Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 21
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. 21 U.-. „ OiiLiilJiiU. íþróttir íþróttir íþróttir Lakers áfram -Pétur og félagar unnu Dallas Mavericks, 130-116 „Þetta hefur gengið mjög vel hjá okkur og ég er bjartsýnn á að við komumst í úrslitaleikinn og þá vænt- anlega við Boston,“ sagði Pétur Guðmundsson körfuknattleiksmað- ur í samtali við DV í gær. Lakers unnu þriðja leikinn gegn San Antonio Spurs á föstudag og þá skoraði Pétur 8 stig og náði 4 fráköstum. Pétur lék í 19 mínútur. í gærkvöldi léku Pétur og félagar í 2. umferð úrslitanna en mótherjar Lakers eru Dallas Mavericks. Lakers sigraði 130-116 og lék Pétur í 6 mínút- ur og skoraöi tvö stig og hirti tvö fráköst. Jabbar skoraði 28 stig fyrir Lakers og Bayron Scott 24. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í undan- úrslitin og þá mjög líklega gegn Houston Rockets sem nú leika gegn Denver Nuggets og vann Houston fyrsta leikinn, 126-114. Á austur- ströndinni vann Boston Celtics lið Atlanta Hawks i fyrsta leik 2. um- ferðar með 103 stigum gegn 91. Þá vann Filadclfia 76ers loks sigur á Wahsington Bullets í 5. leik liðanna í fyrstu uraferð og 76ers fer áfram 3-2 og mætir Milwaukee Bucks í 8-liða úirslitunum. Þess má geta að það sem af er úrslitakeppninni hefur Pét- ur skoraö að meðaltali 8 stig í leik og hirt 4 fráköst. -SK Iþróttir Iþróttir Iþróttir Einar Bollason ráðinn til ÍR - og mun þjálfa körfuknattteikslið félagsins næsta vetur „Ég er mjög ánægður með að vera kominn til starfa hjá ÍR. Ég hlakka til að takast á við hlutina og ég véit að hjá ÍR er mjög mikið til af ungum og efnilegum leik- mönnum,“ sagði Einar Bollason, iandsliðsþjálfari í körfuknattleik, en um helgina var hann ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs ÍR cn 1R mun að öllum líkindum leika í 1. deild næsta vetur nema til komi breytt fyrirkomulag íslandsmóts- ins. „Og nú verður ekkert gefið eftir. Fyrsta æfingin hjá ÍR undir minni stjórn verður á morgun og við munum æfa í svona vikutíma. Síð- an verður hvilt til 15. ágúst og þá byrjum við aftur,“ sagði Einar Bollason. Hann hefur sem kunnugt er þjálfað Uð Hauka undanfarin ár með góðum árangri. Mörg félög voru á eftir Einari og vitað var að Valur og KR höfðu mikinn áhuga á að ráða Einar til sín. „Við erum mjög ánægðir með að hafa náð i Einar. Þetta var það langbesta sem við gátum gert i stöðunni og i raun er þetta hvalreki á fjörur félagsins að minu mati,“ sagði Kristinn Jörundsson hjá stjórn körfuknattleiksdeildar ÍR i gærkvöldi. -SK • Einar BoIIason, þjálfarí ÍR. Einar skipU yfir í ÍBK Einar Ásbjörn Ólafsson knatt- spyrnumaður, sem lék með Víði í Garði í 1. deildinni síðasta sumar, hefur gengið frá félagaskiptum yfir í sitt gamla félag, ÍBK, og flest bendir til þess að hann muni leika með liðinu i sumar. „Það er ekki alveg 100% öruggt en ég á von á því að þetta muni skýr- ast að fullu á næstu dögurn," sagði Einar Ásbjöm en hann hefúr dvalið í Danmörku í vetur ásamt félaga sín- um Gísla Eyjólfssyni. Þeir félagar munu báðir vera við vinnu í Kaupmannahöfn en Gísli mun ætla að dveljast lengur í Dan- mörku og því ekki líklegur heim í bráð. -fros Enn sigrar • Per Skárup sést hér skrifa undir samninginn við Fram í gær. uv-myna orynjar vjrauu. ■ » _ Skárup skrifaði undir Vestemn DV-mynd Brynjar Gauti. Daninn Per Skárup skrifaði í gær undir samning við handknattleiks- deild Fram um þjálfun félagsins næsta vetur. Auk þess að þjálfa liðið mun Skárup leika með því en hann er einn af leikreyndari leikmönnum danska landsliðsins þó að hann hafi ekki leikið neitt með því siðustu tvö árin vegna deilna við Leif Mikkelsen, þjálfara liðsins. Skárup kemur frá Gladsaxe þar sem hann hefur leikið allan sinn fer- il. Hann er 