Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 28
D V. MH) VIKUD AGUR'27. NÓVEMBER1985.
Andlát
i.
Ingiveig Þorsteinsdóttirer látin.
Utförin verður gerð frá kapellunni í
Fossvogi föstudaginn 29. nóvember
- > kl. 13.30.
Ásta Björnsdóttir.Seljavegi 17,
andaðist 25. nóvember sl.
Ágústa Thorberg andaðist 25. nóv-
ember að Vífilsstöðum.
Jónína Steinunn Jónsdóttir and-
aðist 26. nóvember.
Halldór Óskar Ólafsson, Reynimel
80, lést í Vífilsstaðaspítala 25. nóv-
ember.
Kristján Jónasson læknir, Ásvalla-
agötu 58, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 29. nóv-
emberkl. 13.30.
Jóhann Helgason andaðist í Borg-
f arspítalanum 25. nóvember.
Steinar Skúlason,KúrIandi 18, er
látinn. Útför hans fer fram frá Bú-
staðakirkju fimmtudaginn 28. nóv-
emberkl. 13.30.
Kristin Einarsdóttir frá Seyðisfirði,
sem lést 18. nóvember, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju fimmtu-
daginn 28. nóvember kl. 13.30.
Sigmar Brynjólfsson verður jarð-
sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
fimmtudaginn 28. nóvember kl.15.
Guðrún Guðmundsdóttir,Báru-
götu 31, verður jarðsungin frá Foss-
vogskirkju kl. 15 fimmtudaginn 28.
nóvember.
Tilkynningar
Úr tapaðist
Kvenngullúr af gerðinni Roan tap-
aðist 21.nóvember sl. Finnandi vins-
amleast skili þvi til lögreglunnar eða
hringi í síma 82510.
Vitni vantar að ákeyrslu
Keyrt var á hvítann Trabant fyrir
utan Álftamýri 2 í gærmorgun milli
_ kl.7-8 og var vinstri hlið bílsins mikið
* skemmd. Ef einhver hefur orðið vitni
af árekstrinum þá vinsamlegast
hringið í síma 25000 og biðjið um
innanhússima 314.
Hallgrímskirkja - starf aldraðra
Opið hús verður í safnaðarsal kirkj-
unnar á morgun, fimmtudag, og hefet
kl. 14.30. Björg Einarsdóttir heldur
erindi um Jóninnu Sigurðardóttur,
bomar verða fram kökur eftir upp-
skriftum úr matreiðslubók hennar.
Sýndar verða myndir úr S-Þingeyjar-
sýslu, kaffiveitingar.
Slysavarnadeild Lágafells-
sóknar
heldur hátíðlegt 50 ára afmæli sitt í
Hlégarði, Mosfellssveit, sunnudag-
inn 1. desember nk. Jafnframt verður
hús björgunarsveitarinnar Kyndils
vígt og afhent Slysavamafélagi ís-
lands. Kaffiveitingar verða í Hlé-
garði frá kl. 15.30-18.
Ný ljóðabók
Nýlega kom út ljóðabókin Hamföng
eftir Rúnar Bergs. Þetta er önnur
ljóðabók höfundar, en hann gaf út
Hvarfleir 81. Bókin er 64 síður og er
gefin út á kostnað höfundar.
Háskólafyrirlestur
Lars Brink, prófessor í dönsku við
háskóla íslands, flytur opinberan
fyrirlestur í boði heimspekideildar
Háskóla Islands föstudaginn 29.nóv-
ember 1985 kl.16.15 í stofu 301 í
Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist
"Tabu og noa i nutidens dansk ("fy-
ord" og fyordserstatning")" og fiallar
um það er ný orð ryðja sér rúms í
staðinn fyrir orð sem ekki þykir
viðurkvæmilegt að nota lengur um
ýmis fyrirbæri í mannlegu lífi. Lars
Brink er nýtekinn við embætti sem
fyrsti prófessorinn í dönsku við há-
skóla íslands, en hann var áður
sendikennari í dönsku í Stokkhólmi.
Hann er kunnur fræðimaður á sviði
dansks nútímamáls og liggja mörg
ritverk eftir hann nú þegar. Fyrir-
lesturinn verður fluttur á dönsku.
Öllum er heimil aðgangur.
Slysavarnadeild Lágafells-
sóknar
heldur hátíðlegt 50 ára afmæli sitt í
Hlégarði, Mosfellssveit, sunnudag-
inn 1. desember nk. Jafnframt verður
hús björgunarsveitarinnar Kyndils
vígt og afhent Slysavarnafélagi Is-
lands. Kaffiveitingar verða í Hlé-
garði frá kl. 15.30-18.
