Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1986, Síða 27
DV. LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986.
27
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða íullra 16 ára. 65-74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 29% og ársávöxtun 29%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
27% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 33%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 33,5% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 36%
nafnvöxtum og 36% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 1,7% í svonefnda vaxtaleiðrétt-
ingu. Tvisvar á ári má taka út án þeSsa frá-
dráttar.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 39% nafnvöxtum og
42,8% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónuf''eikningar eru
annaðhvort með 28% nafnvo.rtum og 30%
ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3,5%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 2% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka
má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án
þess að vaxtakjör skérðist. Vextir eru færðir
30.06. og 31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
36% nafnvöxtum og 34% ársávöxtun eða
ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings
reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
1,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg,
íyrst 22%, eftir 2 mánuði 25%, 3mánuði 27%,
4 mánuði 29%, 5 mánuði 31%, eftir 6 mánuði
37% og eftir 12 mánuði 37%. Ársávöxtun á
óhreyfðu innleggi er 37%, eða eins og á 3ja
og 6 mánaða verðtryggðum reikningum reyn-
ist hún betri. Vextir færast einu sinni á ári.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu ávöxtun óverðtryggðra reikninga í
bankanum, nú 34,6%, eða ávöxtun 3ja mán-
aða verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburður er gerður
mánaðarlega en vextir færðir í árslok. Sé
tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, þann mánuð.
Öndvegisreikningur er bundinn til 18
mánaðar, verðtryggður og með 7% nafnvöxt-
um á binditímanum. Eftir það reiknast sömu
vextir og á 3ja mánaða reikning í bankanum.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. Þá ársfjórðunga sem innstæða er
óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni eru reiknaðir hæstu vextir sparifjár-
reikninga í bankanum. Nú er ársávöxtun
annaðhvort 34,8% eða eins og á verðtryggðum
. 6 mánaða reikningum með 3,5% nafnvöxtum.
Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari-
sjóðsvextir, 22%, og eins á alla innstæðuna
innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur
verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila
ársfjórðung.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga
með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn
3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun
með svokölluðum trompvöxtum, 32%, með
34,3% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn-
stæðu í hverjum ásfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður inn-
an mánaðar bera trompvexti sé .innstæðan
eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari-
sjóðsvexti, 22%. Vextir færast misserislega.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára en
innleysanleg eftir þrjú ár, 10.09.88. Nafnvextir
7%. Vextir, vaxtavextir og verðbætur greiðast
með höfuðstól við innlausn. Með vaxtamið-
um, skírteini til mest 15 ára, innleysanleg
eftir 5 ár, 10.09.90. Vextir eru 6,71% á höfuð-
stól og verðbætur, reiknaðir misserislega og
greiddir út gegn framvísun vaxtamiða. Verð-
bætur greiðast með höfuðstól við innlausn.
Með hreyfanlegum vöxtum og 50% vaxta-
auka, til 18 mánaða eða 10.03.87. Vextir eru
meðaltal vaxta á 6 mánaða verðtryggðum
reikningum bankanna og með 50% álagi.
Vextir, vaxtavextir, vaxtaauki og verðbætur
greiðast með höfuðstól við innlausn. Gengis-
tryggð skírteini eru til 5 ára, 10.09.90. Þau
eru bundin safngjaldeyrinum SDR og bera 9%
vexti. Vextir og vaxtavextir greiðast við inn-
lausn með höfuðstól, í samræmi við stöðu
SDR.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60% af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld með afföllum og ársávöxtun er al-
mennt 12-18% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema á 4. ársfjórðungi 1985: Til
einstaklinga 720 þúsundum króna, 2-4 manna
fjölskyldna 916 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.073 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.237 þúsundum. Lánin eru til 31 árs.
Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
á 4. ársfjórðungi 1985: Til kaupa í fyrsta sinn
er hámark 348 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 139-174 þúsund. 2-4 manna fjöl-
skylda fær mest 442 þúsund til fyrstu kaupa,
annars mest 177-221 þúsund. 5 manna fjöl-
skylda eða stærri fær mest 518 þúsundir til
fyrstu kaupa, annars mest 207-259 þúsund.
Lánstími er 21 ár.
Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól,
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ákveður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp-
hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að láns-
rétti er 30-60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin
stig. Lán eru á bilinu 150-700 þúsund eftir
sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð-
tryggð og með 5-8% vöxtum. Lánstími er 15-35
ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í eitt ár og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagðir við höfuðstól oftar á ári verða til
vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri
en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á
22% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímans 1220 krónur og ársávöxtunin þannig
22%.
