Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 21
DV. LAU G ARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 21 sinmog gssmiður Þau urðu revíuhöfundum yrkisefni og fjölbýlishús fyrir verkalýðinn voru nefnd eftir þeim. En bók þeirra - „Kreppa" - hafði ýmsar endurbætur í för með sér, svo sem ókeypis hádegismat í skólum, fjár- styrk til barnafjölskyldna, fræðslu um kynferðismál í skólunum og hætt var að banna að auglýsa tæki eða lyf til getnaðarvama. En Gunnar og Alva fóru aftur til Bandaríkjanna. Afkastamikil og áhugasöm Þau Gunnar dvöldu að þessu sinni í tvö ár vestan hafs. Og mest af þeim tíma lagði hún stund á skólamál. Þegar heim kom gáfu þau saman út aðra bók, „Samband við Ameriku", og kynntu þar marg- ar nýjar hugmyndir um þróun skólans, höfðu orðið fyrir miklum áhrifum af skólakerfi Bandaríkj- anna. Alva skrifaði um hinn sál- fræðilega skóla - skóla þar sem tekið væri tillit til möguleika hvers einstaklings en byggði jafnframt á hópvinnu. Þetta eru hugmyndir sem við þekkjum vel núna - líka á íslandi. Samvinna foreldra og skóla og samband skóla og atvinnulífs voru líka hugmyndir sem Myrdal— hjónin kynntu í bók sinni. I stríðinu og fyrst eftir það starf- aði hún víða í sænskri pólitík, var jafnframt rektor fyr-tu félagsfræði- stofnunarinnar sem stofnuð var í Stokkhólmi en þar námu fyrstu fóstrurnar sem menntaðar voru í Svíþjóð. 1949 fór Alva Myrdal enn vestur um haf og varð yfirmaður þeirrar deildar Sameinuðu þjóðanna sem sinnti félagslegum málefnum. Eng- in kona hefur setið í eins hárri stöðu innan SÞ og Alva, hún var þriðja frá tindinum talið. Almennt var hún álitin sérlega atorkusöm. Einhver samstarfsmaður hennar sagði: „A klukkutíma gerir hún það sem karlkyns yfirmenn hér hafa yfirleitt verið viku að gera.“ 1951 til 1955 var hún yfirmaður þjóðfélagsvísindadeildar Unesco í París og að þeim tíma loknum var hún send til Indlands sem sendi- herra lands síns í Indlandi, Burma, Nepal og Ceylon (1955 -1961). „Tvö hlutverk kvenna“ 1956 gaf hún út í félagi við enska félagsfræðinginn Viola Klein bók undir nafninu „Tvö hlutverk kvenna“. Sú bók varð sem leiðar- vísir í þeirri umræðu sem lengi hefur staðið, jafnt í Svíþjóð sem mörgum öðrum löndum, um hlut- skipti kvenna í nútímanum. Alva og Viola Klein héldu því fram í bókinni að líf kvenna skiptist i tímabil - menntunartímann, barnagæslutímann og árin eftir fertugt þegar börnin eru orðin stór. Þær sögðu að það væri sóun á vinnukrafti að halda konum heima eftir fertugt, þegar börnin væru orðin stór og flogin og að auki yrði að létta nokkuð fyrirvinnuok karla. Þær sáu fyrir sér sex stunda vinnudag - sem í Svíþjóð hefur verið „Ölvukrafa“ („Ett Alvakrav" - fast orðtak í sænsku) síðan snemma á fimmta áratugnum. Frá því 1962 og 12 ár eftir það var Alva Myrdal samningamaður við afvopnunarviðræðurnar í Genf. Um reynslu þess tíma fjallaði hún í bókinni „Afvopnúnarspilið", en sú bók kom út 1976. Hún skrifaði sig þar frá biturðinni og leiðanum sem sat eftir - eftir að hafa svo lengi horft upp á hráskinnaleik stórveld- anna með hagsmuni smáþjóða. Á þessu tímabili var hún jafnframt þingmaður heima í Svíþjóð - og þurfti því að ferðast heil býsn milli landa. 1966 var hún gerð að af- vopnunarmálaráðherra í sænsku ríkisstjórninni. Og auk þessa ein- stæða ráðuneytis var hún líka kirkjumálaráðherra. Með aldrinum lýsti Alva Myrdal óánægju sinni með þá stefnu sem sænskir flokksbræður og systur hennar höfðu sveigt samfélags- þróunina í. Hún vildi aukna og vitrænni umræðu um samfélagsmál - og fannst flokkur sinn vera um margt orðinn of borgaralegur. Alva og Gunnar Myrdal eignuð- ust þrjú börn. Elsta barnið, Jan, gerðist rithöfundur. Skrif hans um foreldra sína hafa vakið mikla athygli og hneykslun margra í Svíþjóð. Hann lýsir foreldrum sín- um sem kaldlyndum eiginhags- munaseggjum sem jafnan hafi yfir- gefið börn sín þegar sinna þurfti eigin frama eða samfélagshug- myndum. 1961 sagði Alva Myrdal: - Ég veit aðeins tvennt með vissu. Annað er að við náum engum árangri með því að ganga í hringi og óska okkur. Hitt er að ævinlega munum við sjálf geta aðhafst eitthvað. -GG studdistvið DN. Alva og Gunnar Myrdal - myndin var tekin 1983. TIL SÖLU 28 feta seglskúta af gerð- inni TRU-84, lítið notuð og í góðu ástandi. í bátnum er svefnaðstaða fyrir 5-6, salerni og góð eldunarað- staða. Skútan er búin 17 ha. dísilvél, VHF talstöð, sjálf- stýringu, tölvuloggi, vind- hraðamæli og m.fl. Mjög gott verð og kjör. Hugsan- leg skipti á ódýrari. Upplýs- ingar í síma 92-6556. 30 tonna bílkrani til sölu. Nánari upplýsingar í síma 96-61231 á daginn og 96-61344 á kvöldin og 91-627121 í Reykjavík. SÝIMISHORN ÚR SÖLUSKRÁ MeynsöJ Fiat 127 árg. ’84, ekinn 17 þús. verð 240 þús. MAZDA 626 1600 Saloon arg. ’83, ekinn 58 þús., verð 360 þús. MAZDA 626 LX Hatchback 5 dyra árg. ’84, ekinn 6 þús., verð 510 þús. AKSTUR MAZDA B 1800 pckup árg. '80, ekinn 40 þús., verð 240 þús. MAZDA 626 GLX 2 dyra árg. ’85, ekinn 7 þús.. verð 540 þús. MAZDA 626 2000 4 dyra árg. ’82, ekinn 57 þús., verð 310 þús. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 1-5. k MAZDA 323 Closed Van árg. k '84, ekinn 19 þús., verð 330 k þús. I Fjöldi annarra bíla á t staðnum. BILABORG HF Smiðshöfða 23, sími 681299. "fiaiSTEnri r ri AKSTUR W ' '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.