Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Side 17
DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur * Dollari í stað krónu Gústi skrifar: Burtséð frá þvi að sumir eru alltaf að æsa sig út af engu sem máli skiptir þá finnst mér rétt að skrifa í blöðin þegar þörf er á góðu inn- leggi í einhverja mikilvæga um- ræðu. Maður nokkur skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkru og vildi láta afnema íslenska gjaldmiðilinn. Hann færði fyrir því svo góð rök að mér er til efs að jafngóður mál- flutningur hafi sést á prenti undan- farna mánuði. Því miður hefur verið hljótt um þetta mál síðan leiðari Morgun- blaðsins kvað manninn landráða- mann. En þar held ég að leiðara- höfundur hafi ekki verið nógu hagsýnn því auðvitað er það ekki nema sjálfsagt hagkvæmnimál að taka upp dollara í stað islensku krónunnar sem er nú orðin eitt mesta vandræðabam þjóðarinnar. Á að henda íslensku krónunni? Gústi leggur það til. '%x Af hverju er erfitt að ná? Jóhann Hjálmarsson skrifar: Óánægður símnotandi skrifar i DV og kvartar yfir lélegri þjónustu Póst- og símamálastofnunarinnar. Hann spyr hvers vegna það sé næstum ófært að hringja úr Breiðholti milli klukkan 19 og 20 og segir að oft taki langan tima að fá línu niður í bæ. Á þessu tímabili, sem símnotand- inn tilgreinir, er oft mikið álag á símalínum. Þá getur tekið lengri tíma að ná sambandi. Fyrir skömmu var unnið við breyt- ingar vegna línufiölgunar í Breið- holtsstöð og minnkaði þá afkasta- geta stöðvarinnar lítillega meðan á þeim stóð. Dagskrá sjónvarpsins virðist ráða miklu um álag símans. Frá kl. 19.30-20 er síminn mikið notaður og einnig þegar dagskráin vekur ekki nægilegan áhuga sjónvarpsáhorf- enda. r Israelar ogarabar systkinabörn V.skrifar: Athugið það, kæru vinir, að þegar verið er að tala um hryðjuverkamenn að ísraelar og arabar eru í raun systkinabörn, en ágreiningurinn er meðal annars vegna þess að móðir araba var ambátt og fékk því engan arf. Mér er spurn hvort ágreiningur þessara þjóða stafi ekki af kven- rembu einni saman. ísraelar lánuðu svo aröbum peninga og heimtuðu vexti en vextir eru bannaðir í Arab- alöndum. Múhameð varð einmitt vinsæll vegna þess að hann bannaði þá. Að mörgu er að hyggja. Á BLAÐSÖLUSTÖÐUM Upplifi fólk mikið eins og músík Viötal viö Steinunni Sigurðardóttur rithöfund Lífsreynsla: Trompetinn þagnaður í vélarrúminu Kristján Magnússon segir frá sjávarháska Er guð til? Þrír íslendingar svara spurningunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.