Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1986, Blaðsíða 44
DV. MÁNUDAGUR 28.APRÍL 1986. 44 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Poul Shliiter fœr sér morgungöngu án þess að hafa öryggisverði í bandi á eftir sér. Það er helst að hann dragi á eftir sér hundinn. AJfe ved. at »advokat Pouf SchJuter« er Dan- marks statsmínister. Og afte kan finde disse Unter i telefonbogen ~ Peul Asnws Tekstilarb. Bagsvatrdv. 71E .............. 02-871890 -Pou!Advok.FrdtoergaHé88 ... HetnmeHgtm Scfafúter (Hatspr rmiaikfue/ö. Gerda larseti) ©starortj afd. BsterbroQ. 64 .. ScfaKrtftf So Öryggis hvað? Andlát Olofs Palme hefur vakið ýmsar spurningar og ein þeirra er hvort ekki þurfi að huga að örygg- isgæslu á helstu toppunum á Norðurlöndum. Þeir hafa haft nokkra sérstöðu meðal þjóðhöfð- ingja í heiminum því á meðan aðrir í sömu stöðum komast ekki fetið án þess að vera umkringdir líf- vörðum reyna þeir á norðurhveli að komast hjá vörslunni með öllum mögulegum ráðum. . í innkaupaferð Frændur vorir Danir hafa mikið velt fyrir sér öryggi forsætisráð- herrans, Pouls Shluter, og sýnist þar sitt hverjum. Shlúter gefur lítið fyrir allt slík t brambolt og tekur sér kvöldgöngu eftir síðustu fréttir í sjónvarpinu án þess að hafa nokkrar áhyggjur. Hann segist vilja lifa eðlilegu lífi og hafa fullt frelsi til þess að blanda geði við almenning. Margir hafa rekið upp stór augu þegar hann fer í inn- kaupaferðir með eiginkonunni og tínir i innkaupakörfur stórmarkað- anna afhinni mestu röggsemi. Úr símaskránni dönsku þar sem borgurum er auðveldað að ná sam- bandi við forsætisráðherrann. Erlendir gestir hjá forsætisráð- herranum vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið en Danirnir telja þetta fullkomlega eðlilegt íyrir- komulag. Steingrímur líka Samt þótti nokkrum dönskum blaðamönnum fulllangt gengið þegar þeir uppgötvuðu að síma- númer forsætisráðherrans var á sínum stað í símaskránni eins og hjá hverjum öðrum meðaljóni. Og þeir spurðu hvort Danmörk hlyti ekki að vera eina landið í heimin- um þar sem menn gætu flett upp símanum hjá forsætisráðherranum án nokkurra erfiðleika. Við hér á Sviðsljósi DV getum frætt þá um að svo er ekki - okkar íslenski for- sætisráðherra, Steingrímur Hermannsson, er líka í síma- skránni þannig að löndin eru alltént tvö þar sem stjómmála- menn halda ennþá rétti og mögu- leikatil alþýðlegsyfirbragðs. Bilið niilli kjósenda og stjómmálamanna er ekki farið að breikka að ráði ennþá. Listamanna- hjón og bam Listamennirnir Jahn Teigen og Anita Skorgan leika aðal- hlutverkin í poppópemnni Boheme 86, sem bráðlega verður Frumsýnd. í næstum þijá mánuði hafa þau búið saman á hóteli í Wien ásamt Söru litlu sem þau eiga saman. Þau eru nefni- lega hjón. En baminu hafa þau haldið utan sviðsljóssins og enn hefur ekki birst mynd af því þó það sé orðið hálfs annars árs. En koma tímar.koma ráð, segja slúðurblöðin, ætli sú litla eigi ekki eftir að komast í kast við okkur fyrr eða síðar. Skipstjórar í hálfa öld . Þessi skemmtilega DV-mynd PK sýnir tvær kempur úr röðum skip- stjómarmanna, báðar þekkt nöfn úr liðnum þorskastríðsrekstri ís- lendinga. Þeir sem þama stinga saman nefjum á hálfrar aldar af- mæli Skipstjórafélagsins - em skipherramir Eiríkur Kristófers- son og Guðmundur Kjæmested - og hafa eflaust haft margt og mikið að ræða frá sameiginlegri reynslu. Við þetta tækifæri fengu sex heiðursfélagar afhent viðurkenn- ingarskjöl, Eiríkur Kristófersson, Guðmundur Kjæmested, Kristján Aðalsteinsson, Ingólfur Möller, Guðmundur Hjaltason og Ásgeir Sigurðsson. Gestir á afmælishátíð- inni voru fjölmargir og fagnaðar- fundir með mörgum gömlum skipsfélögum frá liðnum árum. Allar æfingar voru teknar mjög al- varlega. Þessi fór fram á Hótel Sögu og parið eru þær Berglind Káradóttir og Fríða Rós Valdimars- dóttir. Og ekki minnkaði alvörusvipurinn á Berglindi og Friðu Rós þegar sjálf keppnin rann upp, enda mikilvægt að taka ekkert feilspor. Fullvaxnir vönduðu hreyfingarnar ekkert síður en börnin - Ragnar Sverr- isson og Hildur Ýr Arnarsdóttir. Systurnar Elísabet og Corinne. r a uppleið Englendingar fá um þessar mundir að sjá heilmikið af systrunum Corinne og Elísabetu, 22 ára fyrirsætum sem ætla sér að ná langt, allavega hún Elísa- bet, enda hefúr hún tekið niður toppstykkið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.