Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 36
36
DV. LAU GARDAGUR 8. FEBRÚAR1986
Hróksfórní Wijkaan
Óvænt úrslit urðu á stórmeist-
aramótinu í Wijk aan Zee í Holl-
andi sem lauk í vikunni. Englend-
ingurinn Nigel Short, góðkunningi
okkar íslendinga frá alþjóðlega
mótinu í Vestmannaeyjum, gerði
sér lítið fyrir og vann þar yfir-
burðasigur. Short hlaut 9 1/2 v. af
13 mögulegum en næstu menn,
stórmeistararnir Van der Wiel,
Ljubojevic og Nikolic, hlutu 8 v.
Short er einn þessara skákmanna
af guðs náð sem virðast hafa ósköp
lítið fyrir taflmennskunni. Hann
lendir sjaldan í tímahraki og byggir
stöður sínar yfirleitt rólega upp og
vandað. Hann vakti athygli korn-
ungur og töldu landar hans, Eng-
lendingar, heimsmeistaraefni vera
á ferð. Kröfumar, sem gerðar voru
til hans, voru gífurlegar en Short
var kærulaus og um tíma leit út
fyrir að skákferillinn ætlaði að
gufa upp. Það er ekki fyrr en síð-
ustu ár sem hann er farinn að láta
að sér kveða. Stórmeistaratitlinum
náði hann á skákmóti í Esbjerg
1984 og síðan hefur allt verið á
réttrileið.
í Wijk aan Zee tefldi Short fremur
varlega og nokkrum sinnum náði
hann að færa sér í nyt örlitla stöðu-
yfirburði og sigra. Ljubojevic var
helsti keppinautur hans um sigur-
launin en hann tapaði óvænt í lok
mótsins er taugamar vom þandar
- og sjónvarpsskák Margeirs og Jóhanns
til hins ýtrasta. Van der Wiel og
Nikolic náðu aftur á móti báðir
einum og hálfum vinningi úr tveim
síðustu skákunum og komust þar
með upp að hlið Ljubojevic. Neðar
komu kappar eins og Húbner og
Hort að ógleymdum Bandaríkja-
mönnunum Seirawan og deFirm-
ian, sem verða sestir að tafli í
Hamrahlíðarskóla í dag, laugar-
dag, kl. hálftvö.
Taflmennskan í Sjávarvík var
ákaflega lífleg enda hafa Hollend-
ingar tekið þá stefnu að hætta að
bjóða jafnteflisvélum til leiks.
Sóknarbrýnin Ljubojevic og Van
der Wiel settu vitaskuld sterkan
svip á og er þeir tefldu saman tók
út yfir allan þjófabálk. Hvorugur
er þekktur fyrir að eyða tíma í að
telja mennina og þurfti því engum
að koma á óvart að jafnvægi í liðs-
afla skyldi raskast snemma tafls.
Það var Ljubojevic sem tók af
skarið og fórnaði hrók fyrir nokkur
peð sem hömluðu hreyfifrelsi
svörtu mannanna. Hér skal ósagt
látið hvort fómin stenst ströngustu
kröfur en Van der Wiel tókst a.m.k.
ekki að hrekja snilldina og mátti
lýsa sig sigraðan eftir miklar flækj-
ur. Hér kemur þessi óvenjulega
skák.
Hvítt: Ljubojevic
Svart: Van der Wiel
Kóngsindversk vörn.
1. d4 RfB 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4
d6 5. f4 0-0 6. Rf3 c5 7. dxc5 Da5 8.
Bd3 Rfd7!?
Andi Mikhail Tal svífur hér yfir
vötnum en þennan leik hans ættu
íslendingar að kannast við. Tal
Skák
Jón L. Ámason
tefldi svona í 1. umferð Reykjavík-
urskákmótsins 1964 gegn Norð-
manninum Sven Johannessen og
vann í aðeins 15 leikjum: 9. Bd2
Rxc5 10. Bc2 Db4 11. Bb3 Db6 12.
De2? Rxb3 13. Rd5? Da6! 14. Hdl
Dxa2 15. Rc7 Ra6 og Norðmaður-
inn gafst upp.