Hátíð hestamanna i Fáki
Meiri háttar skemmtihátíð fyrir
hestamenn og velunnara þeirra verð-
ur haldin í hinu nýja félagsheimili
Fáks á Víðivöllum föstudaginn 29.
nóvember. Þar munu koma fram
margir góðir skemmtikraftar.
Skemmtunin byrjar kl. 20.30. Veit-
ingar verða á boðstólum og einnig
verður stiginn dans. Miðar verða
seldir í félagsheimilinu.
Æska Hafnarfjarðar skoðar
Kjarval
Á áttunda þúsund manns hafa nú
skoðað afmælissýninguna Meistari
Kjarval 100 ára í Háholti í Hafnar-
íírði en þar sýnir Þorvaldur Guð-
mundsson forstjóri rúmlega 150
Kjarvalsmálverk úr einkasafni sínu.
Á dögunum heimsóttu börnin úr
öidutúnsskóla í Hafnarfírði sýning-
una og hér má sjá þau yngstu skoða
meistaraverk Kjarvals í Háholti.
Börnunum þótti gaman að skoða
þennan undraheim málverkanna
sem rann úr pensli mesta listmálara
íslands.
Afmælissýningunni lýkur um nk.
mánaðamót en hún er opin daglega
kl. 14-19 og er aðgangur ókeypis.
MinningarKort Askirfcju
Minnlogarkort Safnatarfélaga Aakirkju hafa
eftirtakUr atilar til sölu:
Þuríöur Agústsdóttir,
Austurbrún 37, simi 81742.
Ragna Jónsdóttir,
Kambsvegi 17, sími 82775.
Þjónustuibúðir aldraóra,
Dalbraut27.
Helena Halldórsdóttir,
Norðurbrúnl.
Guðrún Jónsdóttir,
Kleifarvegi 5, simi 81984.
Holtsapótek,
Langholtsvegi 84.
Verslunin Kirkjuhúsið,
Klapparstig 27.
Þá gefst þeim, sem ekki eiga heimangengt,
kostur á að hríngja i Askirkju, síma 84035,
milli kl. 17.00 og 19.00 á daginn og mun kirkju-
vörður annast sendingu minningarkorta fyrir
þá sem þess óska.
Minningarkort
Minnlngarkort Sjálfsbjargar í Reykjavík og.
uágrenni fást á ef tirtöldum stöðum:
Reykjavík:
Reykjavíkurapótek, Austurstræti 16.
Garðsapótek, Sogavegi 108.
Vesturbæjarapótek, Melhaga 20—22.
Bókabúðin, Alfheimum 6.
Bókabúð F ossvogs, Grímsbæ v. Bústaðaveg.
Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10.
Bókabúð Safamýrar, Háaleitisbraut 58—60
Bókabúðin Olfarsfell, Hagamel 67.
Kvenfélag Háteigssóknar
býður öllu eldra fólki í sókninni á
samkomu sunnudaginn l.desember
kl.15 í Domus Medica. Jólafundur
félagsins verður þriðjudaginn 3.des-
ember kl.20.30 í Sjómannaskólan-
um.
Starfsemi að hefjast í Týs-
heimilinu
Nk. fimmtudag munu Týrarar hefia
starfsemi i hinu nýja félagsheimili.Er
ætlunin að kaffifundir verði þar alla
fimmtudaga kl.09.30 og eru þeir opnir
öllum félagsmönnum. Á laugardög-
um verður opið hús vegna beinna
útsendinga frá ensku knattspyrn-
unni en mánudaga og miðvikudaga
verður opið hús í leiktæki frá kl.14-
19. Eru allir félagar og velunnarar
hvattir til að nýta sér aðstöðuna.
Eiðfaxi, 11. tbl. 1985 er kom-
inn út.
Þar er að finna fréttir af landsþingi Lands-
sambands hestamanna og reiðskóla Guörún-
ar Fjeldsted. Ritdómur er um bókina Jám-
ingar og hófhiröa og birt ættbók hryssna nr.
6158—6238. Magni Kjartansson í Argerði er
tekinn tali og birtar fréttir frá hestamótum
Húnvetninga og úr Dalasýslu. Einnig em
fréttir frá viðavangshlaupi í Westerwald í
Þýskalandi. Auk þess em margar smáar
greinar tengdar hestamennsku og hesta-
mönnum.
Spilakvöld
Félag Snæfellinga og Hnapp-
dæla í Reykjavík
Munið spilakvöldið í Domus Medica
laugardaginn 30. nóvember kl. 20.30.
Að sjálfsögðu eru góð verðlaun og
svo dönsum við öll af hjartans lyst
eftir spilin. Mætum öll og skemmtum
okkur vel eins og ven julega.
