Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Ferðamál Ferðamál Ferðamál Ferðamál FERDIR OG DRAUMAR „Mitt draumaland er Tíbet,“ sagði vinur minn. Sá næsti nefndi Austurríki. Gamalt slagyrði kúreka vestur í því viilta var: „Hef byssu - vil ferðast." í dag segjum við: „Höfum tíma - viljum ferðast“ eða „Höfum smápeninga - viljum ferðast.“ Draumaferðirnar eru víst jafnmargar mönnunum, möguleikarnir ótakmarkaðir, hnötturinn allur og bráðum geim- urinn. Við hér á Helgarblaði DV ætlum að huga gaum- gæfilega að ferðamálum í blaðinu okkar fram- vegis. Við ætlum að búa til drauma, ala á þeim. En við ætlum líka að vera með hagnýtar upplýs- ingar um hvernig við getum látið draumana rætast. Ferðadraumarnir verða líka mjög oft að veru- leika. Frá því munum við segja og yfirleitt flestu því sem við kemur ferðamálum. „Þú getur treyst því að ferðir okkar eru alltaf annaðhvort ódýrari en gæðin segja til um eða betri en verðið gefur til kynna.“ Þetta er dæmi- gerður auglýsingafrasi frá ferðaskrifstofu. Við verðum ekki á þeim nótunum en við verðum með á nótunum. Brasilía er draumastaður eins vinnufélagans hér. Því er ekki úr vegi að segja eitthvað frá Brasilíu en við beindum sjónum okkar að páska- ferðum sem ferðaskrifstofurnar bjóða okkur, ferðalöngum. Ein ferðaskrifstofan er einmitt með páskaferð til Brasilíu. Sjáumst síðar. Þórunn SÓUN OG SJÓRINN Að minnsta kosti fjórir aðilar hafa Kanaríeyjaferðir á páskaferðaáætl- un. Það eru Flugleiðir og ferðaskrif- stofurnar Úrval, Útsýn og Sam- vinnuferðir-Landsýn. Um er að ræða þriggja vikna ferðir. Haldið verður af stað 11. mars og komið til baka 1. apríl. Ferðimar kosta frá rúmum 35 þúsund krónum og upp í tæp 60 þúsund krónur. Fyrir þá sem kjósa sólina og sjóinn er Kanaríeyjaferð í þrjár vikur ágætis kostur. Menn geta tekið með sér sláturkeppi til að gleyma ekki föð- urlandinu. Útsýn hefur verið með hópferðir til Costa del Sol í mörg herrans ár. Ekki verður brugðið út af vananum íár. Þangað verður haldið 26. mars í tólf daga reisu. Einstaklingur, sem vill láta fara vel um sig og gista á Santa Clara hótelinu, þarf að greiða rúmar 36 þúsund krónur fyrir far og gistingu. Þá verður hann líka að j sofa hjá öðrum, því kostnaður miðast við tvo í sama herbergi. Það er dýr- ara að sofa einn. Kostnaðurinn lækkar eftir því sem stjömunum á hótelunum fækkar, það er venjan. Svo lækkar kostnaðurinn eftir því sem ferðafélögunum fjölgar, sem er „ólógískt“ en veittur er hópafsláttur og bamaafsláttur. Útsýn hefur verið að kynna nýjan stað á Sólarströndinni sem heitir Benal Beach. Sá staður er miðja vegu á milli Torremolinos og Fuengirola. Sólin er víst oftast til staðar á þessum slóðum, þó hún hverfi nætur- langt hvem sólarhring. Hitastigið þama er rúmlega 21 stig á þessum árstíma. Sjórinn er alltaf jafngóður og gest- risnin mikil. Allt þetta með öllu hinu ætti að gera páskaferðina mikils virði. Það sakar ekki að kíkja í gömlu spænsku orðabókina, þó ekki væri til annars en þreyja þorrann. „Þá færi ég til Brasilíu” „Ef ég hefði peninga og tíma þá færi ég til