Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 16
ISLAND SEM NEGRAPARADÍS Þjóðólfur skrifar: í HP um daginn var virkilega fróðleg grein þar sem vakin var athygli á þeirri stórmerkilegu stað- reynd að okkar stórbrotna land er orðið að paradís á jörð fyrir unga og ólofaða negra. Munu innlendar þokkagyðjur falla marflatar fyrir þeim, fjaðurmögnuðum og smjað- randi. Okkur hinum, sem förum yfirleitt alltaf einir heim eða með eiginkon- una við hlið, sámar að horfa upp á þetta, enda þótt þetta komi okkur ekkert við, eða hvað? Við lestur þessarar greinar vakna spurningar um samskiptin við okkar ágæta varnarlið. Fróðir menn hafa sagt mér að hermenn „ofan af Velli“ megi ekki vera utan dvalarstaðar síns eftir klukkan hálftólf. Þessu á ég ákaflega erfitt með að trúa, efast ég í það minnsta stórlega um framkvæmdina. Marg- oft hef ég Iséð hermenn á skemmti- stöðum (t.d. Hollywood .og Broad- way) allt til klukkan þrjú að nóttu. Það væri fróðlegt ef einhver mér betur vitandi upplýsti mig um hvemig þessum útivistarreglum er háttað og þá ekki síður hvemig framkvæmdin er á eftirliti þeirra reglna. I framangreindu viðtali lýsti einn negranna því yfir að hann hefði „farið heim“ með 15 íslenskum blómarósum á 2 mánuð- um. Þetta er aldeilis ótrúleg yfir- lýsing fýrir mig sem á langri ævi hef ekki einu sinni kynnst svo mörgum konum en vekur jafnframt áleitnar spurningar um hvort það hafi allt gerst fyrir klukkan hálf- tólf. Ég hefði gaman af því ef ein- hver ábyrgur aðili í utanríkisþjón- ustunni gæti upplýst mig um þessi mál. DV. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985. Skyldu íslendingar ekki geta dregið fram lífið án greiðslukort- anna? Undanfarín 2 1/2 ár hafa svokölluð greiðslukort verið notuð sem gjald- miðill í matvöruverslunum. Bankar og sparisjóðir sáu sér leik á borði með því að koma þessum kortum í umferð m.a. til að þurfa ekki að lána peninga í víxlaformi. Þessi kortanotkun hefur leitt af sér að margir rúlla matarkaupunum á undan sér með kortunum og sjá jafn- vel enga leið til að koma sér út úr þessu. Við skulum taka dæmi. Ef korthafi missir kort vegna vanskila er hann kominn á svartan lista hjá bönkum og sparisjóðum svo hann á ekki kost á víxlum, ávísanareikningi eða ann- arri fyrirgreiðslu um óákveðinn tíma. Greiðslukortafyrirkomulagið hef- ur óhjákvæmilega í för með sér hækkun á vöruverði. Þannig eru þeir sem ekki nota greiðslukort farn- ir að greiða kostnað fyrir aðra. Þá lenda matvörukaupmenn í greiðsluérfiðleikum og fá þá í mörg- um tilfellum dráttarvexti vegna vanskila. Einnig missa þeir úr velt- unni þannig að þeir verða að slá sinn viðskiptabanka með svo og svo mikl- um vöxtum til að standa skil á ákveðnum gjöldum, söluskatti o.fl. o.fl. Það orkar tvímælis hvort þessi greiðslukort eru ekki brot á við- skipta- og samkeppnislögunum þar sem kaupmaðurinn greiðir fyrir veitta þjónustu. Fyrir nokkrum árum auglýsti kaupmaður nokkur að ef viðskiptavinirnir keyptu fyrir þús- und kr. gæfi hann hlutaðeigandi tíu egg í kaupbæti. Hann var stöðvaður vegna ákvæða í viðskipta- og sam- keppnislögunum. Það var stefna núverandi ríkis- stjórnar að koma verðbólgunni nið- ur, hvort sem henni hefur tekist það eða ekki. Notkun greiðslukorta er verð- bólguhvetjandi og ætti skv. því að vera bönnuð. Það er einsdæmi að hægt sé að kaupa matvörur með greiðslukortum. Það er hvergi hægt annars staðar en á íslandi. Hvers vegna ættu íslendingar frekar að nota greiðslukort til matvörukaupa en aðrarþjóðir? Það væri fróðlegt að fá svar frá ábyrgum aðilum um hvort greiðslu- kortanotkun almennings er lögleg samkvæmt íslenskum lögum. 