Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. 5 Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra tók sér sög í hönd er framleiðniátakið var kynnt. Ingjaldur Hannibals- son, forstjóri Iðntæknistofnunarinnar, og Páll Flygenring ráðuneytisstjóri fylgjast vel með handtökum ráð- herrans. Þetta var fyrsta kennslustundin og nokkrir nemendur námu ráðherratökin. DV-mynd KAE Skólakynning: ATAKIFRAMLEIÐNI Opnum leiðir, eflum iðnað er yfirskrift kynningar Iðntækni- stofnunar íslands á mikilvægi framleiðni fyrir atvinnulífið. Einn þáttur kynningarinnar fer fram í öllum grunnskólum landsins. Þetta skólaverkefni er hluti af tveggja ára „framleiðniátaki í skólum". Tilgangurinn er að vekja unglinga til vitundar um gildi vinnunnar og fræða þá um upp- byggingu atvinnulífs í landinu. Kynningin nær til allra 9. bekkjar- deilda á landinu. Skólakynning- unni verður þannig hagað að þrjár kennslustundir verða í hverjum skóla. Nemendur verða látnir spreyta sig á framleiðslu, reikna út kostnað og arðsemi og velta fyrir sér markaðs- og vöruþróun. Stjórn- andi skólaþáttarins verður Valgeir Guðjónsson. Þetta verkefni er á vegum iðnaðarráðuneytisins, Al- þýðusambands íslands, Landssam- bands iðnaðarmanna, Félags ís- lenskra iðnrekenda og Iðntækni- stofnunar sem stýrir átakinu. -ÞG íslensk stúlka vinnur til verðlauna í Lundúnum Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, fréttaritara DV í Lundúnum: Helga Lára Haraldsdóttir, nemandi í höggmyndalist í Lundúnum, vann nýverið samkeppni sem haldin var um gerð á „skúlptúr" fyrir sjúkrahús hér í borg. Var hugmynd Helgu tekin fram fyrir tillögur annarra högg- myndanema, sem tóku þátt í keppn- inni, og mun hún sjálf vinna að gerð myndarinnar í sumar. „Þetta er fimm metra há og eins metra breið höggmynd sem kemur til með að standa kringum súlu við inngang,.sjúkrahússins. Myndin er af mannlegum formum og ég kem til með að vinna hana í leir en síðan verður hún steypt í trefjagler," sagði Helga Lára í samtali við D V. Hún stundar nám við City and Guild School of Art og er þar á þriðja og síðasta ári. Þess má geta að nýlega seldi hún Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í Grimsby lágmynd fyrir skrifstofu þeirra. - KÞ Útflutninguráfiski: TVÖFALT VERÐ MIÐAÐ VIÐ HÉR Togaramir Karlsefni, ögri og Vigri frá Reykjavík og Ýmir frá Hafnar- firði eru þeir togarar sem seldu mest af afla sínum erlendis á síðasta ári. Þessir togarar seldu meginhluta aflakvótans og er Karlsefni með mestu söluna, alls 1630 tonn. Þetta kemur fram í svari viðskipta- ráðherra við fyrirspum Sighvats Björgvinssonar og Helga Seljans um ferskfisksútflutning. Á tímabilinu janúar til loka októb- er á sl. ári vom flutt út rúmlega 53 þúsund tonn af ferskum fiski. Hlutur gámafisks var 26,6 þúsund tonn og fiskur fluttur út með fiskiskipum var 26,5 þúsund tonn. Samkvæmt fiski- skýrslum, sem ná til september á síðasta ári, var hlutur þorsks mestur, eða 40 prósent. Næst kom karfi og var hlutur hans um 20 prósent. Ýsa var rúmlega 14,4 prósent og skarkoli tæp 11 prósent. I svarinu kemur fram að verð er- lendis er að jafnaði 80 prósent hærra en hér á landi. Eins og sölunni hefur verið háttað að undanfömu gæti verið um tvöföldun að ræða. -APH BRÉFIN BÁRUST EKKI TIL KRATA Starfsmenn Lánasjóðs íslenskra námsmanna boðuðu tvo fulltrúa hvers stjómmálaflokks á sinn fund 17. þ.m. I frétt hér í blaðinu af þessum fundi var þess getið hverjir hefðu mætt og frá hvaða flokkum. Enginn fulltrúi Alþýðuflokksins mætti á þennan