Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1985, Blaðsíða 2
2 D V. MIÐ VIKUDAGUR 27. NÖVEMBER1985. Fáninn blaktir fyrir framan sýslumannsbústaðinn. Hólmavík: Esso-fáni blaktí hjá sýslumanni Frá Kristjáni Jóhannssyni, fréttaritara DV á Hólmavík: Einhverjir gárungar gerðu sér glaðan dag aðfaranótt sunnudagsins. Fóru þeir um plássið með alls kyns uppátækjum og hafa vafalaust skemmt sér hið besta. Það var á sunnudagsmorgun sem íbúar á Hólmavík tóku eftir því að sérkennilegur fáni blakti við hún við bústað sýslumannsins á staðnum. Þegar að var gáð reyndist það vera Esso-fáni sem bærðist í golunni á stönginni. Trónaði fáninn þarna all- an daginn þar sem húsráðendur voru ekki heima. En hinir uppátektarsömu höfðu ekki látið þar við sitja. Fánann höfðu þeir tekið frá Esso-skálanum á staðn- um en í hans stað höfðu þeir dregið mottu úr rækjutrolli að hún á fána- stönginni við skálann. Þar blakti sú ókennilega dula þegar að var komið. MIKLAR SKEMMDIR Á KJALLARAÍBUÐ — þegar hita veiturör sprakk Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að Nýlendugötu 6 í gær. Þar lagði mikla gufu út úr kjallaraíbúð. Hitinn var geysilegur. Það var ekki hægt að reka höfuð inn um glugga. Slökkviliðið varð að brjótast inn í íbúðina til að kanna hvað olli hinni miklu gufu. Tveir reykkafarar voru; sendir inn. Þá kom í ljós að hita- veiturör hafði gefið sig og sprungið. Kjallaraíbúðin fylltist af gufu og 50 cm hátt vatnsborð var á heita vatninu sem var inni í íbúðinni. Hún var mannlaus. Mjög miklar skemmd- ir urðu í íbúðinni, enda var hún eins oggufupottur. - SOS Tillaga á Alþingi: Okriðstöðvað þegar í stað Þingmenn Alþýðubandalagsins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir að okurlánastarf- semi verði þegar stöðvuð. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fram- vegis verði öll skuldabréf skráð á nafn og handhafaskuldabréf þar með afnumin. Jafnframt að handhafa- skuldabréf verði skráð á nafn þegar greitt verði af þeim eftir gildistöku laganna. Þá er gert ráð fyrir því að skattstofur fái tafarlaust upplýsingar um ný veðskuldabréf, kaupendur og seljendur þeirra. Sagt er að þetta ákvæði sé forsenda þess að vaxta- tekjur verði skattlagðar. Samkvæmt frumvarpinu verða all- ir, sem starfrækja verðbréfamiðlun, að fá leyfi til þess hjá viðkomandi ráðherra. Slík leyfi verða gefin út til tveggja ára. Þá er bankaeftirlitinu heimilt að hafa reglulegt eftirlit með þessari starfsemi. Einnig verður bankaeftirlitið að samþykkja form skuldabréfa. Lögð er sú skylda á Seðlabankann að hann ákveði há- marksvexti. Ef bankaeftirlitinu ber- ast upplýsingar um töku hærri vaxta en þetta hámark getur það án tafar hafið rannsókn. Bankaeftirlitið get- ur lagt til við ráðherra að hann svipti viðkomandi leyfi til rekstrar. Ráð- herra getur þá, ef honum sýnist svo, afturkallað starfsleyfið án viðvör- unar. í greinargerð með frumvarpinu1 segja flutningsmenn að núverandi ástand sé óviðunandi og óhjákvæmi- legt að gripið verði til tafarlausra aðgerða gegn okrinu. - APH ! Málefni trillukarla rædd á Alþingi: FARIFYRIR HÆSTARÉTT — segir Ólaf ur Þ. Þórdarson „ Málið verður að fara fyrir Hæsta- rétt til að kanna hvort almannaheill er þannig að hún komi í veg fyrir að 70 trillukarlar geti stundað sjó- sókn,“ sagði Ólafur Þórðarson, Framsóknarflokki, þegar málefni trillukarla voru rædd á Alþingi i gær. Hann taldi að sú ákvörðun að stöðva veiðar smábáta bryti í bága við stjómarskrána þar sem kveðið er á um að ekki megi leggja bönd á athafnafrelsi manna. Það var Ámi Johnsen, Sjálfstæðis- flokki, sem hóf umræðuna. Hann sagði að alvarlegt ástand hefði nú