Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Side 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. Menning Menning Menning Menning Menning Þekktir listamenn og efnilegir nýliðar Eins og getið var um fyrir síðustu helgi verða Menningarverðlaun DV veitt áttunda sinni fimmtudaginn 20. febrúar. í þau sjö skipti sem verð- launin hafa komið til afhendingar hafa þau fallið í skaut meira en 40 aðilum, bæði einstaklingum og stofn- unum. Þeirra á meðal hafa verið margir þekktustu listamenn þjóðar- innar sem og efnilegir nýliðar. Bókmenntaverðlaunin hafa hlotið þau Ása Sólveig, Sigurður A. Magn- ússon, Þorsteinn frá Hamri, Vilborg Dagbjartsdóttir, Guðbergur Bergs- son, Thor Vilhjálmsson og Álfrún Gunnlaugsdóttir. Leiklistarverðlaun hafa verið veitt Stefáni Baldurssyni leikstjóra, Kjartani Ragnarssyni, leikara og leikskáldi, Oddi Bjömssyni leik- skáldi, Hjalta Rögnvaldssyni leik- ara, Bríeti Héðinsdóttur leikstjóra, Stúdentaleikhúsinu og Alþýðuleik- húsinu. Myndlistarverðlaun hlutu Gallerí Suðurgata 7, Ríkharður Valtingojer grafíklistamaður, Sigurjón Ólafsson myndhöggvari, Ásgerður Búadóttir vefari, Helgi Þorgils Friðjónsson, listmálari og grafíker, Jóhann Briem listmálari og Jón Gunnar Árnason skúlptör. Tonlistarverðlaunin hafa komið í hlut Þorgerðar Ingólfsdóttur kór- stjóra, Helgu Ingólfsdóttur sembal- Hópmynd er ekki til af tyrstu handhöfum Menningarverölaunanna, þeim Ásu Sólveigu, Stefáni Baldurssyni, Friörik Þór Friörikssyni, f.h. Galleris Suðurgötu 7, Gunnari Hanssyni og Þorgerði Ingólfsdóttur. Hér er mynd af hópnum, sem tók á móti verðlaununum 1980 : f.v. Manfreö Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson, Sigurður A. Magnússon, Manúela Wiesler, Helga Ingólfsdóttir, Richard Valtingojer og Kjartan Ragnarsson. Menningarverðlaunin 1981. Aftari röð f.v. : Oddur Bjömsson, Hákon Hertevig, Gunnar Guönason, Jón Ásgeirsson. Fremri röð f.v. : Þorsteinn frá Hamri, Sigurbjörg Sverris- dóttir (f.h. Sigurðar Sverris Pálssonar) og Sigurjón Ólafsson. Menningarverölaunin 1982. F.v. : Árni Kristjánsson, Ásgerður Búadóttir, Jón Þórisson, Birna Bjömsdóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir og Anna Rögnvaldsdóttir (f.h. Hjalta Rögn- valdssonar). ^oreyrhvga^ Gerist Áskriftarsíminn áskrifendur! á Akureyri er 25013 ATHUGIÐ! Tekið er á móti smáauglýsingum í síma 25013 og á afgreiðslunni, Skipagötu 13. Afgreiðsla okkar Skipagötu 13 er opin virka daga kl. 13—19 og laugardaga kl. 11 — 13. — — Blaðamaður|^g^^|^|á Akureyri, Jón G. Hauksson, hefur aðsetur á sama stað. Vinnusími hans er 26613, heimasími 26385. VIÐ FÆRUM YKKUR DAGLEGA Afgreiðsla — auglýsingar Skipagötu 13 — Akureyri. Sími 25013. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason: Yfirborðsleg umfjöllun um flókið mál Athugasemdir við ritdóm Gunnlaugs A. Jónssonar um Kirkjuritið Gunnlaugur A. Jónsson guðfræð- ingur og blaðamaður skrifar ritdóm í DV þann 16nda janúar síðastliðinn um nýútkomið Kirkjurit, sem fjallaði um Kirkju og stjómmál. í ritdómi sínum nefnir Gunnlaugur grein er ég skrifaði og nefndi: Um kristna trú og stjórnmál hvað er hinum lúthersku heimilt? Víst er það ágætt að kirkjuritið fái umfjöllun á hinum almenna blaðavettvangi en þó vil ég leyfa mér að gera stutta athugasemd varðandi umfjöllun eða öllu heldur umfjöllunarleysi Gunn- laugs er snertir áðurnefnda grein mína. Gunnlaugur Jónsson segir í skrif- um sínum að ég „hnýti í Morgun- blaðið“ og að það mætti túlka sem enn eitt dæmið um vinstri sveiflu í íslenskri prestastétt; hin meinta „hnúta“ í garð Moggans er á hinn bóginn hvergi útskýrð eða rakin í grein Gunnlaugs. Ég vil frábiðja mér og vara við svo yfirborðslegri umfjöllun um flókin mál. Víst er það í lagi þó að Gunn- laugur telji að ég hnýti í Morgun- blaðið þegar ég gagnrýni kæruleysis- lega og beinlínis ranga túlkun þess á fáeinum setningum úr einu rita Lúthers, en þá þætti mér eðlilegra að slík ályktun birtist sem niður- staða af efnislega rökstuddri at- hugun á innihaldi greinar minnar en ekki sem fullyrðing út í bláinn án útskýringa eða rökfærslu. Þetta eru varla fræðimannsleg vinnu- brögð, Gunnlaugur? Sr. Þorbjörn Hlynur Ámason. Annars er mér Morgunblaðið eng- inn sérstakur hjartaverkur og lút- herstúlkun þess var alls ekki við- fangsefni greinar minnar í Kirkjuri- tið, þótt ég tæki af því dæmi um alvarlegan misskilning á lútherskri kenningu. En svo áfram sé haldið með nöldr- ið þá þykir mér miður að sjá ályktun- ina sem Gunnlaugur dregur af gagn- rýni minni á Morgunblaðið: „ ... og munu vafalaust margir sjá í því enn eitt merkið um „vinstri sveiflu" í íslenskri prestastétt." Af hverju? Er það dæmi um „vinstri sveiflu" þó að guðfræðingur bendi á misskilning Morgunblaðsmanna varðandi stefnumál Martins Lúthers? Hvað á svona rakalaus dilkadráttur eigin- lega að þýða? Hvað ef Morgunblaðið lýsti stuðningi við frumvarp Þor- valds Garðars Kristjánssonar um takmörkun á rétti til fóstureyðinga og ég tæki upp pennann og syngi Morgunblaðinu lof fyrir afstöðu þess. Væri það þá dæmi um hægri sveiflu í íslenskri prestastétt? Varla. Eymamerkingar og frasatal, þessi einkennismerki pólitískrar umræðu hér á landi, eru til vandræða og óþurftar í guðfræðilegri umræðu og gagnrýni. Því lýsi ég vonbrigðum með þessa tætingslegu grein Gunn- laugs Jónssonar þó ekki sé hún al- vond; en við meiru var að búast af honum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.