Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 9
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. 9 Útlönd Útlönd Heitir Palmes- gata Gunnlaugur A. Jónsson, fréttaritari DV í Lundi: Olof Palmes-gata í Stokkhólmi var vígð við hátíðlega athöfn í vikunni að viðstöddum sonum Palmes, þeim Jo- akim, Morten og Matthíasi. Ekki var þar verið að opna nýja götu heldur var það hluti Tunnelgötunnar, sem fékk nýtt naíh. Hún er í miðbæ Stokk- hólms. Olof Palmes-gata liggur aðeins spöl- kom frá þeim stað þar sem Palme var myrtur að kvöldi 28. febrúar síðasta. „Valið á götu var mjög auðvelt," sagði Lennart Lööf, forseti borgar- stjómar Stokkhólms er talaði við athöfhina. „Það var hér sem sænski verkamannaflokkurinn var stofhaður árið 1889 og það var hér sem Olof Palme margsinnis talaði við 1. maí- hátíðarhöld okkar.“ Þetta er fyrsta gatan í Svíþjóð, sem nefhd er eftir Olof Palme en vitað er að ýmis bæjar- og sveitarfélög hafa í hyggju að nefna götur eða torg eftir hér eftir heitir Olof Palmes-gata. Palme. Karmal ekki á almannafæri Babrak Karmal, forseti Afganistan, lét sig vanta við mikilvægt opinbert tækifæri í gær sem vom hátíðarhöldin vegna „byltingarafmælis Afganistan". Þar sem stjóm hans hefur sætt nokk- urri gagnrýni að undanfömu í sovéska blaðinu Pravda kemur upp sá kvittur að Karmal sé annaðhvort alvarlega sjúkur eða fallinn í ónáð. Er þegar byrjað að ræða um hugsan- legan eftirmann hans og þá tíðast nefndir Sultan Ali Kishtmand forsæt- isráðherra og Najibullah, yfirmaður öryggislögreglunnar. Báðir hafa verið mikið í sviðsljósinu hjá fjölmiðlum landsins síðan Karmal (57 ára) fór í heimsókn til Sovétríkjanna 30. mars. Kabúl-útvarpið kallaði þá ferð „stutta óopinbera heimsókn" en síðan hefur ekki verið minnst á Karmal eða hvar hann muni niður kominn. í gagnrýninni í Pravda var Karmal að vísu ekki tilgreindur með nafni en stjóm hans var legið á hálsi fyrir að láta umbætur standa of lengi á sér. Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, hefur tekið upp nýja stefhu í Afganist- anmálinu og kunngert að hann vilji kalla þaðan 115 þúsund manna herlið Sovétmanna sem hafa barist með lepp- stjóminni í Kabúl við skæruliða. Hætfca að selja Gaddafi smjör með afslætti Gizur Helgason, fréttaritari DV í Ziirich: Efriahagsbandalag Evrópu ákvað á fundi sínum í gær að Líbýa félli út af lista þeirra norður-afríkönsku ríkja sem fengju smjör frá bandalaginu á spottprís. Em þetta fyrstu aðgerðir bandalagsins gegn Líbýu sem flytur um 80% af sínu smjöri inn frá EBE- löndunum. 1 athugun er síðan hvort banna skuli algerlega sölu landbúnaðarvara frá EBE til Líbýu, sem mundi koma sér feiknailla fyrir Líbýumenn. - Um átján n-afn'kanskar þjóðir svo og önnur lönd njóta góðs af því að EBE reynir að minnka smjörfjallið. Utanríkisráðherra bandalagsins á- kváðu á fundi síðasta mánudag að fækkað skyldi í alþýðuskrifetofiim Líbýu í öllum tólf löndum bandalags- ins. Sex þjóðir hafa nú þegar hafið aðgerðir gegn þessum skrifetofum sem koma í stað venjulegra sendiráða ann- arra ríkja. Reaganstjómin telur að þessar alþýðuskrifstofur séu miðstöðv- ar hryðjuverkastarfeemi Líbýumanna í viðkomandi löndum. Dómnsmálaráðherrar bandalagsins munu innan tíðar halda fund í Haag og ákveða þar hvort og hvemig tak- marka skuli ferðir Líbýumanna um lönd þeirra. Bonnstjómin ákvað í gær að Líbýu- menn yrðu að fækka í sendiráði þeirra í Bonn sem er kallað alþýðuskrifetofa eins og aðrar sams konar. Sem stendur er 41 starfandi við skrifetofuna og 22 þeirra verða að fara úr landi innan viku. Um leið ætlar Bonnstjómin að fækka í sendiráði sínu í Líbýu. Öllum star&mönnum alþýðuskrifstofunnar í Bonn hefur verið bannað að fara út fyrir borgarmörkin. Spánn hefur einnig ákveðið að koma ákveðnum ljölda Líbýumanna úr landi eftir því sem utanríkisráðuneytið þar hefur upplýst. Ekki er enn ákveðið hvemig sú fækkun skal fara fram. Forsætisráðherra Grikklands, Andreas Papandreou, sagði í gær að honum væri ekki kunnugt um að nein starfsemi líbýskra hryðjuverkeunanna færi fram í Grikklandi. Ef slíkt kæmi í ljós þá yrði það gert heyrum kunn- ugt eins og skot. Talsmaður v-þýsku stjómarinnar sagði öryggislögreglu sína vera í við- bragðsstöðu til þess að koma í veg fyrir sams konar atburð og átti sér stað á diskótekinu í V-Berlín á dögun- um. Einnig væri i bígerð að bifreiðar í eigu bandarískra hermanna fengju vestur-þýskar númeraplötur svo að þær væm ekki eins auðkenndar frá bifreiðum annarra þegna V-Þýska- lands. Stjómin hefur einnig ákveðið að athuga réttindi þeirra 1200 Líbýu- manna, sem em við nám í V-Þýska- landi. í Frakklandi hafa menn ákveðið að bæta við 2600 nýjum stöðugildum við frönsku lögregluna. Verða menn þess- ir sérþjálfaðir til vamar hryðjuverka- mönnum og náin samvinna verður hjá þessum sérhópi við sams konar hópa um alla Evrópu. SMRKOMADC Vorum að fá mikið úrval af vönduðum bíltækjum með 2 og 3 bylgjum, FM stereo og kassettu. Verð frá aðeins 4.530,- Einnig mikið úrval af kraftmögnurum pg hátölurum í bíla. Isetning á staðnum. , Sendum i postkrofu. s Ármúla 38 og Garðatorgi 1. Símar 31133 - 83177 - 651811. Auglýsing um innlausn happdrættísskuldabréfa rödssjóðs 1. flokkur 1981 Hinn 2. maí nk. hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í 1. flokki 1981, (litur: fjólublár). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði kr. 100,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á lánskj aravísitölu frá útgáfudegi á árinu 1981 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs í greindum flokki er kr. 599,20 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innlevst í afgreiðslu Seðlabanka íslands. Hafnarstræti 10, Revkjavfk. Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðlabankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar lánskjaravísitölu Skuldabréfin fymast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 1. maí 1986. Reykjavík, apríll986 SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.