Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir LÖGREGLAN LÝGUR Á LEIGUBÍLSTJÓRA „Mér brá óneitanlega í brún þegar mér var sýnd þessi lögreglu- skýrsla. Þar var nafn mitt, númer leigubifreiðar minnar og lýsing á bílnum. í skýrslunni var nákvæm útlistun á því hversu dónalegur ég hefði verið gagnvart þremur far- þegum sem áttu að hafa ekið með mér aðfaranótt síðastliðins sunnu- dags,“ sagði Grímur A. Grímsson, leigubílstjóri hjá Hreyfli. Æstur Gallinn við skýrslu þessa, sem gerð var af lögreglumanni í aðal- stöðvum lögreglunnar við Hverfis- götu, er hins vegar sá að Grímur kom í raun réttri ekkert við þá sögu sem þar er sögð né heldur bifreið hans sem er græn Mercedes Benz skutbifreið. í skýrslunni sem ber heitið „ Framferði ökumanns leigubifreið- arinnar Y-5101 við farþega", segir meðal annars: „Á ofangreindum tíma kom ökumaður bifreiðarinnar Y-5101, sem er leigubifreið frá leigubifreiðarstöðinni Hreyíli, á lögreglustöðina við Hverfisgötu og óskaði lögregluaðstoðar við að fjarlægja þrjá farþega úr bifreið- inni. Var ökumaðurinn æstur mjög og sagðist ekki hafa tíma til að „rúnta“ með farþega á þessum mesta annatíma leigubíla, vildi hann einungis fólkið úr bifreiðinni en enga hjá því greiðsluna. Brunað á braut Farþegarnir...A, B og C... sátu hin prúðustu í leigubifreiðinni og ekki var hægt að merkja að þau væru undir áhrifum áfengis. Gerðum við þeim strax grein fyrir ósk leigubif- reiðarstjórans og tóku þeir því vel.“ Þá er því lýst í skýrslu þessari þegar farþegarnir bjuggu sig undir að yfirgefa bifreiðina en eitthvað fannst bílstjóranum það ganga hægt þannig að hann veitti aðstoð Grímur A. Grímsson leigubílstjóri; sakaður um dónaskap á meðan hann svaf heima í rúmi sínu. DV-mynd GVA. sína óbeðinn. Kom til nokkurra ryskinga vegna þessa. Endaði þetta með því að bílstjórinn rauk upp í bíl sinn og brunaði á braut án þess að kveðja. „Ekki náðist að spyrja ökumanninn að nafhi en hann var feitlaginn og skegglaus. Skráður eigandi bifreiðarinnar, Y-5101, sem er Mercedes Benz, station, græn að lit, er Grímur A. Grímsson, Réttarholtsvegi 81, Rvík, f. 270751, nnr. 2756-7754.“ Benz og Peugeot í samtali er DV hefur átt við umrædda farþega kom meðal ann- ars fram að þeir bentu lögreglu- manninum, er vann að skýrslu- gerðinni, kurteislega á að leigubif- reiðin hefði verið af Peugeot-gerð, R-7011, frá BSR en ekki Mercedes Benz frá Hreyfli með Y-númeri. Sinnti lögreglumaðurinn í engu þessum ábendingum heldur fór sínu fram með skýrslugerðinni um Grím A. Grímsson, leigubílstjóra hjá Hreyfli, sem þá svaf sæll í rúmi sínu. Ónákvæmt „Ég hef verið að reyna að fá botn í þetta og ég held að ég sé kominn með flesta spottana í hendurnar," sagði Guðmundur Hermannsson yfirlögregluþjónn aðspurður um vinnubrögð undirmanna sinna. „Svo virðist sem lögreglumaðurinn hafi ruglast lítillega þegar hann skráði niður númer leigubifreiðar- innar, skrifað R-7101 í stað R-7011 og síðar komist að því að engin leigubifreið er með því númeri. Hins vegar vissi hann af leigubif- reið með númerinu Y-5101 og setti hana því í skýrsluna. Þetta er að sjálfsögðu mikil ónákvæmni í vinnubrögðum og leiðinlegt fyrir lögregluna, leigubílstjórann