Síðan hefur leiknum ekki verið
beitt í meistaraskák svo vitað sé
en kannski bryddar Tal upp á þessu
aftur á Reykjavíkurskákmótinu
sem nú fer í hönd?
9. cxd6!!? Bxc3+ 10. bxc3 Dxc3+
11. Dd2
Ekki gekk 11. Bd2 vegna 11. -
Dxd3 - Ljubojevic fómar heilum
hrók fyrir peðamiðborð og sóknar-
færi og drottningin svarta gæti
orðið innlyksa í horninu.
11. - Dxal 12. dxe7 He8 13. e5! Rc6
14.0-0 Rd4
Hvítur hótaði 15. Ba3 og vinna
drottninguná fyrir hinn hrókinn
með betri stöðu.
15. Bb2 Rxfi+ 16. gxf3 Dxa2 17. f5!
Rc518. f6 Bd7
Hvílík staða! Hvítur á aðeins eitt
peð upp í hrókinn en þetta peð er
margra manna maki. Það er allt
annað en auðvelt að verja svona
stöðu á svart í praktísku tafli, þótt
rétta vörnin vilji oft koma í ljós
að skákinni lokinni.
19. Be4! Kh8
Ekki 19. - Rxe4? 20. Dh6! og
mátar og hótunin var reyndar 20.
Dh6 Re6 21. Bd5 og mát á g7 vofir
yfir.
20. Bd5 Be6 21. Hal Db3 22. Ha3
Db6 23. Kg2 Hac8 24. Bd4 Bxd5 25.
cxd5 Dbl 26. Hc3Rd3
Nú á að blíðka goðin en frum-
kvæðið verður áfram í höndum
hvíts.
27. dxd3 Da2+ 28. Kgl Dxd5 29.
Bxa7 De6 30. Hxc8 Dxc8 31. Kg2 h6
Tímahrak en svartur er í klípu.
32. Be3 Kh7 33. Db3! Kg8 34. Bxh6
Dc5 35. De3 Dxe3 36. Bxe3 b5 37. Bc5
Hb8 38. Kg3 g5 39. Kg4 Kh7 40. Kxg5
Hg8+ 41. Kf5 Hb8 42. h4 Hc8 43. Bb4
He8 44. h5 Ha8 45. f4 Hb8 46. Bd6
og Van der Wiel gafst upp. Ef 46.
- He8 47. e6 Kg8 48. h6 og vinnur.
Sjónvarpsæfing
fyrir landskeppnina
Skákunnendur fengu óvæntan
glaðning í sjónvarpinu á miðviku-
dagskvöld er stórmeistararnir
Margeir Pétursson og Jóhann
Hjartarson mættu í þátt Ómars og
félaga og tefldu „eina bröndótta"
sín á milli. Þeir verða báðir í liði
Norðurlanda gegn sveit Banda-
ríkjamanna í landskeppninni sem
fram fer í Menntaskólanum við
Úrslitakeppni um Reykjavíkur-
meistaratitilinn um helgina
Úrslitakeppni Reykjavíkurmótsins
i sveitakeppni verður spiluð um helg-
ina í Gerðubergi.
Sex sveitir stóðu eftir þegar mestu
maraþonkeppni landsins lauk en
spilaðar voru 23 umferðir sem und-
ankeppni.
Margir myndu ætla að 368 spil
væru nóg magn til þess að ákveða
sigurvegarann en þeir sem ráða
málum telja öruggara að bæta 80
spilum við. Allavega má telja öruggt
að þeir sem standa uppi sem Reykja-
víkurmeistarar í lok helgarinnar séu
vel að sigrinum komnir. Hitt tel ég
einnig fullvíst að þessi „langavit-
leysa“ verði ekki reynd aftur. En nóg
umþað.
Símon Símonarson tók upp falleg
spil í eftirfarandi spili frá undan-
keppninni.
Suður gefur/allir á hættu
Norouk
* 3
10
0 D7652
* DG10742
Austuu
* 108
743
0 K1094
* Á932
SUÐUR
A ÁDG654
<í> ÁKDG95
0 Á
X-
Símon í suður opnaði á einu laufi,
17 plús og norður svaraði með einum
tígli, 0-5 punktar. Símon stökk síðan
í sex hjörtu og beið skelfdur eftir því
að norður legði upp spaðakóng.
