Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 27
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 27 Veisluglatt fólk í Þýskalandi - segir Hjalti Jón. Fólkið á myndinni hefur ekkert með innihald greinarinnar að gera Rigning og rós í heiði Það fer ekki hjá því að veðráttan á þessum slóðum Þýskalands, þ.e. í Nordrhein-Westfalen, sé um margt lík því sem einkennandi er fyrir veðurfar á Suðurlandi, þó einkum í Reykjavík og nágrenni. Hér er t.d. einkar votviðrasamt eins og ég hef reyndar getið um áður og þegar „hann er lagstur í rigningar" þá rignir sleitulaust dögum saman. Síðustu þrjár vik- urnar hafa verið þessu marki brenndar. - Það snjóaði að vísu hressilega fyrstu dagana í janúar, það mikið að skíðafæri var orðið harla gott. Þau undur og stórmerki urðu þá jafnframt í lífí mínu að ég steig að nýju á skíði eftir fimmtán ára hlé. Var loks að öðlast kjark til að renna mér niður brekkuna þegar tók aftur að rigna. Snjórinn hvarf á nokkrum dögum og svo mikill varð vatnsflaumurinn að láglendið fór víða á kaf. Litla sprænan Sieg, sem rennur í gegn um Eiserfeld, varð að stóru fljóti sem náði víða hindrunarlítið að flæða inn í kjallara bæjarbúa. Allt fram á þennan dag hafa dælur í ýmsum stærðum unnið kappsam- lega að því að vinna bug á þessum óboðna gesti. í gærkvöldi hóf aftur að snjóa og það snjóar enn - á hinn bóginn er spáð rigningu þegar á mánudaginn. Það verður því lítið um skíðaiðk- aniríbili. Það er endalaust hægt að ræða um veðrið; hvað varðar heilsufar, aflabrögð og skepnuhöld læt ég aðra fréttaritara um að tjá sig um. Aö viðbættu einu ári Ég hef haft mikið gaman af því að fylgjast með ýmsum smáatriðum í fari landsmanna hér. Hef ég því leitast við að beina augum mínum að ýmsu sem í fljótu bragði kann að virðast litilfjörlegt. I síðasta pistli varð mér tíðrætt um sitthvað þess háttar í samskiptum fólks. Það er eftirtektarvert hvað af- mælisdagar hvers og eins skipta miklu máli meðal Þjóðverja. Ég hef vanist því heima að foreldrar geri börnum sínum dagamun árlega fram til u.þ.b. 12 ára aldurs. Eftir að þeim aldri er náð heldur fólk varla upp á afmælisdag sinn nema þegar heilum áratugi er náð. í mesta lagi er kannski bökuð ein terta til hátíðabrigða. Ég hef aldrei litið á afmælisdag mimí sem tilefni hátíðahalds og finnst engum áfanga náð þó einn góðan veðurdag hafi aldur minn orðið einni tölu hærri en í gær. Ég er hálfpartinn farinn að kvíða afmælisdegi mínum sem verður innan fárra vikna. Þá verð ég nefnilega að gera mér upp mikla gleði og bjóða fjölda manns Hjalti Jón Sveinsson skrifar frá Þýskalandi. til að fagna með mér. í kunningja- hópi mínum hér hafa ótaldar af- mælisveislur verið haldnar síðan í haust. Fólki er boðið með góðum fyrirvara og veislan er jafnan hald- in á föstudags- eða laugardags- kvöldi. Sumir koma langt að og gista hjá afmælisbarninu og oft er það svo að sumir hittast aðeins við slík tækifæri þegar þeir búa langt hver frá öðrum. Þess vegna eru afmælisdagar kjörið tækifæri til að halda við gömlum kynnum og efla þau. Gjaman eru þetta 20-30 manna veislur sem standa fram á morgun. Sá siður er hafður að afmælisbarninu em færðar smá- gjafir til málamynda en tilgangur- inn með veislunni er þó fyrst og fremst sá að fólk skvetti rækilega úr klaufunum. Boðsgestir koma gjarnan með flösku af víni og hver leggur að auki eitthvað til matar- kyns, t.d. brauð, salat eða álegg. Af þessum sökum þarf gestgjafinn ekki að hafa svo mikið fyrir veisl- unni. Honum er þó ætlað að sjá til þess að bjórbirgðir séu nægar. Karlarnir halda sig einkum við drykkinn þann auk þess sem þeir fá sér einn og einn snafs þegar áhrifa vínandans fer að gæta. Get- ur sá drykkjumáti náttúrlega haft skelfilegar afleiðingar. Konurnar drekka hins vegar gjarnan létt vín, það er t.d. með ólíkindum hvað kampavínið er vinsælt; hér er það nefnt Sekt og þykir ómissandi í boði af þessu tagi. Ekki er það svo að öll íbúðin eða húsið sé lagt undir afmælisboðið. Þér er ekki vísað til stofu, a.m.k. ekki þar sem húsakynni eru stærri en venjuleg 2-3 herb. íbúð. Þér er vísað annaðhvort niður í kjallara eða upp á háaloft þar sem innréttuð hefur verið sérstök vistarvera sem er helst ekki notuð nema þegar einhver í fjölskyldunni á afmæli. Þetta þykir setja skemmtilegan svip á hátíðahöldin. Þau eru líka óformleg, oft eins og að sitja á krá með góðum kunningjum. Fólk kjaftar þessi lifandis ósköp, dansar syngur og lætur guðaveigar lífga sálaryl. Brátt líður að þeim degi sem þess verður minnst að Stalín hafi endað lífdaga, þann sama dag fæddist sá er þetta skrifar. Verst þykir honum að þurfa að bjóða gestum til stofu að eiga hvorki holu í kjallara né umú á hanabjálka. Eg má til með að geta þess í lokin að vinkona okkar, sem býr i litlu þorpi hér í nágrenninu, bauð um 40 manns í afmælið sitt um daginn og hélt veisluna úti í hesthúsi og gerðinu í kring sem tjaldað var yfir. Rigning var, eins og oft endra nær, og voru því flestir klæddir regnkápum og með stígvél á fótum Það var skemmtileg tilbreyting að dansa í þessari múnderingu, dreypa á sjóðheitum víndrykk, sem hitað- ur var í stórum potti á hlóðum, og syngja um rjóða rósu á heiði. - Hjalti Jón Sveinsson Pontiac Le Mans ’80 5 dyra station, sjálfskiptur, vökvastýri, V-6 vél, dökkblár. Mjög góöurbíll. Alls konar skipti möguleg. Góð greiðslukjör eða skuldabréf. Uppi. i símum 68-15-30 og 83104 (Sveinn) kl. 9-18 og í síma 72212 eftir kl. 19. ORÐSENDING FRÁ VERKA- KVENNAFÉLAGINU FRAMSÓKN Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 10. febrúar vegna flutninga. Opnum á þriðjudag í húsnæði okkar að Skipholti 50a, sími 688930-31. Saab 900 GL árg. 1983 til sýnis og sölu, ekinn aöeins 39.000 km, útvarp, segul- band, vetrardekk, sumardekk, grjótgrind, sílsalistar, fallegur bíll. BÍLASALA V/MIKLAT0RG. SlMAR 24540-19079. MATTHIASAR r auloslar ÁKLÆÐI0G GÓLFM0TTUR í FLESTAR GERÐIR BIFREIÐA Áklæðin eru hlý og teygjanleg. Fjölbreytt litaúrval. Motturnar fást í rauðum, bláum, brúnum og gráum litum. Kynnið ykkur verð og gæði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.