Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 8
8 D V. MIÐ VIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Einn af farþegum egypsku vélarinnar, egypsk kona, nýtur að- hlynningar flugvallarstarfsmanns í Valetta að hildarleiknum lokn- um Þessi mynd var tekin skömmu fyrir flugránið. Einn ræningjanna hefur komið út í dyrnar. Stóö Líbýa aö baki flugráninu á Möltu? Mubarak Egyptalandsforseti segist hafa sagt Líbýumönnum að hann hafi þá grunaða um að hafa staðið bak við flugránið um síðustu helgi. Hann sagði að mennimir, sem rændu Egyptair Boeing 737 flugvélinni á leið frá Aþenu til Kaíró, hefðu lotið leiðsagnar manns sem væri á hóteli í Líbýu. Alls fórust 59 menn í árás egypskra hermanna á flugvélina á meðan hún var í Valettu á Möltu. Mubarak ræddi við fréttamenn í gær. Hann sagði að utanríkisráð- herra landsins hefði hringt í starfs- bróður sinn í Líbýu og sagt honum frá gruni Egypta. Líbíski utanríkis- ráðherrann hefði beðið þann egypska að hringja aftur í sig eftir 15 mínútur en það hefði síðan ekki tekist. Mubarak vildi ekki segja hverjir hryðjuverkamennirnir væru en sagði að þeir væm Palestínumenn en ekki útsendarar PLO. Hann neitaði því með öllu að Egyptar íhuguðu árás á Líbýu vegna flugránsins. í Valettu sagði talsmaður stjómar- innar, Paul Mifsud, að farþegar hefðu bent á Túnisbúann Omar Marzouki, eina eftirlifandi flugræn- ingjann, sem leiðtoga hryðjuverka- mannanna. Marzouki er nú á sjúkra- húsi. Yfirmaður hersveitanna, sem börð- ust við flugræningjana, sagði í sjón- varpsviðtali í gærkvöldi að menn hans hefðu ekki skotið einu skoti á farþega. „Ég skora á hvern sem er að sýna mér lík með byssukúlu í sér frá einum minna manna,“ sagði hann. Yfirmað- urinn sagði að flestir hefðu dáið eftir að flugræningjarnir vörpuðu fos- fórsprengju inn í farþegarýmið. Gríska stjórnin gagnrýndi árásina á vélina á Möltu og sagði að hún hefði verið ótímabær. Grískir frétta- menn í Valettu sögðu að flugræningj- amir hefðu verið um það bil að leysa úr haldi 17 Grikki þegar ráðist hefði verið á flugvélina. Bflþjófur fær ekki að læra aö aka bfl Vestur-þýski bílaþjófurinn Andre- as Kraetschman situr enn í fangelsi þrátt fyrir að ýmis fyrirtæki hafi þoðist til að þjálfa hann og gefa honum peninga til endurmenntunar. Kraetschman var handtekinn fyrir einu ári og dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir bílstuld og að keyra án þess að hafa ökuréttindi. Hann bað í ár um að fangelsisvist hans yrði lengd svo að hann gæti lært iðngrein. Málið vakti mikla athygli. Eftir öll atvinnutilboðin bað Kra- etschman um að fá að komast fyrr út úr fangelsinu en því var neitað. Tilboðin sem hann fékk vörðuðu öll ökuþjálfun. Slettu málningu álögguna Fjórir lögreglumenn særðust og ellefu kjamavopnaandstæðingar voru handteknir í mótmælaaðgerð- um við herstöðina i Newbury á Englandi þegar komið var þangað með stýriflaugar í gær. Herstöðin er kennd við Greenham og hefur áður komið mikið við sögu í mótrpælaað- gerðum kjamavopnaandstæðinga. Að þessu sinni slettu mótmælendur málningu á ökutæki og í augu lög- reglumanna. Fjórir þeirra þurftu áj læknishjálp að halda. Kvæntist 38sinnum 102 ára gamall smábóndi í Xinj- iang-héraði í Kína hefur alls kvænst 38 sinnum á ævinni. 