Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 10
10
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
Nýtt efnahagsundur
hjá V- ÞJóðve rju m
Mikill uppgangur í vestur-þýsku efnahagslífi
Grafarkyrrðin í sýningarsölum
Mercedes Benz í Frankfurt, því að
ekki er þar rápið af sölumönnum eða
viðskiptavinum, veitir ekki mikla
vísbendingu um að Vestur-Þýska-
land sigli nú á leið inn í annað
efnahagsundur.
En afhendingartími íyrir sumar
gerðir af -Benz er allt að tvö ár og
eru þó báðar verksmiðjur þeirra í
Vestur-Þýskalandi reknar á útopnu.
Þrátt fyrir fúll afköst hafa þeir ekki
undan. Og sölumennimir hjá Daiml-
er-Benz þurfa ekki annað fyrir
kaupinu sínu að hafa en að taka við
pöntunum, póstleggja svörin og
koma innáborgunum í bankann.
Og það hefúr lengi verið álit þeirra
þýðversku að það sem sé gott fyrir
Daimler sé um leið gott fyrir Þýska-
land.
Byrjaðir að tala um nýtt efna-
hagsundur
Enda er glatt yfir kaupsýslustétt-
inni í Þýskalandi um þessar mundir.
Stöku maður heyrist jafnvel taka
sér, afskaplega varlega að vísu, í
munn gamalkunnugt orð eins og
„efnahagsundur" sem nær alveg
hvarf úr málinu á verðbólguárum
síðasta áratugar og í kreppunni í
byrjun þessa.
„Enginn hafði búist við því að
Þýskaland, með gamaldags efna-
hagskerfi, að mestu byggt á stáliðn-
aði, stóriðju, vélsmíði og bílafram-
leiðslu, mundi risa upp aftur til eins
konar nýs efnahagsundurs," sagði
einn af bankastjómm Frankfurt við
fréttamann Reuters á dögunum. „Nú
heyrist ekki lengur sú gagnrýni að
V-Þýskaland hafi ekki lagt sig nóg
eftir örtölvutækninni," bætti hann
við.
Hafa ekki dregist aftur úr í fram-
tíðartækninni
Hagfræðingar segja að fyrirtækja-
samsteypur eins og Siemens og
töluframleiðandinn Nixdorf, sem
staðsettar eru í Múnchen, hafi átt
stóran þátt i þvi að reka af Þjóðverj-
um slyðruorðið á sviði framtíðar-
tækninnar.
Frá Volkswagen-verksmiðjunum
berast þær fréttir að senn kunni
menn þar að skýra frá þvi að tekjur
ársins 1985 hafi tvöfaldast frá árinu
áður. Þar með sýnist á enda erfiður
kapítuli í sögu þess fyrirtækis með
nokkurra ára taprekstri. Með
nokkrum breytingum hafa þeir gætt
Golf-bílinn nýju lífi og selst hann
nú örar en nokkur bíll hefúr nokk-
um tíma gert.
Vænta sér góðs af næsta ára-
tug
Norbert Walter, hagfræðingur við
Kiel-háskóla, lét nýlega eftir sér
hafa að með verðbólguna nær hjaðn-
aða mætti búast við þvi að seðla-
banki þeirra í V-Þýskalandi,
„Bundesbank“inn, mundi eitthvað
losa tök sín á peningaveltunni og
góðar horfúr væru á því að næsti
áratugur fæli í sér annað efnahags-
undur í V-Þýskalandi. Mánaðarlega
breyta menn spánni um hagvöxtinn
til þess að taka sér í munn hærri
tölur og þótti hann þó alldrjúgur
orðinn við lok síðasta árs. Veldur
þar mestu um auðvitað þróunin á
olíumarkaðnum með fallandi olíu-
verði. Er nú olíureikningur þýsku
þjóðarinnar helmingur af því sem
var. Jafnvel hinir varkáru hagfræð-
ingar Bundesbank eru farnir að spá
4% hagvexti á þessu ári.
Skjótast upp fyrir Bandaríkin
og Japan
Það er náttúrlega töluverður mun-
ur á þvi eða þeim 8, 9 og 10% sem
menn voru vitni að á uppgangstím-
um eftirstríðsáranna á fimmta og
sjötta áratug aldarinnar þegar efiia-
hagsundrið gekk yfir, sem þetta 37
ára gamla ríki er frægt fyrir. En það
er nóg til að skjótast fram úr Banda-
ríkjunum og Japan sem spókað hafa
sig í fararbroddi sem fyrirmyndir á
efnahagssviðinu.
Vegna þessa nýja uppgangs var
Bundesbank ekki mikið freistað til
þess að verða við áskorunum um að
örva efnahagslífið með lækkun lána-
vaxta, eins og gert var í Bandaríkj-
unum og Japan í hinni vikunni. Á
fúndi í Bundesbankaráði í síðustu
viku var ákveðið að hafa þá óbreytta
3,5%.