Liggi 1000 krónur inni í 6 + 6 mánuði á 22%
nafnvöxtum reiknast fyrst 11% vextir eftir 6
mánuði. Þá er upphæðin orðin 1110 krónur.
Á hana koma svo 11% vextir eftir næstu 6
mánuði. Þannig verður innstæðan í lok tím-
ans 1232 krónur og ársávöxtunin 23,2%.
Dráttarvextir
Dráttarvextir eru 3,75% á mánuði eða 45%
á ári. Dagvextir reiknast samkvæmt því
0,125%.
Vísitölur
Lánskjaravísitala í janúar 1986 er 1364
stig en var 1337 stig í des. 1985. Miðað er við
grunninn 100 í júní 1979.
Byggingarvísitala á 1. ársfjórðungi 1986
er 250 stig á grunninum 100 frá janúar 1983
en 3699 stig á grunni 100 frá 1975.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%)
1.-10.1.1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÓRUM
sjAsérlista
INNLÁN ÓVERÐTRYGGÐ
SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstæða 22,0 22,0 22,0 22,0 22.0 22.0 22.0 22.0 22.0 22,0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 25,0 26,6 25,0 25,0 23.0 23.0 25.0 23.0 25.0 25.0
úmán.uppsögn 31,0 33,4 30,0 28,0 26.5 30,0 29.0 31.0 28.0
12 mán.uppsögn 32,0 34,6 32,0 31.0 33,3
SPARNAÐUR - LANSRÉTTURSparað3-5mán. 25,0 23.0 23.0 23.0 23.0 25.0 25.0
INNLÁNSSKlP.TEINI Sp. 6mán. ogm. 29,0 26.0 23.0 29.0 28.0
TilGmánaða 28,0 30,0 28,0 28.0
TÉKKAREIKNINGAR Ávisanareikningar 17,0 17,0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
Hlaupareikningar 10,0 10,0 8.0 8.0 10.0 10.0 8.0 10.0 10.0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 2.0 1.5 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 2.0 1.0
6 mán.uppsögn 3.5 3.5 3.5 3.0 3.5 3.5 3.0 3.5 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.5 7.0 7.5 7.5 7.5 7.5 8.0
Sterlingspund 11.5 11.5 11.0 11.0 11.5 11.5 11,0 11.5 11.5
Vestur-þýsk mörk 5.0 4,5 4.25 4.0 4.5 4.5 4.5 5.0 4.5
Dansxar krónur 10,0 9.5 8.0 8.0 9.0 9.0 9.0 10.0 9.0
ÚTLÁN ÓVERÐTRYGGÐ ALMENNIRVlXLAR (forvextir) 30,0 30,0 30.0 30.0 30.0 30,0 30.0 30.0 30.0
VIÐSKIPTAVlXLAR (forvextir) 34,02) kge 34.0 kge 32.5 kge kge kge 34.0
ALMENN SKULDABRÉF 32,03) 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32.0 32,0 32.0
viðskiptaskuldabréf 35,0 2) kge 35.0 kge 33.5 kge kge kge 35.0
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRÁTTUR 31,5 31.5 31,5 31.5 31.5 31.5 31,5 31.5 31.5
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Aö 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengri en21/2ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
IITLÁN TIL FRAMLEIDSLU
sjAneoanmAlsi)
1) Lán til innanlandsframleiðslu eru á 28,5% vöxtum. Vegna útflutnings, í SDR 9,75%,
í Bandaríkjadollurum 9,5%, í sterlingspundum 13%, í vestur-þýskum mörkum 6,25%.
2) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfúm er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá sparisjóðimum í
Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavlk. Sparisjóði ReykjavíkurogSparisj. vélstj.
3) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjöre vanskUalána er 2% á ári, bæði á verðtryggð og
óverðtryggð lán, nema í Alþýðubankanum og Vemlunarbankanum.
íslensk tunga
Þetta fólk er í fleirtölu.
Eintala
og fleirtala
Öllum finnst okkur eðlilegt að
hægt sé að greina á milli eintölu
og fleirtölu orða. Þetta er í raun
og veru jafneðlilegt og það að
hlutir og verur eru til ýmist einar
eða fleiri. Til að túlka það er nauð-
synlegt, eða virðist nauðsynlegt,
að hafa þetta málfræðilega fyrir-
bæri, eintölu og fleirtölu.
En um þetta einfalda og sjálf-
sagða atriði er hægt að hafa mörg
orð og jafnvel skrifa heila grein
um íslenska tungu.
Hvaða orð beygjast
í tölum?
Ekki búa öll orð yfir þessum sjálf-
sagða eiginleika að beygjast í
tölum. Smáorð eins og forsetning-
ar, samtengingar og atviksorð búa
að sjálfsögðu ekki yfir þessu. Á
hinn bóginn beygjast flest fallorð
(nafnorð, lýsingarorð o.fl.) í tölum.
