Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 12
12 DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur KRYDDHORNIÐ Negull og allrahanda Nafnið er dregið af franska orðinu „clou“ sem þýðir nagli. Kryddið er upprunnið frá Moluccaeyjum, Zansi- bar og Malaga, og ýmsir siðir tengdust því, s.s. að hirðmönnum bar skylda til að hafa negul uppi í sér er þeir voru kallaðir fyrir kínversku Han keisara- ættina 206 f. Kr til 220 e. Kr. Á 18. öld var negulfræjum stolið af trjám hjá Hollendingum í því skyni að hnekkja einokun þeirra á krydd- mörkuðum. Negull fæst bæði malaður og heill og líkist nagla í laginu. Litur- inn er rauðbrúnn og bragðið sætt og sérkennilegt og talsvert sterkt. Negul ber að nota sparlega. Notkun Heill negull er mikið notaður sem skreyting og honum stráð yfir tilbúna rétti. Hann er notaður í fyllingu í fuglakjöt, í ávexti, svínakjöt og nauta- kjöt - einnig mikið notaður í pottrétti, marineringar, súpur og sósur. Malaður negull er notaður í krydd- kökur, ávaxtakökur, engiferbrauð, búðinga, smákökur, salöt, chilisósu, grænmeti, súpur og í kryddlög með öðru kryddi. Tillögur að magni Malaður negull 1/2 tsk. í 8 kg svínakjötssteik 1/4 tsk. stráð yfir ávaxtaköku 1/8 tsk. í 200 g grænt grænmeti, gul- rætur eða sykraðar kartöflur 1/2 tsk. i uppskrift sem jafngildir 70-80 smákökum Heill negull 4-12 í 100 g hrísgrjón 1-2 í bolla af ístei, kaffi eða hitað vín 6-8 í kryddlög fyrir 2,5 kg steik 1/2-1 tsk. í 200 g af kiydduðum kirsu- beijum Allrahanda krydd Allrahanda er líka kallað Pimento, Jamaikapipar og á rætur sínar að rekja til Vesturheims og er eina vel þekkta kiyddið sem eingöngu er framleitt í þessum heimshluta. Kól- umbus uppgötvaði það árið 1494 en það varð ekki þekkt í Evrópu fyrr en á 17. öld. Allrahanda er unnið úr ávöxtum sí- græns trés en ávextimir eða berin eru sólþurrkuð þar til þau verða dökk- rauð-brún á lit. Kiyddið fæst bæði heilt og malað og bragðið er svipað og blanda af kanil og múskati og verð- ur sterkara í mat eftir því sem hann geymist lengur. Notkun Allrahanda hefúr margvislegt nota- gildi. Ómalað má nota það í súpur, stöppur, kryddlög, niðursuðu á græn- meti og þegar verið er að sjóða fiskmeti. Malað er það notað í tertur, kökur, sælgæti, búðinga, kjöt, pott- rétti, chilisósu, tómatsósu, sykraðar kartöflur og ídýfur. Tillögur að magni Malað 1/4 tsk. í 200 g af sykruðum kartöflum 1/2 tsk. dreift yfir væna sneið af fúgla- kjöti 2 tsk. í 200 g af vöfflusoppu 1/8 tsk. á hvert 1/5 kg af nautakjöti Ómalað 3 stk. í 200-300 g af baunasúpu 4-6 stk. fyrir hvert kíló af fiski sem verið er að matreiða -S.Konn. MOSATÆTARI FRÁ BUCK&DECKER BESTA VOPNIÐ GEGN MOSA í GARÐINUM rsteinsson & lonnson hf. Eitt versta vandamál sem til er í sam- bandi við garða á íslandi er hve mosa- vaxnir þeir vilja verða og það hefur sýnt sig að hvaða eiturefni sem fólk reynir að dreifa yfir garðana þá er það ekkert ann- að en peningaeyðsla en rafmagnsgarð- hrífan tætir upp og upprætir allan mosa í eitt skipti fyrir öll úr görðunum, fyrir utan að vera rafmagnshrífa sem hreinsar upp gras eftir slátt og lauf að hausti. ARMULI 1 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-685533 nm Osmekklegt sæl- gæti í umferð Ýmislegt miður