Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Page 9
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Símamynd Reuters SJÖ DAGA ÞJÓDARSORG sinna og farið fram á allsherjar rann- sókn á orsökum slyssins. Reagan Bandaríkjaforseti talaði til þjóðar sinnar í beinni útsendingu í gærkvöldi og fullyrti að þrátt fyrir hið voveiflega slys yrði framhald á geimferðaáætlunum Bandaríkjanna. „Þetta er mesta áfall í sögu geim- ferðaáætlunarinnar. En við megum ekki láta bugast. Framtíðin tilheyrir ekki þeim huglausu heldur þeim kjarkmiklu," sagði Reagan í ávarpi sínu í gærkvöldi. Jesse Moore, vfirmaður banda- rísku geimferðastofnunarinnar, vís- aði á bug öllum getgátum um bilanir í geimferjunni eða að þrýstingur hefði verið á stofnuninni að skjóta geimferjunni upp í gær. Flugtak hafði verið áætlað síðast- liðinn sunnudag en var frestað um tvo daga vegna bágra veðurskilyrða og smávægilegra tæknivandamála, eins og sagði í tilkynningu stofnun- arinnar er frestunin var tilkynnt. Tæknimenn geimferðastofnunar- innar vinna nú að því að skrá allar upplýsingar um flug geimferjunnar fyrir slysið og verður reynt að lesa úr þeim í dag. Um borð í geimferjunni er svartur kassi, svipað og í flugvélum, er skráir allar upplýsingar um flug ferjunnar. Sérfræðingar telja þó hverfandi líkur á að sá kassi finnist nokkurn tímann. Fyrirskipuö þjóðarsorg Harmleikurinn á Canaveralhöfða var aðalefni og oftast eina fréttaefni bandarískra sjónvarpsstöðva í gær. Hvarvetna var fólk felmtri slegið. Hin örlagaríka geimferð var 25. ferð bandarískrar geimskutlu út í himin- geiminn, þar af tíunda ferð Chal- lenger. Reagan Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þjóðarsorg í Bandaríkj- unum vegna hins hörmulega at- burðar. Bandarískur almenningur var far- inn að líta á ferðir geimferjanna sem daglegt brauð á svipaðan hátt og ferðalag með flugvél héraða á milli Aðeins 72 sekúndum eftir flugtak á þreföldum hraða hljóðsins springur Challenger í loft upp og með henni allir sem um borð voru. og var hættur að kippa sér of mikið upp við ný flugtök geimskutla frá Canaveralhöfða. Ferðin í gær og undirbúningur hennar hafði þó töluvert verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur. Til fararinnar hafði valist fyrsti almenni bandaríski borgarinn er fer með út í himingeiminn. Christa McAuliffe, 37 ára gamall félags- fræðikennari við gagnfræðaskóla í borginni Concord í New Hampshire, hafði verið valin úr hópi 11 þúsund umsækjenda til að fara með Challen- ger. Fyrirlestur úr geimnum Kennari skal það vera, sagði Reag- an forseti, og skyldi sá halda fyrir- lestra fyrir milljónir bandarískra og kanadískra skólabarna á meðan á geimferðinni stæði. Á þreföldum hraða hljóðsins, með yfir hálfa miljón tonna af eldsneyti um borð, geystist geimferjan upp bláan Flórídahimininn í augsýn milljóna er af aðdáun fylgdist með. Skyndilegur hnykkur á flugstefn- unni, eldbjarmi og síðan öflug eld- súla í kjölfarið á hvítum reyk er fylla virtist andrúmsloftið. Fagnaðaróp þeirra er með fylgdust dóu út. Grandskoðun á sjónvarpsmyndum, er teknar voru af flugtakinu og sprengingunni, leiðir í ljós að stél- rönd á öðrum eldsneytisgeyma geim- ferjunnar brákast áður en hún springur í loft upp. Talsmenn geimferðastofnunarinn- ar hafa neitað að tjá sig um hugsan- legar orsakir slyssins þar til frekari upplýsingar liggja fyrir um flug ferj- unnar síðustu sekúndurnar. Foreldrar kennarans og geimfarans Christa McAuliffe, fylgdust spennt og stolt með geimskotinu í gærmorgun frá Canaveralhöfða. Myndin er tekin í þann mund er sprenging varð í Challenger og sést angist á andliti þeirra. Lísa, yngri systir Christa McAuliffe, er þarna ásamt foreldrum sínum. Leitarflugvélar hafa fundið brak úr geimferjunni Challenger í Atl- antshafi undan strönd Flórída. Það hefur dreifst yfir mikið svæði. Geimfaramir sjö, er voru um borð í ferjunni er hún sprakk í loft upp, klukkan 16.38 að íslenskum tíma í gær, hafa nú opinberlega verið taldir af. Vísindamenn bandarísku geim- ferðastofnunarinnar segjast engar ískra geimferða, er vekur fjölmargar spurningar um framtíð geimferjuá- ætlunar Bandaríkjanna og því mikil- vægi er henni var ætlað í geim- ferðaáætlunum framtíðarinnar. Rannsókn fyrirskipuð Sjö tímum eftir slysið staðfesti John Shultz flugsveitarforingi, yfir- stjórnandi leitaraðgerða, að fundist hefði tveggja til þriggja metra langt hugmyndir hafa um ástæðu þess að hin hundrað tonna, 1,2 milljarða dollara geimferja sprakk í loft upp í 16 kílómetra hæð, aðeins 72 sekúnd- um eftir að henni var skotið á loft. Hér er um að ræða versta slys í aldarfjórðungslangri sögu bandar- brak úr Challanger á hafi úti en engin merki um afdrif áhafnarinnar. Shults sagði að leitin héldi áfram á leitarsvæði um 200 kílómetra norð- austur af Canaveralhöfða á Flórída. Bandaríkjamenn hafa nú fryst frekari ferðaáætlanir geimferja SORGARFREGNIN BARST FUÓTT Fréttin um að Challenger hefði farist barst eins og eldur í sinu á meðal bandarísku þjóðarinnar í gær. Þeir sem ekki fylgdust með beinum sjónvarpssendingum af geimskotinu fréttu fljótt að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Sumir neituðu að trúa því að geim- skutlan hefði farist. Gangastúlkur á sjúkrahúsi í New York hlupu fram á ganga, gripu um handleggi þeirra er áttu leið framhjá og bentu þeim felmtri slegnar á skelfilega eldsúlu á sjónvarpsskerm- inum. í stórborgum lögðust kaupahallar- viðskipti að mestu niður. „Eg er ekki í skapi til að standa í kaupum og sölum núna,“ sagði einn viðskipta- vinurinn og fylgdist ásamt hundruð- um annarra af andakt með sjón- varpsmyndum frá Canaveralhöfða. í Pasadena í Kaliforníu frestuðu geimvísindamenn blaðamannafundi þar sem fjalla átti um árangur Voya- ger geimfarsins í ferð sinni til Úran- usar. Á neðanjarðarstöð í Manhattan hristi ungur maður höfuðið eftir að hann heyrði tíðindin, „Ég bara trúi þessu ekki,“ sagði hann, „ég hélt að þessar geimferðir væru orðnar eins reglubundnar og öruggar og venju- legtflug". Umsjón: Guðmundur Pétursson og Hannes Heimisson Nemendur Christa McAuliffe, heima í borginni Concord í New Hampshire, fylgdust glöð saman með uppáhalds- kennara sinum í beinni útsendingu. Gleði þeirra var skammvinn. _____ T . _________

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.