Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 15
DV. MIÐ VIKUD AGUR 27. NÓVEMBER1985. Menning Menning Menning Peylon heillar Sumar á Flambards. Höfundur: K.M. Peyton. Þýðandi: Silja Aðalsteinsdóttir. Útgefandi: Mál og menning. Komin er út þriðja Flambards- sagan í þýðingu Silju Aðalsteins- dóttur en alls hefur hún nú snarað níu bókum þessa höfundar yfir á íslensku og lesið í útvarp (líklega allar). Peyton er löngu orðinn einn vinsælasti unglingahöfundurinn hér og á þýðandinn heiður skilinn fyrir að hafa gert hann svo aðgengilegan og heillandi fyrir íslenska lesendur sem raun ber vitni. f þessari nýútkomnu bók slæst lesandi enn í för með Kristínu (nú Russell, áður Parson) og gengur nú með henni í gegnum súrt og sætt u.þ.b. eitt ár. Hún er flutt aftur að Flambardssetrinu eftir að hafa misst mann sinn í fyrri heimsstyrjöldinni, en þau bjuggu í London. Á Flamb- ards er allt komið i niðurníðslu og hefst Kristína handa við að endur- reisa þar búskap. Það er ekki heigl- um hent á þessum erfiða tíma. Hún stendur raunar ein uppi með aldin vinnuhjú, skuldugt býli með engum búsmala og niðurníddum ökrum, reynslulaus og á auk þess von á barni. Kristína er samt ekki á því að gefast upp og sýnir hún enn og aftur hver töggur er í henni. Eftir mjög viðburðaíkt ár, fullt af átökum og breytingum hjá Kristínu, blasir lífið við henni enn á ný fullt af væntingum og ást. En: „Kristína gerði sér ljóst að engar lausnir voru endanlegar,lífið var ekki hætt að koma henni á óvart.“ (bls. 184) Höfuðstóil í handraðanum Það verður að segjast eins og er að Peyton kerlingin heillar mann alveg upp úr skónum. Stíll hennar er svo magnþrunginn að hún hrífur lesandann (a.m.k. mig) algerlega á vit sagna sinna, - hér aftur til ársins 1917. Umrótið, sem stríðið veldur, setur mjög mark sitt á söguna. Það eru erfiðir tímar í Englandi, hvert brúklegt karlmannsprik hefur verið kallað til að þjóna fósturjörðinni svo að önnur karlastörf sitja á hakanum eða eru unnin af konum og gamal- mennum eða þýskum föngum. Það er því ekki lítið sem Kristína færist í fang að setja á stofh bú á þessum tíma, að vísu hefur hún dálítinn höfuðstól í handraða sínum. Stríðið hefur tekið toll af Russelættinni: Vilhjálm mann Kristínu og ógnin og óhugnaðurinn vofir yfir, ekki síst í gervi þýsku sprengjuflugvélanna sem stundum sveima yfir. Það eru engar yfirborðslýsingar á því þegar ein þeirra ferst á Flambardslandar- eigninni og Kristína upplifir þar á staðnum dauða Villa sem bar að í Frakklandi með sama hætti. Höfund- ur gefur rafmagnaðar lýsingar af stórviðburðum og sama má segja um uppgjör Kristínu bæði við sjálfa sig og mikilvægar persónur í sögunni. (Engin nöfn skulu nefnd í því sam- bandi til að spilla ekki fyrir væntan- Silja Aðalsteinsdóttir. legum lesendum því að þetta er sann- kölluð spennusaga.) Réttlætið sigrar Sögupersónur verða bráðlifandi í hugskoti lesanda þrátt fyrir tiltölu- Barnabækur Hildur Hermóðsdóttir lega knappar lýsingar á tilfinningum og Kristína fær fulla samúð. í fyrstu bókinni