Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 33
-v
D V. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985.
33
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
m
Wmm
■ 1
Bjössi Borg: hamingjusamur fað-
ir.
„Stærstastund
Bjössa Borg”
„Þetta var stærsta stund lífs míns,“
segir tennisstjarnan Björn Borg um
þann atburð er hann varð faðir 18.
september síðastliðinn.
Bjössi Borg gat ekki tekið sér nema
hálfsmánaðar fæðingarorlof. Hann
var heima með konu sinni, Janniku,
og nýfæddum syni í tvær vikur en
varð þá að fara að vinna á ný. Vinn-
an felst í því að koma á framfæri
nýju karlailmvatni sem ber nafti
hans og á að auka útflutningstekjur
Svía.
Bjössi er samt hamingjusamur
maður. „Líf mitt hefur breyst írá því
ég varð pabbi,“ segir hanh glaður í
bragði.
„Jóakim getur vart leynt því að
hann er ástfanginn upp fyrir haus
af sætu stelpunni sem er sessu-
nautur hans en þau gera ljós-
myndurum gramt í geði og
standa sjaldan hlið við hlið. Svo
segir Svensk damtidning um
þessa mynd.
Jóakim prinsog
Helenaáíslandi
Koma Jóakims Danaprins til íslands
fyrir nokkru fór ekki framhjá árvök-
ulum augum norrænna kvennablaða.
Svensk damtidning kvað það
merkilegast við þá ferð að þetta hefði
verið í fyrsta skipti sem Helena,
vinkona Jóakims, hefði farið með
honum í „opinbera ferð“. Ekki er
nokkur vafi á því að Jóakim og
Helena eru mjög ástfangin.
Danska konungsfjö 1 skyldan hefur
lagt blessun sína yfir sambandið því
Helena hefur heimsótt Amalíuborg
oftsinnis.
Svensk damtidning segir að skötu-
hjúin hafi notað tækifærið á íslandi
og sótt dansstaði og dansað langt
fram á nótt. Ekki vanræktu þau
langa göngutúra og skoðuðu gos-
hveri og náttúru íslands. Blaðið
upplýsir lesendur að þót.t Jóakim og
Helena séu aðeins sextán ára megi
ljóst vera að þetta sé ekki bara
„venjuleg" táningaást.
Helena er dóttir Hans-Bjerg Ped-
ersen, forstjóra Commercial Leasing.
Faðir hennar var þekktur íþrótta-
maður áður fyrr og er Helena sögð
vera slyngur tennisleikari.
Hin nýja Deneuve
— Arielle Dombasle leikur í Lace,
leikstýrir og syngur
Þarna skeiðar Helena, vinkona
Jóakims prins, um í íslensku
haustveðri.
„Hin nýja Catharine Deneuve.“
Þannig er hinni ljóshærðu frönsku
leikkonu, Arielle Dombasle, gjarnan
lýst.
Dombasle var vel þekkt leikkona í
heimalandi sínu, Frakklandi, er
henni var boðið að leika í sjónvarps-
þáttunum Lace sem kunnir eru á
íslenskum videomarkaði.
Dombasle sló í gegn vestra í þátt-
unum en þar lék hún franska konu
sem giftist greifa nokkrum og settist
að í glæsihöll.
En Arielle Dombasle er þúsund-
þjalasmiður. Hún lætur sér ekki
nægja að leika heldur söng hún
nýlega inn á plötu kantötu Bachs
númer 8. Fyrir tveimur árum leik-
stýrði hún sinni fyrstu kvikmynd,
Chassé-Croisé, og fékk myndin
ágæta dóma.
Arielle hin fagra er reyndar fædd
Arielle Dombasle: góð sópran-
söngkona, leikkona og leikstjóri.
og uppalin af frönskum foreldrum í
Connecticut í Bandaríkjunum. Hún
dvaldist þar í landi til átján ára
aldurs. Er hún kom til Frakklands
komst hún í kynni við kvikmynda-
leikstjórann Eric Rohmer og lék hún
í þremur myndum hans.
tbl. 47. árg. 28. nóv. - 4. des. 1985. Verö 110 kr.
Hræddur um
f fúll gamall karl
lllugí Jökulsson talar við Ladda
Lífsreynsla:
Sá og heyrði
Martin Berkofsky segir frá
og frjósa á staðnum
Fjallað um sviðshræðsiu