Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 14
14
DV. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985,
Menning Menning Menning Menning
DRAUGUR AF BÆUNGU
HAFLIÐIVILHELMSSON:
Beygur. Eigin útgáfa, 1985, 191
bls.
Þetta er nútímasaga úr Reykjavík,
og raunar sé ég söguslóðir út um
gluggana hjá mér, það er hverfið sem
Stýrimannastígur, Vesturgata og
Bræðraborgarstígur liggja um, sömu
slóðir og í fyrstu bók Hafliða, Leið
12.
Sagan fer rólega af stað eftir mörk-
uðum brautum. Við kynnumst sögu-
hetjunni Lilla í upphafsköflum.
Þetta er andhetja, afmynduð af spiki
og psóriasis. Síst er maðurinn betur
á sig kominn andlega en líkamlega,
því þótt hann sé fullorðinn, á besta
vinnualdri, ber hann bara út Mogg-
ann, býr einn heima hjá móður sinni,
sem meðhöndlar hann eins og barn,
klæðir hann í úlpu og vettlinga, enda
hagar hann sér eins og bilað bam,
sinnir engu nema því að troða sig
út af mat og leika sér að flugvéla-
módelum. Fram yfir miðja bók segir
hann varla annað en „uml, gronk,
hoink“. Lesendur fylgjast með hon-
um um hverfið og hitta þannig ýmsar
persónur, bæði kunnar úr þjóðlífinu,
svo sem Jón Baldvin, Magnús Skarp-
héðinsson, Pétur Sveinbjamarson,
Bubba og Ása í Gramminu; kunnar
í hverfinu svo sem Kai kaupmann
og Egil rakara, en einkum þó persón-
ur sem hljóta að teljast skáldsagna-
persónur, þótt stundum sé auðþekkt
íyrirmynd um útlit og ytri hagi. Þær
eru einkum: Brynki, bankastjóri á
eftirlaunum, Gulla, dóttir hans,
Hólmíríður, móðir Lilla, og pönkar-
inn Didda, Siggi rokk, Sigurgeir
blómafífl o.fl.
Þetta em hressilegar persónur.
Brynki er sérvitur, en vel máli farinn
og á vissan hátt virkur í sínu um-
hverfi, meðal annars hrífur hann
Hólmfríði úr stöðnun. Gulla, dóttir
hans, er vissulega hálfgerð skrípa-
mynd; fertugt spikhlass sem klæðist
samkvæmt nýjustu öfgum unglinga-
tískunnar. En það er þá í samræmi
við hitt, að hún hirðir ekkert um
álit annarra á sér, heldur nýtur
(skemmtana)lífsins eftir eigin, glað-'
sinna höfði. Bubbi og Didda eru svip-
uð að því leyti, .en þar bætist við
pólitísk virkni. Lilli er hins vegar
lamaður af ótta við almenningsálitið.
Lifandi og fjölbreytilegar
Almennt má segja að persónur séu
þeim mun frekar einhliða skrípa-
mynd sem þær eru meiri aukapersón-
ur, og er það venjan í skáldsögum.
Þetta bitnar einkum á Friðarhreyf-
ingunni, en fyrir því sýnast mér ekki
vera stjómmálaástæður, heldur þessi
bókmenntahefð. Stundum fannst mér
persónur ekki eiga brýnt erindi inn
í söguna, til dæmis þeir Sjón, Þór
Eldon og allt umstangið í liðinu í
Gramminu. En þetta er þó skemmti-
legt lið, sérstætt í skoðunum og fasi,
og dregur þeim mun skarpar fram
andstæðu sína, vesaldóm aðalper-
sónunnar - eins þótt margar þessar
persónur séu eintómar klisjur.
