Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.04.1986, Page 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós > Ólyginn sagði... Jackie Onassis þarf að fara að drífa þriðju hjóna- vígsluna af í hvelli. Maurice Templeton heitir sá útvaldi en hann er margmilljóneri og illi- lega heilsubilaður. Þrjú hjartaá- föll á síðasta ári ýta á eftir Jackie því það er lítið gagn að látnum auðkýfingi ef pappírarnir hafa ekki verið rétt útfylltir. Mikhail Baryshnikov þarf ekki að hafa áhyggjur af því að haldast ekki í formi. Tölva í Bandaríkjunum reiknaði það út að kappinn hefði flogið samtals 250 kílómetra á síðasta ári - það er að segja á sviði. Nathalie Stenmark er ekki dóttir föður síns fyrir ekki neitt. Þetta tveggja ára afkvæmi skíðakappans Ingemars Stenmark blómstrar nú í Kitz- buhel og sýnist þar ekki síður á heimavelli í skíðabrekkunum en hennar frægi faðir. Marie Lebey er frönsk leikkona sem sknfað hefur bók um ástarævintýri sitt með fyrrum íranskeisara - Reza Pahlevi. Hún var sautján ára þegar hún féll fyrir þessum land- flótta þjóðhöfðingja og zarinn var fljótur að koma henni fyrir í strangri gæslu í einni af sínum stóru höllum. Þar var Marie innilokuð bestu ár æyinnar og reynir að gera.upp gamlar sakir tíuáruro siðar með bókarskrifum. Ekki frá Texas Jú, mikið rétt, þetta er Ómar karlinn Sharif með dömu - þó ekki þessa frá Texas. Hann lítur víst ekki við hóteldömum. Daman heitir Jan Malmsjö ög þessir tveir eru perluvinir frá myndatökunum í Rússíá héma um árið. Heimsinsdýr- ustu bobbingar Eitt er borðleggjandi - bobbingarn- ir.á Dolly Parton eru þeir heimsins dýrustu. Þessi heimsfrægu vörumerki stjörnunnar hafa nú verið tryggð hjá Lloyd’s í Londön fyrir hvorki meira né minna en 45 milljónir króna - stykkið! Hjónin elskulegu - Sean Penn og Madonna. Næst lá Ijósmyndarinn í götunni og herra Madonna lúskraði duglega á honum með skóinn sinn sem barefli. Frúin fylgist með af áhuga. Stefania af Mónakó mætti á svæðiö í Paris - fullgölluð i rauðu, svörtu og gylltu og fylg- darliðið I sömu litunum. Á Grand í París og Borg i Reykjavik Forstjpri Helenu Rubinsteín, Claude Ury, Victorla Brynner og Mala Rubinstein í hófinu á Grand hótel í París. Victoria heldur áfyrsta ilmvatnsglasinu. ...V..■.....................'----"L * #....................*..g...L.r. ' Hótel Borg fylltist af pniðhúnu fólki fyrir skömmu, allir klæddir rauðu, gylltu og svörtu. Þetta sama gerðist á þessum tíma í fyrra á Grand Hótel í Parísarborg og ge- stirnir þar ekki ómerkara fólk en d’Estaing fjölskyldan, Rotschild- arnir og Mónakófamilían. Allar helstu hefðardúllumar létu sig ekki vanta. Nýtt ilmvatn Orsökin fvrir öllu tilstandinu er nýtt ilmvatn sem er að koma á markaðinn frá því gamalgróna fyrirtæki Helenu Rubinstein. Dótt- ir Yul Brynner sá um að kynna ilmvatnið og við fyrstu flöskunni tók eiginkona borgarstjórans svo sem venja er við slík tækifæri. Og gömlu Rubinsteinlitirnir voru á klæðum gestanna - rautt, gyllt og svart. Millifyrirsögn: Á hjara veraldar Héma á Islandi kynnti umboðsað- ili Helenu Rubinstein Terma sf. - hið nýja ilmvatn sem heitir Ba- rynia. Boðið var til veislu á Hótel Borg, klæðnaður í sömu Rubin- steinlitunum og forstjóri fyrirtæk- isins í Þýskalandi skýrði frá iim- vatnsgerðinni. Sagði það skoðun margra að auðvelt væri að skapa nýtt ilmvatn, bara að opna flösku með ilmvatninu sem allir elska - ekkert mál. En það er víst ekki svo einfalt því að baki liggja margra ára rannsóknir og tilraunastarf- semi þar til menn koma sér niður á endanlegt val ilmsins. Fyrsta flaskan í samræmi við frönsku hefðina var fyrsta flaskan afhent borgar- stjórafrúnni, Ástríði Thorarensen. Borinn var fram matur. vídeómynd fræddi frekar um Barynia og gest- unum gefið glas til þess að prófa ilminn. Innan tíðar ilmaði Hótel Borg af hinum eina rétta ilmi þetta kvöldið og minnti á dýrðarljómann sem umlykur stjörnurnar úti í hinumstóraheimi. Borgarstjórafrúin i Reykjavík, Ástriður Thorarensen, Jóhanna Birgisdóttir, ritstjóri tiskublaðsins Stils, og tekur á móti fyrsta ilmvatnsglasinu úr hendl Sólrúnar Angela Otto frá Helenu Rubinstein i Þýskaiandi. Sævarsdóttur, eiganda Termu. Gestum var afhent Barynia að gjöf - Þórhildur Karls- dóttir, Ingunn Björnsdóttir og Guðlaug Guðmunds- dóttir. Það var skálað fyrir nýjum ilmi á markaðnum - Sigríður Guðjónsdóttir, Ulfar Teitsson, Guðmundur Sigurðsson, Inga Birna Úlfarsdóttir og Guðrún In- gólfsdóttir. DV-myndir KAE.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.