Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 35
DV. TjAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 35 Appelsína - sem þýðir einfaldlega epli frá Kína.“ Epli frá Kína Allt fram á þessa öld drakk ís- lenska þjóðin kaffi og mjólk og blávatn og brennivín og virtist ekki hafa þörf fyrir annan svala. Enda skiljanlegt, þegar veðurfarið er haft í huga, að heitir og vermandi drykkir væru í mestum metum. En svo kom að því að drykkjusið- irnir breyttust þegar íslendingar kynntust gosdrykkjum. í þættinum í dag verður fjallað um drykki af ýmsu tæi, aðallega óáfenga sem von er. Límonaði og sítrón Gosdrykkir heita flestir útlend- um nöfnum enda siðurinn innflutt- ur. Fæst þeirra eru skiljanleg. Orðið gosdrykkur er auðvitað búið til úr sögninni að gjósa + drykkur. Annað nafn þessarar vöru er ropvatn, orð sem skýrir sig sjálft. Mér skilst á hinn bóginn að límon- aði sé með elstu nöfnum á þessum drykkjum. Orðið er komið úr dönsku (limonade) og þaðan úr frönsku, limonade, sem þýðir sítr- ónudrykkur. Á Seyðisfirði var fyrir margt löngu rekin gosdrykkjaverksmiðja af norskum manni og framleiddi hún límonaði. Þessari nýbreytni var vel tekið af Seyðfirðingum og^' sér i lagi templurum sem fram að þessu höfðu látið sér nægja blá- vatn. Seyðfirskur templari, nafn- kunnur maður þar í bæ og náfrændi enn kunnari víninnflytjanda í Reykjavík, hætti vatnsdrykkju og tók upp þann sið að koma á hverj- um degi í sjoppu eina og þamba þar flösku af límonaði. Hann var ígildi klukku fyrir afgreiðslufólkið því hann kom alltaf á sama tíma. Síðan gerðist það dag einn að pörupiltar ákváðu að gera honum grikk og fylltu límonaðiflösku til hálfs með brennivíni. Stúkumaðurinn kom að venju, þambaði úr flöskunni í ein- um teyg og sagði, sællegur út að eyrum: Mér þykir Íímonaðið óvenj- ugott í dag! Og þá liggur beint við að vitna næst í Þórberg Þórðarson þegar hann segir frá fyrstu kynnum sín- um af hinu eðla „víni“, sítrón: „Sveitungi minn bað um tvær sítrónflöskur, án þess að spyrja mig hvað ég vildi. • „Nú ætlar hann að fylla mig,“ hugsaði ég. Þetta var í fyrsta sinn á ævinni, sem ég heyrði sítrón nefnt á nafn, mín óbóklærða mál- fræðihneigð rakti nafnið á því undir eins til orðsins sí - alltaf, og sagnarinnar að tróna - ríkja. Sítr- ón væri vín, sem trónaði alltaf yfir öðrum vínum, væri allra vína full- komnast. Það var eins og sólskin á litinn. Og það var sætt og yndis- lega hressandi." r Islensk tunga Eiríkur Brynjólfsson Kók og Daladögg Frægasti drykkur af þessu tæi er án efa Coca Cola sem á íslensku mætti skrifa Kóka kóla eða ein- faldlega kók. Nafnið er fengið af heiti tveggja efna í drykknum. Appelsín virðist við fyrstu sýn heita ættgöfugu íslensku nafni en svo er þó alls ekki. Þetta er myndað af orðinu appelsína sem er tökuorð úr ensku (kannski gegnum dönsku), applechina sem þýðir einfaldlega epli írá Kína. Sinalco veit ég hreint ekkert hvernig er myndað en latínulærður maður stakk upp á því að þetta væri dregið af latnesku orðunum sine alco, þ.e. án áfengis. Svo sem ágæt skýring en ég tek ekki á henni neina ábyrgð. Nýjasta nýtt í gosmálum þjóðar- innar er Soda Stream eða Sódast- rím. Eins og aðrar nýjar á sviði tækni og visinda kallar