Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Síða 23
DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986.
231
Tippað á tólf Tippað á tólf Tippað á tólf Tippað á tólf
LokasprettuHnn
þungbær sumum liðum
Þá er lokaspretturinn að hefjast.
Þessi vika er nr. 32 í íslenskum get-
raunum í vetur. Þá eru eftir fjórar
vikur auk þessarar til að tippa.
Næsti seðill er nokkuð blandaður.
Fyrst eru tveir leikir í 6. umferð
ensku bikarkeppninnar, næst sjö
leikir úr 1. deildinni og að lokum
þrír leikir úr 2. deild.
Það eru fjögur stórlið sem eru eftir
í 6. umferð bikarkeppninnar. Sheffi-
eld Wednesday keppir við Everton.
Leikurinn er leikinn á hlutlausum
velli: Villa Park í Birmingham. Ef
liðin skilja jöfn eftir 90 mínútur er
framlengt. í sjálfu sér er það alger
tilviljun hvort rétt er spáð í bikar-
keppninni en ég tel frekar að Sheffí-
eld Wednesday sigri Everton. Nokk-
uð er um meiðsli hjá Everton og
Sheffieldliðið hungrar í titil.
Southampton - Liverpool leikur-
inn er leikinn á leikvelli Tottenham,
White Hart Lane. Liverpool er í
Hörku-
kerfi
fyrir
hörku-
tippara
121212121212
111122222211
112211221122
122121221121
111212222121
112121122122
Tipparar nota getraunakerfi til að
minnka kostnað við tippið. Auðvitað
vilja þeir fá sem mest fyrir aurinn
og þess vegna er mikið pælt í því
hvernig kerfin eru og reynt að fá
kerfi sem gefur sem mesta mögu-
leika. Ef við tökum dæmi þá þarf 64
raðir til að tvítryggja sex leiki. Þá
eru líka alltaf 100% líkur á að 12
réttir komi upp ef öll merkin eru rétt.
En nú kynni ég 12 raða kerfi sem
gefur sex tvítryggða leiki. Ef öll
merkin koma upp eru alltaf 11 réttir
á einni röð og 10 réttir á þremur
röðum. Einnig eru nokkrar líkur, eða
rúmlega 15%, á 12 réttum.
Það sem þarf að gera er að kaupa
tvo hvíta seðla sem eru 8 raða. Eitt
merki er sett á sex leiki. Nota má
1, x eða 2 eftir þörfum.
Tvö merki eru sett á hina leikina
og er farið eftir töflunni hér til hlið-
ar. Þetta kerfi kalla ég Hörkukerfið.
banastuði um þessar mundir. Sout-
hampton hefur aftur á móti ekki náð
sér á strik en hefur oft gengið vel í
bikarkeppnum. Liverpool hefur ekki
unnið bikarkeppnina í mörg ár eða
siðan 1974 er liðið sigraði Newcastle,
3-0. Nú held ég að liðið komist alla
leið og sigri. Liverpoolsigur.
Birminghamliðinu hefur ekki
gengið sem skyldi í vetur. Einstaka
sigur á stangli hefur haldið liðinu
við yfirborðið. Nú er það erfiður
leikur gegn léttleikandi liði Luton.
Jafntefli í baráttuleik.
Chelsea á auðveldan leik við Ips-
wich. Ipswich er ekki með góðan
mannskap og er í fallhættu. Chelsea
er við hinn enda töflunnar við topp-
inn. Þetta ætti að vera auðveldur
heimasigur.
Coventry sekkur dýpra og dýpra,
þrír sigrar í siðustu fimmtán deildar-
leikjum, fær eitt af toppliðunum
Manchester United í heimsókn.
Þetta verður baráttuleikur þar sem
Manchester United fer með sigur af
hólmi. Alan Brazil, fyrrum leikmað-
Grobbelaar, hinn litríki markvörður
Liverpool, hefur átt erfitt uppdráttar
í vetur. Er honum kennt um mörg
töp liðsins í vetur. Sjálfur er hann
ekki ánægður með þá gagnrýni og
bendir á að hann hefur spilað meidd-
ur marga leiki að ósk yfirboðara
sinna.
ur United, gæti þó reynst liðinu
skeinuhættur.
Arsenal hefur þokast upp töfluna
eftir nokkra góða sigra í undanförn-
um.leikjum á meðan Manchester
City hefur hrapað niður töfluna eftir
nokkra tapleiki. Útisigur þar.
Oxfordliðið er mikið stemmningar-
lið. Annaðhvort sigrar það nokkra
leiki í röð eða tapar nokkrum leikj-
um í röð. Nú sigrar Oxford Aston
Villa sem hefur gengið herfilega í
vetur og er alveg við botninn.
Watford er við miðja deild og fær
Newcastle í heimsókn, ekki mikið í
húfi. Bæði liðin eru örugg um veru
sína i 1. deild að ári. Heimasigur.
WBA er sama sem fallið en fær
Nottingham Forest í heimsókn.