og farþegana. En við munum biðjast afsökunar; það er ekki um annað aðræða." -EIR — undarleg vinnubrögð á lögreglustöðinni Visa-skákkeppnin um helgina: Hver fær út- skorna riddarann? — Norðurlönd eða Bandaríkin Visa-skákkeppnin milli úrvalsliða Bandaríkjanna og Norðurlanda hefst í Hamrahlíðarskóla klukkan 13 í dag. Tuttugu stórmeistarar og 6 alþjóðlegir meistarar keppa á mót- inu. Mikill spenna hefur verið ríkj- andi fyrir þetta mót enda allsérstætt. Þetta er í fyrsta skipti sem Norður- löndin sem heild sameinast gegn annarri þjóð í skákkeppni. Keppnis- andinn er í algleymingi hjá báðum keppnisaðilunum, Norðurlanda- skákmeisturum og skáksnillingum Bandaríkjanna. Ekki er það þó vegna hárra peningaverðlauna því verðlaunin eru að þessu sinni útskor- inn riddari úr Hallormsstaðarbirki. Nú er keppt um þjóðarstolt. Á mótinu keppa allir 5 stórmeistar- ar okkar Islendinga, Margeir Péturs- son, Jóhann Hjartarson, Guðmundur Sigurjónsson, Friðrik Ólafsson og Helgi Ólafsson. Jón L. Ámason, alþjóðlegur meistari, keppir líka. Larsen og Hansen frá Danmörku eru í Norðurlandaliðinu, Andersson frá Browne sigurviss fyrir hönd skák- manna Bandaríkjanna. Svíþjóð, Yrjola frá Finnlandi svo dæmi séu tekin. Seirevan, Byme, Christiansen, Kavalek, Lombardy og Browne eru meðal stórmeistara frá Bandaríkjun- um. „Bandaríkjamenn eiga góöa sigurvon“ DV hitti fyrir Browne frá Banda- ríkjunum á Hótel Loftleiðum í gær og sagði hann Bandaríkjamenn eiga góða von á sigri. Hann sagðist spenntur fyrir mótið, sérstaklega vegna sérstæðrar uppbyggingar. Browne hefur komið hingað þrisvar, þá til að keppa á Reykjavíkurskák- mótum sem hann mun einnig gera núna. „Mér hefur alltaf liðið vel héma. Ég vann Reykjavíkurskák- mótið 1978 og varð númer 2 1980. Svo eigið þið svo góðar sundlaugar héma á íslandi,“ sagði Browne. -KB Þessar rannsóknir eru nákvæmar og stundaðar af kostgæfni. Ekkert skal þó full- yrt um það hvað svanur þessi er að skoða. Ljósmyndari blaðsins rakst á hann á Tf örninni í Reykjavik og er ekki annaö að sjá en i fuglinn sé kominn vorfiöringur. DV-mynd GVA. Konur funda um aukna hlutdeild ísveitarstjórnum: Karlar einir um helminginn „Konum fjölgaði verulega í síðustu sveitarstjómarkosningum en samt sem áður sitja eingöngu karlar í um helmingi allra sveitarstjóma á landinu,“ segir í tilkynningu Kven- réttindafélags íslands. Þar er greint frá hádegisverðarfundi um þátt kvenna í sveitarstjómum á miðviku- daginn kemur. Fundurinn verður í Litlu-Brekku. í tilkynningunni er sagt meðal annars að konur virðist eiga mun erfiðara uppdráttar í dreifbýli en þettbyli. Til marks um það er saman- tekt. Þar kemur fram að í borgar- stjóm Reykjavíkur er hlutur kvenna 38%. I sveitarstjórnum á Norður- landi eystra er hlutur þeirra 17%, á Reykjanesi 16%, á Suðurlandi og á Vestfjörðum 12%, á Vesturlandi og Austurlandi 11%, en á Norðurlandi vestra aðeins 7%. Á fyrmefndum fundi verða máls- hefiendur Kristín Á. Ólafcdóttir, varaformaður Alþýðubandalagsins, Þórunn Gestsdóttir, formaður Land- ssambands sjálfstæðiskvenna, og Áslaug Brynjólfsdóttir sem á sæti í kjömefnd Framsóknarflokksins í Reykjavík. HERB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.