Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 Fjölmiðlar Fjölmiðlar Fjölmiðlar Fjölmiðlar Það var ekkert til sparað þegar ráðist var í að kvikmynda hina víð- frægu og vinsselu léttmetisskáldsögu Arthurs Haileys, „Hotel“. Það var í upphafi gert ráð fyrir því í þessari sjónvarpsseríu frá Wamer-bræð- rum að einhver fullorðin díva yrði fengin til að leika hóteleigandann, fiú Trent - og helst að Bette gamla Davis léki hana í fyrstu þáttunum. Sú sem tekur við hlutverkinu af Bette Davis er enginn aukvisi - sjálf Anne Baxter, sem vissulega stendur nær frú Trent í aldri en Bette Davis. í sjónvarpsþáttunum á frú Trent að vera 55 ára. Bette Davis er fædd 1908 og því 78 ára í ár. Anne Baxter er fædd 1923 og því „ekki nema“ 63 ára núna. Formúlan klára Arthur Hailey vissi hvað hann var að gera þegar hann skrifaði „Hótel“. Hann var þá orðinn þrautreyndur formúluhöfundur, kunni að byggja upp söguþráðinn sem reynsla er fyrir að heldur hvað flestum lesendum vakandi. Stórhótel í stórri, banda- rískri borg - þar sem inn rekast þeir ríkustu (og stöku sinnum líka þeir fátækustu; einkum þó í atvinnuleit) og sumir hverjir í næsta ljósfælnum erindagjörðum. Á risahóteli getur allt gerst. Og þar gerist „allt“ á hverjum einasta sólar- hring. Það umhverfi er einkar heppi- legt fyrir sjónvarpsþætti. Auðvelt er að byggja upp atburðarás innan hins venjulega íjörutíumínútna ramma og ljúka þannig hverri smásögu innan skáldsögunnar með æskilegu niður- lagi sérhvert sýningarkvöld. Með því móti haldast flestir sjónvarpsáhorf- endur við skjáinn - og þurfa þar að auki ekki að varpa sér í öskustóna þótt þeir missi af eins og einum þætti. Dallas hafði þann galla að þátturinn batt sjónvarpssjúka um of - mörgum fannst nauðsynlegt að horfa á hvem einasta þátt, því ella „Hótelið“ - þar sem allt getux gerst var hætta á að missa af einhverjum viðburðum úr lífi átrúnaðargoðanna. Arthur Hailey og Aaron Spelling, framleiðandi „Hótels" fyrir Wamer- -bræður, hafa þannig rambað á hina fullkomnu formúlu. „Stjórnandinn" í langri sjónvarpsseríu, þar sem persónufjöld mun flæða í gegn og áhorfendur munu ekki sjá mörg andlit nema í einum þætti, er nauð- synlegt að hafa nokkra aðila sem binda atburðarásina saman og „stjóma spilinu“ eins og sagt er á máli knattspymumanna. Þannig er hótelstjórinn, James Brolin (sem Peter McDermott leik- ur), nokkurs konar miðvallarleik- maður eða aftasti klettur í vörn - aðilinn sem sér allt sem gerist á hótelinu, skilur allt, veit allt og leys- ir öll vandamál. En svo að áhorfend- ur fari ekki að fá leið á hótelstjóran- um, eins og menn jafnan fá á almætt- inu - þá er frú Trent höfð búandi uppi í þakíbúð eins og guð eða að minnsta kosti guðsmóðir - og auðvit- að er það hún sem öllu bjargar ef allt kemst í þrot. Áhorfendur fengu forsmekk af valdi hennar, hjarta- gæsku og viti þegar hún leysti vand- ann sem spratt af því að skyndikonu var nauðgað innan veggja hins sómakæra hótels. Stjómandinn er klár, eigandinn er voldugur og góður - og hótelið sjálft er algjört himnaríki í að komast, jafnt fyrir gesti sem starfsfólk. Því fengum við að kynnast í fyrsta þætti. Áhugasamt starfsfólk sem kann að klæða sig, koma fram og tala - því opnast allar dyr