WBA hefur ekki unnið marga leiki
Úrslit um síðustu helgi voru
vægast sagt mjög óvænt. Það
hindraði samt ekki Sandgerðing í
því að ná 12 réttum. Hann var einn
með tólfu og hlaut allan fyrsta
vinning, 649.975 krónur. 7 raðir
komu fram með 11 rétta og hlaut
hver röð 39.794 krónur. Sandgerð-
ingurinn var með fjórar af þessum
ellefu og hlaut því samtals 809.151
krónu, þar af 159.176 krónur fyrir
annan vinning. Ekki slæmt það.
Bretland
Vinningar í bresku getraununum
eru ekki háir að þessu sinni. Alls
komu fram 13 jafntefli með mörk-
á þessu keppnistímabili og ég tel að
það breytist ekki nú. Útisigur.
Huddersfield er neðarlega í 2. deild
og fær annað miðlandalið, Stokerf
heimsókn. Þetta verður mikill bar-
áttuleikur en Huddersfield mun
sigra.
Hull hefur komið skemmtilega á
óvart nú seinni hlutann af keppnis-
tímabilinu og á möguleika á 1. deild-
ar sæti að ári. Heimasigur gegn
Sheffield United sem hefur ekkert
að vinna.
Shrewsburj’ hefur ávallt verið
sterkt á heimavelli en nú er andstað-
an erfið. Charltonliðið kemur. Leik-
menn þess þurfa stig úr þessum leik
þannig að allt er að vinna. Ég hef
þá trú að Charlton sigri og komist
nær 1. deildinni að ári.
um og fimm markalaus jafntefli.
Markajafnteflin eru númer: 3, 6,
7, 17, 19, 21, 26, 31, 35, 40, 41, 42
og 55. Markalausu jafnteflin erú
númer 3,5,8,10 og 39.
Nú fer að síga á seinni hluta
keppni þeirrar er þeir fjölmiðlar
taka þátt í sem fjalla um getraunir.
Vinningur er ferð á Mjólkurbikar-
úrslitaleik milli Oxford og QPR í
London nú síðar í apríl.
Alþýðublaðið er með forystuna
með 109 rétta, Tíminn er í öðru
sæti með 105 rétta, Morgunblaðið
með 100 rétta, Þjóðviljinn 98 rétta,
DV 97 rétta, Útvarpið með 88 rétta
ogDagur85rétta.
> Q X) 5 Tíminn > «o *o !a Dagur JO 3 «o *>. JX < | Útvarp
Sheff. Wed.-Everton 1 1 2 2 2 2 2
South.-Liverpool 2 2 2 2 2 2 2
Birmingham-Luton X X X 2 X X 1
Chelsea-lpswich 1 1 1 X 1 1 1
Coventry-Manch. Utd 2 2 2 1 1 2 2
Manch. C.-Arsenal 2 1 X 1 X 1 1
Oxford-Aston Villa 1 1 1 X 1 1 1
Watford-Newcastle 1 X 1 1 X 1 1
WBA-Nott. Forest 2 2 X 2 2 2 2
Huddersf.-Stoke 1 X 2 1 1 1 1
Hull-Sheff. Utd. 1 X 1 X 1 X 1
Shrewsbury-Charlton 2 1 2 2 X 2 1
97 100 105 98 85 109 88
SVEITARSTJORNARKOSNINGARNAR1986
Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd
Kosningar
31. maí 14. júni
1. Kjörskrá skal lögð fram 14. apríl
2. Sveitarstjórnarmaður, sem ekki vill endurkjör, tilkynni
þaðyfirkjörstjórn eigi síðaren 18. maí
3. Kjörskrá liggurframmi til 11. maí
4. Framboðsfrestur rennur út 22. maí
5. Yfirkjörstjórn úrskurðar, merkir og auglýsir framboðslista
6. Yfirkjörstjórn lætur gera kjörseðla
7. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla hefsteigisíðaren 17. maí 31. maí
8. Kærufrestur til sveitarstjórnar vegna kjörskrár rennur út 16. maí 30. maí
9. Afrit af kæru sendist þeim sem kærður er út af kjörskrá fyrir 19. maf 2. júní
10. Sveitarstjórn boðar kæruaðila á fund eigi siðar en 20. maí 4. júní
11. Sveitarstjórn úrskurðar kjörskrárkærur eigi síðar en 23. maí 7. júní
12. Sveitarstjórn undirritar kjörskrá eigi síðar en 7. júní
13. Sveitarstjórn tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstjórn kjörskrárúrskurð 23. maí 7. júní
14. Dómari tilkynni hlutaðeigandi yfirkjörstjórn kjörskrárdóm strax strax
15. Yfirkjörstjórn auglýsir kjörfund og atkvæðatalningu fyrir 28. mai 11. júní
16. Kjördagur 14. júní
17. Talning atkvæða hefst
18. Kjörstjórn innsiglar notaða kjörseðla eftir talningu
19. Kosningarnar má kæra skriflega fyrir sveitarstjórn innan 14 daga frá því lýst
er úrslitum kosninga.
Félagsmálaráðuneytið, 26. mars 1986.
Páskapotturinn
á einn stað