Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Qupperneq 18
18 DV. MIÐ VIKUDAGUR 29. JANÚAR1986. ASTUTTBUXUM UMBORD Flóabáturinn Drangur frá Akur- eyri er í leigu hjá vöruflutningafyrir- tæki í Flórída. Leigutíminn er 6 mánuðir og á Drangur eftir að dvelja 3 mánuði í þessari sól skinsparadís. Drangur heldur sig mest á Karíba- hafmu og flytur allt frá rúsínum upp í neglda skó, samkvæmt upplýsing- um DV. íslensku skipverjamir 4 spóka sig á stuttbuxum um borð, „hafa það gott og fitna“, sagði einn heimildarmaður blaðsins. Ástæðan fyrir því að Drangur er ekki í flutningum hér heima er verk- efnaskortur.,, Það er ekkert að gera hér fyrir svona sérhæfð flutninga- skip á vetuma." Að sögn er hægt að græða vel á því að leigja skip á þennan hátt, „markaðurinn ræður því hvort hagn- aður er af þessu eða ekki. Stundum getur verið betra að leggja skipum en leigja þau, “ sagði sami heimildar- maður. -KB —....... -> Flóabáturinn Drangur er í leigu á Flórída. Núna er hann á Karibahaf- inu að flytja rúsínur eða neglda skó milli staða. íslensk áhöfn er um borð. Mun hún spóka sig um á stuttbuxum og fitna þama í sólinni. er blaðið! Neskaupstaður: Húsmæður sýna föt Frá Þorgerði Malmquist, fréttarit- ara DV í Neskaupstað: Tískusýning var nýlega haldin hér í Neskaupstað. Var sýnd nýjasta tíska í fötum, hárgreiðslu og snyrti- vörum. Það vom Lilja Bára snyrtisérfræð- ingur og Hanna Stína hárgreiðslu- meistari sem stóðu fyrir þessari sýn- ingu. Fötin, sem sýnd voru, komu frá versluninni First í Hafnafirði og sýndu húsmæður í Neskaupstað þau. Húsfyllir var í Hótel Egilsbúð þar sem boðið var upp á kaffihlaðborð. Vakti tískusýningin mikla hrifningu hjá gestum, enda kærkomin tilbreyt- ing. Mun hærra verð ffyrir loðnuhrogn Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur gert samning við japanska kaupendur um sölu á um það bil 2.500 smálestum af frystum loðnuhrogn- um, að því er fram kemur í frétt frá fyrirtækinu. Fyrir hverja smálest fær Sölumið- stöðin 1.750 dollara. Er það um 30 prósent hærra verð en selt var á til Japans á síðastliðnu ári. Heildarverðmæti loðnuhrognanna, samkvæmt þessum samningi, er 185,5 milljónir króna. -KMU Artemis UTSOLUSTAÐUR: _ fan Glæsibæ Álfheimum 74 s: 33355

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.