Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Qupperneq 4
4
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRIL1986.
Stjórnmál___________Stjórnmál___________Stjórnmál___________Stjórnmál
„Framvarpið unnið i
flýti og án þekkingar‘ ‘
Þingmenn
ennsakaðir
um þekkingar-
skort:
Verslunarráð íslands hefur gefið
frumvarpi Svavars Gestssonar og
fleiri alþýðubandalagsþingmanna
um stöðvun á okurlánastarfsemi
falleinkunn. I umsögn ráðsins segir
að frumvarpið fjalli á engan hátt
um okurlánastarfsemi og sé því ekki
líklegt til að hafa minnstu áhrif á
umfang slíkrar starfsemi.
Þingmennirnir lögðu fi-am þetta
frumvarp þegar umræðan um ok-
urlán stóð sem hæst. Frumvarpið
á að stöðva okurlánastarfsemi. í því
er gert ráð fyrir að öll skuldabréf
skuli skráð á nafh og nafnnúmer.
Einnig skulu þeir sem starfrækja
verðbréfamiðlun hafa sérstök leyfi
útgefin af viðskiptaráðuneytinu.
Verslunarráð íslands kemst að
þeirri niðurstöðu að það geti ekki
mælt með því að frumvarpið verði
að lögum og semja þurfi nýtt frum-
varp ef það eigi að ná til okurlána-
starfeemi.
„Frumvarpið virðist samið í flýti
og án þekkingar á verðbréfa- og
fasteignaviðskiptum og blandar
þeim saman við okurlánastarfsemi.
Ef frumvarpið yrði að lögum mundi
það stórauka kostnað í tengslum
við verðbréfa- og fasteignaviðskipti
og tefja fyrir slíkum viðskiptum án
þess að breyta nokkru um þhð af
hverju okurlánastarfsemi fær þrifist
eða hvemig hún fær starfað," segir
m.a. í umsögn Verslunarráðs Is-
lands.
-APH
Þessir þrír þingmenn eiga meira sameiginlegt en að vera þingmenn. Ellert B. Schram og Gunnar G. Schram,
sem eru að greiða atkvæði á myndinni, eru frændur. Jón Baldvin Hannibalsson, sem virðist vera í þungum
þönkum, er svo mágur-EUerts. DV-MYND GVA
Sættir hjá Bjarna P.
og Sigurði E.
Bjami P. Magnússon og Sigurður
E. Guðmundsson, sem börðust um
efsta sæti á framboðslista Alþýðu-
flokksins í Reykjavík á dögunum,
hafa orðið sammála um að leggja til
við fulltrúaráð flokksins að prófkjörs-
reglum verði breytt.
Eins og flesta rekur minni til kom
upp ágreiningur milli frambjóðenda í
prófkjöri flokksins í Reykjavík. Sig-
urður E. Guðmundsson, sem tapaði í
prókjöri flokksins, sakaði Bjama P.
Magnússon um að hafa myndað kosn-
ingabandalag gegn sér.
Nú hafa náðst fullar sættir með
Bjama og Sigurði. Þeir leggja til að
skipuð verði 3ja manna nefnd til að
endurskoða prófkjörsreglumar.
Markmiðið verði að gera þær skýrari.
Tryggt verði að aðeins stuðnings-
menn Alþýðuflokksins taki þátt í
prófkjörinu. Einnig að bannað verði
að mynda kosningabandlög 2ja eða
fleiri frambjóðenda. Nýjar reglur um
prófkjör verði síðan afgreiddar á
næsta aðalfúndi fulltrúaráðs alþýðu-
flokksfélaganna í Reykjavík.
-APH
Greiðslukortafýrirtækin:
Neita að upp-
lýsa vanskil
Greiðslukortafyrirtækin tvö, sem
starfrækt em hér á landi, hafa neitað
að gefa upplýsa viðskiptaráðherra um
vanskil korthafa nú um áramótin.
Það var Guðmundur Einarsson,
Bandalagi jafnaðarmanna, sem ósk-
aði eftir þessum upplýsingum frá
viðskiptaráðherra. Ráðherra óskaði
síðan eftir þessum upplýsingum frá
greiðslukortafyrirtækjunum. í svör-
um þeirra beggja kemur fram að þau
telja sér ekki heimilt né skylt að veita
slíkar upplýsingar.
-APH
I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari
Bliafríðindi
Eins og alþjóð veit hafa nokkrar
stéttir notið þeirra fríðinda að fá
bifreiðar keyptar á innkaupsverði,
það er að segja án tolla og aðflutn-
ingsgjalda. Hér er um að ræða ör-
yrkja, leigubílstjóra, ráðherra og
bankastjóra. Aðstoðin við öryrkj-
ana er skiljanleg og félagslega nauð-
synleg, enda er þar um að ræða
þjóðfélagshóp sem sjaldnast kemst
ferða sinna öðruvísi. Sama máli
gegnir um leigubílstjóra, að þeir
hafa akstur að atvinnu og verður
að teljast eðlilegt að þeir njóti nokk-
urrar fyrirgreiðslu hins opinbera til
kaupa á þessum atvinnutækjum
sinum.