6773-4750 Skifyrði fyrir móttökuskermum Frá blaðafulltrúa Póst- og síma- málastofnunar: í DV 19.11. sl. óskar sjónvarpsnot- andi frekari skýringa frá blaðafull- trúa Pósts og síma vegna svara við fyrirspurnum í blaðinu 5.11. sl. í svari til sjónvarpsnötanda kemur fram að Póstur og sími geti sett upp móttökuskerm sé þess óskað. Sjón- varpsnotandi spyr: „Hvað þýðir þetta?“ ...__ i"''' L — HRINGIÐ í SÍMA 68-66-11 kL 13 til 15 Þetta þýðir aðeins að Póstur og sími getur sett upp móttökuskerm á hús hafi umsækjandi um slíkt öll tilskilin leyfi. Umsækjandi þarf, eins og fyrr segir, að taka á sig öll gjöld sem kunna að falla, búnaður hans þarf að samræmast þeim reglum sem gervitunglaeigendur setja og leyfið er bundið við einkanotkun, t.d. fjöl- skyldu eða vinnustað, en ekki íbúa heillar götu svo dæmi sé nefnt. En til þess að fá að setja upp skerm þarf að fá leyfi frá Bygg- ingarnefnd Reykjavíkurborgar sé um borgina að ræða, því að slíkt breytir útliti húsa, auk þess þarf samþykki meðeigenda í húseign- um að vera fyrir hendi sé um fjölbýlishús að ræða. Varðandi gervitungl DBS (Direct Broadcasting Satellite) skal aðeins ítrekað hér að ekki þarf leyfi Pósts og síma til móttöku sendinga sem ætlaðar eru almenningi, en áður þarf að fá heimild bygginganefnda til að setja upp móttökuskerm. Um meðhöndlun og sendingar innlends dagskrárefnis, sem vikið er að í svarinu og sjónvarpsnotandi vill fá nánari skýringar á, er vísað til gildandi útvarpslaga. Borðum lunda, bönnum rjúpnaveiðar Uffi skrifar: Ég vil byrja á að þakka DV fyrir gott blað, sérstaklega fyrir helgar- þlaðið. Þá finnst mér greinar Jónasar Kristjánssonar um mat og drykk hinar ágætustu, þó ég hafi reyndar lítið vit á mat. Minn uppáhaldsmatur er lundi, reyktur, soðinn og steiktur. En það er ekki sama hvernig hann er reyktur. Á Tanganum í Vest- mannaeyjum fæst góður reyktur lundi og ég tek hann fram yfir rjúpu. í rauninni finnst mér að ætti að banna rjúpnaveiðar því hvað kostar að leita að þeim rjúpnaskyttum sem týnast? Að þeim kostnaði meðtöldum yrði jólarjúpan áreiðanlega dýr. Að lokum vil ég þakka fyrir prýði- leg skrif Ellerts, einnig léttar og skemmtilegar greinar þeirra Ólafs B. Guðnasonar og Benedikts Axels- sonar. Þær les ég alltaf. Uffi Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur I | % 1 Spurningin Finnst þér prófkjör eiga að vera opineða lokuð? Guðmundur Hafsteinsson nemi: Opin, því ég vil að hægt sé að kjósa einstaka menn í stað flokks. Opið prófkjör kynni að vera misnotað en það er hvort sem er svo margt mis- notað í þjóðfélaginu. Ragnar Þorsteinsson, starfsmað- ur Ríkisútvarpsins: Það á endilega að hafa þau opin og gefa öllum tækifæri til að kjósa sína menn. Ég hef ekki trú á misnotkun, það þyrfti að borga mér mikið fyrir að kjósa í fleiri en einum flokki. Ólafur Lárusson kennari: Opin, en þetta er samt erfið spuming þar sem andstæðingar viðkomandi flokks geta reynt að fella ákveðna menn. Ég myndi samt aldrei gera slíkt, þvi stjórnmálamenn eru að mínu mati aðeins fyrir sjálfa sig en ekkifyrirmig. Guðrún Jónsdóttir húsmóðir: Próíkjör ættu ekki að vera til, því það er aldrei neinn góður maður á lista. Stjórnmál em svo langt frá raunveruleikanum og prófkjör breyta engu, þau em bara aukaliður. Magnea Gunnarsdótt.ir banka- starfsmaður: Lokuð, annars er svo mikil hætta á misnotkun. Nei, ég myndi aldrei gera svoleiðis, ég er ekki nógu pólitísk til þess. Katrín Pétursdóttir bankastarfs- maður: Ég hef lítið hugsað um þetta en líklega er betra að hafa þau opin. Ég myndi aldrei kjósa nema í mesta lagi í einum flokki. A1R4 ER NOTKUN GREIÐSLUKORTA BROT Á LÖGUM? arcir, ■ AÍ199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.