og framinn er vís. Gestir sem brjóta kristileg siðalög- mál og umgengnisreglur hótelsins munu fá makleg málagjöld. „Hótel" mun næstu vikumar sýna íslenskum sjónvarpsáhorfendum inn í þægileg- an gerviheim hins bandaríska????? HILDUR FINNSDÓTTIR FÁRAST YFIR FJÖLMIÐLUM Ég ætla sko bara að vera ég eins og Bryndís, eða þannig, og játa strax: Mér dettur hreinlega ekki í hug að fjalla hér um „málefni og slíkt“, eins og hún Agnes Bragadóttir orðaði það svo snyrtilega um daginn. Maður hefur svo sem séð óhugnanlega mál- efrialega fjölmiðlaumfjöllun fólks á borð við Bríeti Héðinsdóttur og Halldór Halldórsson, en hefur nokk- ur maður áhuga á svoleiðis torfi? Nei, þá er sko skemmtilegra að spá í hálsbindi og neðanþindarsyndir á skjánum. Eg þóttist hafa gert meiriháttar uppgötvun á miðvikudaginn var: Frá því að veðurfræðingamir í sjón- varpinu fengu nýju, fínu kortin sín höfðu þeir, líklega í gleði sinni, ein- göngu spáð einmuna tíð - og staðið við það! Tannlæknirinn minn, sem varð vitni að þessari hugljómun, var í fyrstu alveg jafnhrifinn og ég en af því að hann er sérlega glöggur náungi var hann fljótur að finna sennilegri skýringu: - Þetta fínirí er auðvitað svo rosa- lega dýrt að þeim hefur bara verið uppálagt að nota hvert kort sem oftast, sagði hann. Já, hugsaði ég dálítið döpur, og meira að segja búið að rífa stólinn undan rassinum á þeim. - Hvað finnst þér annars um allar Að „stökkva yfir karakterinn“ þessar breytingar á sjónvarpinu? spurði hann. Nú, ég sagði að auðvitað litist mér bara bærilega á þetta allt saman: Greinilegur fjörkippur kominn í dagskrána, nýja „settið" hans Ingva Hrafhs ofsalega smart og Edda Andrésar eins og fædd á skerminum. Hins vegar væri mér engin launung á því að ég hefði verið alveg jafn- lukkuleg - ef ekki bara lukkulegri - á meðan hún var alfarið í fréttaöflun og lét aðra um að þylja. Persónulega hefði mig heldur ekki þyrst neitt í margboðuð persónulegheit frétta- stjórans, en nennti hins vegar ómögulega að æsa mig yfir sjálfum- gleðinni og belgingnum - legði raun- ar metnað minn í það þessa dagana að vera jákvæð eins og ríkisstjómin og biði spennt eftir töfratækinu sem losa ætti fréttaflytjendur við pappirs- farganið, svo að þeir gætu orðið ennþá persónulegri. Ekki gátum við stillt okkur um að ræða lauslega frammistöðu Þor- steins Pálssonar og Svavars Gestson- ar er þeir sátu fyrir svörum í sjón- varpssal fyrr í vikunni. Auðvitað forðuðumst við málefnin og ræddum bara um mennina sjálfa, það sem raunverulega skiptir máli í svona keppni um framkomu og orðheppni: hálstau og raddbeitingu, áunninn og meðfæddan sjarma o.s.frv. Niður- staðan varð sú að Svavar hefði tví- mælalaust haft vinninginn. Hins vegar áttum við erfitt með að koma okkur saman um það hvað hefði ráðið úrslitum. Ég er svo glysgjöm að ég veðjaði á bindið en það taldi hann af og frá enda annar hver strák- ur sem birtist á skjánum með bleikt bindi. - Nei, blessuð vertu, sagði hann og mundaði borinn. - Það var auðvit- að hláturinn. Þama tók sig greini- lega upp gamall hlátur sem allir vom löngu búnir að gleyma - og Svavar kannski líka. Soldið nervös drengur- inn, og líklega ótaktískt af honum að hlæja svona tvisvar, en þú skalt ekki reyna að