Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Page 32
 32 DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986. Andlát BILALEIGA Útibú í kringum iandið REYKJAVÍK:..91-31815/686915 AKUREYRI:....96-21715/23515 BORGARNES:..........93-7618 BLÖNDUÓS:......95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:......96-71489 HÚSAVÍK:.....96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: .97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ...97-8303 interRerrt Þóra Árnadóttir lést 23. mars sl. Hún fæddist á Skútustöðum í Mývatns- sveit 11. júní árið 1900. Foreldrar hennar voru Auður Gísladóttir og séra Árni Jónsson. Þóra lauk námi í sjúkranuddi í Kaupmannahöfn árið 1921. Eftir það starfaði hún í nokkur ár sem nuddkona í Reykjavík og rak um skeið stofu við Laufásveg. Maður Þóru var Kristinn Ármannsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, en hann lést árið 1966. Þóra og Krist- inn eignuðust 4 börn. Otför Þóru verður gerð fró Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Friðrik Sigurbjörnsson lést 20. mars sl. Hann fæddist 2. september 1923 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Sig- urbjörn Þorkelsson og Unnur Har- aldsdóttir. Friðrik lauk prófí í lög- fræði árið 1953 og var þá skipaður lögreglustjóri í Bolungarvík og gegndi hann því starfi í 10 ár. Blaða- maður við Morgunblaðið var hann árin 1963-1972 en hóf þá störf við Háskóla Islands og var þar prófstjóri um langt árabil. Eftirlifandi eigin- kona Friðriks er Halldóra Helga- dóttir. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið. Útför Friðriks verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag kl. 13.30. Jóel Sigurðsson lést 27. mars sl. Hann var fæddur að Hraunbóli í Hörgslandshreppi á Síðu 21. júni 1904. Foreldrar hans voru Guðlaug Jónsdóttir og Sigurður Jónsson. Jóel starfaði lengst af hjá Sláturfélagi Suðurlands. Eftirlifandi eiginkona hans er Jónína Jóhannsdóttir. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið. Útför Jóels var gerð frá Fossvogs- kirkju í morgun. . Sigríður Eiriksdóttir lést 23. mars sl. ;'j Hún fæddist að Miðdal í Mosfells- ! sveit 16. júní 1894. Voru foreldrar i hennar Eiríkur Guðmundsson og -j Vilborg Guðnadóttir. Sigríður lauk j námi frá Verslunarskóla íslands og ! starfaði við skrifstofustörf í Reykja- f vík á árunum 1910-1918, hélt þá til j Kaupmannahafnar og hóf hjúk- , runarnám við Kommunespítalann : og lauk þaðan prófi. Sigríður sneri j heim haustið 1922 og réðst brátt sem j hjúkrunarkona hjá hjúkrunarfélag- inu Líkn í Reykjavík. Sigríður var ; síðan formaður Líknar í aldaríjórð- f ung. Maður Sigríðar var Finnbogi í Rútur Þorvaldsson en hann lést árið 1973. Þeim hjónum varð tveggja ’■ barna auðið, en misstu son sinn af | slysförum ungan að aldri. Útför Si- gríðar verður gerð frá Dómkirkjunni ídagkl. 15.15. Björn Grímsson sem andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, 26. mars, verð- ur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 13.30. Halldóra Gunnarsdóttir, Bakkagerði 6, andaðist í Landakotsspítala 1. apríl. Þráinn Sigurðsson klæðskeri lést í . Bandaríkjunum 25. mars. t Kveðjuathöfn um Líneyju Sigurjóns- ; dóttur frá Sauðárkróki, sem andaðist 19. mars, fer fram frá nýju kapellunni í Fossvogi föstudaginn 4. apríl kl. 10.30. Jarðsett verður frá Sauðár- ' krókskirkju laugardaginn 5. apríl kl. 13.30. Anna Kristin Daníelsdóttir, Lang- holtsvegi 148, verður jarðsungin föstudaginn 4. apríl kl. 15 frá Bú- staðakirkju. Stefán Ketilsson frá Minni-Ólafs- völlum, fyrrum bóndi Roðgúl, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Ólafsvallarkirkju, Skeiðum, laugar- daginnð. apríl kl. 14. Útför Ásgríms Jónssonar, Kapla- skjólsvegi 51, verður gerð frá Foss- vogskirkju föstudaginn 4. apríl kl. -43.30. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Þörungaverksmiðju á Reykhólum í Barðastrandarsýslu, þingl. eign Þörungavinnslunnar hf„ fer fram eftir kröfu Iðnþróunarsjóðs þriðju- daginn 8. apríl 1986 kl. 14. f ___________________________Sýslumaður Barðastrandarsýslu. Bjami Geir Alfreðsson matreiðslumaður Lengi verið aðdáandi Bowies Fréttir í sjónvarpinu í gær voru svona ósköp venjulegar, það er að segja alveg ágætar, sérstaklega veðurfréttir, veðurkortin hér eru með þeim bestu í heiminum. Leiðangursþátturinn var mjög góður og spennandi eins og besta hasarmynd, ég er ákaflega ánægður með hann. Þetta er eitthvað sem maður hefur aldrei gert sjálfur en hefði fullan hug á. Annars þarf ansi hugaða menn í svona ferð. David Bowie var góður, eins og hans er vandi. Þessi samantekt á ferli hans - fyrri hluti - var mjög áhugaverð. Ég er og hef lengi verið eindreginn aðdáandi Bowies, hann hefur líka að mínu