Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 10
10 DV. MIÐVIKUDAGUR 27. NÓVEMBER1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Hver tekur við af Khomeini? „Úrval sérfræðinga" hefur valið eftirmann trúarleiðtoga írans, Ruhollah Khomeinis æðstaklerks. En þar sem ekkert hefur verið til- kynnt um það opinberlega ennþá hafa ýmsar spumingar vaknað. Dagblaðið Kayhan greindi frá því á laugardaginn að Hossein Ali Montazeri ayatollah (æðstiklerk- ur) hefði verið valinn til þess að taka við af Khomeini. Eru það íyrstu fréttimar af því að menn séu teknir að beina sjónum sínum fram yfirdaga Khomeinis. Sagði blaðið að Hadi Barikbin, klerkur úti á landsbyggðinni, hefði á bænastundu greint frá því að „sérfræðingaráð" hefði fyrir tveim vikum valið Montazeri sem eftir- mann erkiklerksins. Stundin, sem valin er til þessa, og aðferðin við að koma tíðindun- um á framfæri - án nokkurrar opinberrar tilkynningar - hefur komið afskaplega flatt upp á lands- menn jafnt sem erlenda erindreka. Ríkisútvarpið, sjónvarpið og fimm af sjö dagblöðum í Teheran hafa leitt þessa frétt hjá sér.Hefur hún þó verið staðfest af einkariturum þeirra beggja, Khomeinis og Montazeris. Sérfræðingaráðið er sjálfstæð stofnun, skipuð 83 mönnum, og hefur samkvæmt stjómarskránni það hlutverk á hendi að skipa eða setja af æðsta leiðtoga írans. Hví var þetta gert með þessum hætti? Hvers vegna hafa ríkisfjöl- miðlamir ekki staðfest valið? Hví er þetta gert eimmitt núna? Tvö dagblaðanna í Teheran, sem þagað hafa yfir fréttinni, viður- kenndu fyrir fréttamanni Reuters að þeir vissu vel að hún væri rétt og sönn. Þau höfðu samt ekki birt hana vegna þess að forseti þingsins hafði ekki tilkynnt tíðindin opin- berlega. - Varaforseti þingsins sagði að endanlegt val eftirmanns Khomeinis yrði ekki fyrr en að leiðtoganum gengnum, „sem Allah gefi að verði aldrei“. í íran láta menn sér detta í hug að fyrir Barikbin hafi vakað, þegar hann gerði þetta opinbert, að veita mönnum ráðrúm til þess að melta tíðindin á meðan Khomeini nyti Umsjón: Þórír Guðmundsson og Guðmundur Pétursson enn við. Ef einhver óánægja væri innan klerkaveldisins með valið á eftirmanninum gæti erkiklerkur- inn sjálfur beitt sér til þess að kveða hana niður. Montazeri æðstiklerkur er 63 ára að aldri og hefur orð á sér fyrir að vera raunsær hentistefnumaður. Hann er langyngstur ayatollanna af shiite-meiði íslam og hefúr gegnt þeirra styst embætti. Það er sagt að hann hafi hlotið stuðning hinna eldri og íhaldssamari vegna þess að þeir hafi ekki viljað vekja sund- urþykkju hjá þjóðinni. Annars er litið svo á að Montazeri standi nær yngri kynslóðinni og hinum rót- tækari eins og hinn valdamikli foreeti þingsins, Ali Akbar Has- hemi Rafsanjani. Flogið hefur fyrir að Khomeini hafi falið ráðinu að velja um eitt af þrennu til framtíðaretjómar landsins: einn æðstaklerk, þriggia eða fimm manna nefnd erkiklerka. - Greinilega hefur sérfræðingaráð- ið talið að meirihluti þjóðarinnar mundi, eins og nú standa málin, taka Montazeri gildan sem eftir- mann Khomeinis ef hinn síðar- nefndi skyldi falla frá eða setjast í helgan stein. Með þessum tíðindum hafa menn velt vöngum yfir því hvort hinn 83 ára gamli Khomeini eigi við heilsu- brest að stríða. Talsmaður hans segir svo ekki vera og í þau skipti sem erkiklerkurinn kemur fram opinberlega hefur ekki verið annað að sjá en hann sé bæði hinn hress- asti og vel em. íranskir embættismenn vilja skýra valið á Montazeri sem við- leitni til þess að koma í veg fyrir að rót komist á landsmenn. - „Val hans mun tryggja að imam-inn (arftaki Múhameðs spámanns) verði áfram við völd. Það er traust- ur mótleikur gegn gagnbyltingar- öflunum og öllum tækifærissinnum sem héldu að þeir gætu mðst til áhrifa eftir dag imamsins (Kho- meinis),“ segir dagblaðið Abrar. Að Montazeri skyldi verða fyrir valinu vekur engum undmn. Segja má að nú um nokkurra ára bil hafi hann verið búinn sérstaklega undir það að taka einn daginn við af Khomeini. Sömuleiðis þjóðin. Andlit hans, gráskeggjað og skreytt umgjarðarsverum gleraug- um, er hverju mannsbami gjör- kunnugt af myndum og veggspjöld- um við hliðina á myndum af Kho-, meini erkiklerki. Hann var strax stuðningsmaður Khomeinis í and-1 ófinu gegn keisaranum á sjöunda Nígería: Niðurskurður og kauplækkanir Babangida