þræta fyrir að það hafi hoppað í þér hjartað eins og hinum stelþunum. Hvor þeirra er málefnalegri? Hvarflaði ekki að mér. Beindi þess í stað talinu fimlega að hugsanlegum áhrifum Kristínar Ólafsdóttur og Bryndísar Schram á hjartað í honum sólarhring síðar. - Ó, já, þær vom yndislegar, báðar tvær, en fannst þér Kristín nú ekki pínulítið svona málefnalegri, ha? Ekki gat ég neitað því enda mann- eskjan (fyrir utan það að vera næst- um því eins mikið skyld mér og Sig- urjón Pétursson, sem er aftur minna skyldur mér heldur en Jón Baldvin) með svo miklu meiri reynslu, búin að vera fyrsti varamaður í sveit- arstjóm Akureyrar og allt. Svo benti ég honum á þau klókindi Kristínar að nota þama gullið tækifæri til að syngja sig inn í hjörtu kjósenda með orðunum „söngvar mínir em ykkar söngvar". Já, nú mætti söngfuglinn Davíð heldur betur fara að vara sig, en ekki bara á henni. Bryndís gæti greinilega orðið stórhættuleg líka; ef ekki að yfirlögðu ráði þá bara með asnaspörkum! Það flökraði svona að mér, eftir að ég hafði kvatt tannlækninn, að þama væri kominn efniviður í stpr- kostlega kvikmynd. Hún gæti t.d. heitið Borgarlíf og fjallað um tungu- gæslumennina Þór og Danna í enda- lausum ævintýrum á borgarstjómar- fundum, í kirkjum borgarinnar og svoleiðis. Þetta gæti orðið svona blönduð afinælismynd á kosningaári með eitthvað fyrir alla. Ég held að hann Þráinn Bertelsson (sem er reyndar álíka mikið skyldur mér og Sigurjón, Kristín og Jón Baldvin að vestan, en minna en Ómar Ragnars- son að austan) ætti bara að drífa í þessu. Myndin þyrfti ekki að kosta nokkum skapaðan hlut - afmælis- borgin sæi sjálfkrafa fyrir leiktjöld- um og leikurum og Davíð myndi örugglega auglýsa hana gratis á öndvegissúlunum. Ég veit ekki ennþá hvemig tann- lækninum mínum leist á Hótel Heil- agan Gregoríus við fyrstu sýn, en sonur minn fussaði ógurlega og fannst eðlilegra að kalla þetta Heil- aga hótelstjórann. Ég lét hins vegar huggast eftir brunann ó Syðragaffli og er eiginlega ofsafegin að allir skuli vera svona góðir þama á hótel- inu; maður sefur bara ekkert vel eftir að hafa horft á mikinn fautaskap og fyllirí og framhjáhald. í stuttu en fróðlegu viðtali í HP lofar þýðandinn okkur reyndar einhverju pínkup- onsulitlu af því síðastnefnda, en þetta ku vera „mjög skiljanlegt fólk“ sem „heldur framhjá af sömu ástæð- um og við hin en ekki af því að það sé að reyna að fá olíusamninga undirritaða“. Þá vaknar sú spuming hvort bensínið væri ekki miklu bil- legra héma ef við værum frjólslynd- ari í þessum efnum. Hvað sem því líður þá er ég bara lukkuleg með nýja löðrið og finnst ómaklegt af fyrmefhdum syni mínum að líkja því við kínverska karatemynd. Hann Eiríkur Hauksson, heavy metal maður úr Gaggó Vest (því miður ekkert skyldur mér en „kom- inn út af Jóa Kon.“ að eigin sögn) nefndi það á líðandi stundu að hans aðferð við að „stökkva yfir karakter- inn“ væri að brynja sig skinnklæðum og skröltandi keðjum áður en hann hefði sig inn í sviðsljósið. Ég só ekki betur en að fólkinu þama umhverfis hann í sjónvarpssalnum fyndist þetta einmitt vera mergurinn móls- ins. Og varla hefðu aðrir sviðsljósál- far hreyft mótmælum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.