Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Síða 12
12
DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986.
„Ég hef þá skoðun að menn verði
að umgangast vín með sérstakri
varúð,“ sagði Höskuldur Jónsson,
ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis-
ins, en hann hefur nú verið ráðinn
næsti forstjóri ÁTVR. Höskuldur
tekur við sínu nýja starfi þann 1.
apríl nk.
Höskuldur kveðst ekki vera bind-
indismaður - „en ég var orðinn 25
eða 26 ára þegar ég fyrst bragðaði
vín," segir Höskuldur, „það var
staup af íslensku brennivíni. Og til-
gangurinn með inntöku þess var að
koma niður bita afhákarli.“
-Það hefur kveikt í þér?
„Ekki segi ég það nú kannski - það
varð a.m.k. ekkert bál úr því.“
- Breytingar fyrirhugaðar á rekstri
ÁTVR?
„Ég geri ráð fyrir því. Eins og hjá
öllum stofnunum, þar sem hugsað er
til framtíðarinnar, þá verða ein-
hverjar breytingar að verða. Ef þessi
stofnun stirðnar koma bara til ein-
hver utanaðkomandi öfl sem breyta
henni. Það gildir ekki bara um
ÁTVR - það gerist alls staðar."
-Nú virðist ÁTVR fyrst og fremst
vera til þess að afla ríkissjóði tekna
- en síður til að veita viðskiptamör.n-
um sínum þjónustu -
„Það er alveg rétt skilið. Áfengis-
og tóbaksverslunin verður til upp úr
bannlögum á íslandi. Innflutningur
á Islandi á sínum tíma er tengdur
samningum sem við gerðum við
Spán. Þama voru hreinir viðskipta-
hagsmunir á ferðinni. Afstaðan feil
bannsins, og þess ástands sem þá
var, var mjög í huga manna þegar
þessi stofnun var mótuð. Og stofnun-
in hefur eiginlega lifað við þessa
innri mótsögn alla tíð: annars vegar
að selja vín til þess að ríkið fái tekj-
ur; hins vegar að liaga rekstri sínum
þannig að menn væru sem minnst
hvattir til þess að eiga viðskipti við
stofnunina. Forveri minn í starfinu,
Jón Kjartansson, hafði mikinn hug
á að breyta þessu þannig að jafn-
framt því að afla ríkissjóði tekna
væri ÁTVR þjónustustofnun við
almenning í svo ríkum mæli sem slík
stofnun getur verið þjónustustofnun.
Við verðum að hafa i huga að lög
banna auglýsingar á áfengi og tó-
baki.“
-En er ekki hugsanlegt að setja
fræðsludeild á laggirnar - gefa út
upplýsingarit um vín?
„Það hefur verið rætt. Og reyndar
aðeins byrjað á undirbúningi varð-
andi fræðslurit. Þar myndu koma
fram upplýsingar um uppruna teg-
unda. Hvernig framleiðendur vína
telja að eigi að bera þau fram og
geyma þau. En við munum gæta þess
að þar verði ekkert mat á það lagt
hvort vínin teljist góð eða slæm,
heldur bent á hvernig þau skuli
meðhöndluð þannig að þau reynist
sem best í borðhaldi manna.
Einkasalan í Svíþjóð lætur t.d.
liggja frammi svona upplýs-
ingabæklinga. Þetta hefur verið til
umræðu hér í allnokkum tíma -
þetta eru ekki nýjar hugmyndir frá
mér.“
-Stendur ekki til að breyta af-
greiðslufyrirkomulagi í verslunum
ÁTVR?
„Auk búðanna þriggja hér í
Reykjavík eru áfengisútsölur á
Akranesi, Isafirði, Siglufirði, Akur-
éyri, Seyðisfirði, Selfossi, í Vest-
mannaeyjum og Keflavík - og meiri-
hluti íbúa á Norðfirði hefur sam-
þykkt að þeir vilji fá ÁTVR-verslun
þar. Það þýðir reyndar ekki að það
sé komin útsala þar. Þetta þýðir að
verslanimar eru misstórar; þær
stærstu em hér í Reykjavík. Það
fyrsta sem verður til breytinga er að
tvær þessara verslana í Reykjavík
flytja í nýtt húsnæði, ein mun fá
endurnýjað húsnæði og ein bætist
við í nýja miðbænum. Það er gert ráð
fyrir því að við lokum útsölunum í
Laugarásnum og á Snorrabrautinni
á næstu ámm, en útsölur verði í
Glæsibæ, I Mjóddinni, í nýja mið-
bænum og svo áfram á Lindargö-
tunni, en sú verslun mun fá rýmra
húsnæði en hún hefur núna.
Samstarfsaðili okkar, Alko í Finnl-
andi, hefur tekið upp sjálfsaf-
greiðslukerfi í sínum búðum. Að
mati þeirra sem þar ráða ferðinni
hefur það gefist mjög vel. Við höfum
enga reynslu af því hér - nema í
Fríhöfninni. Og þar er verslunin
rekin umkvörtunarlaust.
Stjórnendum útsalanna og af-
greiðslumönnum hefur áratugum
saman verið borið það á brýn að
þeir stjórnist að einhverju leyti af
hagsmunum umboðsmanna, m.a.
varðandi það hvað rétt sé yfir borðið
til þeirra sem versla. Það er öllum í
nöp við svona ummæli - sjálfsaf-
greiðsla hlýtur að draga úr svona
gagnrýni."
Um margra ára skeið hefur veríð