valdi hún sér Vilhjálm, mann tækninnar og nýja tímans. í þessari bók snýr hún til baka og markmið hennar er viðhald Russel- óðalsins, Flambards. Hún hefur líka í farteskinu litla Russela sem líkleg- ‘ ast munu taka við hlutverki hennar. Það er ýmislegt breytt frá fyrstu bókinni. Mikilvægasta breytingin er e.t.v. sú að það er mildur húsbóndi sem nú ríkir á Flambards, ekki kúg- ari eða harðstjóri. Kristína er nú nær því að líta á undirsáta sína sem jafn- ingja og börn hennar munu njóta réttlætis fremur en vandarhagga eins og feður þeirra gerðu. Greinileg þróun hefur átt sér stað og andi bókarinnar er örugglega trúr tíðar- andanum í Englandi á tímum fyrri heimsstyrjaldar. HH skítugur? Láttu Bónstöðina, Síðumúla 27, hressa upp á útlitið. Vönduð vinna, viðurkenndar bónvörur, vanir menn. Kiktu inn eða hringdu og pantaðu tíma. Við erum til þjónustu reiðubúnir. Bónstöðin, Síðumúla 27. Sími 687435. TOYOTA Opið á laugardögum kl. 13.00 til 17.00. Mazda 626 árg. ’80, ekmn 47.000, Snbaru 4x4 árg. ’80, ekinn 90.000, brúnn. Verð 230.000. rauður. Verð 250.000. Toyota Tercel 4x4 árg. ’85, ekinn Toyota Corolla árg. ’84 1600, 5 10.000, blár/dökkblár m/auka- gira, ekinn 11.000. Verð 410.000. mælum. Verð 540.000. Toyota Cressida árg. ’80, 5 gira Toyota Crown dísil árg. ’80 DL, ekinn 60.000, grásans. Verð sjálfsk., ekinn 200.000, hvitur. 285.000. Verð 320.000. Daihatsu Charmant árg. ’79, Mazda 929 árg. ’81,eldnn 80.000, ekinn 80.000, vinrauður. Verð blár. Verð 280.000. 160.000. Toyota Corolla árg. ’81, 5 gira, ekinn 48.000, rauður. Verð 230.000. Toyota Carina árg. ’77, Ford Cortina árg.’79 Toyota Corolla árg. ’76 Subaru 4x4 árg. ’78 SAAB 99 GL árg.’82 ekinn 109.000 Verð 120.000. 72.000 140.000 73.000 95.000 80.000 150.000 45.000 365.000 Toyota Camry árg. ’83 DX, 5 gíra, ekinn 50.000, vinrauður. Verð 430.000. Toyota HI-ACE bensin árg. ’81, ekinn 100.000, gulur. Verð 340.000. TOYOTA Nýbýlavegi 8 200 Kópavogi S. 91—44144 iLSKAN MÍN; ERTU EKKI AÐ FARA AÐ SLÖKKVA LJÖSIÐ. Leyndardómur hjartans og lín- urnari hendinni — gefur góðar upplýsingar um hvernig lesa má í lófa — nú getur hver og einn séð lífshlaup sitt í hendi sér. 13 leiðir til að losna við kl — eða kannski að halda 1 ha% gerum þveröfugt við þessa leiðbeiningar. Nuddnautnin — nudd er til margra hluta nytsam- legt — skemmtun, slökun og krydd í ástarlífið. Þriggja ára si|f1kansi| Lifshlaup Carol Vignal — segir frá baráttu ungrar konu við brjóstakrabba og óva hennarff!6^}ð sigrast dc Ijgiii íugsun. tyiMwir iur. , apa apar hafa rökræna punnar vej okkur skref fyrir skref rvernig við getum í alvöru slakað á og notið fyllstu hvíldar — betri sjúk- dómavörn en margan grunar. Þrjár alqenqar fæðutegundir ItaGJldið ofnæmi rVngin fæðutegund svo ki|megi að henni finna. mi sem hlotist getur remur algengum fæðutegundum. Hin hliðin á geðveikinni — frásögn móður af örvæntingar- fullri baráttu við geðveiki sonar síns. _r EINA TÍMARITIÐ SINNAR TEGUNDAR Urval TIMARIT FYRIR ALLA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.