Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
3
Fréttir Fréttir Fréttir
GÓÐÆRH) KOMIÐ í SPÁR
ÞJÓÐHAGSSTOFNUNAR
Samvinna við
Vamarliðið
umvara-
flugvöll kemur
til greina
— segirMatthías
Bjamason
samgönguráðherra
„Ég held að það liggi aldrei fyrir
að þeir greiði allan kostnað. Ég tel
að til greina komi einhver slík sam-
vinna,“ sagði Matthias Bjarnason
samgönguráðherra er DV spurði
hvort hann teldi að til greina kæmi
að Atlantshafsbandalagið kostaði
byggingu varaflugvallar að öllu eða
einhverju leyti.
Yfirmaður Vamarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli hefur í viðræðum við
utanríkisráðuneytið nýlega lýst
áhuga á varaflugvelli. Utanríkis-
ráðuneytið vísaði málinu til sam-
gönguráðherra.
„Það er of snemmt að talá um
þetta. Það em engar viðræður hafn-
ar,“ sagði Matthías Bjarnason.
„Uppi eru áform um að byggja
varaflugvöll og mikill áhugi fyrir
því, meðal annars hjá Flugleiðum og
fleiri.
Sauðárkróksflugvöllur hefur helst
verið talinn koma til greina. Hins
vegar er brýn nauðsyn á uppbygg-
ingu nýs vallar á Egilsstöðum," sagði
ráðherrann.
-KMU
Sérframboð-
um kvenna
stórfjölgar
— þegar í undirbúningi
ásjöstöðum
Allar horfur eru á því að sérfram-
boðum kvenna í sveitarstjórnarkosn-
ingum fjölgi stórlega. Ákveðið er að
Kvennaframboðið bjóði ekki fram í
Reykjavík og líklegt að svo verði
einnig á Akureyri. En það eru Sam-
tök um kvennalista sem fjalla nú um
framboð á mörgum stöðum. Á vegum
Samtakanna sitja nú þrjár konur á
Alþingi.
„Það eru miklar umræður í gangi
á ýmsum stöðum á landinu," sagði
Guðrún Jónsdóttir, starfsmaður
Samtaka um kvennalista. „Ég get
nefnt sem líklega staði Reykjavík,
Akureyri, Kópavog, Hafnarfjörð,
Selfoss, Borgarnes og Blönduós. En
konur á miklu fleiri stöðum sýna
framboðsmálum nú áhuga. Við verð-
um áreiðanlega tilbúnar með lista
víða áður en framboðsfrestur rennur
út.“
-HERB
Ný stjórn í
Þróunar-
félaginu
Þeir Björn ÞórhallsHon viðskipta-
fræðingur og Gunnar Ragnars for-
stjóri hafa tekið sæti í aðalstjórn
Þróunarfélagsins. Það gerðist á
stjómarfundi sem haldinn var í ga'r.
Á fundinum var m.a. gengið endan-
lega frá ráðingu framkva>mdastjórn
og rædd önnur mál sem fyrir lágu.
Þá skipti stjórnin með sér verkum
að nýju þnnnig nð Björn Þórhallsson
er formnður, Þorsteinn Ólafsson
vnraformaður og Gunnnr Ragnnrs
ritari.
Þjóðhagsstofnun hefur heldur
betur tekið nýjan pól í hæðina
varðandi viðskiptakjör okkar ís-
lendinga fyrir árið 1986. í desember
í fyrra spáði hún 1-1 1/2 prósent
lakari viðskiptakjörum 1986 en
voru að meðaltali 1985. Nú virðast
viðskiptakjörin hins vegar 2-3%
hagstæðari en í fyrra og 3-4%
hagstæðari en reiknað var með í
desemberspánni, samkvæmt bréfi
frá Þjóðhagsstofnun. Ástæðan er
fyrst og fremst rakin til hækkunar
á freðfiski og saltfiski og lækkunar
olíuverðs. Nýja spáin gerir ráð fyrir
1,5 milljarða króna hærri útflutn-
ingstekjum á árinu 1986 en gert var
ráð fyrir í desember ef þetta hag-
stæða verðlag helst út allt árið og
gengi Bandaríkjadollars lækkar
ekki.
Þegar allt er talið felur verðlag
á fiski og olíu í janúarlok í sér
viðskiptakjarabót fyrir Islendinga
sem samsvarar 2 milljörðum króna.
f bréfi Þjóðhagsstofnunar er þó
dregið í efa að þessi upphæð geti
skilað sér beint í formi hjöðnunar
verðbólgu, minnkandi viðskipta-
halla, bættum lífskjörum eða af-
komu fyrirtækja í formi kjara-
samninga eða stjórnvaldsákvarð-
ana þar sem bætt lífskjör auka
eftirspum og þar með innflutning.
-KB
NORDURLÖND
BANDARÍKIN
FINSÞEDIR SKVKVIÐBURÐIR
í HAMRAHLÍÐARSKÓLA
Laugardag og sunnudag, 8.og 9. febrúar
Allir fremstu skákmeistarar þjóöanna taka
" þátt í mótinu, 20 stórmeistarar og 6 alþjóðlegir
meistarar.
Tefldar veröa 2 umferðir á 12 boröum.
Dagskrá:
Laugardagur
Sunnudagur
kl. 13.00: Setningarathöfn
— 13.30-19.30: l.umferð.
- 13.30-19.30: 2. umferö.
Allur aögangseyrir rennur til Skákminjasafns S.í.
SKÁKSAMBAND NORÐURLANDA
ÓSA/SlA