Háttsettur bandarískur embættis-
maður, sem á dögunum var að gera
fréttamönnum grein fyrir undir-
búningi sjö ríkja fúndarins, sem
fyrirhugaður er í Tokýo í næsta
mánuði, notaði tækifærið til að
koma á framfæri hvatningu til Vest-
ur-Þjóðveija að fylgja öðrum í
lækkun vaxta. Nefndi hann að Þjóð-
verjar hefðu nær alveg sigrast á
verðbólgunni en ættu enn við mikið
atvinnuleysi að stríða.
Verðbólgan sálræn grýla frá
fyrri tíma
Hin hrikalega verðbólga þriðja
áratugarins og gengishrunið ofboðs-
lega eru Þjóðverjum ekki enn liðin
úr minni. Það fer hrollur um þá ef
verðbólgan skrúfast upp í svo mikið
sem hálfan tug og stappar nærri
móðursýki ef hún verður meiri en
það. Engri ríkisstjóm tjóar annað
en taka strax í Bonn á kýlinu. Bun-
desbank slakar því aldrei á vöku
sinni um heilbrigði marksins og fer
þá heldur of varlega en láta sig
henda að tefla of djarflega.
Erlent fjármagn streymir inn
Erlent fjármagn hefur streymt inn
í landið upp á síðkastið og hefúr það
gert skurk í gengisskráninguna og
skapað hættu á að verðbólguneist-
inn kviknaði á ný. Hagfræðingar
viðurkenna þó að framfærslukostn-
aður eigi að öllum líkindum eftir að
lækka í þessum mánuði og að 0,1%
verðbólgan, sem mældist í síðasta
mánuði, gæti fullt eins hafa orðið til
í útreikningunum vegna flugnaskíts
á reikniblöðunum.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Á erlendum gjaldeyrismörkuðum
hefur þýska markið ætt upp og í við-
miðun við dollar em daglega sett
ný fimm ára met. Bandaríkjadalur-
inn voldugi, sem fyrir rúmu ári
kostaði nær þijú og hálft mark, fæst
nú fyrir rúm tvö mörk.
Græðgi í þýsk hlutabréf
í fyrra létu fésýslumenn heima í
V-Þýskalandi það koma flatt upp á
sig hve áfjáðir útlendir fjárfestingar-
aðilar voru í hlutabréf í vestur-
þýskum fyrirtækjum. Þau ruku upp
um 75% og þar með var Vestur-
Þýskalandi kippt út úr skuggum
lægðar og samdráttar inn í sviðsljós
heimsviðskiptanna. Á meðan verð-
bréfasalar vöktu heilar nætur í
biðröðum, eða fengu sér gistiher-
bergi í námunda við verðbréfahallir
miðborga, urðu vestur-þýskir bankar
að ráða sér bandarískt og japanskt
starfslið til þess að veita hinum út-
lendu peningajöfrum betri þjónustu.
í einu vetfangi var Vestur-Þýska-
land orðið Japan Evrópumanna.
Stimpillinn á trú manna á því hve
vel verðbréfamarkaðurinn stendur
um þessar mundir fékkst fyrir helgi
þegar Deutsche Bank (sá stærsti í
landinu) setti í sölu á almennum
markaði hlutabréf fyrir tvo milljarða
marka í Flick-fyrirtækjasamsteyp-
unni fyrrverandi. Það er mesta magn
hlutabréfa sem nokkru sinni hefúr
verið sett í sölu á almennum mark-
aði í Þýskalandi í einu. Streymdu
að fyrirspumir alls staðar að, inn-
lendar sem erlendar, og innan
nokkurra klukkustunda voru bréfin
seld.
Staða stjórnarflokkanna sterk-
ari
Helmut Kohl kanslari og hægri-
flokka ríkisstjóm hans em auðvitað
himinlifandi með þassa þróun en em
nógu skynsamir til þess að hælast
ekki um. Kosningar til sambands-
þingsins í Bonn verða eftir níu
mánuði og þótt gróskan í efnahags-
lífinu hafi mjög styrkt stöðu stjóm-
arflokkanna og kosningahorfur þá
er enn við atvinnuleysisdrauginn að
glíma. Hann þráast við að láta ekki
kveða sig niður fyrir 10%. Er það
eini alvöruskugginn á sjóndeildar-
hringnum.
En hvor sem verður svo kanslari
í Bonn eftir janúar næsta vetur,
Helmut Kohl frá kristilegum dem-
ókrötum eða Johannes Rau frá
sósíaldemókrötum, þá má búast við
að sá hinn sami hafi ánægjuna af
því að horfa á atvinnuleysistölur
fara lækkandi upp úr þessu.
Þeir em til sem hafa sínar efa-
semdir um hversu traustur þessi
efnahagsbati Þjóðverja sé í raun og
sann. Þannig gáfu hagsýslustofnanir
til kynna að frekar hefði hallað und-
an fæti í verksmiðjurekstri í síðasta
mánuði. Mörg fyrirtæki em heldur
ekki of bjartsýn um afkomu sína
næsta misseri. En pantanir halda
stöðugt áfram að streyma inn og
sala á Evrópumarkaði virðist ömgg.
Atvinnuleysið hefur ekki enn náðst niður fyrir 10% í Þýskalandi og er eini
skugginn á annars björtum horfum.