smekklegt „sælgæti" er hér á boðstól- um. Hér að ofan eru myndir af strái, sem fyllt er með hvítu dufti, sennilegast þrúgusykri, og pínulítilli plastdollu, einnig fylltri með sykri, þó með súru bragði, og „líkkista“ sem full er af „mannabeinum“. Einnig er á boðstólum alls konar öðruvísi „sælgæti“ eins og t.d. eftirlíkingar af sígarettum og öðru því um líku. Það er athyglisvert að það skuli vera leyfilegt að kaupa fyrir erlendan gjaldeyri alls kyns ómerkilegt drasl og selja eftirlitslaust hér á landi. Hver veit nema síðar meir geti krakki, sem kann- ast við þrúgusykurinn í græna stráinu, látið glepjast á öðrum og hættulegri efii- um sem líta alveg eins út? Auðvitað megum við ekki vera of „hysterísk", en er þama verið að ala upp væntanlega eiturlyfjaneyt- endur? Þá má ekki gleyma því að hér er matvælaframleiðend- um gert að merkja vörur sínar með nákvæmum inni- haldslýsingum. Á meðan er hægt að selja algerlega ómerkt drasl eins og á myndunum. Það er engu líkara en sið- ferðisþrek okkar sé á þrot> urn.... -A.Bj. Hvað er hér á seyði? Er verið að sjúga upp kókain eða hvað ? Nei, alls ekki. Þetta er „sælgæti“ sem selt er í sjoppum í höfuðborginni - grænt plaststrá, fyllt af hvitu dufti sem við nánari eftirgrennslan reyndist vera þrúgusykur. Engin merking, hvorki um innihald né framleiðanda. DV-mynd GVA Þetta „sælgæti“ er kannski hættulaust, en ekki finnst okkur það vera smekk- legt. „Líkkista“ full af „mannabeinum“. Þetta er merkt með nafni erlends framleiðanda en með svo smáu letri að varla er sýnilegt með berum augum. Ekki innihaldslýsing. Þetta er ekki einu sinni sniðugt þótt þetta sé ekki það alversta sem á boðstólum er. DV-mynd KAE BETRI UMFERÐARMENNING EHt þúsund ogeinn... eitt þúsund ogtveir... hemli. Prófaðu þessa aðferð næst þinna. Betra öryggi - bætt umferðar- þegar þú sest undir stýri og tryggðu menning. þannig öryggi þitt og meðbræðra EG. Margar aftanákeyrslur verða vegna þess að alltof stutt bil er á milli bíla. Veist þú að mikill hluti árekstra er aftanákeyrsla vegna þess að of stutt bil er á milli bíla? Þegar þú ekur nið- ur Laugaveginn hefur þú oft ekki nema 3-4 metra á milli bílsins þíns og þess er fyrir framan ekur. I umsjá Bindindisfélags ökumanna Það er reyndar allt of lítið bil en gengur þó oftast á Laugaveginum þar sem umferð er svo hæg. Það er verra þegar þessu stutta bili er síðan haldið á götum eins og Miklubraut, Kringlumýrarbraut eða Breiðholts- braut þar sem hámarkshraðinn er 60 km/klst. og oftast ekið á 80 km/klst. Þá þarf ekki mikið út af að bera til að illa fari. Til er ágæt leið til að finna út hve bilið að næsta bíl á að vera mikið. Ef þú miðar við að bíllinn fyrir framan þig sé að fara framhjá ákveðnum hlut, svo sem umferðar- merki, ljósastaur eða því um líku, þá byijarðu að telja: 1001 - 1002 1003. Ef þú ert kominn að hlutnum áður en þú hefur náð að telja þá ertu of nálægt næsta bíl, en ef þú getur talið upp að 1003 áður en bíllinn þinn er kominn að hlutnum er fjarlægðin í lagi. Þessi aðferð hefur þann kost að því hraðar sem ekið er eykst bilið sjálfkrafa og þú hefur það öryggi að geta stöðváð bílinn þinn í tæka tíð þó bíllinn fyrir framan þig snar-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.