29 ára og yfir tveir metrar á hæð. Ekki er að efa að tilkoma hans kemur til með að styrkja Fram- liðið mjög mikið á næsta keppnis- tímabili. -fros - kastaði kringlunni 61,78 metra Sigurður skor- aði gott mark! - þegar Luzem gerði jafntefli við St. Gallen. Guð- mundi boðinn nýr samningur Luzem er nú í fimmta sæti deildar- innar. Liðið hefur hlotið 28 stig þegar „Það eina sem við getum vonast eftir nú er sæti í UEFA keppninni. Til þess þurfum við að ná þriðja sæt- inu vegna þess að liðin sem leika í bikarúrslitum, Sion og Servette, eru bæði fyrir neðan okkur á töflunni. Við höfum verið óheppnir að undan- fömu og titlavon okkar hefur horfið eftir áramtót. Leikjaprógramm okk- ar hefur verið erfitt og við höfum tapað átta stigum úr síðustu átta leikjum,“ sagði Sigurður Grétarsson eftir að lið hans, Luzem, hafði gert jafntefii við St. Gallen á útivelli í svissnesku 1. deildinni um helgina, 2-2. Þeir Sigurour og Ómar Torfason léku báðir með Luzern og áttu ágæt- an leik. Sigurður skoraði fyrra mark liðsins á 20. mínútu og jafnaði þá leikinn 1-1. Hann fékk þá boltann rétt utan vítateigs og lék inn í teig- inn þar sem hann skoraði með föstu skoti. sjö umferðum er ólokið. Young boys er nú í efsta sæti deildarinnar með 34 stig. Guðmundi boðinn samningur Guðmundur Þorbjörnsson mátti þola enn eitt tapið með liði sínu Baden er það lék gegn Ule Stielke og félögum hjá Neuchatel Xanax. Orslitin urðu 0-2 en lið Baden er fyrir löngu fallið. Þrátt fyrir mjög dapra frammistöðu Baden á keppnis- tímabilinu eru forráðamenn félags- ins mjög ánægðir með Guðmund og hafa munnlega boðið honum nýjan samning. Guðmundur hefur ekki enn gert það upp við sig hvort hann muni leika með liðinu i 2. deildinni á næsta keppnistímabili. -fros Frá Ólafi Guðgeirssyni, fréttaritara DV í Bandaríkjunum: Vésteinn Hafsteinsson sigraði um helgina í kringlukasti á sterku há- skólamóti í Iowa í Bandaríkjunum. Vésteinn kastaði 61,78 metra. Eggert Bogason kastaði einnig kringlunni á sama móti og hafnaði í fiórða sæti með 57,14 metra sem er nálægt hans besta árangri. íris Grönfeldt sigraði í spjótkasti kvenna er hún kastaði 52,48 metra. -fros Siggi Sveins skoraði 12 möik Bjami hélt ' hreinu I Bjami Sigurösson hélt marki _ IBrann hrcinu i fyrsta leik liðsins I í norsku 2. deildinni í knatt- ■ Ispyrnu. Liðið lék þá gegn Mjökln- I er á heimavclli og sigraði, 2-0. I ISœvar Jónsson lék sem miðvörð- ■ ur með Brann og átti góðan leik. | Pétur Arnþórsson lék með Viking - Ifrá Stavanger í 1. deildinni gegn I Rosenburg er liðin mættust í Stnvan- * Iger. Pétur komst ágætlega frá leikn- I um sem varð markalaus. I . -fros r Frá Atla Hilmarssyni, fréttaritara DV í Vestur-Þýskalandi: Sigurður Sveinsson virðist óðum vera að finna sitt gamla form sem hann var í þegar hann tryggði sér markakóngstitilinn í þýska hand- boltanum í fyrra. Hann átti stórleik og skoraði 12 mörk, þar af þrjú úr vítum, þegar Lemgo sigraði Dort- mund, 20:15, um helgina. Lemgo var undir, 15:14, þegar skammt var til leiksloka en skoraði síðan sex síð- ustu mörkin. Þrátt fyrir þennan sigur er Lemgo enn í fallhættu en meðan Siggi er í þessum ham ætti liðið ekki að þurfa að óttast fall. Dankersen tapaði fyrir Hoffweier, 30:19, og skoraði Páll Ólafsson 3 mörk. Dankersen tapaði leiknum fyrst og fremst á hraðaupphlaupum en Dankersen var undir, 17:9, í hálf- leik. Gúnsburg tapaði fyrir Göppingen, 26:28, en Kiel vann Weiche Handew- itt, 27:21. Þá vann Dússeldorf Berlín, 29:26. -SMJ Örnggt hjá Fram - gegn Þiotti Einn leikur fór fram í Reykjavíkur- mótinu i knattspyrnu í gærkvöldi. Fram vann öruggan sigur á Þrótti, 4-0. Guðmundur Steinsson skoraði tvö markanna og nafni hans Torfa- son og Pétur Ormslev sitt markið hvor. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.