Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 ENGU LÍKT ■■■■■■■■ „Það er engu líkt hvað mig lang- ar til að verða lögfræðingur," segir Tómas Andrés Tómasson. Hann hallar örlítið undir flatt og lítur yfír borðið. Svo snýr hann sér að glugganum og lítur niður að lækn- um. „Er það þá stóri draumurinn að verða lögfræðingur?" „Nei, draumurinn er að verða prestiir. Ég hef ekki enn þá víðsýni sem mér finnst að þurfi til þess að fara i guðfræðinám. En mig langar til að enda minn æviferil sem prest- ur. Ég er húinn að gera áætlun til ársins 2021, hvort sem hún stenst eða ekki. Það er svo margt sem mig langar til að gera.“ Hvaða Tommi? Tómas Andrés er Tommi sem var í Festi, Tommi í Tommaborgurum og nú Tommi í Sprengisandi. Bráð- um verður hann líklega Tommi í Tómasarhaga. Tómas er þekktur sem mikill athafnamaður, en hann segist vera mjög latur að eðlisfari. Tommi er þekktastur fyrir hamborgara sem hann byrjaði að selja við Grensás- veg. Tommastaðirnir voru orðnir sex þegar hann seldi þá alla. Það tók tæp þrjú ár að selja íslending- um rúmlega eina milljón hamborg- ara. Það var takmarkið hjá Tomma, hann seldi þegar því tak- marki var náð. Síðan brá hann sér til Ameríku, og eftir því sem sögur hermdu, til að stunda líkamsrækt. Sprengisandur reis á 112 dögum og var opnaður 2. nóvember síðast- liðinn. Sprengisandur er annað heimili Tómasar Andrésar og Helgu Bjarnadóttur, eiginkonu hans, í dag. Hitt heimilið er í Hveragerði. Bestur einn með Helgu „Það er um ár síðan Sprengi- sandshugmyndin varð til. Við vor- um fjórir sem lögðum saman í að byggja þennan stað. Hinir eru Ásgeir Hannes Eiríksson pylsusali, Sverrir Hermannsson fasteigna- sali og Úlfar Eysteinsson veitinga- maður. Við keyptum lóðina af Hestamannafélaginu Fáki en hún var auglýst á fasteignamarkaðn- um. Fyrirmyndin að staðnum er sótt bæði til Bandaríkjanna og Evrópu en svona líta nýjustu hamborgarastaðirnirút í dag,“segir Tómas, eða Tommi, það er líklega best að halda sig bara við Tomma- nafnið. „Við fjórmenningarnir slitum samstarfinu um áramótin. Það gerðum við í bróðerni. Mér fannst ekki rétt að þeir stæðu undir mín- um mistökum. Svo við Helga á- kváðum að taka þetta að okkur ein. Ég er bestur einn. Auðvitað með Helgu því við Helga erum eitt. Hún er fimmtíu og fimm prósent af öllu sem ég geri. Veistu að við giftum okkur í fyrra. Við höfum þekkst í sex ár en svo fékk ég yfir mig andann og vildi að við giftum okkur. Það hefur reyndar alltaf staðið til.“ Fljóthuga, minn veikleiki „Já, ég verð oftast að framkvæma strax það sem mér dettur í hug. Það er minn veikleiki hvað ég framkvæmi fljótt það sem mér dett- ur í hug. Mistökin með Sprengi- sand? Jú, ég sagði að ég ætlaði að opna staðinn annan nóvember. Og vildi standa við það. Byggingar- kostnaðurinn fór fimmtíu prósent fram úr áætlun, það voru mistökin. Verkáætlunin stóðst enda var ein- staklega góður og samhentur hóp- ur sem vann hér.“ Fimmtíu eggin „Hvers vegna mér lá svona á og annar nóvember? Ég skal segja þér eitt. Ég man eftir bíómynd með Paul Newman. Myndin heitir Cool Hand Luke. I myndinni er hann mikill töffari og segir þar af ein- hverju tilefni: „Ég get borðað fimmtíu egg í einu.“ Vegna þess að hann, töffarinn sjálfur, lét þessi orð út úr sér tóku menn eftir þeim og hann varð að standa við orðin. Upphófust veðmál í myndinni um hvort honum tækist að borða fimm- tíu egg. Hann borðaði þau öll en það varð að troða síðustu eggjun- um ofan í hann. Og hann seig á hliðina að átinu loknu. Þannig var það með mig og annan nóvember. Já, ég seig líka á hliðina." Járnin glóandi Tommi er brattur. Sprengisandur er stór biti að kyngja í augnablik- inu segir hann en samt eru mörg járn í eldinum. Eitt þeirra er Hard Rock Café. „Þegar ég kom inn á Hard Rock Café i London sagði ég: Vá, this is it. Ég fílaði staðinn alveg. Mestur heiður sem ég hef orðið aðnjótandi um ævina er að vera talinn hæfur til að opna Hard Rock á íslandi. Einn aðalforsprakkinn, Isaac Tig- rett, kom hingað og fílaði ísland vel. Ég fékk mjög góðan díl við þá. Og ég eyddi líka miklum tíma í að ná þessum samningi. Ég þurfti að eltast við mennina til London, New York, Dallas og loksins tókst að fá samninginn undirritaðan í Stokkhólmi. Veistu, það var Jónas Kristjáns- son, ritstjóri DV, sem leiddi mig á staðinn. Ég og Úlfar vorum i Lon- don að skoða matsölustaði og fór- um eftir bókinni hans Jónasar um London. Súkkulaðibitasmákökur Heyrðu, það er annað, súkku- laðibitasmákökurnar sem við selj- um á Sprengisandi, þær eru svaka- lega góðar, uppskriftin er úr DV, aðeins betrumbætt af okkur. Við vorum búin að leita töluvert að góðri uppskrift. Það er ekki sama hvernig súkkulaðibitasmákökur eru get ég sagt þér. “ „Við ætlum að opna Hard Rock Café í Hagkaupshúsinu í Kringl- unni 4. júlí 1987. Nei, ég hef ekki fastsett þennan dag. Hagkaups- menn hafa sjálfir stefnt að því að opna fyrsta laugardaginn í júlí, sem er fjórði." Tommi kímir, sjálfsagt minnugur þess hvaða afleiðingar það getur haft að fastsetja dagsetn- ingar í lífinu. Fyrir utan þann ásetning að opna Hard Rock Café í Kringlunni í júlí á næsta ári hefur Tommi í hyggju að reisa veitingastað í Hveragerði. „Ætli það verði ekki á næsta ári sem Tómasarhagi rís.“ í Hveragerði bíður stór lóð við þjóðbraut sem okkur var bent á. Já, viðtalið við Tomma fór fram á Sprengisandi, í hvítum Bentley á — segir T Helga og Tommi í sælure leið yfir Hellisheiði og í húsi Helgu og Tomma í Hveragerði. Húsið hefur nafn, það heitir Breiðu- hvammur. Þegar Tommi og Helga eru að heiman eru Tómasína og Trítla hæstráðandi í gamla læknis- bústaðnum í Hveragerði. Breiðu- hvammur stendur við ána, umluk- Viðtal: Þórunn Gestsdóttir • » 1 * * Pll II • » i ■ € * ► « m « » K K t a M M : « « l & t f > ss ■ « LANGAR..........TIL..............AÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.