með hnífinn á lofti til að bæta efnahagsástandið Hinir nýju herstjórar Nígeríu hafa sett í gang sparnaðaráætlanir sem eiga að rífa þjóðina upp úr sleni efnahagsörðugleika sem hana hafa hrjáð. Nígeríumenn standa frammi fyrir geysimiklum skuldum við útlönd, þverrandi trausti bankastofnana og ósamkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. í síðustu viku létu yfirvöld ákvarðanir um kauplækkun opin- berra starfsmanna líka ganga yfir fólk í þjónustu einkaaðila. Lækk- animar koma harðast niður á þeim sem hæst hafa launin. Þetta átti þegar við um herinn, lögreglu og aðra ríkisstarfsmenn. Foreeti Nígeríu, hershöfðinginn Ibrahim Babangida, sem hrifsaði til sín völd í byltingu 27. ágúst, hefur lýst yfir 15 mánaða tímabili „efnahagslegs hættuástands" og lofað frekari spamaðaraðgerðum í opinberum rekstri þegar hann gerir fjárlagafríimvarp sitt opinbert 1. janúar. Þegar hefur hann bannað inn- flutning á hrísgrjónum og maís til að örva landbúnaðarframleiðslu. Hann vonast til að Nígería muni brátt ná að verða útflytjandi frem- ur en innflytjandi matvæla. Land- búnaður landsins stendur mjög höllum fæti eftir að stjórnvöld ákváðu fyrir nokkrum árum að reiða sig nær algerlega á olíuút- flutning. Harðir skilmálar En Babangida hefur enn ekki sagt neitt um hvort hann hyggst taka við 2,5 milljarða dollara láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem rætt hefur verið um í tvö ár að Nígería taki. Nígeríustjórn hefur veigrað sér við að ganga að þeim skilmálum sem láninu fylgja. Sér- staklega líst henni illa á fyrirmæli um að fella gengið vemlega, hætta við niðurgreiðslu á eldsneyti og minnka höft á utanríkisviðskipt- um. Það eru ekki þessir 2,5 milljarðar dollara sem öllu máli skipta heldur er það traustsyfirlýsingin, sem sú lánveiting gæfi, sem er mikilvæg. Með slíka traustsyfirlýsingu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum ættu Nígeríumenn auðveldara með að fá lán annars staðar. Nígería býr við 20 milljarða doll-' ara skuld við útlönd. í fyrra sömdu yfirvöld við sína helstu lánar- drottna um að framlengja mestan part borgun á þeim vanskilaskuld- um sem til voru frá borgaralegri stjórn Shehu Shagari árin 1979 til 1983. En það bætir ekki álit viðskipta- vina að miklu seinna gengur að senda út skuldaviðurkenningar varðandi þessar vanskilaskuldir — þar sem á að vera loforð um að borga skuldirnar innan sex ára — heldur en stjómvöld höfðu talað um. Á meðan hefur enn frekari skuldabaggi hlaðist upp; skulda- baggi upp á milljarð dollara til viðbótar. Skortur á gjaldeyri hefur nú leitt til þess að allt að 150 daga tekur að borga erlendar skuldir, miðað við 40 - 45 daga áður. Skorið á lánveitingar Margir bankar hafa nú algerlega hætt að veita Nígeríumönnum lán. Það hefur leitt til ótta í landinu um skorí á innfluttum vörum snemma á næsta ári. Skýrsla seðlabanka Nígeríu fyrir fyrri helming þessa árs sýnir að þjóðin fær 97 prósent útflutnings- tekna sinna fyrir olíusölu. Því er ljóst að á næstu mánuðum mun það skipta miklu máli hvernig olíu- markaðurinn þróast. Ahrif Khomeinis eru feikileg og þar til viðbótar eru trúarleið- toganum ætluð mikil völd samkvæmt stjórnarskránni. og áttunda áratugnum. Hann á vísan stuðning margra áhrifa- og valdamanna í íslamska lýðveldinu og þeir geta vænst þess að valdaað- staða þeirra raskist ekki við til- komu hans í leiðtogasætið. Khomeini sækir umboð sitt fyrst til klerkastéttarinnar og síðan til stjómskrárinnar frá 1979, sem felur honum æðstu stjóm heija landsins, umboð til þess að setja forseta landsins af, eða staðfesta val hans, vald yfir dómskerfinu og æðstu ráð yfirtrúarsviðinu. Babangida forseti hefur lofað umbótum í Nígeríu. Olíuráðherrann, Tam David- West, hefur spáð stöðugum mark- aðshorfum þangað til í mare. Verð á olíu frá Nígeríu á Rotterdam- markaði er nú hærra en hámarks- verð það sem OPEC - samtök olíu- útflutningsríkja - hefur ákveðið. Eins og aðrir OPEC-meðlimir hefur Nígería notað sér góðar markaðshorfur til að semja um hærra verð og að framleiða meira en OPEC gerir ráð fyrir. Nú semja Nígeríumenn við olíukaupendur um ýmsar ívilnanir kaupendum til handa til að fá þá til að halda kaupum sínum í Nígeríu áfram þegar fyrirhuguð verðlækkun kemur til framkvæmda í mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.