mati vaxið hin síðari ár, það er auðveldara núna fyrir venjulegan mann að átta sig á hvað hann er að fara, en í upphafi ferilsins var hann dálítið þungur og torskilinn. Hann nær i dag til miklu stærri hóps en áður. Þó hann sé ekki endilega númer eitt hjá mér sem tónlistarmaður - enda er það enginn ákveðinn - þá er hann ör- ugglega í einu af toppsætunum. Hótelþátturinn er klassískur amerískur og ég er ekki sérlega hrifinn af honum, þetta er föst uppskrift og það skiptir ekki máli hvort maður horfir eða ekki, það er alltaf sama uppskriftin. En ég "hef nú samt yfirleitt kíkt á hann með öðru auganu, hann er ágætisaf- þreying, þokkalegur aðalréttur með tilbrigði af meðlæti, alla vega aðeins skárri en Dallas, sem var einum of mikil framleiðsla, þar að auki fram- leiddur fyrir Ameríkana en við erum á öðru greindarstigi en þeir. Ég heyrði með öðru eyranu góðan og skemmtilegan þátt hins ágæta útvarpsmanns á rás 2, Leópolds, hef hana gjaman á en hlusta einkum á fréttir á hinni. Útför Hafþórs Más Haukssonar, Fjarðarási 28, Reykjavík, sem lést af slysförum 20. janúar 1985, fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 4. apríl kl. 16. Fjóla Jensdóttir Boðaslóð 25, Vest- mannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 5. apríl kl. 16. Gunnar Magnús Björnsson, Löngufit 16, Garðabæ, verður jarðsunginn fró Garðakirkju föstudaginn 4. apríl kl. 13.30. Marteinn Lúther Einarsson, Hafnar- braut 47, Höfn, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Bjamarneskirkju fimmtudaginn 3. apríl kl. 14. Tilkynningar Minningarsjóöur Þorvalds Finnbogasonar stúdents Minningarspjöld sjóðsins eru seld í skrifstofu Háskóla íslands. Símar 21331 og 25088. 70 ára varð í gær, 2. apríl, Guðmunda Þ. Jónsdóttir frá Kjörvogi, til heimil- is að Langholtsvegi 128. Maður Guðmundu er Guðjón Magnússon. 80 ára er í dag, 3. apríl, frú Björg Árnadóttir, fyrrum húsfreyja á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi. Hún er nú á Landakotsspítalanum. Fundir Háskóii ísiands og atvinnulífið í tilefni 115 ára afmælis Stúdentafé- lags Reykjavíkur og 75 ára afmælis Háskóla Islands gengst félagið fyrir eins dags ráðstefnu 4. apríl nk. um málefnið: Háskóli Islands og atvinnu- lífið. Félagið gefur jafnframt út veg- legt afmælisrit um sama efni sem kemur út nú um mánaðamótin. Ráðstefnan verður í Kristalssal Hótel Loftleiða frá kl. 10 17. Fram-. sögumenn á ráðstefnunni fjalla allir um tengsl Háskólans við atvinnulíf þjóðarinnar. Dagskrá ráðstefnunnar verður þessi: Sigmundur Guðbjarnason rektor setur ráðstefnuna og ræðir um: Háskóla íslands og atvinnulífíð. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., talar um: Þróun sjávarútvegs og tengsl hans við menntun og rannsóknir. Jón Bragi Bjarnason prófessor fjallar um: Líftækni; horft til framtíðar. Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri KEA, ræðir um: Háskóli og atvinnu- líf eru ekki andstæður. Sverrir Hermannsson menntamála- ráðherra flytur ávarp. Víglundur Þorsteinsson, formaður Fél. ísl. iðnrekenda, talar um: Rann- sóknir í þágu atvinnuveganna. Rögnvaldur Ólafsson, dósent og hönnunarstjóri Marels hf., talar um: Hlutverk H.í. í þjóðlífmu. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ræðir um: Tengsl Ríkisútvarpsins við atvinnulífið og menntastofnanir. Magnús L. Sveinsson, formaður at- vinnumálanefndar Reykjavíkur, ræðir um: Samstarf H.I. og Reykja- víkurborgar. Ráðstefnustjóri er Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna. 1 afmælisritinu „Háskóli Islands og atvinnulífið“, verða yfir 20 grein- ar um einstakar deildir og stofnanir H.í. og einstök mikilvæg rannsókn- arverkefni sem þar eru unnin. Grein- arnar eru flestar eftir fræðimenn og kennara Háskólans sem hafa sýnt þessu verki áhuga. Arnað heilla Gullbrúðkaup eiga í dag, 3. apríl, hjónin Sigríður A. Sigurðardóttir og Antóníus Ólafsson, fyrrum ábúendur að Berunesi í Beruneshreppi. Undan- farin ár hafa þau búið í skjóli dætra sinna, ýmist austur í Berunesi éða hér í Reykjavík. í dag, á gullbrúð- kaupsdaginn, eru þau á heimili dótt- ur sinnar í Álftamýri 47 hér í bænum. Bylur og Blúsbrot á Hótel Borg Fimmtudagskvöldið 3. apríl verða haldnir tónleikar á Hótel Borg. Þar koma fram hljómsveitirnar Bylur og Blúsbrot. Hljómsveitin Bylur hefur verið starfrækt um nokkuð langt skeið en þetta verða fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar á þessu ári. Hljómsveitin Blúsbrot er ný af nál- inni og flytur eins og nafnið bendir til blús og blúsafbrigði. Verða þessir tónleikar frumraun hljómsveitarinn- ar á opinberum vettvangi. Tónleik- arnir hefjast kl. 21.30 og mun Ijúka um miðnætti. Aðgangseyrir er kr. 250.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.