þessi á nýjan orðaforða. Það vantaði sögn yfir það að búa til sinn eigin gos- drykk. Og nú er sögnin til, nefni- lega sögnin að stríma. Nýlega var hafin framleiðsla á nýju bragðefni til að stríma og heitir það Daladögg. Ekki ætla ég að leggja mat á bragð efnisins en nafn þess er einkar vel til fundið. Dögg er samkvæmt orðabók „áfall, bleyta (einkum á grasi), þegar gufa í loftinu þéttist á köld- um hlut“ en orðið daladögg er heiti sem á rætur að rekja til fornra kvæða. í þremur fornkvæðum er glímt við gátuna um uppruna daggarinn- ar. Völuspá gefur okkur þá skýringu að döggin komi undan rótum heimstrésins, Yggdrasils: Ásk veitégstanda, heitirYggdrasill, hár baðmur, ausinn hvíta auri; þaðan koma döggvar, þær er í dala falla, stendur æ yfir grænn Urðarbrunni. í öðru kvæði, Vafþrúðnismálum, er döggin sögð vera méldropar frá Hrimfaxa, en hann færir okkur nóttina. Sjálfur Óðinn er hafður fyrir þessari skýringu: Óðinn kvað: „Hrímfaxi heitir, er hverja dregur nótt of nýt regin; méldropa fellirhann morgun hvern; þaðan kemur dögg um dala.“ Þriðja skýringin er í kviðunni um Helga Hjörvarðsson. Samkvæmt henni hristist döggin úr faxi hesta: Hrímgerður kvað: „Þrennar níundir meyja, þó reið ein fyrir hvít und hjálmi nær; marir hristust, stóð af mönum þeirra dögg í djúpa dali, hagl í háva viðu; þaðan kemur með öldum ár, allt var mér það leitt, er eg leitk." En nú er sem sagt hægt að kaupa „dögg dala“ úti í búð. bílasala hölfín Lágmúla 7 Sími 688888 BÍLASYNING SUNNUDAG KL. 13.00-18.00. Sýnishornúr sýningarsal CHEROKEE CHIEF EXTRA SPECIAL VÉL: 360 AMC, ekin 3800 km, (ný vél), sérlega kraftmikil, Hooker flaekj- ur. MSD-kveikja. m. ping-control og útslátt, Performance Plus-Kit, torque-ás, 4ra hólfa Carter blöndungur, NOS-gas-innspýting (NITRO), aukaoliudæla, aukabensindæla, 115 ampera geymir, 70 ampera alternator. SKIPTING: turbo 400 sjálfskipting meö Transpack (ný). DRIF: Framan: Dana 44 (32 rilur), Torsenslæsing. Aftan: Dana 60 (35 rilur). "2 öxlar út I hjól Non-Spin læsing. Hlut- fall. 4.88:1, Millikassi 1:2,63. Quadratrack með heavy duty keðju, driflokur að framan (aldrei klikkað). DEKK: Fun Countiy "44'18x "15, frábær dekk. Rallystólar, ný klæddur. nýtt lakk. Ranchofjaðrir, 4 gas Rancho demparar. 4 freon Rancho demparar, 2 Rancho stýrisdemparar, hækkaður "5" á boddí, "1-"2" á fjöðrum, Benco 40 rása talstöð. útvarp-segulband, 2 auka bensinbrúsar (að aftan) fylgja. allur endurbyggður. Toppbill árg. 1975. Eigandi: Björn Úlafsson, Hringbraut 92, Keflavik. simi 92-4204. M. Benz 280 SEL árg. 1984, ekinn aðeins 17 þús. km, einn eigandi, steingrár að lit, mikið af aukahlut- um. Mazda 929 LTD árg. 1982, ekinn 31 þús. km, sjálfsk., vökvastýri, rafmagn i öllu. Toppbíll. Verö kr. 430.000. Toyota Tercel 4x4 árg. 1934, ekinn 46 þús. km. Verð kr. 530.000. M. Benz 190 E árg. 1984, ekinn 50 þús. km. Verð kr. 980.000. Fiat 127 900 árg. 1983, ekinn 23 þús. km, verð kr. 240.000, og árg. 1985, ekinn 14 þús. km, hvitur. Verðkr. 295.000. Honda Civlc 1500 S árg. 1984, ekinn 36 þús. km. Verð kr. 450.000. Toyota 1800 station árg. 1984, vökvastýri, rafmagnsrúður, ekinn 41 þús. km. Toppbill. Verð kr. 550.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.