Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1986, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR1986 19 Með blessun Vladimirs Ekki vildi framkvæmdastjórn lista- hátíðar skýra frá poppviðburði há- tíðarinnar en sagði að Steinar Berg væri nú að semja um þá hluti. Ljóst er þó að innlendir og erlendir kraftar munu halda uppi fjöri tvo síðustu daga hátíðarinnar. Hrafn las einnig upp úr bréfi frá Vladimir Ashkenazy sem lagði blessun sína yfir þessa bráðabirgðadagskrá. Hvað myndlistina snertir þá verður Picasso sýningin að sjálfsögðu mesti viðburðurinn á hátíðinni. Ekkja Picassos, Jacqueline, mun opna sýn- inguna og er hún jafnframt annar af tveimur heiðursgestum listahátíð- ar. Hinn er Ingmar Bergman. Sýnd verða um 60 verk eftir listá- manninn, málverk, teikningar og skúlptúr, og hefur ríkið gengist í ábyrgð fyrir tryggingunum sem eru himinháar. Framlag Norræna hússins er sýn- ing á málverkum og grafík eftir Edward Munch, Listasafnið heldur yfirlitssýningu á verkum Karls Kvaran og Kjarvalsstaðir standa fyrir sýningu á „Reykjavík í mynd- list“. Leikhúsfólk fær svo sjálfan Berg- man með uppfærslu sína af Fröken Júlíu eftir Strindberg, í flutningi Dramaten, þekktan flamenkóhóp frá Spáni og bresku látbragðsleikarana Nola Rae og John Mowat. Rithöfundar hafa stundum borið skarðan hlut frá borði listahátíðar. Nú á að halda upp á ritlistina eins og aðrar listir, m.a. með því að veita vegleg verðlaun fyrir smásögur ( 200.000 í fyrstu verðlaun ) og á sjálf Doris Lessing að afhenda þau verð- ugum höfundi. Doris Lessing kemur síðan fram á sérstakri dagskrá í Iðnó og Forlagið heiðrar skáldkonuna með því að gefa út þýðingu á fyrstu skáldsögu hennar, Grasið syngur. Að lokum tjáði Hrafn viðstöddum að kostnaðaráætlun listahátíðar hljóðaði upp á 21.380.000 krónur og stilla verði aðgöngumiða í hóf þann- væri stefnt að því að komast halla- ig að aðgangur kostaði hvergi meira laust frá henni. Samt yrði reynt að en 1000 krónur. -ai Ingmar Bergman. PabloPicasso. j TOYOTA TERCEL 4WD fer ótroðnar slóðir. Hann er stórskemmtilegur bœjarbíll með mikið flutningsrými auk óvenjulegrar fjölhœfni, enda með drifi ó öllum hjólum. . Þegar fœrð og veður gera akstur erfiðan, ekur þú leiðar þinnar þœgilega og óhyggjulaust. Tœkni TOYOTAvið smíði bílvéla sérTERCEL 4WD fyrir nœgu afli en lógmarks eldsneytiseyðslu. / TERCEL4WD SPECIAL SERIES ' er sérbúinn bíll, þar sem saman fara aukin þœgindi og útlit sem 11 vekur athygli. ....... W . ■sQæ flS ,. j Renndu við í reynsluakstur og þú ” sannfœrist um aðiTERCEL 4WD SPECIAL SERIES er hverrar krónu virði, > I jv. iL ■ISÉiSErl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.