Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Qupperneq 22
22
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Vésteinn og Siggi Einars
meðal þeiira bestu í heimi
Frá Ólafí Guðgeirssyni, frétta-
manni DV í Bandarikjunum.
„Hingað til hafa krakkarnir rúllað
gegnum mótin eins og á æfingum en
nú verður farið að taka á,“ sagði
Þráinn Hafsteinsson, þjálfari við
Tuscaloosa-háskólann í Alabama hér
í Bandarikjunum, og það voru orð
að sönnu því um páskahelgina náði
íslenska frjálsíþróttafólkið snjöllum
árangri eins og skýrt var frá í blaðinu
ígær.
í háskólanum í Alabama stundar
hópur Islendinga nám, þar á meðal
eru tíu frjálsíþróttamenn sem getið
hafa sér góðan orðstír. Þráinn Haf-
steinsson er þjálfari eins og áður
segir og kona hans, Þórdís Gísladótt-
ir, æfir þar þó hún hafi lokið námi
við skólann. Guðmundur Skúlason
hefur enn ekki keppt vegna anna við
nám en Vésteinn Hafsteinsson, Egg-
ert Bogason, Sigurður Einarsson,
Kristján Harðarson, Iris Grönfeldt,
Ragnheiður Ólafsdóttir og Bryndís
Hólm eru komin á fulla ferðóg stefna
að því að vera í toppþjálfun um
mánaðamótin maí -júní.
Snemma í mars var síðasta innan-
hússmót keppnistímabilsins, svo-
kallað South-Eastern Conference
(SEC) og þær Bryndís og Ragnheiður
áttu þátt í því að kvennalið Alabama
vann SEC-meistaratitiIinn. En
naumt var það, einn þriðji úr stigi
betra en Louisiana State University.
Ragnheiður, sem nýlega er byrjuð
að æfa aftur eftir tveggja ára hvíld,
mest vegna meiðsla, keppti í tveggja
mílna boðhlaupi. Sveit Alabama
varð í þriðja sæti í hlaupinu. Þá varð
Ragnhéiður í sjötta sæti í 800 m
hlaupi á 2:16 mín. Bryndís stökk 5,54
m í langstökki og 1,64 m í hástökki.
Eggert og Vésteinn komust báðir í
úrslit í kúluvarpi. Eggert varpaði
18,13 m, sem er besti árangur hans í
kúluvarpi. Hann varð í fimmta sæti.
Vésteinn varpaði 17,31 m. Kúluvarp-
Eggert, Sigurður, Vésteinn og íris
Grönfeldt hafa tryggt sér rétt til að
keppa á bandaríska háskólameist-
aramótinu, sem verður háð í Indiana
3.-9. júní. Þá hafa þeir Eggert og
Vésteinn einnig náð lágmörkum í
sinum greinum til þátttöku á Evr-
ópumeistaramótinu í Stuttgart í
Vestur-Þýskalandi í ágúst í sumar.
Árangur Vésteins á mótinu sl. laug-
ardag, 63,98 m er sennilega besti
árangur í heiminum í kringlukasti í
ár.
-hsím
íslenska frjálsíþróttafólkið í Alabama. Fremri röð frá vinstri: Ragnheiður, Bryndís, Þórdís og íris. Efri röð: Þráinn,
Eggert, Guðmundur, Kristján og Eggert. DV-mynd ÓG, Alabama.
ið er aukagrein hjá honum. Þá má
geta þess að Sigurður Einarsson
hefur kastað nýja spjótinu 76,18 m.
Það er einn besti árangur í Banda-
ríkjunum í ár. Þyngdarpunkturinn á
nýja spjótinu er fimm sentímetrum
framar en áður, sem gerir það að
verkum að árangur er rúmlega 10%
lakari en með gömlu gerðinni.
Þráinn og Kristján á æfingu í Alabama. DV-mynd ÓG.
Lugi sló Dyn-
amo Berlin út
- í IHF-keppninni í handbolta. Stinga lék á ný
með Steaua ísigri á Redbergslid
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit-
ara DV í Sviþjóð:
Sænska liðið Lugi, mótherjar Vals
í IHF keppninni í vetur, komu mjög
á óvart með því að slá út a-þýska
liðið Dynamo Berlin er liðin léku
seinni leik sinn í keppninni í Svíþjóð.
A-þýska liðið vann fyrri leik lið-
anna í A-Berlín með þremur mörk-
um, 25-22, en sænska liðið sigraði í
síðari leiknum, 21-18, án nokkurra
af sínum bestu mönnum, sem eru
meiddir, og komst áfram á fleiri
l^nörkum skoruðum á útivelli.
Redbergslid, sænsku meistararnir
sem léku gegn FH, féllu úr Evrópu-
keppni meistaraliða um helgina.
Liðið tapaði síðari leik sínum gegn
rúmenska liðinu Steaua frá Búkar-
est, 32-24, en rúmenska liðið vann
einnig fyrri leikinn í Svíþjóð, þá með
einu marki. Þess má geta að flestir
leikmenn Steaua eru einnig rúm-
enskir landsliðsmenn og Stinga, sem
sama og ekkert gat leikið með
Rúmeníu á HM, lék nú með á ný og
átti góðan leik.
