Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Side 19
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRlL 1986. 19 Menning Menning Menning Menning Vitsmunaleg höfuð Gáfumenn í gagnrýnendastétt hafa stundum fárast yfir vöntun á „vit- rænu inntaki" í verkum íslenskra myndlistarmanna og eiga þá senni- lega við það að þeir keyri ó tilfinning- um fremur en hugsun. Mó vera. En hitt ber einnig að hafa í huga að inntak verka veltur ekki einvörðungu ó fígúratífri skírskotun þeirra. Gott óhlutbundið verk hefur einnig inntak, áhorfandinn verður aðeins að leggja meira á sig til að hafa upp ó því. Allt um það hefur einn ágætur kollegi minn, Halldór B. Runólfsson, ókveðið að bæta úr þessum vitsmuna- bresti í íslenskri myndlist með því að halda sýningu á eigin verkum í Ný- listasafninu. Kannski geri ég honum upp þennan ásetning. Eins víst er að brýn þörf hafi róðið þar mestu um. Halldór Björn er jú enginn nýgræð- ingur i málaralistinni, þótt hann hafi farið með það áhugamál eins og mannsmorð, sennilega af tillitssemi við lesendur sína. Nóg er um málandi gagnrýnendur samt. En því verður ekki neitað að í málverkum sínum gerir Halldór Björn mjög meðvitaða tilraun til að leggja út af traustum hugmyndaleg- um grunni, aðallega með tilvísun i mýtur, mannkynssöguna og vestræn- an bókmennta- og menningararf almennt. Dulræð atburðarás Nöfn myndanna segja sitt: Rætur harmleiksins (Nietszche?), Ginnunga- gap (Völuspá), Hinn listræni gleði- leikur (Dante?), Kýklópur (Hómer), I draumi sérhvers manns (Steinn Steinarr), Marmaramaður (W adja)... Það er ekki hjartað, heldur hugur- inn, höfuðið, sem gerir okkur að mönnum, segir Halldór Björn með því að gera stílfærð höfuð að þungamiðju Halldór Björn Runólfsson - Tíu hrópmerkt málverk, myndröð. FRA VERKAMANNA- SAMBANDIÍSLANDS FYLGISTMEÐ VERÐLAGINU Verkamannasamband islands beinir þeirri eindregnu áskorun til aðildarfélaga sinna og allra félagsmanna þeirra að fylgjast grannt með verðlagi hvert á sínu svæði og í samstarfi við önnur verkalýðs- og neyt- endafélög. TRAUST VERÐLAGSEFTIRLIT FÉLAGSMANNA ER EIN AF MEGINFORSENDUM NÚGILDANDI KJARASAMNINGA VMSÍ verka sinna. Á þeim, umhverfis þau eða inni í þeim gerast þeir atburðir sem myndirnar ganga út á. f flestum þeirra ríkir draumkennt andrúmsloft, dulræð atburðarás virð- ist hafa stansað í miðjum klíðiun og steinrunnið, annars staðar erum við stödd við upphaf einhverrar sögu sem á augsýnilega eftir að enda með ósköpum. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON Eða þá að listamaðurinn talar í hálfkveðnum vísum, með aðstoð heimatilbúinna eða aðfenginna tókna. Áhorfandinn gengur þess ekki dul- inn að listamaðurinn hefur haft náin kynni af myndljóðum franskra súr- realista. f smærri myndum sínum og vinnu- skissum varpar Halldór Björn frekara ljósi á áhugamál sín innan myndlist- arinnar. Hetjukveðskapur Launhelgar og önnur torræð ritúöl hausamyndanna víkja þar fyrir bein- um frásögnum upp úr goðsögnum, hetjukveðskap og Biflíunni. Tónninn er tragískur og helsta fýrirmynd Halldórs Bjöms er augljóslega Pí- kassó - ekki hinn hreinkúbíski eða súrrealíski Píkassó, heldur nýklas- síkerinn Píkassó, sem reyndi að tengja fortíð og nútíð með því að endurgera gamlar mýtur. í þriðja lagi eru á sýningunni nokk- ur stór málverk á pappa, sem tilheyra hvorugum þeim dilk sem hér hefur verið nefndur, em þó ekki alveg sér á parti. f þeim verkum virðist hið læsilega tákn skipta minna máli en það sem efnið sjálft, málningin á fletinum, hefur að segja um tilfinningar þess sem um péntskúfinn heldur. Hér er engu líkara en að Halldór Bjöm hafi tekið nótis af því sem ungir expressjónistar hafa verið að gera, handbragðið er dáldið villt, en þó ekki úrböndunum. Díónýsos og Apolló Það er ekki auðvelt að koma þess- um óhefluðu og tilfinningaríku verk- um heim og saman við hin „vitsmuna- legu höfuð“ listamannsins. Er hann hugsanlega tvílráður í afstöðu sinni til málverksins? Eða er þetta bara díónýsiska hliðin á honum? Alltént held ég að sjálfur taki ég þá hlið fram yfir hinn yfirvegaða Apolló. Meðal annars vegna þess að þeim megin þarf maður ekki að hafa allar tilvísanir á hreinu. Ef á heildina er litið er fengur að þessari sýningu Halldórs Björns, þótt á henni sé óþarflega mikil vitsmuna- leg slagsíða. Þegar hann ekki er að reyna að hafa allt á hreinu, lætur bara vaða á súðum eins og höndin og hjartað segja fyrir um, kemur í Ijós að krítíkerinn er býsna liðtækur og heiðarlegur málari. -ai « Tímarit f yrir aUa APREL ið er komið NÚNA 4 _.HEfB™AR-APRÍL198Ö-YERÐ KR. 160 Staorey II > Meömklur munur kvnpmna........ ^ Wxmm -eru mismui\ancu lárhkarlmn sem Wjöp............ , Glóuntli gcstur ur gciniríum.. £ ,sXOrilTUU » Hvaö cr tölva?.....•••;....... % BlS.sí fr^aðu jóga hei'rna hja pw.... Hugsun í ..................... Loksins aðgengileg i-iSkmwöunnn s íræðsla fyrir allaþá " k sem ekkert vita um W;,sl|lW....;...:...............■.......” tölvur Otrúk-gt cn satr: Hitthciöarlcgt __ rj-i vcrk' á ævinnt.....*... öiS- Tak, nu allir lv.iu4.msiv otan .. " BlS.38 | lclstu truarbrögö hcims: Ikiddisminn................... NUuiamc Tussaud s: MADAMETUSSMITS: 1 VAKAÐYFIRHVERIU 10m.n' ......................... ^ smáatriði **£££&......................... Y3 'l'.mnkrcm ur náttúrucfnuni .. 9-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.