Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 1986
7
Einka-
fram-
taMð
blómstrar
Eftir að hin nýja efnahags-
stefna Dengs Xiaoping fór
að gera vart við sig hefur
einkaframtakið aftur feng-
ið að blómstra í Kína.
Einkaframtak í smáat-
vinnurekstri. Og í fyrsta
sinn í mörg ár hafa ferða-
menn í Kína rekist á vænd-
iskonur á götum úti, stúlk-
ur sem bjóða blíðu sína
gegn gjaldi. Þessar stúlkur
leggja helst net sín fyrir
útlendinga - í von um að
komast yfir hærra gjald
með því móti og erlenda
mynt.
Þegar erlendir frétta-
menn hafa spurt talsmenn
kommúnistafiokksins um
þessa nýju hlið á einka-
framtakinu hafa þeir farið
undan í flæmingi enda
fátt sem þeim þykir meira
niðurlægjandi um að tala
en kínverskar stúlkur sem
lentar eru á götunni - el-
legar farnar af einskærri
tækifærismennsku að selja
sig á stóru hótelunum i
Shanghai og Peking.
Aldraður félagi í flokkn-
um og meðlimur í Polit-
buro, hinni valdamiklu
miðstjórn, Chen Yun að
nafni, sagði í samtali við
fréttamann að fjölmargir í
Kína væru varkárir í af-
stöðu sinni til efnahags-
stefnu Dengs. Og reyndar
var það þessi Chen Yun
sem fyrstur vakti máls á
því í haust sem leið.
„Við höfum orðið vör við
ýmislegt ljótt og niður-
lægjandi - svo sem vændi
kvenna og sölu á klám-
myndum á myndböndum.
Okkar land er ekki eins og
ýmis önnur lönd,“ sagðu
Chen Yun. „Við teljum að
vændi sé siðlaust.“
Þegar fréttamaður ræddi
við hótelstjóra í Peking
neitaði hann því alfarið að
vændi færðist í vöxt í Kína.
„En,“ sagði sá góði maður
„við erum hér með fáeinar
stúlkur ef þig skyldi
vanta.“
Þær kínversku stúlkur,.
sem láta blekkjast til
vændis, lenda í vondum
málum ef lögreglan stend-
ur þær að verki og hand-
tekur. Því þótt þær hafi
starfað með samþykki hót-
elstjórnar einhvers af hin-
um stærri hótelum, þar
sem útlendingar búa, þá
stendur hótelstjórnin ófrá-
víkjanlega með lögregl-
unni ef svínaríið kemst
upp.
Vændið hefur lítið verið
rætt af opinberri hálfu. Hið
opinbera málgagn,
„Shanghai Law“, kom þó
inn á málið í nóvember í
haust. Þar var það viður-
kennt að vændi væri að
verða vandamál í landa-
mæraborgum Kína og við
ströndina. „Vændiskonur
eru ekki margar,“ sagði
blaðið. „En þær munu hafa
slæm áhrif á siðgæðisvit-
und fólksins og eitra út frá
sér. Þess vegna þarf að
setja sérstök lög til að
hamla gegn vændi.“
Graham Eamshaw/Reuter
OPIÐUM
HELGINA
EINS OG
VENJULEGA
Notið tækifæriö
að skoða glæsileg
húsgögn í
glæsilegu umhverfi.
LaugardagkL 9-17
SunnudagkL 14-17
TM-HUSGOGN
Síöumúla 30,
sími 68-68-22
jf Sparneytinn jr Lipur jf Traustur
jf Rúmgóður jf Ódýr jf Spennandi
Hjá okkur er fjölbreytnin mest og kjörin best
Munið bílasýningar okkar laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
NISSAN CHERRY
Tökum flesta
notaða bíla
upp í nýja.
||| INGVAR HELGASON HF
■ ■■ Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.