fund og var þess getið í frétt- inni. Nú hefur okkur borist bréf frá varaformanni Alþýðuflokksins, Jó- hönnu Sigurðardóttur, og starfs- mönnum LÍN. I bréfi starfsmanna LíN kemur fram að boðsending fund- arboðs náði ekki til Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðu- flokksins, og varaformannsins en til þeirra voru tvö bréf stíluð. Starfsmennimir harma mistökin og biðjast afsökunar. Fulltrúar Al- þýðuflokksins eru sérstaklega boðnir til annars fundar til að bæta úr mistökunum. „Okkur mundi henta best ef þessi fundur gæti orðið eftir kl. 17 sd. þar sem það er mjög óvinsælt meðal ráðamanna sjóðsins að við notum vinnutfma okkar í þessu skyni,“ segja fulltrúar starfsmanna LíN í bréfi sínu til þingflokks Alþýðu- flokksins. -ÞG IV. MÁNUDAGUR '20. JANÚAR 1986. Starfsmenn Lánasjóðsins: Ræddu við þingmenn „Tilgangurinn var að kynna okkar I sjónarmið í þessu deilumáli, efla | þingmenn af þekkingu um lánamál- in,“ sagði Guðmundur Sæmundsson, fulltrúi starfsmanna Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Starfmenn LlN I boðuðu fúlltrúa þingflokkanna á | sinn fund í gær. Þrír fulltrúar starfs- manna sátu fundinn ásamt átta full- trúum stjómmálaflokkanna. Eng- inn fulltrúi mætti fyrir Alþýðuflokk- inn. Fyrir Alþýðubandalagið sat | Svavar Gestsson fundinn, fyrir Sjálf- stæðisflokkinn Friðrik Sophusson og 1 Gunnár G. Schram. Kristín Halld- I órsdóttir mætti fyrir hönd Kvenna- listans og tveir aðstoðarmenn ráð- herra, Jóhann Einvarðsson og Finn- | ur Ingólfsson, mættu fyrir Fram- sóknarflokkinn. Stefán Benedikts- I son og Kristín S. Kvaran mættu fyrir I Bandalag jafnaðarmanna. „Þetta var gagnlegur fundur og óg I held að einhver misskilningur hafl | horflð,“ sagði fulltrúi starfsmann- anna. „Menn skiptust þama á skoðunum I um stöðuna og framtið sjóðsins,“ I sagði Friðrik Sophusson, varafor- j maður Sjálfstæðisflokksins, eftir I fúndinn. Hann taldi viðræðumar I gagnlegar. -ÞGI íslenskir eymapinnar Framleiðsla á snyrtipinnum (eymapinnum) er hafin hér á landi. Það er nýstofiiað fyrirtæki, JÓFÓ - G. JÓNSSON OG FOSS - sem hefur sett upp framleiðslulínu á þessum vamingi, en fram að þessu hafa eymapinnar, sem á markaðnum hafa verið hér á landi, verið fluttir inn erlendis frá. Fram- leiðslulína sú er G. JÓNSSON og FÓSS hefur sett upp í húsnæði fyrirtækisins i Hafnarfirði er mjög fúllkomin og afkastagetan er 1000 snyrtipinnar á mínútu. Þá em ennfremur til staðar fullkomnar vélar til pökkunar, en hins vegar sinnir hinn vemdaði vinnustaður í Kópavogi, örvi, ákveðnum þætti umbúðamálanna. Dreifing vömnn- ar er á hendi O. Johnson og Kaa- ber. JÓFÓ snyrtipinnamir em þeir ódýmstu sem völ em á og fást þeir í 100 og 200 stykkja pakkningum og em á boðstólum í snyrtivöm- verslunum, nýlenduvömverslun- um, apótekum og stórmörkuðum. Guðmundur Jónsson, eigandi JÓFÓ, sagði að á þeim stutta tíma, sem liðinn er frá því að framleiðsla og dreifing JÓFO snyrtipinnanna hófst, hefði salan gengið vel og viðskiptavinir verið ánægðir. ÖRUGGUR TRAUSTUR Eigum á lager nýja 4000 Ibs. rafmagnslyftara, einnig notaða og uppgerða Yale dísillyftara. Við útvegum með stuttum fyrirvara allar gerðir af nýjum eða uppgerðum Yala lyft- urum á hagstæðu verði. Fyrir öll verkefni. Reynslan sannar að þeir endast og endast, lyftararnir frá Yale. Kentruck pallettu- og lyftivagnar til á lager á ótrúlega góóu verói. P VELAV. SIGURJÓNS " JÓNSSONAR ARVIK S/F ÁrmÚla 1, sími 687222 Bygg.gaifli, simi 625835.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.