Persónurnar eru almennt lifandi
og íjölbreytilegar, sérstaklega þær
sem mest ber á, og þakka ég það
einkum því, hvað höfundur hefur góð
tök á málinu, kann að skapa hverri
persónu samræmt, sérkennandi mál-
far. Að vísu finnst mér þetta nokkuð
ýkt, t.d. hefði málfar Brynka og
Hólmfríðar verið eðlilegra á persón-
um á þessum aldri fyrir a.m.k. tutt-
ugu árum en nú er. Ekki finnst mér
síður ýkt málfar Bubba, en hvað veit
ég, kannski þessir hljómsveitagæjar
tali svona. Annars er það aukaatriði,
hversu góð eftirmynd sagan er af
einhverjum meðaltals-raunveru-
leika. Hitt er mikilvægara, að and-
stæður stílsins skapa litríka,
skemmtilega heildarmynd. Dæmi:
Brynki (bls. 50): „Nú ef allt endaði í
brösum, mætti vitaskuld pússa hana
saman við einhvern örvæntingarpés-
ann í einkamáladálkunum. Það er
til meira en nóg af piparsveinum sem
tækju þessu hlassi fegins hendi og
byggðu yfir það hús og settu undir
það eldhús, allt er hey í harðindum
þessa kvenmannslausa lands.“
Hólmfríður (bls. 34): „Nú kvaddi
Berthe heiminn alsæl þótt með
harmkvælum væri enda krabbinn
ekkert lamb að leika sér við. En hún
gat farið stolt, viss að hún hafði
skilað sínu. Stanley er kvæntur
myndarstúlku úr Skagafirði og þau
eiga fjögur mannvænleg börn og nú
nýverið var sagt frá því í Stundinni
að Guðbjöm hefði gifst prófastsdótt-
ur úr S-Múlasýslu og þá yrði nú ekki
lengi að bíða barnanna á þeim bæ.“
Bubbi (bls. 18): „Hvað á jörðu er að
happena?"
I sögunnar rás sjáum við Lilla
smám saman verða normal aftur, og
þá að sjálfsögðu í gegnum samband
við kvenmann. En hitt skiptir meim,
að við sjáum hvemig hann varð þessi
aumingi. Það hefur komið fram, að
áður var hann venjulegur; stúdent,
kvæntur og vann á heildsölu.
Goðsögur
Undir léttri skopmynd úr vestur-
bænum leynast mögnuð hreyfiöfl,
það em helstu goðsögur vestrænnar
menningar. Það hlýtur að teljast
raunsæilegt, því þær eru hreyfiöflin
í lífi venjulegs fólks.
Fyrst er sæla frumbemskunnar,
lýst að sígildum hætti og þeim stíl
sem hæfir, minnir á Fjallkirkjuna
og Brekkukotsannál meðal annars:
„Ég dýrkaði mömmu, hún var
fjórfætt eins og ég og skúraði
gólfin og skúbbaði allt innandyra
svo allt flaut i Sólskinssápu. Ég
sat lengstum nakinn eða á brók-
inni og hjalaði við sóley og fífil.“
(bls. 14)
Eldri er hann settur til að gæta
bróður síns og veldur - óviljandi -
dauða hans. En þrjár mismunandi
útgáfúr em á því dauðsfalli, að
minnsta kosti, svo lesendur hljóta
að álykta að þetta drama sé fyrst og
fremst í sálarlífi sögumanns, sem er
þrúgaður af sektarkennd. Hann er
sleginn kaunum og sem slíkur
útskúfaður úr samfélaginu, í bibl-
íustíl. Forboði þess er aumingi sem
hann hrekkir í bernsku, Siffi spast-
íski, óhugnanleg mynd þess sem
þráir að vera með í leiknum, en er
útskúfaður. Það em fleiri útgáfur af
syndafallisögumanns í bemsku,
hann drepur kettling af vangá, fugls-
unga líka, þótt hann stytti kvalir
hans svo að yfirlögðu ráði - og í eins
konar æði. Raunar em flestar frá-
sagnir sögumanns af bemsku sinni
til þess gerðar að sýna grimmd barna.