Vandasamara hefur verið að út-
skýra tollafríðindi ráðherra og
bankastjóra, því ekki eru þeir undir
fátæktarmörkum og ekki hafa þeir
það fyrir atvinnu að aka bílum. Að
minnsta kosti ekki á virkum dög-
um.
Nú hefur það gerst að allur al-
menningur hefur fengið það í kjara-
bætur að geta keypt bíla án toliaok-
ursins og hefur þeim kjarabótum
verið vel tekið af öllum nema þeim
launþegum sem ekki hafa efni á
bílakaupum. En þá bregður svo við
að öryrkjar og ráðherrar telja sig
svikna af þessum kjarabótum og
telja sig hafa misst fríðindi, sem
verði að bæta þeim.
Þetta kemur nokkuð undarlega
fyrir sjónir. Ef einhver tiltekinn
einstaklingur í þjóðfélaginu fær frítt
í bíó, af þvi hann þekkir eiganda
biósins, verður ekki séð að hann
missi spón úr aski sínum þótt aðrir
fái frítt í bíó líka. Eða maður sem
fær frítt í sundlaugamar. Hvernig
getur hann verið verr settur þótt
aðrir fái frítt í laugarnar eins og
hann? Hann fær frítt í laugarnar
áfram.
Ef ráðherrar eða bankastjórar
hafa fengið keypta bila með sérstök-
um kjörum verður ekki séð að þeim
sé gerður óleikur þótt aðrir fái þessi
fríðindi einnig. Ekki hafa bilakaupa-
kjörin versnað hjá ráðherrunum,
eða hvað? Ekki hafa bankastjórar
lakari lífskjör þótt einhveijir aðrir
hafi efni á því að kaupa sér eins bíla
og bankastjórarnir keyra á.
En veslings ráðherrarnir og aum-
ingja bankastjórarnir. Þeir eru al-
veg miður sín þessa dagana af því
að nú er búið að semja um það í
almennum kjarasamningum að
aðrir hafi bílafríðindi eins og þeir.
Þetta er voðalegt áfall fyrir þá. Nú
er búið að setja allt i gang í kerfinu
til að reikna það út hvernig hægt
sé að lækka bilakaupin ennþá meira
hjá þessum bágstöddu stéttum til
að rétta hag þeirra og koma í veg
fyrir að þeir þurfi að sitja við sama
borð og almenningur. Þeir telja sig
sem sagt hlunnfarna í kjörum við
það að bílafríðindi þeirra eru ekki
lengur prívat fyrir þá sjálfa og ör-
yrkjana.
Laglegt yrði það ef launþegar
fengju nú allt í einu laun sem flyttu
þá yfir fátæktarmörkin og kæmust
með tærnar þar sem ráðherrarnir
hafa hælana. Þeir mundu sjálfsagt
ijúka í verkfall, ráðherrarnir, og
heimta stóraukin laun til þess að
verða ekki minni menn og eiga það
á hættu að aðrir hcfðu það eins og
gott og þeir sjálfir.
Ef einhver maður í þjóðfélaginu
fær ný og betri kjör hefur það aldrei
heyrst áður að aðrir hópar ijúki upp
til handa og fóta og telji það skerð-
ingu á sínum kjörum. Eða hvað?
Hvemig geta fríðindi til eins verið
skerðing á fríðindum annars? Drott-
inn minn dýri. Maður vissi að ör-
yrkjar liðu önn en ekki að ráðherrar
og bankastjórar væru svo langt
undir fátæktarmörkunum að þeir
liðu fyrir það þegar almenningur
fær kjarabætur í fríðindum sem ekki
eru tekin af einum né neinum.
Öryrkjar hafa sett fram ákveðnar
óskir um lagfæringar á sínum kjör-
um, að því er varðar hin sprstöku
bílafriðindi þeirra. Ekki kæmi
manni á óvart þótt ráðherrar og
bankastjórar óskuðu eftir að ganga
í Öryrkjabandalagið til að standa
vörð um hagsmuni sína. Þeir telja
sig hvort sem er eiga samleið með
öryrkjunum. Og eiga það kannski.
Ef ekki öryrkjunum þá öreigunum,
sem ekki eiga til hnifs og skeiðar,
þegar búið er að skerða bílafríðindi
þeirra með því að veita öðrum sams
konar bílafríðindi!
Grátstafirnir í ráðherrunum
hljóta að vera háttstemmdir á ríkis-
stjórnarfundunum.
Dagfari,