Félagsvist Húnvetningafélags-
ins
verður föstudaginn 29. nóvember kl.
20.30 í Skeifunni 17. Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Norræna myndlistarbandið 40
ára
Þann 8.nóvember sl. hafði Norræna
myndlistarbandið starfað í 40 ár.
Bandalagið hefur með starfi sínu
stutt ötullega framgang myndlistar
og samband norrænna myndlistar-
manna, upphaflega með stórum
samsýningum í aðildarlöndum. Á
áttunda áratugnum lagði síðan
Norræna myndlistarbandalagið drög
að stofnun myndlistarmiðstöðvar-
innar á Sveaborg í Finnlandi, Hels-
ingfors, sem þannig tók að sér sýn-
ingarhald samnorrænna sýninga,
vinnustofuaðstöðu fyrir myndlistar-
menn og útgáfu kynningarrits um
norræna myndlist nú árið 1986.
Hátiðarsýning í tilefni starfs i 40
ár
Norræna myndlistarbandið stendur
nú, í tilefni starfs í 40 ár, fyrir mynd-
listarsýningu á Prins Eugens safninu
á Waldemarsudde í Stokkhólmi og
stendur hún til 2,mars 1986. Sýnendur
eru tveir frá hverju Norðurlandanna,
frá ártug 40-50 og ártug 80. Frá ís-
landi eru sýnendur Jóhannes S.
Kjarval og Jón Gunnar Arnason.
Gefið hefur verið út í samvinnu við
sænska listtímaritið PALETTEN,
sérútgáfa með sögulegu ágripi af
starfi norræna myndlistarbandalags-
ins auk sérumfiöllunar frá hverju
landi. Fyrir ísland skrifar þar Aðal-
steinn Ingólfsson listfræðingur. Á
vegum Norræna myndlistarbanda-
lagsins og sambands íslenskra mynd-
listarmanna verður bókasýning í
anddyri Norræna hússins. Meðal
sýnenda eru: Dieter
Rot, sem má nefna frumkvöðul að
framsetningu listaverka í bókarformi
hér á landi, Helgi Friðjónsson, Daði
Kristbjörnsson, Ingólfur örn Arnar-
son, Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir,
Kristján Guðmundsson og fl. I
tengslum við sýninguna í anddyri
verður haldinn fyrirlestur þann
2.desember nk. kl.20.30. Þar mun
Aðalsteinn Ingólfsson flytja fyrir-
lestur um bókverk Dieter Rots og
Gunnar Harðarson flytja fyrirlestur
um bókverk íslenskra myndlistar-
manna.
Fundir
Kvennaráögjöfin
Kvennahúsið við Hallærisplanið er
opið á þriðjudagskvöldum milli kl.
20 og 22. Sími 21500.
Kvennalistinn
heldur þingráðsfund um öldruna-
rmál fimmtudaginn 28.nóvember
kl.20.30 að hótel Vík. Umsjá með
fundinum hefur Eygló Stefánsdóttir.
íþróttir
Skíðadeild Fram
Æfingatafla 1985
Þriðjudaga: LauganesskóU 18.50—19.40. 12
ára og yngri.
Þriðjudaga: LaugarnesskóU 19.40—20.30, 13
áraogeldri.
Fimmtudaga: Steinabær 20.30—21.20, 12 ára
ogyngri.
Fimmtudaga: Steinabær 21.20—22.10, 13 ára
og eldri.
Laugardaga: ÁlftamýrarskóU 16.45—17.35,
alUr. Frjálst.
Tímabil: 15:10.85 tU 19.10.85.
Þjálfari: Guðmundur Gunnlaugsson. Hs.
36813.
Knattspyrnudeild Víkings
Æfingar i Réttarholtsskóla 1985:
Sunnudagur:
5. fl. kl. 9.40—11.30.
6. fl. kl. 12.10-13.00.
mfl. kv. kl. 13.00-13.50.
3. fl. kl. 13.50-15.30.
2. fl. kl. 15.30-17.10.
e.fl. kl. 17.10-18.50.
Laugardagur:
4. fl. kl. 13.50-14.40.
Miðvikudagur:
m.fl. k. kl. 21.20-23.00.
Leiðrétting
„Sveigjanleg
frjálshyggja”
Sú leiðinlega misritun varð i DV i
gær að sveigjanlegur breyttist i
sveiflukenndur og var það haft eftir
Árna Sigfússyni, einum sigurvegara
í prófkjöri sjálfstæðismanna. Árni
sagði: "Ég er fulltrúi sveigjanlegrar
frjálshyggju eins og ég kýs að kalla
það." Hann sagði ekki sveiflu-
kenndrar frjálshyggju eins og stóð í
blaðinu. Árni er beðinn velvirðingar
á þessu. -kb