Helsti leikur þeirra er að vera nas-
istaböðlar, sem kvelja homsíli
( = gyðinga) til bana. Ekki er síður
ömurleg æska sögumanns, en þá er
hann fórnarlamb - goðsögunnar
um heilbrigðan ungling samkvæmt
auglýsingum og bíó, sem virðist lík-
amnast í eldri bróður hans, en sögu-
maður er órafiarri því að geta staðist
samanburðinn sem alls staðar þreng-
ist að. Framtíðarhorfumar birtast
honum svo í hatursþmnginni sam-
búð foreldra hans, sem lengi hefur
þrúgað hann með öryggisleysi og
sögumaður ákveður að fremja sjálfs-
morð. En úr sýndardauðanum rís
hann endurfæddur, fyrir tilstyrk
kvenna, sem gátu sem sé tekið hann
gildan sem mann, þrátt fyrir kaunin,
sem nú fóru reyndar að hverfa. Þá
kemur til enn ein örlagarík goðsag-
an, prinsessan sem leysti söguhetj-
una úr álögum, reynist flagð undir
Bókmenntir
Örn Ólaf sson
fögru skinni, svo sem hann hafði
raunar fengið margar viðvaranir um,
í hefðbundnum ævintýrastíl. Hún
vill loks alla karlmenn frekar en
hann, og söguhetjan fer á Klepp,
þaðan skríður hann sem Lilli.
Hið sammannlega í sögunni
Hér verða magnaðar andstæður í
bókinni, þar spinnast saman tvær
sögur. Annars vegar er ýkt skemmti-
sagan af Lilla og umhverfí hans, sögð
í 3. persónu. En rúmur þriðjungur
bókar er svo sagður í 1. persónu, það
er öll þessi hörmungasaga sem nú
var greind, sýnd sem uppspretta
hinnar sögunnar í einstökum atrið-
um og persónum. Sú saga er sett fram
sem sannsöguleg, sögumaður býr að
Stigahlíð 2, var í sumarbústað við
Meðalfellsvatn og í Menntaskólan-
um við Hamrahlíð, rétt eins og ýmsir
vita til um Hafliða Vilhelmsson,
höfund bókarinnar. Tíð innskot höf-
undar, einkum framan af bókinni,
eru til þess fallin að draga fram
þennan mun, minna á að lengri sag-
an sé tilbúningur. Nú veit ég ekki
hversu margt kann að vera sann-
sögulegt í bókinni, enda finnst mér
það ekki skipta máli, hún hrífur
vegna þess sem er sammannlegt í
henni eða goðsögulegt, svo sem ég
rakti áðan. Én mestu skiptir sú mynd
sem við fáum af sambandi lífs og
listar: það sem sett er fram sem raun-
veruleikinn er fyrst og fremst ömur-
legt og þrúgandi. Upp úr því sprettur
hins vegar skáldskapurinn, ýktur
og skemmtilegur. Söguþræðimir
renna svo saman í lokin, Lilli verður
aftur normal, sögumaður fer á sjóinn,
en lesendum hlýtur að vera spum,
hvort þetta innantóma líf launa-
þrælsins sé endilega betra en aum-
ingjans framan af bókinni.
„Togarinn siglir inn um hafnar-
kjaftinn, nú verð ég að fara á
minn stað því skipið er að snúa
sér til að leggjast . Innanborðs
er lík gamals manns sem stritaði
alla ævi og enginn veit til hvers
hann lifði. Heima bíður ófætt
barn þess að líta heiminn nýjum
augum og enginn veit hvað bíður
þess.“ (bls. 190-191)
Og gegn niðurlægingu aðalpersón-
unnar er einnig sett ófegruð mynd
bernsku og unglingsára. Ef til vill
kemur kjarnavandamál sögunnar
fram í þessum orðum á kaffihúsi:
„hvernig fer svona afbrigðilegt kær-
ustupar að því að lifa í þjóðfélagi sem
gerir þær kröfur að allir séu ungir,
sætir og elegant?" (bls. 123). Eða með
öðrum orðum; hvemig á að lifa án
fyrirmynda? Bókin veitir ekki svör
við þessu, hún er síður en svo upp-
byggileg, og henni lýkur í svipaðri
vegleysu og fyrri sögum höfundar,
en hún kann að vekja lesendum þeim
mun mikilsverðari spurningar.
Bygging sögunnar er margslungin
og vönduð. Hún ræðst af ferðum
hennar milli tveggja hæða. Venjuleg
tímaröð er á frásögninni af Lilla.
