Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 9
D V. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985.
9
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Græða heilavef
i heilabu á kanínum
Sovéskir lífeðlisfræðingar hafa
flutt heilavef úr mannsfóstri og grætt
í kanínur og láta af því að það hafi
lukkast vel. Segjast þeir merkja þær
breytingar hjá kanínunum að þær
bregðist fyrr við ljósi og lykt.
Tass-fréttastofan segir að kanín-
umar hafi verið svæfðar, lítið gat
gert á höfuð þeirra og heilavef úr
fóstri sprautað með fínni nál inn í
heilann. Breytingarnar þóttu um-
talsverðar.
Heilavefurinn var tekinn úr fóstr-
um sem ekki náðu að fullskapast.
Tass vitnar í Fatimu Ata-
Muradovu sem stjórnar þessum til-
raunum og trúir því að í framtíðinni
megi með heilaígræðslu lækna geð-
bilanir og taugagalla í fólki. Einkum
það sem orðið hefði fyrir meiðslum á
mænunni.
ENN EITT TILRÆÐIÐ
í GULLNA HOFINU
Særðu æðsta prest sikka og drápu Irfvörð hans
um að blanda sér í manngrúann og
sleppa.
Drápu skóla-
stjórahjónin
Skólastjóri kirkjuskóla eins í
Matabelelandi og kona hans, fædd í
Bretlandi, voru drepin í árás sem
gerð var á skólann í gær . Skólinn
er um 20 km norður af Plumtree, á
landamærum Zimbabve og Bots-
wana, þar sem skæruliðar Matabele-
manna leika lausum hala. írskur
kennari við skólann slapp úr árás-
inni hættulega særður.
Var stein-
aldarmað-
urinn
mannæta?
Mannkuml, sem fundist hafa í
Evrópu, þykja bera þess merki að
steinaldarmenn hafi stundað mannát
við helgiathafnir, áður en þeir jarð-
settu látna úr samfélagi sínu. Aust-
ur-þýskur mannfræðingur, Herbert
Ullrich að nafni, lætur eftir sér hafa
að rispur, sem fundist hafa á leggjum
og hauskúpum við fornleifagröft í
A-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og
Suður-Evrópu, séu dæmigerð verks-
ummerki mannáts. Segir hann rann-
sóknir sínar benda til þess að stein-
aldarmaðurinn hafi valið lengri leggi
og höfuðið af líkama þess látna áður
en sá dauði var jarðsettur.
Þrír menn skutu og særðu æðsta
prestinn í helgasta musteri sikka,
Gullna hofinu í Amritsar, frammi
fyrir 20 þúsund áhorfendum. Þeir
felldu lífvörð hans.
Gianni Sahib Singh var á leið með
lífverði sínum inn í helgidóminn í
dögun i morgun þegar árásin var
gerð. í dag er mestur helgidagur hjá
sikkum, fæðingardagur Guru Nanak
sem lagði grundvöllinn að trúar-
brögðum sikka. - Gianni fékk kúlu í
bakið og aðra í handlegg en læknar
segja að hann sé ekki í lífshættu.
Það varð uppi fótur og fit meðal
þeirra sem komnir voru í hofið. í
öllu írafárinu tókst tilræðismönnun-
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
og
ÞórírGuðmundsson
hrundu þessu af stað í fyrra. Segja
þau að 7000 manns hafi á síðustu
tólf mánuðum ánafnað læknavísind-
unum hornhimnu augna sinna. Síð-
asta ár hlutu 89 manns sjónina fyrir
ígræðslu hornhimnu úr öðrum. En
það er vitað um 350 þúsundir manna
i Bangladesh sem eiga við augnkvilla
að stríða.
Kjúklingagarg
áþingi
Þingverðir urðu að fjarlægja af
fremsta bekk þingliða stjórnarinnar
í Canberra í Ástralíu mann sem virt-
ist hafa villst af grímudansleik.
Búningur hans átti að minna á kjúkl-
ing. Berfættur og alfiðraður gaggaði
hann eins og hæna og linnti ekki
látum fyrr en þingforseti bað um að
maðurinn yrði fjarlægður úr salnum.
Eitt blaðanna í Canberra sló því
föstu að þarna hefði verið á ferðinni
einn þingliða stjórnarandstöðunnar,
Bruce Goodluck, sem frægur er af
því að taka stundum upp á því að
herma eftir fuglum í umræðum í
þinginu. Þingverðir vildu hins vegar
ekki upplýsa hver kjúklingurinn
hefði verið.
