Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1986, Síða 36
36
DV. MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR1986.
Sviðsljós_____________Sviðsljós_____________Sviðsljós____________Sviðsljós Svii
Hún býr í Santa Monica en um
helgar dvelur fjölskyldan í húsinu í
Santa Barbara. Börnin eru tvö,
Troy, tólf ára, og Vanessa, sautján
ára, og svo er einn eiginmaður, Tom
Hayden, á óræðum aldri. Þau eyða
eins miklum tíma saman og mögu-
legt er og lifa ósköp venjulegu fjö-
skyldulífi, elda matinn sjálf og taka
til í húsinu - engar postulínsbrúður
áþeimbænum.
Fertug og i tullu fjöri, Jane Fonda i helgarhúsinu í hliöum Santa Barbara í Kaliforníu.
„ Um fertugt byrjar lífið fyrst," segir
Jane ákveðin að vanda. „Þú ert
ekkert annað en það sem þú lætur
ofan í þig og átt völina, viltu vera
sprækur og hraustur og halda kjör-
þyngd eða misþyrma skrokknum
með röngu mataræði og hreyfing-
arleysi." Og þá höfum við það.
j hillunum fyrirfinnst allt sem stjarnan notar daglega. Stofuborðið er bæði ágætt til þess að borða við og sem
vinnuborð é annan máta.
Leikkonan Jane Fonda er gerð úr
öðru efni en annað fólk og því skal
engan undra að nýlega gaf hún frá
sér þá yfirlýsingu að núna fyrst -
fertug - væri hún komin á besta
aldurinn í lífinu. „Hálfnuð lífs-
ganga," segir Jane eitilhress og
hendist um allt eins og súperbolti.
Síðasta kvikmyndin hennar, Agnes,
barn Guðs, sannar að líklega hefur
hún laukrétt fyrir sér.
Fonda á fullum krafti
...og ennþá tveir... Víkingur Arnórsson, yfirlæknir á barnadeild Landspítalans, og Árni
Bjömsson, yfirlæknir á lýtalækningadeild sama spítala.
Þarna var talan komin upp í þrjá, Stefán Hreiðarsson barnalæknir, Guðjón Magnússon
aðstoðarlæknir og Gestur Pálsson barnalæknir.
Læknar lyftu brúnum fyrir skömmu og héldu árshátíð í Átthagasal
Hótel Sögu. Margt var um manninn, gestir greinilega harðákveðnir í
því að skemmta sér og gleyma öllum læknisleikjum hversdagsleikans.
I þessari stétt eru margir ágætir dansarar og þeir sporléttu svifu hvíldar-
laust úr á gólfið - aldur varð ekki nokkrum til trafala á þeim vettvangi.
Við borðin myndaðist á köflum þetta einkennilega tveir og tveir þema
með einstaka þrenningum inn á milli. Stórt hringborð í horni þéttsetið
hressu fólki var áberandi stílbrot á staðnum. Á meðfylgjandi DV-mynd-
um, sem KAE tók á staðnum, sést aðeins örlítið brot gestanna og glimt
andrúmsloftsins sem gilti með hinum líknandi höndum þetta kvöldið.
Þeir sátu tveir og tvelr... Friörik Karlsson, framkvæmdastjóri Domus
Medica, og Arinbjörn Kolbeinsson, prófessor i sýklafræði.
...og tveir... Baldur Johnsen læknir og „faðir Reykjalundar", Oddur
Ólafsson.
Þrenning líka, Þóra Árnadóttir á tali viö öm Bjarnason, lækni og ritstjóra Læknablaðsins, og Bjarna Jóns-
son, fyrrum yfirlækni á Landakoti.
Læknar og starfsfólk spítalanna - Birna Þórðardóttir, starfsmaöur á skrifstofu Læknafélagsins, og til hliðar
læknamir Pétur Lúövfksson og Lúðvík Ólafsson. DV-myndir KAE.