Raunar er hún næsta tíðindalítil, en
rofin af hinni þegar minnst varir,
endurminningum sögumanns, sem
eru í tímaröð ævisögunnar. Fyrir
kemur sjáanlegt tilefni, friðarfundur
á Lækjartorgi níjar upp bernsku-
minningar sögumanns um það, þegar
þeim félögum vitraðist raunveruleg
stríðsógnin, miklu óhugnanlegri en
nasistaleikirnir. Þeir verða mjög
slegnir, og nú fyrst skynja þeir fegurð
heimsins, sem lýst er í viðkvæmnis-
stíl (bls. 119-20). Þannig tengist
margumrædd friðarhreyfingin raun-
verulega lífi persónanna í sögunni.
Annars kemur þetta þannig fram, að
Lilli sé orðinn þessi draugur af bæl-
ingu sem var viðbragð hans við
áföllum sem hann réð ekki við. Þau
rifjast upp í þeim mæli sem hann
verður normal aftur, sárustu minn-
ing- amar síðast. Fyrrnefndum frið-
arfundi á Lækjartorgi er lýst ræki-
lega, þar birtist litríkt safn persóna,
enda dregur þar til mikilla tíðinda
(sem smækka helst við að gerast
tvisvar): íjöldaæði, þegar herflugvél-
ar rjúfa hljóðmúrinn yfir Kvosinni.
Tilefni þessarar dramatísku lýsingar
sýnist mér vera, að þá rofna mestu
hömlurnar af sálarlífi Lilla, og hann
fer loks að segja orð af viti og að
rifja áföllin upp svo um munar. Þetta
má kalla hvörf í sögunni, en annar
friðarfúndur með ámóta persónu-
safni verður til þess að skapa sögu-
lok. Spaugilegt er þar, að heims-
frægur ræðumaðurinn frá Þýska-
landi hefur ekki annað að segja (á
bls. 178-9) en að tyggja upp ánalegt
ruglið úr föður leikfélaganna um
helsprengjuógnina (bls. 117). Smáat-
riði era endurtekin í sögunni og
tengja hana þannig saman, en sem
tákn geta þau orðið stóratriði, þann-
ig er um þröstinn sem strákamir
björguðu undan smyrli, þeir vildu
vernda hann í búri, en amma réð því
að hann yrði að fá frelsið, gæti ekki
lifað öðravísi. Og smyrillinn drepur
þröstinn umsvifalaust (bls. 67-8).
Þarna birtist saga aðalpersónunnar
í hnotskum, einnig í sögulok, en þá
í skoplegu gervi ítalskrar óperu, sem
Brynki og Hólmfríður sjá í Gamla-
bíói! Sagan um fuglinn og búrið rifj-
ast upp fyrir söguhetjunni, þegar
hann er loksins að fara út úr eigin
búri, á leiði ömmu sinnar, en í örmum
Gullu. Fallega stúlkan sem vildi
hann, hinn holdsveika, verður þeim
mun ómótstæðilegri sem hún minnir
meir á móðurmynd sæluástands
frumbemsk- unnar (bls. 126). Og
sambúð þeirra verður að óheillavæn-
legri við það að henni er ætlað að
falla inn í mynstur sem sögumaður
hæðist sjálfur að sem aulalegum
smáborgaraskap. Hann á bara ekki
aðra drauma tilkomumeiri, draum-
amir verða honum að falli.
Þetta er merkileg saga sem skyggn-
ist djúpt í líf lesenda.
Eigum til afgraiðslu nú þegar mikið úrval!
notaðra rafmagns- og dfsillyftara, enn-
fremur snúninga og hliðarfœrslur.
Tökum lyftara upp f uppgerðan, leigjum
lyftara. Flytjum lyftara, varahluta- og
viðgerðaþjónusta.
Lfttu inn — við gerum þér tilboð.
Tökum lyftara í umboðssölu.
LYFTARASALAN HF.f
Vitastíg 3, símar 26455 og 12452.
_J
W
TIL SÖLU
ýmsar gerðir af
gjafa- og jólaumbúðapappír.
Einnig dagatöl, mánaðatöl og borðalmanök fyrir ár-
ið 1986.
-*«w<*-
Pantið
tímanlega.
Félagsprentsmiðjan,
Spítalastíg 10,
v/Öðinstorg.
Sími 11640.
yr