Brasilíu,“ var svarið þegar einn samstarfsmaður var spurður hvert hann vildi helst fara í næsta leyfi. Ferð iskrifstofan Úrval býður pá- skafeiö nú til Brasilíu. í þeirri ferð rætast draumar einhverra. En upp á hvað er boðið í fjórtán daga páska- ferð til Suður-Ameríku. Lítum á það. Á sunnúdagsmorgni þann 23. mars verður brottför frá Keflavík og flogið til London. Aðeins er slappað af þar og spígsporað fram eftir degi en síðan flogið beint til Rio de Janeiro. Á Copacapanaströndinni merlar mán- inn en þar er fimm stjömu hótelið Rio Öthon Palace sem gist verður á i nokkra daga. í Rio er mannlífið stórbrotið. Á torginu 15. nóvember (sem er sögu- hjarta borgarinnar) er sérstaklega líflegt á föstudögum og laugardög- um. Þá er markaður listamanna og sölumanna af öllu tagi. íslendingam- ir ættu að ná einni föstudagsstemmn- ingu á torginu sögufræga. Þjóðgarð- urinn Tijuca National Park í Rio er eitt af sérkennum borgarinnar. En það helsta í borginni er Kristsstytt- an, Lausnarinn á Corcovadofjallinu. Þangað liggja leiðir allra ferða- manna sem gista Rio. Næturlífið í Rio býður upp á það, sem röltarar næturinnar kjósa, þama er flest á boðstólum. Svartá og frumskógur 29.mars á laugardegi verður flogið til Manaus sem er í miðjum Amazon skóginum. Rio Negro eða Svartá rennur rétt við borgina Manaus en á árbökkunum er annað fimm stjömu hótel sem mun hýsa íslenska Brasilíufara. Frumskógarferð er á dagskrá fyrir þá hugrökku og ef veðurguðimir leyfa, en þeir geta verið dyntóttir þar eins og hér. 31. mars verður svo flogið til Brasilíu, höfuðborgar Brasilíu. Hún varð til á teikniborði ofurhuga fyrir 30 árum og reist af nokkrum ofurhugum. Árangurinn er ein nýt- ískulegasta höfuðborg heims sem í búa 1,5 milljón íbúa. Daginn eftir, eða 1. apríl, verður flogið til gömlu höfuðborgarinnar Salvador, sem byggð var i stjómartíð Portúgala um 1800. Tveimur dögum síðar eða flogið til Foz do Iguacu. Rétt hjá Iguacu fossunum mætast Argentína og Paraguy við landamæri Brasilíu. Þarna gefst möguleiki á að borða morgunverð í Brasilíu, hádegisverð í Argentínu og kvöldverð í Paraguy. Þriggja landa sýn og margréttað á einum degi. Á síða..ta degi í Brasilíu er vatnvirkjun skoðuð. Hún mun vera ein sú stærsta í þessum heimi og er sameiginlegt byggingarátak Brasilíu- og Paraguaymanna. Frá Rio afturer flogið til London og síðan heim. Með í þessari ferð verður íslenskur fararstjóri. Þá er komið að því að kanna hvað hlutirnir kosta. Þessi páskaferð til Brasilíu kostar 82,300 krónur. Það er áætlað verð fyrir einstakling í tvíbýli. Innifalið í verð- inu eru flugferðirnar, gisting og morgunverður. Já og akstur milli hótela og fluvalla í Brasilíu og svo þjónusta fararstjórans. En fyrir hjón eða tvo einstáklinga reiknast okkur til að kostnaður við ferðina með gjaldeyri og öðrum ferðakostnaði verði vart undir 260 þúsund krónum. En Brasilía er Brasílía. ÞG Lausnarinn á háum stalli yfir Rio de Janeiro. Á þennan stall leggja allir ferðalangar leið sína sem til borgarinnar koma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.