Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Qupperneq 35
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn DV FIMMTUDAGUR 3.' APRÍL1986. Tíðarandinn 35^ Við Garðastrætið stendur annað hús í sama stíl. Þar er nú Síldarútvegsnefnd til húsa. I miðju hússins er þetta hringlaga op milli fyrstu og annarrar hæðar. Þetta er dæmigert fyrir þann stíl sem einkennir húsið. Vinstra megin við opið eru miðstöð varofnar á bak við grindur. verið að byggja skrautlegt hús heldur hús sem félli að þeim stað þar sem það varreist." Útlit hússins ber kennisetningum meistaranna einnig vitni. Gluggunum er ekki raðað eftir fyrirfram ákveðnu munstri. „Staðsetning glugganna er látin ráðast af herbergjaskipamnni," segir Stefán. „Þetta er dæmigert fyrir þennan stíl og á stóran þátt í að gefa húsunum yfirbragðið sem þau þekkj- ast ávallt af. Þar sem engin nauðsyn er að hafa glugga er heldur enginn gluggi. Þannig myndast stórir órofnir fletir og stakir gluggar sem í fljótu bragði virðast hafa lent á sínum stað fyrir tilviljun. En þegar innviðir hússins eru skoðaðir kemur í ljós að þetta hefur líka sinn tilgang." Ræðupallur eða stílbrot? Þrátt fyrir að beinar línur séu ráð- andi var það alsiða að rjúfa þær með bogadregnum formum einhvers stað- ar í húsinu. Á framhlið hússins við Garðastræti er þetta gert með litlum svölum. Raunar hafa menn undrast tilganginn með þessum svölum. Sumir sega að þær hafi verið hafðar þ'arna sem eins konar ræðupallur fyrir hús- ráðanda - Ólaf Thors. Aðrir benda á nauðsyn þein-a fyrir stílinn þannig að seint verður skorið úr því endan- lega til hvers þessar svalir prýða húsið. Svalahandriðið er úr járni í sam- ræmi við kröfur tímans. Gluggaum- búnaður var einnig úr járni þegar húsið var byggt en nú hefur verið skipt um þá flesta. Það er líka fleira sem hefur breyst. Upphaílega var húsið minna. Þegar Vinnuveitendasambandið eignaðist húsið var byggt við suðurenda þess. Með viðbyggingunni hvarf bogadreg- in útbygging sem hafði sömu áhrif á stílinn og svalirnar á framhliðinni. Vel heppnuð viðbygging Annars eru menn sammála um að viðbyggingin hafi heppnast vel. Hana teiknaði Halldór Jónsson. Gamla húsinu var hins vegar ekkert breytt. Viðbyggingin er í aðalatriðum í sama stíl. Þó er áberandi hár gluggi á fram- hliðinni. Þannig gluggi hefði varla verið hafður á húsinu þegar það var byggt- Þótt „functionalismanum“ hafi fylgt skemmtileg endurnýjun í ís- lenskri byggingarlist fylgdu honum veikleikar sem ekki féllu að íslensk- um aðstæðum. Húsið við Garðastræti var upphaflega með flötu þaki. Það var vafasöm nýjung þvi flötu þökin hafa alla tíð verið til vandræða hér á landi. Með tíð og tíma fara þau að leka þannig að ekki verður úr bætt nema að setja nýtt þak ofan á. Þetta urðu einnig örlög flata þaksins á þessu húsi. Á því er nú bárujárns- klæðning, að vísu með litlum halla, þannig að lítið ber á, séð frá götunni. Þungamiðja hússins Inni í gamla hluta hússins vekur hringlaga op yfir ganginum strax athygli gesta. Einnig það hefur sinn tilgang. Með því dreifist birta og hiti betur um húsið auk svipsins sem það gefur innganginiun. Þetta er miðja hússins - eða „vélarinnar" - eins og hönnuður þess hefði vel getað orðað það. Út frá þessari miðju raðast siðan einstakar vistarverur. I handriðinu umhverfis opið birtist síðan handverk sem á síðari árum hefur ekki átt upp á pallborðið hjá íslenskum byggingarmeisturum. Með tækni nútímans hefur reynst vanda- samt að sinna kröfum um hringlaga form á húshlutum. „Það er aftur á móti segin saga þegar „functionalist- arnir" eru annars vegar að þeir reyndu að sameina byggingarlist og fagurt handverk,“ segir Stefán. „Núna á síðustu árum er á ný hægt fyrir arkitekta að biðja um eitthvað annað en að hafa allt kassalaga.“ -GK Ágúst H. Elíasson tæknifræðingur er einn af starfsmönnum VSÍ. Hér bera þeir saman bækur sínar, hann og Stefán Benediktsson, arkitekt og alþingismaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.