Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 32
32
DV. MIÐ VIKUD AGUR 27. NÓVEMBER1985.
~ Jt
Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið
Frá Evu til Marilyn
Kleópatra.
Og Marilyn Monroe.
Katrín fyrsta, keisaraynja Rússa.
Joan Collins er í miklu uppáhaldi
hjá Sviðsljósi eins og lesendur hafa
áreiðanlega orðið varir við upp á
síðkastið.
íslendingar verða að láta sér nægja
að sjá Joan Collins skarta fegurð
sinni á síðum dagblaða og á videoi
því íslenska sjónvarpið virðist ekki
jafnhrifið af henni og Sviðsljós. Sjálf-
sagt bara fordómar vegna þess að
hún erkomin á sextugsaldurinn ...
Joan Collins var heiðruð sérstak-
lega af tímaritinu Life á dögunum.
Blaðið lét taka myndir af leikkon-
unni þar sem hún sat fyrir í gervum
ýmissa vafasömustu kvenhetja sög-
unnar.
'Heiðurinn er sérstakur að því leyti
að aðeins ein leikkona/fyrirsæta
hefur orðið þessa aðnjótandi og það
er Marilyn Monroe. Marilyn tryggði
stöðu sína eftirminnilega á stjömu-
himninum er hún sat fyrir hjá Lífi
(sem sagt þessu gamla sem gefið er
út fyrir vestan!) árið 1959.
Joan Collins sat fyrir í hlutverkum
Evu (já, þeirrar fyrstu!) í sjálfum
aldingarðinum, Kleópötru, Elísabet-
ar fyrstu, Katrínar miklu, bófa-
drottningarinnar Belle Starr, dans-
meyjarinnar Josephine Baker, Wall-
is Simpson, þeirrar er giftist Breta-
kóngi, og að síðustu Marilyn Mon-
roe.
Joan Collins setti aðeins eitt skil-
yrði fyrir því að sitja fyrir: „Ég bregst
ekki við á réttan hátt ef það er kona
sem tekur myndirnar. Ég vil mann.“
„Allt um Evu“ eða næstum því.