Sömuleiðis sagnorð.
Reyndar getum við sagt að nafn-
orð leiki aðalhlutverkið í þessum
leik. Eftir þeim fer með tölur ann-
arra orða. Þau laga sig að tölu
nafnorðsins. Þetta liggur auðvitað
í augum uppi en engu að síður skal
hér sýnt dæmi: Bókin er nýkomin
út og þykir skemmtileg. Ef um er
að ræða fleiri bækur lítur þetta
svona út: Bækurnar eru nýkomnar
út og þykja skemmtilegar. Öll orð
laga sig eftir nafnorðinu (frumlagi
eða geranda setningarinnar) nema
smáorðin.
Fleirtalan af bók eru bækur. Með
öðrum orðum bók + bók + bók
o.s.frv. Fornöfn haga sér á allt
annan hátt. Fleirtalan af fyrsta
persónufornafninu ég er til að
mynda alls ekki ég+ég + ég heldur
ég + þú eða eitthvað í þá áttina.
Af þessu sést að orð haga sér á
misjafnan hátt í þessu tilliti.
Einnartöluorð
. Sum nafnorð hafa aðeins aðra
töluna. Eru annaðhvort til í eintölu
eða fleirtölu en ekki báðum eins
og flest þeirra.
bíll. (Samanber tvennar buxur,
ekki tvær buxur.)
Að lokum skal þess getið að fleir-
tala sumra orða getur haft aðra
merkingu en eintalan. Af augljós-
um ástæðum verður hér nefnt sem
dæmi orðið vöxtur sem er í fleirtölu
vextir. Okur er hins vegar eintölu-
orð.
Tvítala
í forníslensku dugðu ekki minna
en þrjár tölur. Þá notuðust menn
við eintölu, tvítölu og fieirtölu.
Tvítala á við um orð sem einungis
voru notuð þegar um tvennt af
einhverju var að ræða. Einungis
tvö fornöfn höfðu þennan eigin-
leika, persónufornöfn og eignarfor-
nöfn.
Persónufomöfn fyrstu persónu
voru þá sem hér segir: Eintölufor-
nafnið var ég (eða ek), tvítölufor-
nafn var við (eða vit) og fleirtölu-
fornafnið þér.
Væri maður að tala um sjálfan
sig og einn annan þá notaði hann
orðið við. Væri hann hins vegar
að tala um sjálfan sig og marga
aðra þá notaði hann orðið vér.
Sama gilti um eignarfornöfnin.
Þetta breytist síðan og tvítalan
hverfur, sjálfsagt vegna þess að
hennar var ekki þörf í málinu. En
orðin hverfa ekki. Þau fá nýtt
hlutverk. Gömlu tvítöluorðin eru
núverandi fleirtöluorð en fleirtölu-
orðin fengu á hinn bóginn annað
hlutverk, urðu þéring sem notuð
var í hátíðlegu máli.
Örlög þéringa eru síðan öllum
kunn. Eiginlega má segja að þró-
unin komi fram í þessari upptaln-
ingu: Á síðustu öld þekktust dæmi
þess að börr þéruðu foreldra sína
(a.m.k. feðurna), framundir miðja
þessa öld þekktist það að nemend-
um væri uppálagt að þéra kennara
sína sem þéruðu þá á móti. Núna
kannast unglingar ekki við þéring-
ar.
Slík geta orðið örlög málfræði-
reglna.
Önnur eintöluorð gætu merking-
ar vegna myndað fleirtölu en á
móti því kemur að hefð ríkir að þau
séu notuð i eintölu eingöngu. Af
slíkum orðum má nefna flug, verð.
Það er ekkert sem mælir á móti því
að nota þessi orð í fleirtölu og segja
mörg flug, mörg verð. Engu að
síður er oft amast við fleirtölu
þessara orða. Ástæðan er auðvitað
sú að menn eru óvanir þvi.
Á sama hátt eru til fleirtöluorð.
Sem dæmi má nefna læti, dyr,
buxur.
Dyr hefur þarna nokkra sérstöðu
því í einu tilviki er það notað eins
og um væri að ræða orð sem beyg-
ist i tölum. Við segjum nefnilega
tveggja, þriggja og fjögurra dyra
bíll þar sem „réttara" væri að segja
tvennra, þrennra og femra dyra
Af eintöluorðum má nefna ýms
safnheiti eins og mjólk, kjöt. Vegna
merkingar þessara orða er einfald-
lega ekki unnt að mynda af þeim
fleirtölu. Þau tákna ákveðið efni
af ótiltekinni stærð eða fjölda.
Eiríkur Brynjólísson
v.