagið (formaður þess, Svavar Gestsson, var hús- næðismálaráðherra 1980-1983). □ Framsóknarflokkur, Alex- ander Stefánsson, fyrrv. kaup- félagsstjóri í Ólafsvík, 1983-85. „Sigtúnshópurinn“ sendir mótmæli sín á rangt heimilisfang, þegar þeim er beint til „þingsins" og „stjómmálamanna“ yfirleitt. Það er auðvitað ríkisstjóm og þingmeirihluti á hverjum tíma sem ræður stefnunni og á að bera ábyrgð gerða sinna. Við jafhaðar- menn, sem öðrum fremur höfum gagnrýnt þennan húsnæðisfárán- leika árum saman og lagt fram á þingi jafnharðan tillögur um aðrar leiðir, getum alveg eins spurt Sig- túnshópinn: Hafið þið fylgzt með þeim tillöguflutningi? Hafið þið lagt þeim tillögum lið? 5 ástæður Neyðarástandið, sem nú ríkir, er rökrétt niðurstaða stjórnarstefnu tveggja ríkisstjóma 5 sl. ár. Ástæð- umar em 5 helzt- ar: 1. Fjárhagslegt hrun bygging- arlánasjóðanna. I stjómartíð AB voru byggingarlánasjóðimir sviptir tekjustofnum sínum. í staðinn var þeim vísað á óvissan lánamarkað. Tekin lán voru til skemmri tíma og á hærri vöxtum en útlán. Árlegur vaxtamunur hefur smám sam- an eyðilagt fjárhag lánasjóð- anna. En núv. ríkisstj. hefur bitið höfuðið af skömminni með því að taka erlend gengis- tryggð lán til húsnæðismála og tapar þannig hundruðum millj- óna í gengismun. Með þessu var eiginfjárstöðu og útlánagetu sjóðanna stefht í þrot. Þetta er ein meginskýring þess að lánin em of lágt hlutfall byggingar- kostnaðar og til of skamms tima og greiðslubyrðin þ.a.l. óvið- ráðanleg. 2. Misgengi launa og lánskjara. Fyrrv. ríkisstjórn kom verð- bólgunni upp í 130%. Til þess að klóra í bakkann voru vísi- tölubætur á laun skertar hvað eftir annað, en eftirstöðvar skulda fylgdu verðbólgunni. Við þetta myndaðist margfrægt mis- gengi launa og lánskjara. Það var þungbærast frá hausti 1982 til hausts 1983 og svo aftur frá hausti 1984 til dagsins í dag. 3. Hækkun vaxta. Að frumkvæði Þorsteins Pálssonar var bönkum og lánastofnunum gefið tak- markað vaxtafrelsi og att út í samkeppni um sparifé sumarið 1984. Afleiðingin er gífurleg vaxtahækkun sem gerir greiðslubyrði skammtímalána óbærilega fyrir íbúðakaupend- ur. Þessum vaxtahækkunum er jafnharðan velt út í verðlag. Það hækkar framfærsluvísi- tölu, sem aftur hækkar láns- kjaravísitölu og þar með greiðslubyrði skulda. Eitt pró- mill hækkun lánskjaravísitölu þýðir 15-20 milljón króna hækkun á verðtryggðum skuldum fasteignaeigenda. Vaxtahækkunin er líka megin- skýringin á verðfalli fast- eigna, sem rísa ekki undir sömu ávöxtunarkröfum og bankar og verðbréfamarkaður bjóða fjár- magnseigendum. 4. Kaupmáttarskerðing. Sá hluti launþega, sem ekki hefur fengið fjórðungslækkun kaup- taxta bætta með launaskriði, situr uppi með svo skerta greiðslugetu að honum hefur verið úthýst af húsnæðis- markaðinum. 5. Verðfallfasteigna. Þegareftir- stöðvar lána hækka umfram endursöluverð eignar á markaði endar það með eignaupptöku, þ.e. söluverð dugar ekki fyrir áhvílandi skuldum. Þetta er vítahringur, sem hundruð fjöl- skyldna hafa orðið innilyksa í - vegna vaxtastefnu ríkis- stjórnarinnar. Stuðningur óskast Á hverju einasta þingi frá árinu 1979 höfum við jafhaðarmenn flutt tillögur til úrbóta. Nokkur dæmi: Tillögur um að skila byggingar- lánasjóðunum aftur tekjustofn- um sínum og að stórhækka fram- lög til húsnæðismála af fjárlög- um; tillögur um að mismunur láns- kjara og launa leiddi til lengingar lánstíma svo að greiðslubyrði héldist óbreytt hlutfall af laun- um; tillögur um lækkun vaxta og aukin skattfríðindi þeirra sem lent hafa í mestum greiðsluerfiðleikum; tillögur um skuldbreytingar á skammtímalánum til húsnæðis- kaupa í bönkum og lagaskyldu banka til lengri lána; tillögur um stöðvun nauðungaruppboða, meðan ríkisstjóm og þingmeiri- hluti næði áttum til að koma fram með varanlegri bjargráð. Við höfðum ekki þingstyrk til að koma þessum tillögum fram. Því má breyta. En við höfum óneitan- lega saknað þess að talsmenn t.d. Sigtúnshópsins veittu þessum til- lögum siðferðilegan stuðning í verki-ogítækatíð. Jón Baldvin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.