Svo var ekki og hann hrósaði happi
yfir því að vestur hitti ekki á að
trompa út.
Við hitt borðið lét suður sér nægja
fjögur hjörtu en Hörður Amþórsson
fann trompútspilið og sagnhafi vann
því aðeins fimm.
Ef til vill em ekki allir sammála
sögnum Símonar, en honum til vam-
ar má benda á að með vísindalem-i
sagnseríu hefði norður getað komist
í þá aðstöðu að þurfa að velja á milli
hálitanna og þá hefði tilviljun ráðið
hvom hann hefði valið.
Bridgedeiid
Barðstrendingafélagsins
Staðan í aðalsveitakeppni félagsins
eftir6 umferðir:
1. Gunnlaugur Þorsteinsson 151 stig
2. Þórarinn Ámason 150 stig
3. Guðmundur Jóhannsson 145 stig
4. Sigurður Isaksson 138 stig
5. Viðar Guðmundsson 131 stig
6. Ágústa Jónsdóttir 120 stig
7. Amór Ólafsson 112 stig
8. Guðjón Bragason 107 stig
Mánudaginn 10. febrúar verða spil-
aðar 9. og 10. umferð. Spilað er í
Síðumúla 25 og hefst spilamennska
stundvíslega kl. 19.30.
Frá Bridgedeild
Skagfirðinga
Ein fjölmennasta tvímennings-
keppni á höfuðborgarsvæðinu hófst
sl. þriðjudag hjá Skagfirðingum. 44
pör taka þátt í aðaltvímennings-
keppni deildarinnar sem er barómet-
er með 4 spilum milli para.
Eftir 7 umferðir er staða efstu para
þessi:
1. Jón Viðar Jónmundsson
-Þórður Þórðarson Bjöm Hermannsson 175
-Lárus Hermannsson Jón Þorvarðarson 149
-Þórir Sigursteinsson Guðni Kolbeinsson 139
-Magnús Torfason Hans Nielsen 125
-Stígur Herlufsen Murat Serdar 123
-Þorbergur Ólafcson Jörundur Þórðarson 122
-Sveinn Þorvaldsson Baldur Ásgeirsson 91
-Magnús Halldórsson Gústaf Bjömsson 83
-Rúnar Lárusson 71
10. Ágúst Sigurðsson
—Njáll Sigurðsson 64
Ekki verður spilað næsta þriðjudag
en keppni framhaldið annan þriðju-
dag. Keppnisstjóri er Ólafur Lárus-
son.
Stefán Guðjohnsen
Reykja víkurmótið -
Undanrásum lokið
Undanrásum Reykjavíkurmótsins
í sveitakeppni, sem jafnframt er úr-
tökumót fyrir Islandsmótið í sveita-
keppni, lauk sl. sunnudag. Röð efstu
sveita varð þessi:
Stig
1. Sveit Samvinnuferða/Landsýnar 457
2. Sveit Delta 453
3. Sveit Úrvals 436
4. Sveit Póls Valdimarssonar 426
5. Sveit Jóns Hjaltasonar 411
6. Sveit Kristjáns Blöndal 406
7. Sveit Stefáns Pálssonar 405
8. Sveit Hermanns Lárussonar 398
9. Sveit Magnúsar Torfasonar 364
10. Sveit Sig. B. Þorsteinssonar 357
11. Sveit Sigurjóns Tryggvasonar 352
12. Sveit Estherar Jakobsdóttur 340
13. Sveit Sigmundar Stefónssonar 335
14. Sveit Jóns St. Gunnlaugssonar 319
6 efstu sveitimar keppa til úrslita
um þessa helgi í Gerðubergi í Breið-
holti. Soilamennska hefst kl. 13 á
laugardeginum. Spiluð verða 16 spil
í leik, allir v/alla. Leikir í undan-
rásum gilda sem fyrri hálfleikur. Þar
standa leikar þannig (umreiknað í
vinningsstig): Samvinnuferðir 91
stig, Delta 86 stig, Úrval 84 stig,
Páll 69 stig, Jón 67 stig og Kristján
49 stig.