-fros^
Isakovic og Vukovic til
Þýskalands fyrir metfé
- Fleiri heimsmeistarar á faraldsfæti
• Bjarni Friðriksson hreppti silfur-
verðlaunin í 95 kg flokki á Norður-
landamótinu.
Þrjú silfur og
eitt brons
- hjá íslendingum á NM
íjúdó
íslenskir júdómenn hlutu þrjú silf-
urverðlaun og ein bronsverðlaun á
Norðurlandameistaramótinu í júdó
sem fram fór um helgina.
Sigurður Hauksson lenti í öðru
<sæti í opnum flokki og varð þriðji í
+ 95 kg flokki. Bjarni Friðriksson
varð í örðru sæti i -95 kg flokki og
Magnús Hauksson hlaut annað sætið
í-86kg flokki.
Finnar unnu sigur í sveitakeppn-
inni, Svíar urðu í öðru sæti, Norð-
menn í þriðja, íslendingar í fjórða
og Danir þurftu að sætta sig við
neðsta sætið.
-fros
Framhefur
titilvömina í
kvöld
Annar leikurinn á Reykjavikur-
mótinu í knattspyrnu fer fram á
gervigrasinu i Laugardal i kvöld en
þá leika Framarar, núverandi
Reykjavikurmeistarar, gegn KR-ing-
um.
Yfirleitt hefur verið litið á Reykja-
víkurmótið sem nokkurs konar æf-
ingamót en þó hafa margir leikir á
mótinu verið skemmtilegir á undan-
fömum árum og að þessu sinni má
búast við skemmtilegu móti.
Næsti leikur, eftir leikinn í kvöld,
fer fram á sunnudag en þá leika
Víkingur og Valur. A þriðjudaginn
leika síðan Fram og Fylkir.
-SK
• Sverrir Einarsson, fyrirliði
Fram, hampar hér bikarnum eftir
sigur Fram í Reykjavíkurmótinu í
fyrra.
Skólakeppni
Skólakeppni Fijálsíþróttasam-
bandsins 1986 mun fara fram í Laug-
ardalshöllinni á laugardaginn og
hefjast klukkan 10. Keppnin er haldin
undir kjörorðinu „Bindindi er best“
- og er styrkt af áfengisvamarráði.
Margir júgóslavneskir handknatt-
leiksmenn eru á faraldsfæti þessa
dagana og ljóst að eitt besta liðið í
Júgóslavíu, Metaloplastika, mun
verða fyrir mjög mikilli blóðtöku. Sú
regla er í gildi hjá handknattleiks-
mönnum í Júgóslavíu að leikmenn
mega ekki leika með erlendum liðum
fyrr en þeir hafa náð 28 ára aldri. Og
nú hafa nokkrir leikmenn náð þess-
um lágmarksaldri og eru farnir að
hugsa sér til hreifings.
Tveir af máttarstólpum Metalo-
plastika, sem um árabil hefur skartað
skrautíjöðrum júgóslavnesks hand-
knattleiks, hafa nú samið við lið í
Vestur-Þýskalandi. Þetta eru þeir
Mile Isakovic, einn besti homamað-
ur heims, og línumaðurinn Vukovic.
Talið er að Isakovic fari til 2. deildar
liðsins Milbertshofen en kaupverðið
nemur um 10 milljónum íslenskra
króna. Ekki hefur það fengist upp-
gefið hvert Vukovic fer en kaupverð
hans nemur einnig 10 milljónum
króna sem er hæsta verð sem greitt
hefur verið fyrir handknattleiks-
mann í þýska handknattleiknum frá
upphafi. Isakovic fer til Þýskalands
í júní en Vukovic í september. Og
enn eitt áfallið sem skellur á Met-
aloplastika þessa dagana er að hinn
heimsfrægi leikmaður Vujovic er
alvarlega meiddur og óvíst hvenær
hann getur leikið með að nýju.
Tveir í herinn og fyrirliðinn til
Spánar
Fleiri leikmenn eru á leið úr hand-
knattleiknum í Júgóslavíu. Mark-
vörðurinn Basic og vinstri handar
skyttan Cvetkovic eru á leið í herinn
og munu því ekki leika handknatt-
leik á næstunni, líklega ekki næstu
tvö árin. Þegar Cvetkovic hefur
lokið herskyldu og náð 28 ára aldri
er talið víst að hann fari til Dússel-
dorf en viðræður á milli hans og
félagsins hafa þegar farið fram. Basic
mun halda til Spánar og leika þar.
Fyrirliði heimsmeistaraliðs Júgó-
slavíu, Rnic, er á leið til Spánar og
mun leika þar á næsta keppnistíma-
bili en ekki er enn vitað með hvaða
liði. Allir leikmennirnir, sem rætt er
um hér að framan, voru í sigurliði
Júgóslavíu í síðustu heimsmeistara-
keppni í Sviss.
-SK.
• Rnic, fyrirliði heimsmeistara
Júgóslava, leikur á Spáni næsta
vetur og Basic markvörður fer í
herinn.