skapast með banni veiða smábáta. r Hann skoraði á sjávarútvegsráð- herra að endurskoða hug sinn og veita leyfi fyrir veiðum fyrir jól. Sjávarútvegsráðherra sagði að smábátar hefðu fengið úthlutað 11 þúsund lesta kvóta. Nú væru þeir hins vegar búnir að veiða 24 þúsund tonn. Hann benti einnig á að fjöl- margir hefðu nú þurft að stöðva sínar veiðar vegna þess að þeir væm búnir með kvótann sinn. Núverandi kerfi leyfði ekki að tillit væri tekið til einstakra manna. Hins vegar upp- lýsti hann að samkvæmt nýju frum- varpi væri gert ráð fyrir að veiðar smábáta hæfust strax eftir áramót. Næst tóku átta þingmenn til máls, sem hvöttu sjávarútvegsráðherra til að slaka á veiðibanni smábáta. Höf- uðrökin voru að þessar veiðar stjóm- uðu sér sjálfar með hjálp frá veðri og vindum. Það kom nokkuð annað hljóð í kútinn þegar Garðar Sigurðsson, Alþýðubandalagi, tók til máls. Hann sagði að þetta væri dæmalaus heimtufrekja í trillukörlum. Þeim hafði verið úthlutaður 11 þúsund tonna kvóti og væm þeir nú búnir að hala inn 24 þúsund tonn. Þing- menn, sem tækju upp málstað trillu- karla, væru aðeins að nudda sér upp við atkvæði þeirra. - APH | I Varðskipsmenn á leið til bæjarfógetans á Akranesi til að skýra frá því að þeir hefðu tekið trilluna Rún AK 27 að ólöglegum veiðum. Nýstof nað félag smábátaeigenda á Vestfjörðum: Stórhættuleg haftastefna „Haftastefha Halldórs Ásgrímssonar og Kristjáns Ragnarssonar er mjög óréttlát og stórhættuleg til lengri tíma litið.Svo segir m.a. í ályktun nýstofnaðs félags smábátaeigenda í ísafjarðarsýslum. Var félagið stofnað sl. laugardag. í ályktun félagsins segir ennfremur að haftastefna ofangreindra aðila sé óréttlát, m.a. vegna þess að hún meini fólki að njóta búsetu sinnar með tilliti til legu fiskimiða, á sama tíma og annað fólk njóti til fulls nálægðar við Miklagarð, Hagkaup og ríkisbáknið. Hún sé líka óréttlát vegna þess að hún taki meira tillit til hagsmuna fjármagnsstofnana og stórfyrirtækja en fólks. Það sæist m. a. á því að eitt aðalviðfangsefni Halldórs Ásgrímssonar á þessu ári hafi verið að reyna að koma í veg fyrir að 1/3 hluti íslenskra sjómanna fengi að veiða meira en 30% af heild- arbolfiskaflanum. Síðan segir:„Hún er stórhættuleg vegna þess að hún stefnir í sjálfheldu vegna falskrar skráningar á verð- gildi stærri fiskiskipa í efhahags- reikningum útgerðanna. Ef innflutn- ingur á fiskiskipum yrði leyfður í dag myndu mörg stórútgerðarfyrirtæki landsins fara sömu leið og Hafskip.- Efnahagsreikningarnir myndu á einni nottu breytast úr slarkfærri stöðu í algjört gjaldþrot.“ I stjórn hins nýstofnaða félags voru kjörnir: SveinbjÖrn Jónsson formað- ur, Höskuldur Ragnarsson, Hálfdán Kristjánsson, Jón Hálfdánarson og Kristinn Haraldsson. . JSS Fjórhliða stöðvunarskyldan: Borgarráð hikandi Fjórhliða stöðvunarskyldan, sem umferðamefnd Reykjavíkur sam- þykkti í síðastliðnum mánuði að setja á gatnamót Hagamels og Furulmels, hefur! ekki enn hlotið samþykki borgarráðs. Borgarráð vill skoða málið betur. Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi lagði fram tillöguna í umferðar- nefnd. Tilgangurinn með stöðvun- arskyldu úr öllum áttum á umrædd gatnamót er að draga úr hraða bílaumferðar við Melaskóla án þess að þurfa að setja upphækkun. Umferðamefnd leitaði meðal annars álits lögreglustjóra. Svar lögreglustjóra var að ekkert í lög- um mælti gegn fjórhbða stöðvun- arskyldu. Katrín Fjeldsted sagði í samtali við DV að þessi tegund gatnamóta væri alþekkt í Bandaríkjunum og Kanada. Svíar hafa einnig tekið upp fjórhliða stöðvunarskyldu á gatnamót hjá sér. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.