Sendamatvæli
tilKólombíu
FAO (matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna) hefur
ákveðið að senda matvæli til eftirlif-
enda úr eldgosinu í Kólombíu fyrir
443 þúsund dollara sem skyndihjálp.
Á það að endast til þess að fæða um
6000 manns, aðallega munaðarlaus
börn, í þrjá mánuði. Þetta verður
einkum hveiti, þurrmjólk og fleiri
matvæli.
m-----------------*-
Eitt af hinum munaðarlausu
börnum sem bjargað var upp
úr leðjunni í Armero eftir eld-
gosið á dögunum.
Giftingarnar
þungurbaggi
áforeldrunum
Það hefur aukist svo kostnaður við
giftingar í Kína að margir foreldrar
hafa orðið að steypa sér í skuldir eða
vinna tvöfalda vinnu svo að af brúð-
kaupinu geti orðið. Nú orðið þykir
ekki unnt að stofna heimili með
minna en húsgögn, sjónvarp, þvotta-
vél, föt fyrir allar árstíðir, blómsveig
og eyðslufé fyrir hveitibrauðsdag-
ana.
Það eru aðallega foreldrarnir sem
leggja féð af mörkum. Ef þeim er þáð
ekki kleift argaþrasast sonurinn í
þeim eða ef það er dóttirin þá situr
hún um kyrrt i föðurhúsum og nábú-
arnir hæðast að þeim.
Yelena Sakarova
komin til Moskvu
— á leið til Ítalíu til augnlækninga og til Bandaríkjanna í hjartaaðgerð
Embættismenn í Bogota í Kólomb-
íu hafa nú til athugunar hvernig
best verði staðið að nýsköpun í
miðhluta landsins þar sem mest varð
tjónið í eldgosinu á dögunum sem
kostaði 25 þúsundir manna lífið.
Betancur, forseti landsins, hefur lýst
því yfir að næstu fjórar vikurnar
verði helgaðar viðreisn þessa svæðis.
Stofnaður hefur verið viðlagasjóð-
ur til uppbyggingarinnar og Betan-
cur hefur skipað sjö manna viðlaga-
nefnd til þess að fylgjast með við-
reisninni. Til að byija með er megin-
verkefni hennar að sjá þeim þúsund-
um manna, sem misstu heimili sín í
eldgosinu, fyrir húsnæði og atvinnu.
Síðan þarf að skipa í forgangsröð
verkefiiunum sem bíða.
Þrettán dögum eftir eldgosið er
fólk enn að glöggva sig á því hverjir
muni hafa farist eða hvort einhverjir
ástvina þeirra komust lífs af.
Mexíkó, Miamiríki, New York og
Los Angeles hafa safnað 32 milljón-
um Bandaríkjadala til hjálpar eftir-
lifendum frá bænum Armero sem
hvarf undir leðjuna úr eldgosinu.
Það eru um 4.500 manns eða um 464
fjölskyldur. Fólk á þessu svæði er
þeðið að vera enn viðbúið öðru eld-
gosi.
Yelena Bonner, eiginkona Andreis
Sakarovs, mun nú stödd í Moskvu á
leið úr Iandi til augnlækninga. Lög-
reglumaður gætti íbúðar þeirra
hjóna í Moskvu og meinaði vestræn-
um blaðamönnum þar aðgang en
staðfesti að hún væri þar. Þau hjón
hafa dvalið í útlegð frá Moskvu í
bænum Gorky.
Ættmenni hennar á Vesturlöndum
sögðu á dögunum að yfirvöld hefðu
leyft henni að fara úr landi til þess
Stofnuðu viðlaga-
sjóð og huga að
nýsköpun eftir gos
að leita sér lækninga. Hún ætlar til
Ítalíu 2. desember en þangað hefur
hún áður farið vegna augnsjúkdóms
síns. Frá ítalíu ætlar Bonner til
Bandaríkjanna til að gangast undir
hjartaaðgerð.
Vinir Yelenu hafa frétt að það
skilyrði hafi verið sett fyrir fararleyf-
inu að hún talaði ekki við vest-
ræna fjölmiðla í ferðinni. Þeir hafa
mælst til þess fyrir hennar hönd að
fjölmiðlarnir yrðu ekki aðgangs-
harðir við hana. Kvíðir Yelena því
að ella verði henni ekki leyft að snúa
aftur heim.