12 efstu sveitimar unnu sér rétt til
þátttöku í íslandsmótinu. Að auki á
Reykjavík 1. og 3. varasveit á
landinu. Nánar síðar.
Frá Bridgefélagi
Akureyrar
Dísa Pétursdóttir og Soffia Guð-
mundsdóttir urðu Akureyrarmeist-
arar í tvímenningi 1986. Þær sigruðu
í 40 para barómeter-keppni BA eftir
mjög tvísýna baráttu undir lokin.
Spiluð vom 3 spil milli para, allir
v/alla, alls 117 spil.
Röð efstu para:
Stig
1. Dísa Pétursdóttir
-Soffía Guðmundsdóttir 420
2. Kristján Guðjónsson
-Stefán Ragnarsson 392
3. Gunnlaugur Guðmundsson
-Magnús Aðalbjömsson 352
4. ÁmiBjamason
-öm Einarsson 350
5. Kristinn Kristinsson
-Þormóður Einarsson 262
6. Ólafur Ágústsson
-Pétur Guðjónsson 218
7. Stefán Sveinbjömsson
-Máni Laxdal 214
8. JóhannGauti
-Sveinbjöm Jónsson 198
9. PállJónsson
-Þórariim B. Jónsson 196
10. Amar Daníelsson
-Stefán Gunnlaugsson 130
Keppnisstjóri var Albert Sigurðs-
son en Margrét Þórðardóttir sá um
útreikning á keppnisstað.
Næsta keppni félagsins er Sjóvá
sveitahraðkeppni sem tekur yfir 4-6
spilakvöld. Skráning stendur yfir og
þarf að hafa borist stjóm BA í síðasta
laari kl. 20 á sunnudaeskvöld 9/2 nk.
Frá Bridgesambandi
Norðurlands eystra
Um síðustu helgi fór fram svæða-
keppni Norðurlands eystra í sveita-
keppni. 14 sveitir tóku þátt í keppn-
inni sem gaf rétt til þátttöku í ís-
landsmótinu. Spiluð vom 12 spil
milli sveita, allir v/alla. Keppni var
mjög jöfn allan tímann eins og sjá
má á skor. Sigurvegarar urðu: Gunn-
laugur Guðmundsson, Magnús Aðal-
björnsson, Ólafur Ágústsson og Pét-
ur Guðjónsson frá Akureyri.
Stig
1. Sv. Gunnl. Guðmundss., Ak. 237
2. Sv. Guðl. Bessasonar, Húsav. 235
3. Sv. Kristj. Guðjónss., Ak. 233
4. Sv. Zerioh Hamadi, Akureyri 226
5. Sv. Páls Pálssonar, Akureyri 222
6. Sv. Arnar Einarss., Ak. 220
7. Sv. Ásgeirs Ásgeirss., UMSE 198
Opna stórmótið
á Húsavík
Minnt er á skráninguna í Opna
stórmótið á Húsavík sem nú stendur
yfir hjá Bridgesambandi Islands,
Bridgesambandi Islands, Bridgefé-
lagi Akureyrar (Frímann Frímanns-
son eða Gunnar Berg) og Bridgefé-
lagi Húsavíkur (Arnar Bjömsson).
Stórmótið verður um aðra helgi
(15.-16. febrúar). Kostnaður kepp-
enda við mótið lítur þannig út: Frá
Reykjavík (flug, gisting 2'' nætur
m/morgunverði, keppnisgjald) að-
eins kr. 4.600 pr. þátttakanda (minna
fyrir maka). Frá Akureyri og nágr.
með gistingu 1 nótt er gjaldið kr.
1.600 pr. þátttakanda. Með gistingu
í 2 nætur fer gjaldið í kr. 2.400 pr.
þátttakanda. Án gistingar er gjaldið
kr. 1.000 pr. spilara.
Flogið verður frá Reykjavík á
fostudeginum og komið til baka
sunnudagskvöld. Spilað er eftir
Mitchell-fyrirkomulagi, alls 90 spil í
3 lotum. Vigfús Pálsson og tölvu-
garmurinn hans sjá um útreiknings-
hliðina en Ólafur Lárusson mun
annast stiómun. KeDDt er um eull-
Vl.PTl r
X K972
V 862
ö G83
X K86