33 aðrir öldung- ar, allir komnir yfir tírætt, hafa kvænst minnst tvisvar og allt upp í fimmtán sinnum. En helmingur íbúa Xinjiang er múhameðstrúar. Þar eru 865 manneskjur, sem orðnar em hundrað ára, allt sveitafólk. Alls er vitað um nær 1700 Kínverja núlifandi á svo háum aldri. 300þúsundböm skrifuöu leiö- togunum tveim Nær 300 þúsund böm skrifuðu árangurslaust þeim Reagan Banda- ríkjaforseta og Gorbatsjov, leiðtoga1 Sovétríkjanna, þegar þeir funduðu í Genf og báðu þá að skipa nefnd til þess að fjalla um tilmæli þeirra um frið. Bréf og teikningar bámst frá 30 löndum og bíður bréfahrúgan núna Reagan og Gorbatsjov í Genf sinntu ekki bréfum barnanna. Pahne býður sættir Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- ritara DV í Svíþjóð: Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, leitar nú sátta við Káre Willoch, starfsbróður sinn í Noregi. Að sögn sænskra og norskra fjöl- miðla hefur lengi verið gmnnt á því góða milli Palme og Willoch. Eitt helsta ágreiningsefni þeirra hefur verið hver skuli vera sameigin- legur frambjóðandi Norðurlanda til embættis forstöðumanns flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóðanna nú þegar Daninn Poul Hartling læt- ur af því embætti. Sænska stjórnin hafði ætlað Anders Tunborg, fyrrum vamarmálaráðherra Svíþjóðar, þetta embætti en áður en samkomu- lag milli þjóðanna hafði náðst lýsti norska stjómin einhliða yfir fram- boði Tom Vrálfins, sendiherrra Nor- egs hjá Sameinuðu þjóðunum. Að sögn sænska sjónvarpsins í gærkvöldi mun Palme hafa skrifað Willoch bréf í fyrradag þar sem hann býðst til að hætta við framboð Tun- borg ef Norðmenn dragi einnig fram- boð Vrálfins til baka og þjóðirnar reyni í staðinn ásamt hinum Norð- urlöndunum að koma sér saman um einhvern þriðja frambjóðanda sem hefði þá góða möguleika á að ná kjöri. Ekkert hefur enn frést af við- brögðum Willochs við þessu sátta- boði Palmes. Norðurlandaráð: Ráðstefna um mengun Norðurlandaráð ætlar að bjóða til alþjóðlegrar ráðstefnu þingmanna Evrópulanda um loftmenguniná í álfunni. Er fyrirhugað að hún standi jí þrjá daga og hefjist 8. september næsta haust. Boðið verður til ráðstefnunnar þingmönnum 16 landa, bæði austan tjalds og vestan, og mest áhersla lögð á að fá þingmenn frá löndum sem liggja að Norðursjónum og Eystra- saltinu. Norðurlönd hafa lengi ýtt á það að alþjóðlegt átak verði gert gegn súru regni sem er að eyðileggja skóga á meginlandinu. Hafa þau gagnrýnt Breta fyrir að ganga ekki í lið með öðrum Evrópuríkjum sem hafa sam- þykkt að draga 30% úr brennisteini er sleppt er út í andrúmsloftið. í kjallara í Genf. - Holger Guessefeld, vestur-þýskur maður sem gekkst fyrir þessum bréfaskrifum barnanna, segist naumast trúa því enn að það skyldu ekki verða nein viðbrögð við bréfaskriftum barnanna. Gefaúrséraugun til vísindanna 35 helstu blaðamenn, skáld og list- málarar Bangladesh hafa lofað því að gefa hornhimnuna úr augum sér þegar þeir eru gengnir. Tilefnið var að ár er liðið frá því byrjað var þar í landi að hvetja fólk til þess að gefa nýtanlega líkamshluta af sér þegar það kveður þennan heim. „Látið öðrum eftir hornhimnuna úr augum ykkar svo að annað fólk fái notið dagsbirtunnar þegar þið þurfið sjálf ekki augna ykkar með lengur,“ sagði í áskorun þessara 35 manna ogkvenna. Það voru samtök lækna sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.